Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 26
✝ Ragnar Leifssonfæddist á Húsa- vík 1. desember 1943. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 29. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar Ragnars voru Rawel Mc Fad- der og Bryndís Leifs- dóttir. Hálfbróðir Ragnars, sammæðra, er Þröstur H. Elías- son, f. 21.6. 1945. Ragnar ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, þeim Leifi Sigurbjarnarsyni og Unni Ragn- heiði Valdimarsdóttur, til 14 ára aldurs. Eftir það hjá móður sinni og sambýlismanni hennar, Guð- manni Hannessyni. Ragnar kvæntist 17. júní 1967 Jóhönnu Felixdóttur, f. 2.9. 1945. Börn Ragnars og Jóhönnu eru: Bryndís Ragnarsdóttir, f. 25.2. 1967, gift Sig- urþór Leifssyni, f. 15.3. 1966, börn þeirra Hlynur Þór, f. 23.7. 1994, og Ragn- ar Smári, f. 21.2. 1997; og Felix Ragn- arsson, f. 28.11. 1969, í sambúð með Beötu Tarasiuk, f. 14.11. 1968, sonur þeirra er Alexander Áki, f. 26.11. 1993. Ragnar starfaði í byggingarvinnu hjá Jóni Bergsteinssyni og hjá tengdaföður sínum, Felix Þorsteinssyni, var sjómaður á nokkrum skipum, starfaði við lax- eldi og við smíðar hjá Baldri Jóns- syni. Útför Ragnars verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við Ragnar hálfbróðir minn ól- umst ekki upp saman en vissum þó ævinlega hvor af öðrum. Við kynnt- umst hins vegar ekki fyrr en ég flutt- ist til Reykjavíkur með fjölskyldu mína fyrir um tuttugu árum. Þá vor- um við eitt sinn í fjölskylduboði hjá frænku okkar og Bryndís, dóttir Ragnars, spurði hver Lilja dóttir mín væri. Þetta fannst okkur bræðr- um ótækt; að svona nánar frænkur þekktust ekki einu sinni í sjón. Við ákváðum að gera eitthvað í málinu og upp frá því tókust með okkur góð RAGNAR LEIFSSON MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Dalmann Ár-mannsson fædd- ist á Akureyri 15. apríl 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 28. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ár- mann Dalmannsson, f. 12. september 1894, d. 22. mars 1978, og Sigrún Kristjánsdóttir, f. 9. september 1901, d. 10. ágúst 1984, bæði búsett á Akureyri. Systkini Jóns Dalmanns eru: Stef- anía, f. 30. desember 1932, Ing- ólfur, f. 22. desember 1936, og Kristján, f. 17. maí 1944. Jón Dalmann var kvæntur Ástu Björgu Þorsteinsdóttur, f. 5. des- ember 1937, og eiga þau tvær dætur: 1) Sigríður Dalmannsdótt- ir, f. 7. mars 1969. 2) Drífa Björk Dalmannsdóttir, f. 13. janúar 1972, maki Zoran Radiskovic, f. 18. ágúst 1967. Börn þeirra eru Aleksand- ar, f. 30. maí 1999, og Sara, f. 10. des- ember 2001. Jón Dalmann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1950. Hann starfaði sem verkstjóri hjá Skóg- ræktarfélagi Eyfirð- inga 1950–1967 og síðan á Skattstofu Norðurlands eystra, seinni árin sem skrifstofustjóri, þar til hann lét af störfum vegna ald- urs 1999. Jón Dalmann tók mikinn þátt í félagsstörfum, var m.a. í stjórn Ferðafélags Akureyrar, Skauta- félags Akureyrar, Skógræktar- félags Akureyrar og Íþrótta- bandalags Akureyrar. Jón Dalmann verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskulegur mágur minn, Jón Dal- mann, er látinn. Fyrir rúmum 40 árum kom ég fyrst á heimili