Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 10
ÖGMUNDUR Jónasson, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, lýsti því yfir í umræðum á Alþingi á laugardag að ef ekki yrðu gerðar breytingar á frumvarpi félagsmálaráðherra um greiðslur Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs vegna fiskvinnslufólks væri ljóst að langar umræður yrðu um frumvarpið við aðra um- ræðu á þingi. Ræðutími þing- manna við aðra umræðu um frumvörp er ótakmarkaður. Árni Magnússon mælti fyrir frumvarpinu á laugardag. Í því er lagt til að heimilt verði framvegis að greiða dagpeninga til fisk- vinnslufyrirtækja úr Atvinnuleys- istryggingasjóði, fyrir starfsmann sem orðið hefur verkefnalaus vegna vinnslustöðvunar, í allt að 20 greiðsludaga í stað 30 eins og verið hefur. Einnig er lagt til að dagpeningar verði ekki greiddir fyrir tvo fyrstu daga hvors árs- helmings. Þá er lagt til að skil- greining laganna á tímabundinni vinnslustöðvun verði þrengd og ýmsar breytingar gerðar á lög- unum sem eiga að skýra þær reglur er gilda um tilkynningu og umsókn fyrirtækja er rétt eiga á greiðslum. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að ástæðan sé sú að ákvæði laganna hafi þótt nokkuð rúm og erfiðleikum háð að koma böndum yfir framkvæmd þeirra. Að mati fjármálaráðuneytisins mun lagabreytingin ásamt auknu eftirliti sem gert er ráð fyrir leiða til lækkunar útgjalda Atvinnu- leysistryggingasjóðs sem nemur um 65–70 milljónum kr. á ári. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu frumvarpið harðlega á laugardag. Sögðu þeir frumvarpið fela í sér skerðingu á kjörum fisk- vinnslufólks. Ögmundur Jónasson lagði fram kröfu um að frum- varpið yrði dregið til baka og gengið yrði til samráðs og samn- inga við verkalýðshreyfinguna. Hann sagði að yrðu ekki gerðar neinar breytingar á frumvarpinu væri sýnt að það kallaði á langar umræður á þingi. Ekki breytt án samráðs við verkalýðshreyfinguna Ögmundur segir að frumvarpið taki á málum sem byggist á þrí- hliða samkomulagi verkalýðs- hreyfingarinnar, atvinnurekenda og ríkisvaldsins. Frumvarpið taki á atriðum sem hafi þróast í tengslum við kjarasamninga og að þeim verði ekki breytt án sam- ráðs við verkalýðshreyfinguna. Ögmundur gagnrýndi einnig boðaða skerðingu á atvinnuleys- isbótum, en haft var eftir Árna Magnússyni í Morgunblaðinu á laugardag að frumvarp þess efnis yrði kynnt þingflokki Framsókn- arflokksins í vikunni. Ögmundur taldi þá skerðingu svívirðilega og sagði ljóst að slíkt frumvarp færi ekki í gegnum þingið umræðulít- ið. Frumvarp um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks Stjórnarandstaðan segir frumvarpið boða skerðingu Morgunblaðið/Jim Smart Ágúst Ólafur Ágústsson og Jóhanna Sigurðardóttir, þingmenn Samfylkingarinnar. FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTMÁLARINN Kjartan Guð- jónsson hefur ákveðið að hætta við að sýna málverk sín í Listasafni Reykjanesbæjar eftir að tekin var ákvörðun um að sýna verk eftir Árna Johnsen í safninu. Sýningu á verkum Kjartans átti að opna í janúar. Kjartan staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið og segir fyrir neð- an allt velsæmi að bjóða Árna að sýna í salnum. „Salurinn er alveg dásamlegur en því miður er þetta svona. Ástæðan er sú að ég sýni bara ekki þar sem Árni Johnsen sýnir. Ég sýni ekki á stað þar sem honum er ætlað að sýna, það er bara ekki hægt.“ Kjartan gefur ekki mikið fyrir listaverk Árna og kallar þau fúsk. „Íslendingar eru upp til hópa röfl- arar, en bölvaðar gungur,“ segir Kjartan og segist verða að standa við sína sannfæringu. „Ég var að vona það í mínum barnaskap að þarna væri komið eitt- hvert mótvægi gegn þessu listfræð- ingastóði hér í Reykjavík sem öllu ræður. Þarna var enginn listfræð- ingur, bara áhugafólk um myndlist. Ég gerði mér svo miklar vonir með þennan stað og varð svo hrifinn þeg- ar ég sá hann og ánægður því þetta væri minn eini möguleiki í lífinu til að halda yfirlitssýningu, því ég er úti- lokaður frá öllum sýningarhúsum í Reykjavík.“ Móðgað marga forstöðumenn Kjartan segist hafa móðgað of marga forstöðumenn listagallería í höfuðborginni og því fái hann ekki inni með sýningar þar. „Það var enginn sárari og sorg- mæddari en ég, ég hélt það væri að byrja þarna nýtt líf fyrir myndlist í landinu, en þá fer það svona.“ Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, segist leið yfir þessari ákvörðun Kjartans, en í hennar huga sé skýrt að fagmenn eins og Kjartan fái allt aðra aðstöðu en áhugafólk sem safn- ið hjálpi til að fá aðstöðu í öðrum söl- um. Hún segir þetta tvö mjög ólík verkefni, þannig leggur listasafnið fé í prentun bæklinga og sendir út boðskort fyrir faglistamenn, en áhugamenn fái góð ráð og leiðbein- ingar. „Mér þykir leitt að hinn aldni lista- maður skuli taka þessa ákvörðun. Listasafn Reykjanesbæjar sinnir áhugaverðum fagmönnum eins og Kjartani á sinn hátt í sýningarsal safnsins í Duus-húsum, eins og fram hefur komið, en mun eftir sem áður aðstoða áhugafólk við að koma verk- um sínum á framfæri á öðrum stöð- um í bænum. Þetta tvennt eru ólík verkefni og eiga ekki að þurfa að úti- loka eða trufla hvort annað,“ segir Valgerður. Kjartan Guðjónsson hættir við sýningu Vill ekki sýna á sama stað og Árni Johnsen ALLS 88 geðfatlaðir einstaklingar voru á biðlista eftir félagslegu búsetuúrræði í nóv- ember að því er fram kemur í skriflegu svari félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, við fyrirspurn Ástu Möller, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Svarinu hefur verið dreift á Alþingi. Þar kemur fram að af þess- um 88 voru 33 á biðlista eftir íbúð, 34 á bið- lista eftir íbúð með sameiginlegri aðstöðu og 21 á biðlista eftir því að komast á sambýli. 88 geðfatlaðir bíða eftir húsnæði JÓN Kristjánsson heil- brigðis- og trygginga- málaráðherra mælti fyrir frumvarpi um hækkun á grunnlífeyri öryrkja á Alþingi á laugardag, en frumvarpið er tilkomið vegna samkomulags ráð- herra og Öryrkjabanda- lags Íslands í mars sl. Skv. fjárlagafrumvarpi 2004, sem samþykkt hefur verið á Alþingi, er gert ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna frumvarpsins verði 1 milljarður á næsta ári. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu sem fyrr að ekki skyldi vera gert ráð fyrir 1,5 milljónum króna á fjárlögum 2004 vegna samkomulagsins við öryrkja. Sögðu þeir að með því að bæta ekki við 500 millj- ónum króna í auknar lífeyrisgreiðslur væri verið að svíkja öryrkja. Ráðherra ítrekaði á hinn bóginn að frumvarpið væri sigur fyrir öryrkja en ekki svik. Þá sagði hann að það kynnu að hafa verið mistök af sinni hálfu að hafa ekki gengið frá öllum lausum endum vegna samkomulagsins við öryrkja. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir mismunandi skilning manna á samkomulaginu. Mistök að ganga ekki frá lausum endum Jón Kristjánsson EINAR Svein- björnsson veð- urfræðingur segir Sigurð Þ. Ragn- arsson hafa nokkra aðra sýn á starfs- heitið veðurfræð- ingur en almennt tíðkast. „Sigurðar Þ. lætur að því liggja í Morgunblaðinu í gær að menntun mín sé bara grunnnám eins og hann orðar það. En hann á að vita betur. Ég út- skrifaðist sem veð- urfræðingur frá Óslóarháskóla 1991 eftir sex ára nám og lauk þar námi með meistargráðu og sú prófgráða var eiginlega forsenda þess að ég fékk vinnu við veð- urspágerð á Veðurstofunni á sín- um tíma,“ segir Einar. Sigurður greini frá sinni menntun „Mér er hins vegar ekki kunn- ugt um menntun Sigurðar í veð- urfræði. Hann er jarðfræðingur frá Háskóla Íslands eins og hef- ur komið fram en nú hefur hann gott tækifæri til þess að greina alþjóð frá sínu námi í veð- urfræði, ekki síst þar sem hann er orðinn þekktur og er að spá á landsvísu í fjölmiðlum. Nú gefst honum tækifæri til þess að greina frá því við hvaða háskóla hann fékk þessa diploma-gráðu eins og hann kall- ar meistara- menntun sína,“ segir Einar. Hann segir þó rétt að taka fram að sólarhringsspár Sigurðar séu alls ekki slæmar og ljóst sé að Sig- urður hafi mikinn áhuga á því sem hann er að gera. „Það væri hins vegar þörf á því að það yrði gerður samanburður á hans spám og sambærilegum spám frá Veðurstofunni. Það er alveg hægt að gera slíkan sam- anburð.“ Umræða um löggildingu Einar segir að raunar hafi far- ið fram nokkur umræða um þetta innan Félags veðurfræð- inga, sem er ekki stéttarfélag heldur fagfélag, hvort ástæða sé til þess að óska eftir löggildingu á starfsheitinu veðurfræðingur. „Um það eru dálítið skiptar skoðanir og sjálfur er ég reynd- ar efins um gagnsemi þess að löggilda þetta starfsheiti. Ég held að það gangi vart í heimi margbreytilegs náms.“ Einar Sveinbjörnsson Einar Sveinbjörnsson Hef meistaragráðu í veðurfræði ♦ ♦ ♦ VEL hefur gengið að ráða starfsfólk á nýja Hrafnistuheimilið á Vífilsstöðum í Garðabæ að sögn Ingibjargar Tóm- asdóttur, hjúkrunarstjóra Vífilsstaða. Búið er að ráða um tvo þriðju starfsfólks, en auglýst hefur verið eft- ir hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, starfsfólki við aðhlynningu í býtibúr og ræstingu. Undirtektir hafa verið góðar en best hefur gengið að ráða í stjórnunarstöður. Ingibjörg segir einnig hafa gengið vel að ráða sjúkra- liða til starfa, en enn vantar nokkuð af starfsfólki við aðhlynningu. Gert er ráð fyrir að ljúka ráðningum í febrúar á næsta ári og að um 70 manns muni vinna á staðnum að hlutastörfum meðtöldum. Starfsemi Vífilsstaða- spítala hefst í byrjun janúar, en þar verður pláss fyrir um 50 skjólstæð- inga. Ráðningar í störf ganga vel Nýja Hrafnistuheimilið á Vífilsstöðum í Garðabæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.