Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 B 11 Samkoma í dag kl. 16.30. Curtis Silcox predikar. Þriðjud. Samkoma kl. 20.00. Miðvikud. Bænastund kl. 20.00. Fimmtud. Ungliðarnir kl. 20.00. Föstud. Sameiginleg samkoma í Veginum kl. 20.30. Bob Weiner predikar. Laugard. Samkoma með Bob Weiner kl. 20.30. www.krossinn.is Kl. 16.00. Aðventuhátið fyrir alla fjölskylduna. Umsjón Björn Tómas Njálsson. Mánudag 8. des. kl. 15.00 Jóla- fundur Heimilasambandsins. Allar konur velkomnar. I.O.O.F. 3  1841288  Ek Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Fjölbreytt dagskrá með þátttöku barnanna. Sigríður Schram tal- ar. Skírn og veislukaffi. Samkoma kl. 20.00 á Bíldshöfða 10 með mikilli lofgjörð og fyrir- bænum. Friðrik Schram predik- ar. Allir velkomnir. Brauðsbrotning kl. 11:00 Ræðum. G. Theodór Birgisson. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Allir hjartanlega velkomnir. filadelfia@gospel.is www.gospel.is Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Ólafur Ólafsson, Krist- ín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Laufey Héðinsdóttir, María Sigurðardóttir, Oddbjörg Sigfús- dóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lór- enzson og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Opið mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 9.30—14.00, föstudaga frá kl. 9.30—13.30. Ath! breyttan opnunartíma. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. „Á léttum nótum“. Fjölskyldu- samkoma kl. 11 þar sem trúður- inn Lubba og brúðan Dolli koma í heimsókn, mikið fjör og eitt- hvað sem allir geta notið í nær- veru Jesú. Almenn samkoma kl. 20 þar sem Högni Valson predikar, mikil lof- gjörð, fyrirbænir og samfélag í kaffisalnum á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Fyrirbænasíminn er 564 2355 eða á netfanginu vegurinn@vegurinn.is . www.vegurinn.is FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. GUÐNÝ Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri STRÁ-MRI ráðning- arþjónustu, segir ýmislegt vera í spil- unum sem atvinnumarkaðurinn hefur ekki enn tekið tillit til. „Það eru samningar framundan í janúar og vinnuveitendur halda sjálfsagt að sér höndum fram að þeim tíma. Við erum komin á nokkuð lygnan sjó með efna- hagslífið og stutt í að við fáum byr undir báða vængi. Þjóðhagsspáin er góð og efnahagslífið er á uppleið næstu fjögur ár. Vissulega fara menn ekki eins geyst og árin 1999 og 2000, heldur hafa varann á, enda sjálfsagt margur lært af þeim mistökum, sem gerð voru þá.“ Guðný segir launaris hafa verið mikið á þeim árum, en laun hafi lækkað nokkuð haustið 2001, þó staðið í stað síðustu mánuði. „Þó er- um við fimmta hæsta landið í launum af OECD-löndunum og skv. upplýs- ingum með 6% hærra launaris síð- ustu ár en nágrannalöndin.“ Stjórnsýslan hefur að sögn Guð- nýjar orðið áhugaverðari að mati margra umsækjenda. „Opinber fyr- irtæki greiða í mörgum tilvikum hærri laun en einkafyrirtæki, sem hafa lækkað byrjunarlaun nokkuð síðan 2001.“ „Það eru líka nokkuð fjölbreytt og áhugaverð störf í boði hvað vinnu- markaðinn varðar, þá er bæði um ný störf að ræða sem og ráðningar vegna hreyfinga starfsmanna milli fyrirtækja eða annars.