Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 1
N†TT KORTA TÍMABIL ER HAFI‹ Lukku-Láki og Leonardó Tvær af sextán nýjum myndasög- um hefja göngu sína í dag 34 Fasteignablaðið | Óhefðbundnar lausnir Gagnleg ráð og gardínufár Bustarfell og Borgareyrar Íþróttir | Ferguson ekki sáttur Arnór Atlason GEIR H. Haarde fjármálaráðherra mun á næstu dögum leggja fram lagafrumvarp á Alþingi sem kveður á um verulega lækkun á erfðafjárskatti. Skv. frumvarpinu munu tekjur ríkisins af skatt- inum lækka um helming, eða 300–400 milljónir. „Meginreglan verður sú, að erfðafjárskattur verð- ur 5% og hæstur getur hann orðið 10% en núna er hann á bilinu 10 til 45%,“ segir Geir. Í frumvarpinu er einn- ig lagt til að svonefnt frímark erfðafjár- skattsins, þ.e. sá hluti dánarbús sem er und- anþeginn skattheimtu, hækki úr um 60 þúsund kr. í eina milljón króna þegar lögin taka gildi. „Í frumvarpinu er jafnframt gert ráð fyr- ir miklum umbótum varðandi málsmeðferð og fleiri atriði í samræmi við þá þróun sem hefur almennt orðið í skattalögum á und- anförnum árum sem hefur ekki náð til þess- ara laga,“ segir ráðherra. Reiknað er með að tekjur ríkissjóðs af erfðafjárskatti lækki um helming frá því sem verið hefur. Áætlaðar heildartekjur af skattinum eru 800 milljónir á næsta ári en þær munu lækka um 3-400 milljónir þegar ný lög koma til framkvæmda. Tekjur rík- isins lækka um helming Geir H. Haarde Frumvarp um lækkun erfðafjárskatts JÓLAVERSLUNIN er komin í fullan gang og eru kaupmenn bjartsýnir á góða kauptíð. „Ég heyri á mönnum að þeir eru mjög bjartsýnir. Það hef- ur verið góð verslun og töluverð aukning hjá mörgum frá fyrra ári. Það er því nokkur bjartsýni á að þetta verði góð kauptíð,“ segir Sig- urður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu. „Okkur hefur sýnst að jólaverslunin hafi farið miklu fyrr af stað og það bendir til þess að hún sé líka meiri,“ segir Ragnar Ön- undarson, framkvæmdastjóri Kreditkorta. Jólaverslunin nær hámarki Nýtt greiðslukortatímabil hófst sl. laug- ardag, og er það tveimur dögum fyrr í mán- uðinum en á seinasta ári. Greiðslukortavelta hefur vaxið mjög hratt á seinustu mánuðum. Á fyrstu tíu mánuðum ársins nam vöxturinn 10% miðað við sama tímabil í fyrra og í september og október var vöxturinn um 15%. Debetkorta- notkun í verslun jókst á þessum tímabili um tæplega 11 milljarða og heildarvelta kred- itkorta jókst um rúmlega 15 milljarða. Greiðslukorta- velta hefur aukist mikið Kaupmenn bjartsýnir á góða kauptíð fyrir jólin               LJÓSIN á Óslóartrénu á Austurvelli voru tendruð í gær. Fjölmennt var í miðborginni af þessu tilefni og fólk í jólaskapi í veðurblíðunni. Fimm jólasveinar skruppu í bæinn til að skemmta ungum sem öldnum með söng og sprelli, auk þess sem Lilli klifurmús kom í heimsókn úr Hálsaskógi og Felix Bergsson sagði frá jólasveinunum í gamla daga. Kari Pahle, borgarfulltrúi og formaður menningar- og menntamálanefndar Óslóar- borgar, færði Þórólfi Árnasyni borgarstjóra og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf og að því loknu kveikti jólatrésbarnið í ár, Alexander Örn Númason, 10 ára, ljósin á trénu. Ljósin kveikt á Óslóar- trénu á Austurvelli Morgunblaðið/Sverrir SAMEINAÐ Rússland, flokkur stuðningsmanna Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, fékk langflest atkvæði í þingkosningum sem fram fóru í Rússlandi í gær ef eitthvað er að marka fyrstu tölur. Þegar bú- ið var að telja fjórðung atkvæða hafði Sameinað Rússland 36,3% fylgi, helmingi meira en þjóðern- isflokkur Vladímírs Zhírínovskís, sem kom óvænt næstur með 13,7%. Kommúnistaflokkurinn var í þriðja sæti með 12,9% atkvæða en flokkurinn er í stjórnarandstöðu, ólíkt Zhírín- ovskí, sem hef- ur oftast greitt atkvæði með stjórn Pútíns. Í fjórða sæti kom annar flokkur, sem einnig styður stjórn Pútíns: svo virt- ist sem Rodina, bandalagi þjóðernissinnaðra vinstrimanna, hefði tekist að tryggja sér 7,8% fylgi. Gangi allt þetta eftir er ljóst að flokkar, sem hliðhollir eru Pútín, fengu næstum 60% atkvæða í kosningunum í gær. Alexander Veshníakov, yfirmaður kjörstjórn- ar, sagði aftur á móti að frjálslyndu flokkarnir, Jabloko og Bandalag hægri aflanna, hefðu aðeins 4,2% og 3,6% fylgi skv. talningunni en það myndi þýða að hvorugur flokk- anna fengi úthlutað þingsætum. Til þess þarf flokkur að ná a.m.k. 5% fylgi í kosningum. Mest spenna var þó um það hvort Sameinað Rússland og aðrir flokkar, sem styðja Pútín, myndu ná að tryggja sér 2⁄3 hluta þingsæta en það myndi gera Pútín kleift að gera breytingar á stjórnarskrá Rússlands þannig að hann geti ver- ið forseti lengur en til 2008, þ.e. í þau tvö kjörtímabil, sem stjórnar- skráin segir nú til um. Kjörsókn var dræm, þegar tvær klukkustundir voru þangað til kjörstöðum var lokað höfðu 47,6% kosið en á sama tíma fyrir fjórum árum höfðu 53,9% mætt á kjörstað. Staða Pútíns sterk eftir kosningar í Rússlandi Vladímír Pútín Moskvu. AP, AFP. VLADÍMÍR Zhírínovskí lenti í orðaskaki við emb- ættismenn þegar hann mætti á kjörstað í Moskvu í gær. Vandræðin hófust þar sem Zhírínovskí stóð yfir kjörkassanum og tók að ræða við fréttamenn. Báðu fulltrúar á kjörstað hann þá um að víkja til hliðar. Zhírínovskí krafðist þess á móti að fá að sjá skilríki þeirra. Lét hann fúkyrðum rigna yfir mennina. „Hvers vegna talar þú til fólks á þennan hátt?“ spurði þá nærstaddur kjósandi, Natalía. „Menn eiga ekki að fá að nota svona orðbragð!“ „Hypjaðu þig í burtu,“ svaraði Zhírínovskí. „Þetta er brjáluð kona! Sýndu mér miðann frá geðlækninum þínum!“ Lauk uppákomunni þannig að Natalía var dregin í burtu af lífvörðum Zhírínovskís en sjálfur tók hann aftur að ræða við fréttamenn. Zhírínovskí samur við sig Zhírínovskí Moskvu. AP. ♦ ♦ ♦ STOFNAÐ 1913 333. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fasteignir og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.