tengdaforeldra minna í Aðalstræti 62 á Akureyri. Dalli dvaldist þá í foreldrahúsum og hafði verið hægri hönd föður síns, Ármanns Dalmannssonar skógar- varðar, við skógræktarstörf í Upp- eldisstöðinni í Kjarna um árabil. Ég efast um að við sem göngum um Kjarnaskóg, þennan unaðsreit, ger- um okkur grein fyrir hvílíka elju og dugnað frumherjarnir þurftu til að þessi draumur yrði að veruleika. Dalli reyndist móður sinni, Sigrúnu Kristjánsdóttur, einkar vel en hún var heilsulítil stóran hluta ævi sinn- ar. Ég man varla eftir að hafa séð karlmann sem vann öll heimilisstörf af svo mikilli lipurð eins og hann gerði. Dalli átti sér mörg áhugamál og ræktaði þau vel. Á unglingsárum stundaði hann íþróttir einkum skíði og skauta. Reyndar voru íþróttirnar ekki bundnar við unglingsárin held- ur urðu honum einskonar lífsstíll alla tíð. Hann var einnig virkur fé- lagi í Ferðafélagi Akureyrar, for- maður um árabil og var eftirsóttur fararstjóri enda afar fróður um mestallt Norðurland og ýmsar öræfaleiðir. Dalli kvæntist seint enda vandaði hann valið vel sögðum við oft í gríni en þó um leið í mikilli alvöru. Þau Ásta og Dalli voru einstaklega sam- hent hjón og gott hefur verið að eiga þau að vinum. Þau eignuðust tvær elskulegar dætur, Sigríði plöntulífeðlisfræðing hjá RALA, bú- sett í Reykjavík, og Drífu Björk, BA í mannfræði, sem búsett er í Austurríki. Dalli var mikill fjölskyldumaður og studdi dætur sínar með ráðum og dáð ekki síst á námsárum þeirra. Hann var einn af þeim mönnum sem féll aldrei verk úr hendi. Að af- loknum vinnudegi á Skattstofunni fór hann ýmist að rækta garðinn sinn eða að sinna garðyrkjustörfum hjá tengdaforeldrum eða foreldrum. Samt virtist hann alltaf hafa nægan tíma fyrir fjölskyldu sína. Á erfiðum stundum í lífi okkar voru þau Ásta og Dalli alltaf nálæg og á gleði- stundunum voru þau ómissandi. Þau byggðu sér stórt og fallegt hús við Lerkilund á Akureyri. Þar var gestkvæmt og margar góðar minn- ingar eigum við úr fjölskylduboð- unum þar. Börnin okkar Ingólfs nutu góðs af hve stutt var á milli heimila okkar enda áttu þau alltaf gott athvarf þar, einkum Auður sem tengist þeim frænkum sínum, Siggu og Drífu, traustum böndum. Þegar Ásta og Dalli áttu silfur- brúðkaup árið 1992 fannst okkur við hæfi að gera smá sprell. Það var ekki erfitt að velja staðinn, Dalli hafði sjálfur undirbúið hann fyrir okkur mörgum árum áður. Við í fjölskyldu Dalla söfnuðumst saman í lerkireitnum í Kjarnaskógi þar sem byrjað var að gróðursetja lerki árið 1959. Við lögðum ratleik fyrir þau hjón og komum þeim síðan á óvart. Þau kunnu vel að meta uppá- tækið. Fyrir nokkrum árum létu þau Ásta og Dalli gamlan draum rætast og festu kaup á sumarbústað í Fnjóskadal. Þar var strax hafist handa og byrjað að hlúa að gróðri. Aleksander, dóttursonur þeirra, var ekki gamall þegar hann fór að hjálpa afa sínum við ýmsar fram- kvæmdir og mátti ekki á milli sjá hvor þeirra naut sín betur. Þessi nóvember hefur verið dimmur og dapur fyrir fjölskyldu Dalla en hann barðist við erfiðan sjúkdóm síðustu mánuði. Við ferða- lok ber þó að minnast þess að það eru ákveðin forréttindi að hafa átt Jón Dalmann Ármannsson að sam- ferðamanni. Blessuð