Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 1
Kennnarar Óskað er eftir kennurum í þessar kennsl- ugreinar á vorönn 2004: Eðlisfræði (50% starf) Efnafræði (50% starf) Allur aðbúnaður er fyrsta flokks í nýju húsnæði skólans. Launakjör eru samkvæmt kjarasamn- ingi fjármálaráðherra og Kennarasambandsins. Skriflegar umsóknir um þessi störf skulu send- ar til Fjölbrautaskólans í Garðabæ við Skóla- braut, 210 Garðabæ, eða í tölvupósti á net- fangið: fg@fg.is . Umsóknarfrestur er til 21. desember 2003. Öll- um umsóknum verður svarað skriflega. Nánari upplýsingar veita Þorsteinn Þorsteins- son skólameistari og Gísli Ragnarsson aðstoð- arskólameistari í síma 520 1600. Skólameistari. Heilbrigðisstofnun Austurlands Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað: Hjúkrunarfræðingar — framtíðarstarf Stofnunin vill ráða hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild strax eða eftir samkomulagi. Einnig vantar tímabundið hjúkrunarfræðinga á næturvaktir. Á sjúkrahúsinu fer fram fjölþætt lækningastarf- semi á lyflækninga- og handlækningadeild. Leitað er eftir umsækjendum sem hafa heppi- lega starfsreynslu og geta unnið sjálfstætt. Laun eru samkvæmt aðalkjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og stofnanasamn- ingi hjúkrunarfræðinga og Heilbrigðisstofnun- ar Austurlands. Umsóknarfrestur er til 28. desember 2003. Upplýsingar um störfin veitir Guðrún Sigurð- ardóttir, hjúkrunarstjóri, í síma 477 1450 eða gudrun@hsa.is og umsóknir berist henni eða Svövu I. Sveinbjörnsdóttur, skrifstofustjóra, svavai@hsa.is . Fjarðabyggð er fjölmennasta sveitarfélag Austurlands og næstfjöl- mennasta sveitarfélag hins nýja Norðausturkjördæmis, á eftir Akur- eyri. Fjarðabyggð varð til við sameiningu þriggja sveitarfélaga 1998. Fjöldi íbúa er tæplega 3.100 manns og býr langstærstur hluti þeirra í þéttbýliskjörnunum þremur, Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði. Þjónusta er góð og fjölbreytt menning. Mikil uppbygging er hafin í sveitarfélaginu, sem mun vaxa mjög næstu ár. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á www.fjardabyggd.is . Hjúkrunarheimilið Sundabúð, Vopnafirði: Hjúkrunarfræðingur - framtíðarstarf Stofnunin vill ráða hjúkrunarfræðing strax eða eftir samkomulagi. Hjúkrunarheimilið Sundabúð Vopnafirði er 12 rúma legudeild fyrir aldraða í starfstengsl- um við heilsugæslustöð. Starfinu fylgir bak- vaktaskylda . Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt aðalkjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og stofnanasamn- ingi hjúkrunarfræðinga og Heilbrigðisstofnun- ar Austurlands. Umsóknarfrestur er til 28. desember 2003. Upplýsingar um störfin veitir Emma Tryggva- dóttir, hjúkrunarstjóri, í símum 473 1320 og 860 6815 eða emma@hsa.is og umsóknir berist henni eða Emil Sigurjónssyni, rekstrarstjóra, emil@hsa.is. Póstáritun er Sundabúð, 690 Vopnafirði. Vopnafjörður er 750 manna sveitarfélag og rómaður fyrir fegurð, veðursæld og laxveiði. Góður grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli eru starfandi í nýjum og glæsilegum húsakynnum. Áætlunarflug er til Akureyrar 5 daga vikunnar. Ágætar upplýsingar um sveitar- félagið er að finna á www.vopnafjordur.is . Barnagæsla/Hlíðar Barngóð manneskja óskast til að gæta tveggja drengja, 3ja ára og 6 ára, fjóra daga í viku, frá kl. 16 til 18. Æskilegt að viðkomandi hafi bíl til umráða og reyki ekki. Skriflegar umsóknir sendist til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „B — 14634“ fyrir 15. des. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf: Matreiðslumenn — tvær stöður Tómstundastofunun varnarliðsins (3Flags Club) Starfssvið: Matreiðsla. Skipulagning. Matseðlagerð. Hæfniskröfur: Faglærður matreiðslumaður. Hæfileiki til að vinna sjálfstætt. Snyrtimennska og góð framkoma. Mjög góð ensku- og íslenskukunnátta. Verslunarstarf Verslun varnarliðsins (Navy Resale Activity) Starfssvið: Sala á hljómflutningstækjum, geislaspilur- um, sjónvörpum, tölvum, myndavélum og skyldum tækjum. Aðstoð við viðskiptavini. Hæfniskröfur: Reynsla af sölu rafeindatækja. Þekking og áhugi á nýjungum á þessu sviði. Snyrtimennska. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsækjendum er bent á að láta gögn, er stað- festa menntun og fyrri störf, fylgja umsóknum. Umsóknum skal skila eigi síðar en 12. desem- ber nk. Núverandi strafsmenn Varnarliðsins skili um- sóknum til Starfsmannahalds Varnarliðsins. Aðrir umsækjendur skili umsóknum til Varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, ráðning- ardeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar í síma 421 1973. Bréfsími 421 5711. Netfang: starf.ut@simnet.is. Sunnudagur 7. desember 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.528 Innlit 18.070 Flettingar 80.399 Heimild: Samræmd vefmæling MEÐALLAUN rafiðn- aðarmanna hafa hækkað um 22% frá fyrsta árs- fjórðungi 2000 til þriðja ársfjórðungs 2003. Á sama tíma hækkuðu meðallaun iðnaðarmanna um 2%. Viktuð meðalheildarmán- aðarlaun rafiðnaðar- manna, þ.e. meðaltal svar- flokka þegar spurt er um laun, eru 299.206 kr. og viktuð meðalheildarmán- aðarlaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf eru um 321.000 kr. samkvæmt nýrri launakönnun sem gerð var innan Rafiðnað- arsambands Íslands ný- lega og birt á vef Rafiðn- aðarsambandsins, www.rafis.is. Fram kom að um 68,5% rafiðnaðarmanna hafa meira en 250.000 krónur í heildarmánaðarlaun og 57% hafa yf- ir 200.000 krónur í mánaðardaglaun. Einnig kemur fram að yf- irvinna rafiðnaðarmanna hefur minnkað verulega síðan árið 1990. Þá var vinnuvikan um 58 klukkustundir en í dag er með- alvinnuvika rafiðnaðarmanns nálægt 45 tímum. Á sama tíma hafa heildarlaun vaxið verulega sem segir að hlutfall daglauna hafi hækkað verulega. Þetta var einmitt aðalmarkmið Rafiðn- aðarsambandsins í undanförnum kjarasamningum. Engar skerðingar á veikindarétti Rafeindavirkjar eru með hæstu meðalheildarmánaðarlaunin meðal rafiðnaðarmanna, um 334 þúsund krónur á mánuði, en félagar í Félagi íslenskra símamanna með þau lægstu, um 232 þúsund krónur á mánuði. Ennfremur eru rafvirkjar á Vest- urlandi með hæst meðallaun, um 348 þúsund krónur á mánuði, en Vestfirðingar reka lestina með 276 þúsund krónur á mán- uði. Í könnuninni kom einnig fram skýr andstaða við það að láta af hendi veikindadaga eða veikindarétt gegn almennri launa- hækkun, en tæp áttatíu prósent rafiðnaðarmanna voru andsnúin slíkum samningaleiðum. Einnig var níutíu og eitt prósent rafiðnaðarmanna andsnúið því að semja um styttra or- lof gegn launahækkun en meiri óvissa var um þá hugmynd að lengja orlof á kostnað launahækkana. Rétt rúmur helmingur rafiðnaðarmanna hafði sótt eftir- menntun vegna starfs síns, en Rafiðnaðarsambandið hefur rekið mikið endurmenntunarstarf í Rafiðnaðarskólanum und- anfarin ár. 61% aðspurðra sagðist sækja fagnámskeið í Rafiðn- aðarskólanum og var 71% ánægt með námskeið skólans.          !" !"  !"  !" !" !" !"  !       #  # # !!# !# # !$# !# # Rafiðnaðar- menn hækka ört í launum Níu af hverjum tíu andsnúnir því að fórna veikindadögum fyrir laun Rafvirki á Sauðárkróki við störf sín, en rafiðnaðarmenn á Norðurlandi vestra mega nokkuð vel við una, með 315.000 krónur í meðalheild- armánaðarlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.