“ Iðnmenntun bæði nytsamleg og ánægjuleg Guðný telur mikilvægt fyrir ungt fólk að horfa til þarfa vinnumarkaðarins og reyna að sameina áhuga og hag- sýni þegar námið er valið. „Undan- farin ár hefur verið mikið framboð á háskólamenntuðu fólki, Íslendingar eru vel menntaðir miðað við höfða- tölu. Þó má benda á að vinnumark- aðurinn er farinn að finna fyrir veru- legri vöntun á iðnmenntuðum einstaklingum. Hvað háskólanámið, sem og annað nám, varðar þarf að hafa það að markmiði að námið geti nýst í framtíðinni. Umsækj- endur um störf verða jú að hafa það bakland í námi og reynslu, sem fyrirtækin vilja kaupa,“ segir Guðný og bendir á að nú sé líka mikið framboð á fjölbreyti- legri menntun. Varð- andi skort á iðnmennt- uðum nefnir Guðný það sem dæmi um ástandið í dag, að skortur sé á bif- vélavirkjum bæði á Ís- landi og í Noregi. „Bif- vélavirkjar eru líka með ágætislaun enda minna framboð en eftirspurn.“ Eitt af þeim vandamálum sem steðja að vinnumarkaðnum segir Guðný eiga rætur sínar að rekja til einsetningar skóla. „Það hefur borið á því síðustu árin, eftir að skólarnir urðu einsettir, að erfiðara er að ráða í störf eftir hádegi. Þar má nefna t.d. skrifstofustörf frá kl.13:00–17:00, og enn erfiðara er að manna störfin við afgreiðslu, í t.d. sérverslunum, sem opna oft ekki fyrr en klukkan 11:00, en þá er jú næstum komið hádegi. Konur eru í ríkjandi meirihluta þeirra sem sækja um hálfs dags störf og þær vilja yfirleitt vinna fyrir há- degi vegna skólagöngu barna. Hins vegar er erillinn hjá fyrirtækj- unum mun meiri eftir hádegi. Einnig eru vetrarfrí skólanna öll á sama tíma og það getur bitnað illa á fyrirtækj- unum. Það þyrfti ein- hvern veginn að auka sveigjanleika grunn- skólanna til að koma til móts við þessar þarfir vinnumarkaðarins. Í raun má segja að þarna rekist á þríþættir hags- munir, þ.e. hagsmunir menntastofnana, leik- og grunnskóla, hagsmunir atvinnu- lífsins og hagsmunir launþeganna. Þar sem fyrirsjáanleg er uppsveifla í atvinnulífinu held ég að menntakerf- ið sem og dagvistanir þurfi að vera tilbúin að mæta þessu með vissum sveigjanleika.“ Erfitt fyrir einstæða foreldra Guðný segir fyrirtæki vera orðin mun fjölskylduvænni en áður og tilbúin að mæta ýmsum þörfum starfsmanna. „Hins vegar getur ver- ið erfitt hlutskipti fyrir t.d. einstætt foreldri á vinnumarkaðinum með til- liti til áðurgreinds. Það getur reynst erfitt að fá sveigjanlegri dagvist fyrir börnin og fleira í þeim dúr. Einnig er vert að benda á þá erfiðleika, sem skapast á vinnumarkaðinum, þegar leikskólarnir loka í júlí, allir sem einn, en erfitt getur verið fyrir fyr- irtækin að mæta þörfum þess fjölda starfsmanna, sem þurfa frí á sama tíma og geri ég ráð fyrir að margt foreldrið þurfi að grípa til annarra ráðstafana þá. Spurning er hvort leikskólarnir geti ekki raðað niður sumarleyfum sinna starfsmanna rétt eins og fyrirtækin þurfa að gera svo hægt verði að mæta þörfum atvinnu- lífsins, foreldra og barna. Þarna þyrfti einnig að vera meiri sveigjan- leiki.“ Sveigjanleiki nauðsyn- legur hjá öllum aðilum Guðný Harðardóttir telur brýnt að sameina áhuga og hagsýni í námsvali Guðný Harðardóttir .................. B o r i ð h e f u r á þ v í s í ð u s t u á r i n , e f t i r a ð s k ó l a r n i r u r ð u e i n s e t t i r, a ð e r f - i ð a r a e r a ð r á ð a í s t ö r f s e m u n n i n e r u e f t i r h á d e g i . .................. Á Skólavörðuholtinu er jafnan að finna nokkuð ríkulegt mannlíf. Þar eru Iðnskólinn og Austurbæjarskóli til húsa auk Sundhallarinnar. Í gönguferð um holtið var spjallað við fólkið um draumastörfin. Sköpun og minnisvarðar Þau Sólver Hafsteinn Hafsteinsson og Heiða Hrund Jack voru að vinna lokaverkefni í líkanasmíði í Iðnskól- anum. Þau langar bæði að verða arkitekt. Heiða, sem nemur tækni- teiknun, segir arkitektinn hafa blundað í sér frá barnæsku og það höfði til hennar að skapa. „Það er spennandi að geta nýtt hús á sem bestan hátt og eins að raða hlutum saman í lítið pláss í innanhúss- hönnun.