Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 2
ÞEGAR talað er um atvinnuástandið er mikilvægt að muna að þeir sem eru atvinnu- lausir eru fyrst og fremst manneskjur sem upplifa mikla ör- væntingu og eru í mik- illi neyð. Þetta er mat Jóns Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Ráðningarþjónustunn- ar, en Jón fékk 600 nýj- ar umsóknir í septem- bermánuði og alls fjórtán hundruð nýjar umsóknir síðustu þrjá mánuði. „Ég er ekki svartsýnn, en ég sé engin sérstök merki aukinnar hag- sældar í atvinnulífinu, þrátt fyrir Kárahnjúka og allar þessar fjárfest- ingar í þessu og hinu. Enda skila þær sér seint til verslunar og þjón- ustu, þar sem mikið at- vinnuleysi er,“ segir Jón, en hann telur mikið misræmi í atvinnuleysis- tölum, enda kjósi mjög margir að vinna við eitt- hvað þó þeir fái ekki starf við hæfi. „Það er mikið af háskólamennt- uðu fólki að vinna í byggingarvinnu og við- líka störfum og mikil eft- irspurn eftir fólki í slík störf. Á meðan háskóla- menntað fólk sárvantar vinnu er peningunum dælt í vega- framkvæmdir. Hvers vegna eru pen- ingarnir ekki settir í verkefni sem krefjast háskólamenntunar?“ Jón segist daglega fá örvænting- arfull bréf frá hæfu fólki sem hefur verið atvinnulaust í langan tíma. „Fólki líður mjög illa þegar það er at- vinnulaust í langan tíma, það er grundvallaratriði að hafa vinnu. Fólk getur endalaust karpað um hvort at- vinnuleysið sé fjögur eða sjö prósent eða hvort nú sé góðæri eða þensla, en það breytir því ekki að það eru mann- eskjur sem eru atvinnulausar og það er raunveruleg neyð,“ segir Jón og bætir við að það sé ekki góð tilfinning að vita skjólstæðinga sína í slíkri neyð. Einhver þarf að taka af skarið Menn eru enn í hagræðingargír að mati Jóns og enn er verið að segja upp fólki í mörgum fyrirtækjum. „Það er helst ríkið sem er að bæta við sig, en aðrir sitja með hendur í skauti. Fyrirtækin eru vel í stakk búin til að fara að gera hluti, að stækka við sig og vaxa, en enginn virðist tilbúinn að ríða á vaðið og taka áhættu. Menn hafa miklu meiri þekkingu og reynslu af því að starfa á frjálsum markaði núna en í þenslunni 1997-2000 og allir betur í stakk búnir fyrir alls kyns vöxt, en það er engin framkvæmda- gleði í fólki, það er offramboð á versl- unar- og iðnaðarhúsnæði. Kannski er fólk að koma sér út úr síðasta neyslu- fylleríi og öllum lánunum. Mikilvæg- ast er þó að einhver stígi fram og geri eitthvað, fari að framkvæma og stækka.“ Mikilvægt að endurmennta sig „Það er verið að útskrifa fjöldann all- an af háskólamenntuðu fólki þrisvar sinnum á ári, en hins vegar sér maður örfáa iðnaðarmenn á ferðinni, það þarf að gera betur við iðnnám og kynna þá möguleika fyrir ungu fólki.“ Jón telur það grundvallaratriði að fólk hafi vinnu. „Ef það er ekki í lagi, þá skapast svo mörg vandamál, allt annað fer úr skorðum. Það er kannski tæplega þrjú prósent atvinnuleysi samkvæmt opinberum tölum, sem er ekki mikið, en það er mjög mikið í ein- angruðum geirum, þannig að það er misræmi í atvinnuleysinu og sumir geirar eru mun verr staddir en aðrir. Sú tilfinning sem ég hef í mínu starfi segir mér að atvinnuleysið sé frekar í kring um 4-6%. Starf mitt verður mun erfiðara þegar ástandið er svona, því fólk verður örvæntingar- fullt. Hér kemur mikið af tilfinning- um við sögu.“ Jón ráðleggur öllum sem eru at- vinnulausir að vera duglegir við að fara á námskeið til að bæta hæfni sína og taka allri menntun sem býðst. „Það er mikilvægt að endurmennta sig og bæta við kunnáttu sína. Fólk verður að taka leitina að vinnu sem vinnu, ekki sitja heima og bíða eftir vinnu. Vinnan kemur ef fólk er dug- legt að leita að henni og vinna í því. Þó hún komi seint, þá kemur hún.“ Að lokum bætir Jón því við að nú sé mikil eftirspurn eftir smiðum, múr- urum, tæknifræðingum og verkfræð- ingum á norðanverðum Vestfjörðum í verkefni næstu tvö árin að minnsta kosti. Þá er einnig boðið upp á að út- vega góða vinnu fyrir maka. „Það eru margir skemmtilegir möguleikar í stöðunni þrátt fyrir að ástandið sé dá- lítið dökkt.“ Atvinnuleysi snertir fyrst og fremst manneskjur Jón Baldvinsson framkvæmdastjóri hjá Ráðningarþjónustunni hefur fengið 1.400 nýjar umsókn- ir síðastliðna þrjá mánuði og segir að mikið misræmi sé í atvinnuleysistölum Unnið að því að rífa gamalt iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Jón Baldvinsson .................. Á m e ð a n h á s k ó l a - m e n n t a ð f ó l k s á r - v a n t a r v i n n u e r p e n i n g u n u m d æ l t í v e g a f r a m k v æ m d i r. .................. 2 B SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐIR atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun eru nú yfir fimm þúsund eða 5.060 talsins. Þetta er rúmlega 11% fjölgun síðan í lok október, en þá voru 4.535 skráðir atvinnulausir samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Fjölgunin er ívið meiri meðal karla og dregur saman með kynjunum en hingað til hafa nokkru fleiri konur verið skráðar atvinnulausar en karlar. Atvinnuleysi eykst enn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.