sé minning hans. Hrefna Hjálmarsdóttir. Látinn er á Akureyri mágur minn, Jón Dalmann. Það var á liðnu sumri sem hann greindist með þann grimma sjúkdóm, MND, sem dró hann til dauða. Kynni mín af Dalla hófust þegar ég var unglingur og fékk sumar- vinnu í skógræktinni í Kjarna, en þar var hann verkstjóri á sumrin. Þar lágu einnig saman leiðir mínar og bróður hans sem síðan leiddi af sér að við Dalli bundumst fjöl- skylduböndum. Áhugi Dalla á skógræktinni og ræktun hvers konar leyndi sér ekki og sjást þess ekki aðeins merki í Kjarna og hinum ýmsu skógarreit- um í Eyjafirði, heldur einnig í garð- inum við æskuheimili hans í Að- alstræti og heimili þeirra Ástu og Dalla í Lerkilundi. Dalli var mikill útivistarmaður og starfaði lengi með Ferðafélagi Ak- ureyrar og hafa margir fengið að njóta leiðsagnar hans um landið. Íþróttir skipuðu háan sess hjá Dalla og þá einkum skautaíþróttin en hann starfaði í áratugi með Skautafélagi Akureyrar og sýndu félagsmenn honum þakkir fyrir öll hans góðu störf með því að kjósa hann heiðursfélaga. Aðalstarf Dalla var á Skattstof- unni og aftur æxlaðist það svo að þar unnum við saman í nokkur ár. Þar kynntist ég því enn frekar hve traustur og vandvirkur starfsmaður hann var og alltaf var gott að leita til hans þegar vafamál komu upp á borðið. Það var mikið gæfuspor hjá Dalla þegar hann giftist konu sinni Ástu en saman áttu þau dæturnar Siggu og Drífu og það fór ekki á milli mála að kærleikurinn réð ríkjum í þessari fjölskyldu. Já, Dalli var mikill fjöl- skyldumaður og barnabörnin tvö, Aleksandar og Sara, áttu orðið stór- an sess hjá afa sínum og hafði hann yndi af að segja fréttir og sögur af þeim. Í mörg ár bjó ég og fjölskylda mín á Kópaskeri en þá áttum við alltaf gott afdrep þar sem heimili Ástu og Dalla var á Akureyri. Mér er minnisstæð dvöl mín og dætra minna á heimili þeirra þegar við þurftum að yfirgefa heimili okkar vegna jarðskjálftans mikla 1976, þar var gott að dvelja og einnig fengu dætur mínar oft að vera hjá þeim þegar þær heimsóttu Akur- eyri. Eftir að við fluttum aftur til Ak- ureyrar varð samgangur meiri og oft skroppið í kaffi og pönnsur til Dalla og minnisstæð eru jóla- og ár- mótaboðin þar sem mikið var lagt í skemmtiatriði og veitingar. Síðustu ár áttu Dalli og fjölskylda sumarbú- stað í Fnjóskadal og var gaman að heimsækja þau þar, enda nutu þau sín vel í faðmi náttúrunnar. Elsku Ásta, Sigga, Drífa, Zoran og börn, megi guð styrkja ykkur og leiða í sorginni. Þessum fáu orðum til minningar um mág minn langar mig að ljúka með erindi úr ljóði eftir föður hans: Heill sé þeim, sem þúfum fækka, þoka vorsins gróðri upp á við; öllum þeim, sem bæði bæta og stækka blettinn græna kringum heimilið. (Ármann Dalmannsson.) Guðbjörg Vignisdóttir. Trygglyndi og heiðarleiki eru orðin sem mér koma fyrst í hug þegar ég hugsa um hann Dalla föð- urbróður minn. Ef eitthvað bjátaði á var enginn fljótari á vettvang en hann. Hann fylgdist vel með öllu sínu skyldfólki og vissi ávallt hvar í heiminum við vorum stödd og hvað við vorum að sýsla. Dalli frændi og Ásta konan hans voru stór hluti af tilverunni þegar ég var að alast upp. Dætur þeirra tvær, þær Sigga