Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 23 N ú hafa fjárlög verið afgreidd. Athygli vekur að fjárþurfi stofnanir, á borð við opinbera há- skóla, fá engin viðbótarframlög þrátt fyrir að hafa herjað nokk- uð á fjárlaganefnd. Fleiri op- inberar stofnanir á borð við rík- isspítalana eiga einnig í kröggum og þar stefnir allt í fjöldauppsagnir. Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hvað varðar menntun og heilbrigðismál er því skýr – þessir málaflokkar eru látnir sitja á hakanum. Ljóst er að ríkisspítalana skortir fé og ekki hefur gengið að gera rekstur þeirra hag- kvæmari. Sameining spítalanna skilaði ekki sparnaði og virðist einkum hafa haft þær afleið- ingar að báknið er orðið stærra og boðleiðir lengri. Því miður skynja margir sjúklingar spít- alana sem ómanneskjulegar stofnanir þar sem persónuleg tengsl eru orðin mjög lítil. Heilbrigðisþjónusta á ávallt að vera persónuleg því að það erfiðasta sem hendir mann í líf- inu er að missa heilsuna. Þess vegna er óþolandi að aldrei sé talað um heilbrigðiskerfið nema í krónum og aurum því að það snýst um manneskjur, fyrst og fremst sjúklinga en vitaskuld einnig starfsfólk sjúkrahúsanna. Eðlilegt er að gera þær kröf- ur að peningum sé ekki eytt í óþarfa í heilbrigðiskerfinu, fremur en annars staðar. Hins vegar er ljóst að langmesti kostnaðurinn við sjúkrahúsin er laun starfsfólks. Þess vegna verður fjárhagsvandinn leystur með fjöldauppsögnum. Hvenær ætlum við að átta okkur á því að að gott heilbrigðiskerfi kost- ar fé? Eða er ætlunin að koma hinu opinbera heilbrigðiskerfi í koll til að einkaaðilum verði gert auðveldara að taka við rekstrinum? Ég sé ekki eftir krónu af þeim skattpeningum mínum sem renna í þetta kerfi. Hins vegar samræmist for- gangsröðun ríkisstjórnarinnar þegar skattpeningum er útdeilt hreint ekki hugmyndum mínum um opinberan rekstur. Sendiráð og starfslokasamningar eru þar greinilega ofar á lista en al- mennilegt heilbrigðiskerfi. Þá ákvað stjórnin að hunsa Háskóla Íslands og aðra op- inbera skóla – meira að segja um framlög til kennslu en þau eiga að miðast við þreyttar ein- ingar. En fjárframlögin hafa ekki fylgt nemendafjölgun, t.d. í Háskóla Íslands og því virðist kerfið þegar farið að molna. Hvað er akademískur háskóli? Það er háskóli sem kennir og rannsakar ólík fræðasvið og myndar þannig breiðan fræði- legan grundvöll. Þetta er það hlutverk sem Háskóli Íslands hefur leitast við að sinna með því að kenna og rannsaka allt frá japönsku til eðlisfræði, allt frá mannfræði til byggingaverk- fræði. Breiður grundvöllur gef- ur kost á gagnvirku fræða- samfélagi þar sem hver getur lært af öðrum en um leið gefst kostur á sérhæfingu á ólíkum fræðasviðum. Aðrir háskólar hér á landi hafa verið fagtengd- ir (eins og Tækniháskólinn eða Kennaraháskólinn) eða kennt á þrengri grundvelli (s.s. Háskól- inn á Akureyri). En Háskóli Ís- lands er það skólasamfélag sem ég þekki best og því tek ég það sem dæmi, þó að ljóst sé að op- inberu skólarnir eigi allir við rekstarvanda að stríða. Fyrir nokkrum árum, þegar fyrst var rætt um að gera þjón- ustusamning við Háskólann, var talað um að loksins ætti að tryggja