Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 20
LISTIR 20 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gjábakki, Fannborg 8 kl. 20 Rit- listarhópurinn, Menningarvakan, Leikur að ljóðum. Það eru hóparnir Skapandi skrif og Myndlistarhóp- urinn sem starfað hafa í Gjábakk- anum undanfarna vetur sem standa að dagskránni. Í lok vökunnar verða listaverkin sett upp í setustofu Gjá- bakka og sýning á þeim formlega opnuð. Það mun Sigurður Geirdal bæjarstjóri gera. Súfistinn Laugavegi 18 kl. 20 Hundabókin kynnt. Guðrún R. Guð- johnsen segir nokkur orð um hunda- rækt og -uppeldi og Brynja Tomer, þýðandi bókarinnar, ræðir um hunda og jólin. Ennfrekar verða sýndar ljósmyndir af hundum sem Jón Svavarsson ljósmyndari hefur tekið gegnum tíðina. Í DAG Norræna húsið kl. 12.05 Margrét Elísabet Ólafsdóttir flytur erindi í há- degisfyrirlestraröð Sagnfræðinga- félags Íslands: Hvað er (um)heimur? Erindið nefnist Rammíslensk heimsl- ist. Íslensk myndlist í alþjóðlegu sam- hengi. Margrét fjallar um íslenska myndlist og söguleg tengsl hennar við alþjóða- strauma í myndlist á 20. öld. Hún varpar m.a. fram spurningunni: Hafði módernisminn eins og hann birtist á Íslandi séríslensk einkenni eða eru slíkar fullyrðingar tilbúningur? Þá verður einnig varpað fram þeirri spurningu hvernig myndlist sem var talin rammíslensk gat einnig verið heimslist án þess að listheimurinn svokallaði virtist vita af því. Margrét Elísabet er að vinna að gagnasöfnun um nýmiðlalist á Íslandi á vegum Lornu, áhugafélags um raf- ræna list, fyrir samnorrænan gagna- banka. Hún lauk DEA-prófi í fag- urfræði frá Sorbonne-háskóla í París árið 1999 og stundar nú doktorsnám við sama skóla. Aðgangur er ókeypis. Á MORGUN Ævisaga Halldórs Laxness 1902– 1932 er eftir dr. Hannes Hólm- stein Giss- urarson. Bókin er fyrsta bindi í ævi- sögu Halldórs Kiljans Laxness og nær yfir tíma- bilið 1902–1932. Lýst er æsku Halldórs og uppvexti í Mosfellsdal, skáldatíð í Reykjavík og ferðum víða um heim, þar á meðal dvöl hans í klaustri í Lúxemborg árið 1922 og á Taormina á Ítalíu þar sem hann skrifaði Vefarann mikla frá Kasmír. Þá er fjallað um Am- eríkuár Halldórs og uppgjörið við Hollywood. Bókinni lýkur með um- fjöllun um árin sem Halldór skrifaði Sölku Völku og hóf afskipti af stjórnmálum fyrir alvöru. Í bókinni koma fram ýmsar upp- lýsingar um ævi og verk Halldórs sem ekki hafa verið gerðar op- inberar áður. Hannes hefur víða leitað fanga og meðal annars rann- sakað skjalasöfn heima og erlend- is svo og ferðast til flestra þeirra staða þar sem Halldór dvaldist á fyrstu áratugum 20. aldar. Útgefandi er Almenna bóka- félagið. Bókin er 620 bls., prentuð í Odda. Björn Hermann Jónsson hannaði bókarkápu. Verð: 5.990 kr. Dagbók frá Dubaí er eftir stýrimann- inn Flosa Arn- órsson. Flosi var í sumar sem leið hnepptur í fang- elsi fyrir að flytja með sér skotvopn til Sameinuðu ara- bafurstadæm- anna við Persaflóa. Hann skrifaði dagbókina í fangelsinu í trássi við fangelsisyfirvöld. Hann leiðir lesand- ann inn í harðræði fangavistarinnar en varpar um leið skæru ljósi á and- stæðurnar í hinu íslamska samfélagi. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 170 bls. Verð: 3.280 kr. Reynslusaga Morgunblaðið/Árni Torfason Hundabókin verður kynnt á Súfistanum í kvöld. Sveitasæla nefn- ist DVD-diskur og myndbandsspóla með þeim félögum Gunna og Felix. Efnið er fræðandi ætlað yngstu kyn- slóðinni. „Gunni og Felix urðu bestir vinir íslenskra barna þegar þeir stjórnuðu Stundinni okkar í Sjónvarpinu á árunum 1994– 1996. Þjóðin fylgdist spennt með æv- intýrum þeirra félaga og börnin lærðu með þeim tölustafi, bókstafi, litina og um náttúruna og allt hitt sem skiptir máli,“ segir í frétt frá útgefanda. Í ævintýrinu