og Drífa, eru á svipuðum aldri og ég og á tímabili var Lerkilundurinn, þar sem þau bjuggu í svo mörg ár, mitt annað heimili. Þar fannst mér gott að vera. Þegar ég var barn þótti mér Dalli alltaf mjög skemmtilegur, en líka dálítið sérvitur og skrýtinn. Hann setti gjarnan upp skondin svipbrigði þegar hann brá á leik við okkur krakkana og oft var hann dá- lítið utan við sig. Dalli vann á Skattstofunni á Ak- ureyri síðari hluta starfsævinnar. Hann sinnti störfum sínum af sömu samviskusemi og öðru sem hann tók sér fyrir hendur, en ég held að skrifstofuvinna hafi ekki verið það sem best átti við hann. Ánægðastur var hann þegar hann fékk að vera úti við að ganga eða renna sér á skautum. Við stelpurnar, dætur hans og ég, nutum góðs af skauta- áhuga Dalla og þær eru óteljandi stundirnar sem hann var með okkur á skautum og kenndi okkur ýmsar listir. Dætur hans voru honum verð- mætari en flest annað og velferð þeirra skipti hann öllu máli. Fyrir stuttu bættust síðan tveir sólar- geislar í hópinn, barnabörnin Aleks- andar og Sara. Þó þau væru búsett erlendist gafst Dalla samt kostur á að sjá heilmikið af þeim þar sem þau hafa dvalist á Íslandi síðustu sumur ásamt foreldrum sínum og veittu þau honum mikla gleði. Fyrir nokkrum mánuðum greind- ist Dalli með taugasjúkdóminn MND. Sjúkdómurinn þróaðist hratt og síðustu vikur voru afar erfiðar. Þá kom vel í ljóst hversu kært var á milli þeirra Ástu og Dalla og hversu böndin milli þeirra og dætranna tveggja eru gríðarlega sterk. Elsku Ásta mín, Sigga og Drífa, Zoran, Aleksandar og Sara, hugur minn er með ykkur. Auður H. Ingólfsdóttir. Það er mikils virði fyrir æskufólk að kynnast heilsteyptu og hjarta- hlýju fólki. Þeirrar gæfu varð ég að- njótandi þegar leiðir okkar Jóns Dalmanns lágu saman skömmu fyr- ir 1960. Jón var fyrirmynd í mörgu. Að ferðast með Jóni um hálendi Ís- lands vakti áhuga á leyndardómum jarðfræði og sögu. Að umgangast gróður og planta trjám varð frið- þæging. Að skauta um ísilagðar flæðar Eyjafjarðarár á köldum vetrardögum var í senn íþrótt og ævintýri. Fáa fullorðna menn þekkti ég þá sem gáfu sér tóm til að miðla unglingum af reynslu sinni og þekkingu á jafn hógværan og hrein- skiptinn hátt. Fyrri hluta ævinnar starfaði Jón sem verkstjóri hjá Skógræktar- félagi Eyfirðinga og einnig þar lágu leiðir okkar saman. Hann sá um plöntuuppeldi félagsins. Á kvöldin og um helgar vann hann oft sem sjálfboðaliði við gróðursetningar. Ekki veit ég á hvaða kjörum Jón var ráðinn hjá félaginu en veit þó að hann var ekki fastráðinn ársmaður heldur kom og fór eftir efnum og ástæðum félagsins. Með þessu móti sköpuðust honum frístundir yfir vetrartímann sem hann nýtti skautaíþróttinni á Akureyri til framdráttar. Eftir að Jón hætti vinnu hjá skógræktarfélaginu um 1967 tók hann virkan þátt í fé- lagsstarfinu. Hann lét til sín taka með ýmsu móti. Sem starfsmaður félagsins á upphafsárum þess hafði hann í dagbókum sínum haldið til haga fágætum upplýsingum. Á 70 ára afmæli félagsins árið 2000 þegar ráðist var í útgáfu bókarinnar „Ásýnd Eyjafjarðar, skógar að fornu og nýju“ var hann mikilvæg uppspretta fróðleiks og þekkingar. Hann var þá nýlega hættur störfum sem skrifstofustjóri hjá Skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra. Við sem unnum með honum að útgáfu þessarar bókar vorum þess fullviss að hann ætti framundan langt ævi- kvöld. Svo reyndist ekki vera. Hug- myndir okkar um eilífðina kunna að vera einstaklingsbundnar, en með- an ég lifi mun minningin um Jón Dalmann Ármannsson vera mér staðfesting um að hann lifir. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar votta ég Ástu, Siggu, Drífu og fjölskyldum þeirra mína innileg- ustu samúð. Hemað er strá, hætt er jörð að anda. Hrollur í morgundagsins veika mætti. Skuggarnir flytja frétt af hjarta sem feigðin tók. Það hefur lokið slætti. Haustlitir kaldir horfa inn um skjáinn. Hafaldan lætur hátt í botni fjarðar. Hugur minn leitar lengra út í bláinn. Laufblaðið fölnað fallið er til jarðar. Hallgrímur Indriðason. Í dag kveðjum við góðan vin, sem fór alltof fljótt frá okkur til annarra starfa á ókunnum stað. Ógleymanlegar eru allar góðu stundirnar er við áttum saman í innbænum, þegar pollinn lagði og hægt var að renna sér á skautum frá morgni til kvölds, hraðhlaup í góðu færi og hokkí á öllum þeim blettum er fundust nógu stórir. Ekki var hikað við að ganga upp á Vaðlaheiði í fyrstu haustfrostum með skauta og kylfu um öxl, til að spila á Veigastaðavatni með stígvél fyrir mörk. Einnig voru staðir eins og Eyjafjarðará, flæðarnar og Krossanestjörn góðir til skauta- leikja og mikið notaðir. Góður skóli var það okkur strák- unum á sumrin, sem við unnum við skógræktarstörf undir verkstjórn Dalla og föður hans Ármanns, sem eflaust eiga mestan þátt í að rækta upp hið fallega útivistarsvæði Kjarnaskóg. Er árin liðu tóku við fleiri áhuga- mál, fjallgöngur og fjallaferðir, ekki eru margir áhugaverðir staðir á há- lendinu sem við höfum ekki kannað, og seinna varð þetta sameiginlegt áhugamál fjölskyldnanna. Þær ferð- ir sem við fórum saman gleymast aldrei en geymast í minningunni. Við söknum hans öll. Elsku Ásta, Sigga Drífa og fjölskylda. Sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Vilhelm, Birgir og Skúli Ágústssynir og fjölskyldur. Kveðja frá starfsmönnum skattstofunnar á Akureyri Þegar Jón Dalmann Ármannsson, eða Dalli eins og hann var alltaf kallaður, lét af störfum árið 1999, sjötugur að aldri, átti hann að baki rösklega 40 ára starfsferil á skatt- stofunni á Akureyri; þar af sem skrifstofustjóri í ein 20 ár. Lengst af starfaði hann með Halli Sigur- björnssyni, fyrrverandi skattstjóra, en samstarf þeirra var alla tíð mjög gott og þótti á margan hátt til fyr- irmyndar. Meðal annars var til þess tekið hvað þeir lögðu mikla áherslu á að starfsmenn skattstofunnar væru vel upplýstir og að þeim væru kynntar jafnóðum allar nýjungar og breytingar sem lutu að skattfram- kvæmd. Sjálfur fór Dalli fyrir samhentu og góðu starfsliði skattstofunnar fremstur meðal jafningja. Hann var kjölfestan í starfi stofnunarinnar vegna stöðu sinnar og vegna ára- tuga starfsreynslu og þekkingar á skattframkvæmd. Hann fór aldrei í manngreinarálit, var reglusamur og vinnusamur með afbrigðum en um leið svo vandvirkur að hann gat ekki JÓN DALMANN ÁRMANNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.