rekstrargrundvöll skól- ans. Fjárframlög til kennslu áttu að fylgja nemendafjölda (þreyttum einingum) og síðar átti að gera þjónustusamning um rannsóknir. Rannsóknasamningurinn dróst úr hófi fram og nú strax er farið að svíkja kennslusamn- inginn, með því að láta fjár- framlög ekki fylgja nemendaþróun. Á sama tíma og þetta kemur upp hef- ur farið í gang um- ræðan sívinsæla um skólagjöld og nú þurfi nemendur barasta að fara að borga fyrir sig. Nýjasta gamalt, sem lengi hefur end- urómað en er alltaf dregið upp úr hatti töframannsins sem ný sannindi er að skóla- gjöld skapi aukna „kostnaðarvitund“ enda sé það sem kosti ekki neitt einskis virði. En það fara ekki allir í nám til að græða peninga síðar meir. Margir fara í nám til að verða betri menn og lifa innihaldsrík- ara lífi. Og þeir eiga eftir að greiða fyrir námið síðar meir – og eru jafnvel búnir að greiða fyrir það – með því að standa skilvíslega skil á sköttum og skyldum til samfélagsins. Leit að þekkingu, þekking- arinnar vegna, er það sem hefur skilað mannkyninu lengst áfram hingað til. Á öllum tímum hafa verið til menn sem hafa metið allt út frá peningum en áhrif þeirra á mannkynssöguna eru merkilega lítil. Það skulum við muna þegar menn sem eingöngu meta menntun til fjár hefja upp raust sína. En óháð skólagjöldum sitja opinberir háskólar uppi með þann vanda að ríkisvaldið veitir þeim ekki nægt fé. Það svíkur gerða samninga og það neitar að horfast í augu við fjárþörf skólanna með þeim afleiðingum að þeir þurfa að leita annað – til að mynda í vasa nemenda. Þá fara stoðirnar undir jafnrétti til náms fyrst að titra og það væri nú reglulegt afrek hjá núver- andi ríkisstjórn. Það væri þá helst að námsmenn gætu hrist stoðirnar undir ráðherrunum svo að þeir féllu úr sætum sín- um. Hver veit nema sjúklingar og aðrir sem þurfa að eiga við heilbrigðiskerfið gætu slegist í hópinn. Sjúkrahús og skólar í kuldanum Eftir Katrínu Jakobsdóttur ’ Hins vegar samræmistforgangsröðun ríkisstjórn- arinnar þegar skattpen- ingum er útdeilt hreint ekki hugmyndum mínum um op- inberan rekstur. Sendiráð og starfslokasamningar eru þar greinilega ofar á lista en almennilegt heil- brigðiskerfi. ‘ Höfundur er varaformaður VG. þeim vett- gt er að í Banda- uga hve kassann í stórmarkaðnum. Í mörgum Evr- ópulöndum ættu menn frekar að gá að því hvað græjurnar í leigu- bílnum eru vandaðar. Sveigjanleikinn á vinnumarkaði í þjónustugreinum vestra er ótrú- lega mikill. Þegar uppsveifla er í gangi eða efnahagurinn í öldudal merkir maður breytinguna á því hvað afgreiðslustúlkurnar eru margar á veitingastöðum og hve duglegar þær eru, á því hve margir eru að afgreiða í verslunum, á því hve auðvelt er að fá fólk til að taka að sér hreingerningar. Þegar upp- gangurinn var sem mestur á tí- unda áratugnum var næstum úti- lokað að fá hæfa starfskrafta á veitingastaði. Þegar stöðnun ríkti í tíð George Bush forseta um 1990 var nóg af slíkum starfsmönnum. Þessi munur sést ekki í Evrópu; þjónar, miðasalar og matsveinar njóta allir starfsöryggis. Hluti vandans í Evrópu er að tímabundin störf hafa þar illt orð á sér. Vissulega er það svo að sú litla fjölgun starfa sem orðið