er fylgst með þeim í sveitinni. Gunni hefur ákveðið að halda afmælið sitt á Bjarteyjarsandi í Hval- firðinum en Felix líst nú eiginlega alls ekki vel á þá hugmynd. Honum finnst sveitin fáránlega full af engu, auk þess sem hann kemst hvorki í tölvur né sjónvarp! Ekki bætir úr skák að hann er eig- inlega svolítið hræddur við hundana og lömbin og hænurnar og öll hin dýrin á bænum. Gunni gefst samt ekki upp. Spólan er 70 mín. löng og fæst í Hagkaupum. Myndband Afsakið – hlé geymir gam- ansögur af ís- lenskum fjöl- miðlamönnum og er 9. bókin í Gam- ansagna-ritröðinni sem hófst á gam- ansögum af prest- um. Bókin er byggð upp á sama hátt og hinar fyrri, skoplegar aðstæður, mismæli og mistök eru uppistaðan í húmornum og áhersla er lögð á að nafngreina hverju sinni þá sem í hlut eiga. Sög- urnar skipta tugum og eru bæði af látnum og núlifandi fjölmiðlamönn- um. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 184 bls. Verð: 2.980. Gamansögur Valtýr Stefánsson – Ritstjóri Morg- unblaðsins er skráð af Jakobi F. Ásgeirssyni. Bók- in er í senn ævi- saga frumkvöðuls og saga Morg- unblaðsins – og íslensk mannlífs- saga frá lokum 19. aldar og fram yfir miðja 20. öld. Valtýr Stefánsson er einn áhrifamesti maður í sögu fjöl- miðlunar á Íslandi og hefur stundum verið kallaður faðir íslenskrar blaða- mennsku. Valtýr var ritstjóri og stærsti eigandi Morgunblaðsins um nærri fjörutíu ára skeið (1924– 1963). Hann var jafnframt einn helsti skógræktarfrömuður landsins og kom víða við í menningarlífinu. Valtýr vann það afrek að gera Morg- unblaðið að blaði allra landsmanna. Í bókinni er skyggnst á bak við tjöldin og greint frá mörgu úr sögu Morg- unblaðsins sem ekki hefur verið á allra vitorði. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 597 bls. að lengd, auk 80 bls. myndarka, prentuð í Odda. Hildi- gunnur Gunnarsdóttir hannaði bók- arkápu. Verð: 5.990 kr. Ævisaga Á Skipalóni er stytting á sam- nefndri bók Jóns Sveinssonar, Nonna, og segir frá lífshættu er hann komst í þeg- ar ísbirnir gerðu vart við sig í Hörg- árdal. Bókin er ætluð börnum, hún er myndskreytt af Kristni G. Jóhanns- syni. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 32 bls. Verð: 1.980. Börn BALDUR Gunnarsson vottar breska rithöfundinum og módernist- anum Virginiu Woolf virðingu sína með fimmtu skáldsögu sinni, Ferðbú- in. Tilvitnun á ensku í eina þekktustu sögu Woolf, To the Lighthouse, prýð- ir bókina. Í tilvitnuninni segir frá vit- anum sem opnaði gult augað mjúk- lega í fjarska en hin merka skáldsaga Woolf fjallar í stuttu máli um fjöl- skyldu í sumarleyfi sem ætlar í báts- ferð út í vitann. Aðalpersónan í skáld- sögu Baldurs, hin þrítuga Júlía, undirbýr sig fyrir breytta tíma og lífs- stíl en takmark hennar er fjarlægt og þokukennt, eins og ljós vitans, að hennar eigin mati og annarra. Auk vel heppnaðrar vísunar í To the Light- house, sem nær hámarki í bókarlok, gerir Baldur tilraun til að skrifa í stíl vitundarflæðis (stream of conscious- ness) en Virgina Woolf var einn helsti frumkvöðull þess stíls. Það er hug- rekki að fást við svo flókinn stíl en til- raunin heppnast oft ágætlega. Sagan gerist á einum degi á okkar tímum og er sögð í þriðju persónu frá sjónarhorni Júlíu. Eins og hjá Woolf er farið aftur og fram í tíma, persónan hugsar um einstök atvik, um sam- hengi hlutanna, um aðstandendur og æsku sína á meðan hún innir verkefni dagsins af hendi. Fæst með þessu móti nokkuð skýr mynd af Júlíu. Hún er fráskilin, tveggja barna móðir sem deilir um börnin við sinn fyrrverandi; hún hefur misst föður sinn ung og á erfitt með að ná til sjálfhverfrar móð- ur sinnar. Þó eru gloppur í myndinni, stundum er ýjað að atburðum og per- sónum sem varpa engu ljósi á efnið, ekki