Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 B 5 Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir ritara á umhverfis- og tæknisvið. Helstu verkefni ritara, auk almennra ritarastarfa, eru m.a. skráning í verkefnabókhald sviðsins og umsjón með gögnum, útsending fundarboða og bréfaskriftir vegna afgreiðslu mála, umsjón með skipulagsauglýsingum og fleira því tengt. Góð tölvukunnátta nauðsynleg og reynsla af sam- bærilegum störfum æskileg. Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og Launanefndar sveitarfélaga. Samkvæmt jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið. Upplýsingar um starfið veitir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, í síma 585 5611. Umsóknum skal skila til umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, eigi síðar en 21.desember. Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð- borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. UMHVERFIS- OG TÆKNISVIÐ HAFNARFJARÐARBÆJAR SKRIFSTOFUSTARF Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík Þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar Svæðisskrifstofa Reykjavíkur starfrækir nýjar íbúðir fyrir fólk með einhverfu í Jöklaseli 2. Íbúðirnar eru 6 með sameiginlegri starfs- mannaaðstöðu. Unnið er eftir hugmyndafræði TEACCH. Svæðisskrifstofan leitar eftir einstaklingum með áhuga og metnað til að taka þátt í mótun og uppbyggingu starfsins, með það að mark- miði að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Um er að ræða krefjandi en áhugavert starf í vaktavinnu. Heilar stöður og hlutastörf koma til greina. Leitað er eftir einstaklingum sem: Hafa jákvæð viðhorf og góða hæfni í samskiptum og samstarfi. Eru skipulagðir í vinnubrögðum. Eru sveigjalegir og tilbúnir að tileinka sér nýjungar. Hafa táknmálskunnáttu (ekki skilyrði). Svæðisskrifstofa býður: Fræðslu, ráðgjöf og stuðning. Góða starfsaðstöðu. Upplýsingar um störfin veitir Margrét Guðna- dóttir í síma 561 1180. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins og Þ.Í. eða SFR. Umsóknafrestur er til 15. desember nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra, Síðumúla 39, 108 Reykjavík, og á heimasíðu www.ssr.is . Naglafræðingur Vantar naglafræðing strax á hárgreiðslu- og naglastofu Solid, Laugavegi 176, sími 848 0157.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.