hefur und- anfarið í Evrópu á að mestu rætur að rekja til tímabundinna starfa. En samt er það almenn skoðun að tímabundin störf séu „brella“ af hálfu ráðamanna fyrirtækja sem reyni þannig að koma sér í þá stöðu að geta rekið starfsmennina þegar þeim hentar. Oft gleymist að hindranir á vegi samninga um tímabundin störf valda því að margir festast í gildru langtíma- atvinnuleysis. Þessi tortryggni gagnvart tíma- bundnum störfum endurspeglar enn djúpstæðari mun. Launþegar og stjórnendur fyrirtækja í Evrópu halda flestir fast í margvíslegar stéttlægar deilur sem spruttu fram þegar iðnbyltingin skaut rótum á 19. öldinni. Enn þann dag í dag líta þessir aðilar oft hver á annan sem „fjendur“. Slík viðhorf eru mun síður inngróin í bandarískri menningu. Atkvæðamiklir hugsuðir vestra á 19. öld - og jafnvel verkalýðs- leiðtogar - töluðu um að launþegar og fyrirtæki ættu „sömu hagsmuna að gæta“ og starfsmenn og for- stjórar hafa haldið áfram að líta hver á annan fremur sem félaga en andstæðinga. Þetta er enn merki- legra en ella þegar litið er til þess hvað launamunur er geysilega mik- ill og vaxandi í bandarískum fyr- irtækjum. Launamunur milli for- stjóra og starfsmanna er miklu meiri í Bandaríkjunum en í Evrópu og samt virðist andúðin á forstjór- anum vera miklu meiri í Evrópu. En undir yfirborðinu er komin hreyfing á hlutina í Evrópu. Yf- irvöld samkeppnismála í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins eru farin að taka fastar á þeim sem fara fyrir samtökum fag- menntaðs fólks (sem dæmi má nefna yfirlýsinguna Stefna í sam- keppnismálum og faggreinar en hana er hægt að lesa á vefsíðu Evrópusambandsins, www.eur- opa.eu.int.). Þegar búið verður að koma skikk á þægindasamtök lögfræð- inganna og endurskoðendanna má gera ráð fyrir að aðrir hlutar þjón- ustugreinanna verði opnaðir fyrir samkeppni og muni í kjölfarið ýta kröftuglega undir sköpun nýrra starfa. Þrátt fyrir afstöðu evr- ópskra stéttarfélaga eru Evr- ópumenn farnir að sætta sig við tímabundin störf. Starfasmiðjan mikla í þjónustugreinum í Banda- ríkjunum er kannski á leiðinni austur yfir Atlantshafið. in verða til Alberto Alesina er prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla. Francesco Giavazzi er prófessor í hagfræði við Bocconi-háskóla í Mílanó. AP íkjunum, fer svo að aukin spurn eftir þjónustu hefur þær afleiðingar að verðið á henni til að aka leigubíl,“ segir greinarhöfundur m.a. orð- meta gsins í með ve anni tór- ‘ verða þarf að þróa hugmynd um sem augljóslega þjónar hags- ólksins í þessum byggðarlögum. gi hefðbundins landbúnaðar fer di og sífellt fleiri afla sér lífsvið- með þjónustu við ferðamenn. din þekking bænda og menning- skapa ýmsa möguleika í ferða- eins og dæmin sanna. Æskilegt mennta íbúa á viðkomandi svæð- sinna landvörslu og styðja við ingu á vistvænni og staðbundinni nustu sem skilar hagnaði inn í mfélög. ljóst að stór, og þess vegna betri ur umhverfis Vatnajökul, hefði ekki einungis það markmið að vernda dýrmæta náttúru. Hlutverk hans væri einnig að tryggja íbúum efnahagslegan ávinning og ferðamönnum meiri ánægju og öryggi. Miða þarf verndarákvæði við aðstæður á hverju svæði og