er nóg sagt, til dæmis um dvöl Júlíu í New York. Söguþráðurinn sem framvindan snýst um eru sam- skipti Júlíu við hina nútímalegu ævintýra- konu Unni en sú er ekki öll þar sem hún er séð. Júlía hefur tekið lán til kaupa á heilsu- bótarefni og treyst Unni fyrir peningun- um. Það er trúverðugt hvernig Júlía er gerð að fórnarlambi þess nútímaskrímslis sem einstaklingshyggju- og markaðssamfélagið er í bókinni: Spennan í framvindu sögunnar felst í því hvort Júlía verði étin upp til agna af þessu skrímsli; kaffærð af frelsi einstak- lingsins í nútímasamfélagi okkar. Undirtónninn er sterk ádeila á lífs- hætti Íslendinga sem lifa lífi sínu á bjargbrún frá degi til dags: ,,Júlía var gripin skyndilegum svima eins og þegar maður stendur á bjargbrún og hyldýpið setur heiminn úr skorðum.“ (61.) Tilvistarangistin er öflug en þrátt fyrir það er Júlía bjartsýn í byrjun því gróðavonin í megrunar- töflunum er öflugri: ,,Skipið var í höfn.“ Bjartsýnin er með fárán- leikablæ og svo yfirdrifin að hún verð- ur fyndin en það er eitt af vel heppn- uðum stílbrögðum höfundar. Einnig er ljóst að Baldur hefur ljóðrænar lýsingar vel á valdi sínu: ,,Bílar komu yfir hæðina eins og út úr botnlausum bláma og pústið blandað- ist beiskum þefi hafsins.“ (145.) Þetta er eitt af mörgum dæmum þar um. Hins vegar fatast honum flugið í ein- ræðum persónanna en þær hefði mátt skera niður og stytta til muna, of mik- ið er um endurtekningar og skraut- flúr til þess að samræðurnar séu alltaf áhugaverðar. Þetta á líka við um hina dularfullu Unni þrátt fyrir það, að eitt af grófum einkennum hennar séu langar einræður þar sem hún talar stanslaust um sjálfa sig og gengur fram af viðmælendum sínum með ljóðalestri, til- vitnunum og ýkjusögum. Þó að þessi fulltrúi nú- tímans sé svo yfirgengi- legur er hann vissulega óhugnanlega raunveru- legur en boðskapurinn yrði beittari og skilaboðin skýrari ef skorið væri niður í vaðli Unnar. Annað ósannfærandi atriði er hvað Júlía er vel að sér í bókmenntum og bókmenntafræði miðað við bakgrunn hennar. Það kemur engin sann- færandi skýring fram á því hvar eða hvenær þessi fyrrver- andi fyrirsæta, húsmóðir og snyrti- kona hefur lagst í lestur og nám. Auk þess er mótsagnakennt hvað hún er gagnrýnin á samfélag græðginnar og vel að sér um samhengi hlutanna mið- að við það rekald og fórnarlamb sama samfélags sem bókin segir okkur hik- laust að Júlía sé. Vissulega hlýtur það að vera ákveðið persónueinkenni hvað Júlía er mótsagnakennd og óráðin en það er bara ekki nógu skýrt. Dæmi um þetta er hvað skýrast þar sem Júlía veltir því fyrir sér ,,... sem Ari fróði lét liggja í þagnargildi.“ (123.) Það er slæmt að útgáfan hefur ekki vandað sig nóg því of mikið er af villum í bókinni; orð vantar og einnig stafi inn í orð. Kápan er falleg og hæf- ir efninu vel en því miður er þess ekki getið hver hefur hannað hana. Skáldsagan Ferðbúin hefur ótal- margt til að bera til þess að verða slá- andi mynd af þeim tilvistarótta og -angist nútímanfólks sem æ fleiri höf- undar fjalla um. Til þess að verða jafn góð og hún hefur efni til hefði þurft svo lítið: Bara dálítinn tíma til að stytta og snyrta auk þess sem þá hefði gefist tími til að prófarkalesa svo sæmd væri að. Dimm nútímasýn BÆKUR Skáldsaga eftir Baldur Gunnarsson. 171 bls. Fjölvi, Reykjavík, 2003. FERÐBÚIN Baldur Gunnarsson Hrund Ólafsdóttir Rússnesk-íslensk samtalsbók er eft- ir Svetlönu Mout- agarovu. Bókinni er skipt í kafla eftir efnis- atriðum og eru setningarnar á rússnesku og ís- lensku, auk þess sem framburður orðanna er hljóðrit- aður. Aftast í bókinni er orðalisti. Höfundur gefur út, en Fjölmenning ehf. Laugavegi 59 dreifir. Verð: 2.600 kr. Tungumál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.