“ Sólver hefur komið víða við í námi og meðal annars lokið námi í húsgagnasmíði. Hann hygg- ur á arkitektanám. Draumastarf Sólvers var einu sinni að stunda geimrannsóknir, en hann hefur sætt sig „við þann sess að setja mark sitt á heiminn með fallegum bygg- ingum“. Tölvuvinna og barnaleikur Í Vörðuskóla voru þær Svanhildur Jóna Erlingsdóttir og Hildigunnur Helgadóttir að dunda sér á Netinu. Svanhildi langar að starfa við eitt- hvað tengt tölvum. „Ég er á tölvu- braut núna, bæði á forritunarsviði og netkerfasviði þannig að mig langar að starfa við eitthvað tengt því. Ég hef líka lokið viðskiptabraut og mig langar að geta skellt þessu einhvern veginn saman. Þetta er eitthvað sem ég hef áhuga á og mig langaði til að læra.“ Hildigunni langar til að verða leikari og þá sérstaklega að starfa við barnaleikrit. „Ég hef svo gaman að því að sprella. Ég er líka algjör barnagella og vann á leikskóla og þegar ég fer á barnaleikrit þá dansa ég meira með en nokkur annar í salnum. Mér finnst það að leika með börnum það skemmtilegasta sem ég geri.“ Hildigunnur veit ekki hvort hún stefnir beint á draumastarfið, en óljóst sé hvað framtíðin ber í skauti sér. Fótbolti, körfubolti og hlátur Guðmundur Þórir Hjaltason, Viðar Snær Garðarsson, Védís Garð- arsdóttir og Monika Maszkiewicz voru að sparka milli sín bolta á battavellinum við Austurbæj- arskóla. Þau eru öll í sjöunda bekk nema Guðmundur, sem er í þriðja bekk. Guðmundur og Viðar Snær stefna á atvinnumennsku í bolta- íþróttum, Guðmundur í fótbolta og Viðar Snær í körfubolta. Þá getur maður fengið að starfa við það sem maður hefur gaman af, segja þeir. Guðmundur myndi alls ekki vilja starfa sem strætóbílstjóri en Viðar Snær hyggst ekki gerast klapp- stýra. Stúlkurnar eru óvissari um hvað þær langar að starfa, en segjast þó alls ekki vilja verða kennarar. „Kennarar eru svo oft leiðinlegir og ekki í góðu skapi.“ Þær langar ekki heldur að spila á hljóðfæri. Védís segist vilja vinna þar sem hægt er að hlæja, kannski sem áhorfandi í sjónvarpi. Monika segist líka vilja vinna í gleðilegri vinnu. Ís, endurvinnsla og sköpun Vinkonurnar Anna Líf Ólafsdóttir, María Kristín Thorarensen og pabbi Önnu, Ólafur Guðsteinn Krist- jánsson voru saman í sundi. Stelp- urnar eru báðar sjö ára en Ólafur pabbi er bókmenntafræðinemi. Draumastarf Ólafs er að fást við skapandi skrif og skapandi vinnu. „Mig langar að vinna þar sem mað- ur þarf að nota heilann og forðast þá heilarýrnun sem er í gangi í sam- félaginu.“ Ólafur hefur þegar stigið fyrstu skrefin í þá átt, því hann er sjálfur að fara að gefa út sína fyrstu ljóðabók. Hann segir martrað- arstarf sitt vera búslóðaflutninga og færibandavinnu. Maríu Kristínu langar að vinna sem sorpukona í verksmiðju, „eins og pabbi minn. Hann er að vinna í endurvinnslu. Það er gaman. Vinkona mín vill líka vera sorpukona. Ég vildi alls ekki vinna í sjoppu, því mér finnst leið- inlegt inni í sjoppum.“ Önnu Líf langar að vinna í ísbúð. „Það er örugglega gaman að vinna í ísbúð og selja fólki ís.“ Önnu langar alls ekki að vinna við viðgerðir. Draumastörfin Morgunblaðið/Svavar Sólver Hafsteinn og Heiða Hrund. Guðmundur Þórir, Viðar Snær, Védís og Monika. Svanhildur Jóna og Hildigunnur. María Kristín, Anna Líf og Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.