tilgang frið- unar. Í seinni tíð hafa þau sjónarmið náð vaxandi útbreiðslu að þjóðgarðar eigi ekki eingöngu að þjóna verndarhagsmunum heldur einnig hefðbundnum nýting- arhagsmunum. Alþjóða náttúruvernd- arsamtökin (IUCN) hafa sett viðmið- unarreglur sem nota má til að flokka og skilgreina svæði eftir aðstæðum og mark- miðum verndunar. Á grundvelli þessara viðmiða má gera verndar- og þróun- aráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð með samkomulagi við þá hagsmunaaðila sem í hlut eiga. Í ljósi þess hve um viðamikið svæði og margþætt samkomulag yrði að ræða, tel ég að það þyrfti að lokum að hljóta samþykki Alþingis. Það skiptir ekki bara máli hvað gert er. Hitt er ekki síður mikilvægt hvernig það er gert. Stofnun þingmannanefndar um þjóðgarð norðan Vatnajökuls var skyn- samlegt skref í þessa átt. Það er nauðsyn- legt að hlustað sé eftir öllum sjón- armiðum áður en endanleg tillaga er lögð fram. Í stjórn þjóðgarðsins ætti að velja á lýðræðislegan hátt fulltrúa sem end- urspegla helstu hagsmuni sem í húfi eru bæði hagsmuni sveitarfélaga og þjóð- arinnar allrar. Að lokum vil ég nefna fjármögnun. Ég hef tekið eftir því í mínum mörgu heim- sóknum til landsins að núverandi þjóð- garða skortir fé til að geta sinnt því hlut- verki sem þeim er ætlað. Mér sýnist að Vatnajökulsþjóðgarður eigi að geta aflað sér fjár með öðrum hætti. Ég þykist vita að ýmsum umhverfisverndarsinnum muni ekki líka tillaga mín. En ég tel að Lands- virkjun og Alcoa eigi skuld að gjalda ef þessi fyrirtæki vilja sýna þjóðfélagslega ábyrgð og bæta fyrir það tjón sem Kára- hnjúkavirkjun mun valda. Krefja ætti þessi fyrirtæki um skuldabréf til að nýta við stofnun og rekstur Vatnajök- ulsþjóðgarðs. Nýleg athugun leiddi í ljós að verðmæti svæðisins sem fyrirtækin leggja undir sé ekki undir 2 milljörðum króna. Hvers vegna ekki að biðja fyr- irtækin tvö sem í hlut eiga að greiða ár- lega um 50 milljónir króna á ári næstu 20 ár í sjóð sem yrði stýrt af aðilum sem hvorki tengdust fyrirtækjunum né rík- isstjórninni en hefðu að leiðarljósi að ná settum markmiðum þjóðgarðsins? Stór Vatnajökulsþjóðgarður er góð lausn bæði vegna umhverfis- og sam- félagssjónarmiða. Ísland er sífellt undir vökulum augum erlendis frá af þeim sem unna landinu. Oft verða þeir hinir sömu fyrir vonbrigðum með ákvarðanir sem teknar eru. Það kann að vera að þau von- brigði byggist stundum á misskilningi. En vilji Íslendingar ná þeim árangri að vera fyrirmynd um sjálfbæra þróun og þróa slíka ferðaþjónustu þá er stór Vatnajök- ulsþjóðgarður skref í rétta átt. Nái hugmyndin um stóran Vatnajök- ulsþjóðgarð fram að ganga er ég þess fullviss að ávinningurinn verður fjórfald- ur: Betra umhverfi, sterkari byggðarlög, jákvæð ímynd Íslands og landsvæði sem skráð verður á lista yfir merkustu staði jarðar. ður – stærri og betri Höfundur er fyrrv. framkvæmdastjóri Nátt- úruverndarstofnunar Skotlands (Scottish Nat- ural Heritage) og situr nú í stjórn Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna. Hann hefur um langt árabil starfað sem ráðgjafi um land- græðslu og náttúruvernd hér á landi. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.