Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 11 – góður staðgreiðsluafsláttur Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 notaðir bílarIngvarHelgason GÓÐIR NOTAÐIR BÍLAR CHEVROLET SUBURBAN 1500 4WD Skráður 04/97, ekinn 114 þús. km, sjálfskiptur, 5,7 l, skráður 8 manna. Verð 1.350.000 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 31 02 12 /2 00 3 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 210.000.000 kr. 1. flokkur 2003. Nafnverð útgáfu Heildarnafnverð flokksins er 210.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa Skuldabréf 1. flokks 2003 eru til 15 ára og greiðist með 30 jöfnum afborgunum á 6 mánaða fresti, í fyrsta skipti 1. maí 2004. Vextir greiðast á sömu dögum og afborganir. Lokagjalddagi afborgana og vaxta er 1. nóvember 2018. Útgáfudagur bréfsins er 26. ágúst 2003. Skuldabréfið ber 5,30% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður SNA 03 1 Skráningardagur Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 12. desember 2003. Upplýsingar og gögn Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Landsbanki Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. Vefsíða www.landsbanki.is Sveitarfélagið Snæfellsbær. GREININGARDEILD Landsbank- ans telur að lækkun Seðlabankans á bindiskyldu fjármálafyrirtækja vinni á móti markmiðum Seðlabankans nú þegar bankinn er að breyta úr hlut- lausri stefnu yfir í aðhaldssama stefnu í peningamálum, eins og grein- ingardeild Landsbankans orðar það í Markaðsyfirliti sínu. Seðlabankinn segist á heimasíðu sinni lækka bindiskylduna í því skyni að samræma þessar reglur því sem tíðkast í flestum Evrópuríkjum. Fyrr á þessu ári, eða í mars sl., voru bindihlutföll lækkuð og má ætla að við þá breytingu hafi útlánageta bankakerfisins aukist um um það bil 8–9 milljarða króna, að mati greining- ardeildar Landsbankans. Deildin tel- ur að áhrif breytinganna verði senni- lega meiri nú, en ætla má að lækkunin nemi um 13–15 milljörðum að þessu sinni. Landsbankinn segir að lækkun bindiskyldunnar sé í eðli sínu slökun- araðgerð í peningamálum þar sem breytingin auki það fé sem fjármála- fyrirtæki geta ráðstafað til útlána. „Því ættu áhrifin að öðru óbreyttu að leiða til vaxtalækkunar. Nú þegar Seðlabankinn hefur tilkynnt að vaxta- hækkun sé framundan má því segja að lækkun bindiskyldunnar vinni á móti markmiðum Seðlabankans.“ Unnið gegn þenslu Bindiskylda er, samkvæmt upplýs- ingum á vef Seðlabankans, lögð á lánastofnanir sem ekki eru háðar fjárlögum í rekstri sínum. Hún mið- ast við bindigrunn sem er niðurstöðu- tala efnahags að frádregnu eigin fé og millibankaskuldum í lok fyrri mánað- ar. Binditímabil miðast við 21. dag hvers mánaðar til 20. dags næsta mánaðar. Í frétt Seðlabankans er vitnað í nóvemberhefti ársfjórðungsrits Seðlabankans Peningamála, en þar var frá því greint að ef nauðsynlegt reyndist myndi bankinn beita aðgerð- um til þess að vinna gegn innlendri peningaþenslu af völdum reglulegra gjaldeyriskaupa Seðlabankans á komandi ári. Hið sama gildi um áhrif breytinganna á bindiskyldu. Í markaðsyfirliti Landsbankans er fjallað um uppkaup Seðlabankans á gjaldeyri. „Eins og kunnugt er hefur Seðlabankinn keypt gjaldeyri með reglulegum hætti á þessu ári í því skyni að auka gjaldeyrisforðann en hann nam 57,7 milljörðum króna í lok nóvember. Þessi gjaldeyriskaup hafa m.a. gert það að verkum að framboð á millibankamarkaði með krónur hefur aukist töluvert og leitt til þess að vextir á þeim markaði hafa haldist lágir. Nú þegar krónuframboðið eykst liggur fyrir að þrýstingur til enn frekari vaxtalækkunar fari vax- andi og því vaknar sú spurning hvort Seðlabankinn ætti ekki að grípa til viðeigandi aðgerða nú þegar til að vega á móti þessum áhrifum. Bankinn hefur reyndar sjálfur gefið til kynna slíkt komi til greina. Greiningardeild Landsbankans er þeirrar skoðunar að eðlilegast sé að Seðlabankinn bjóði fjármálastofnunum upp á sk. inn- stæðubréf sem nú bera 4,8% vexti. Með þessum hætti gæti Seðlabankinn dregið verulega úr líkum þess að lækkun bindiskyldunnar leiði til inn- lendrar peningaþenslu, en slíkt er mjög óæskilegt nú þegar vaxtahækk- unartímabil er framundan.“ Breytingar vinna á móti markmiðum Lækkun bindiskyldu eykur út- lánagetu bankanna umtalsvert ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.