Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 31
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 31 BÁÐIR formannskandídatarnir voru sammála um að það eitt að kos- ið skyldi milli tveggja manna um for- mannsstólinn hefði haft afar góð áhrif á félagið og fundinn. Í kringum fimmtíu manns mættu á fundinn sem þykir gott hjá Félagi tamninga- manna því aðalfundir síðustu ára hafa verið afar fámennir og óhætt að segja að nokkur félagsleg deyfð hafi ríkt í félaginu um nokkurn tíma. Þessi félagslega deyfð virðist eiga rætur sínar að rekja til þess að mjög margir félagsmenn hafa spurt sjálfa sig til hvers þeir séu í félaginu og hvað félagið í raun geri fyrir þá. Hef- ur mörgum þótt sem það eina sem félagið færði þeim væri innheimtu- seðill með rukkun fyrir hátt í átta þúsund króna félagsgjaldi. Umræðan á fundinum nú þótti af- ar lífleg og greinilegt að kosningarn- ar hafi hleypt nýju lífi í mannskap- inn. Nýkjörinn formaður Páll Bragi sagði að því miður hefði dagurinn verið of stuttur til að hægt hefði ver- ið að afgreiða öll þau viðamiklu mál- efni sem fyrir fundinum lágu. Lengi vel leit út fyrir að Páll Bragi yrði einn í kjöri en nokkrum dögum fyrir fundinn ákvað Sigurður að taka slaginn og gefa kost á sér á móti hon- um. Páll naut stuðnings fráfarandi formanns Ólafs Hafsteins Einars- sonar. Sigurður kvað ástæðu fyrir sínu framboði þá að allnokkrir hefðu haft samband við sig og hvatt til mótframboðs. Hann sagðist vissu- lega ganga ósár frá leiknum og kvaðst treysta Páli vel til verka, þar færi góður drengur og dugnaðar- forkur. „Ég held að Páll viti nú mætavel hver aðalverkefnin verða eftir hina fjörlegu umræðu á fund- inum. Skilaboð fundarins voru mjög skýr og var ég mjög ánægður með umræðuna og svona eftir á að hyggja held ég að það sé aðalmálið að hún skyldi komast í gang á fund- inum,“ sagði Sigurður. Vel unnið út á við Hinn nýkjörni formaður sagði að þrátt fyrir að alltaf hafi mátt öðru hverju heyra þessar gagnrýnisradd- ir teldi hann að forystusveit félags- ins síðustu árin hafi unnið mjög gott starf út á við sem varðaði meðal ann- ars hagsmuni á áhrif félagsins í hestamennsku í sinni víðu mynd. Nefndi hann þar til dæmis þátttöku í átaksverkefni í hrossarækt og svo að sjálfsögðu í Fagráði hrossaræktar. Þar áður hefði félagið átt mikinn þátt í að byggja upp námið á Hólum og hefði ómældur tími farið í sam- starfið við Hóla. Þeir félagar Páll og Sigurður voru sammála um að nú þyrfti að beina at- hyglinni að endurmenntun eða sí- menntun og það væru hin skýru skilaboð aðalfundarins. Það væri leiðin til að koma til móts fé- lagsmenn svo þeir finndu verðugan tilgang með veru sinni í Félagi tamn- ingmanna. „Það vantar greinilega betri að- gang félagsmanna að hinni öru þró- un sem á sér stað í reiðmennskunni og hefur verið síðustu árin. Nú ligg- ur fyrir að sett verði á laggirnar nefnd í samvinnu við Hólaskóla sem hafi það verkefni að gera tillögur um endurmenntunarkerfi fyrir tamn- ingamenn. Þörfin er mikil fyrir þetta því ítrekað hefur komið fram áhugi eldri félaga á að fá aðgang að þróun- inni,“ sagði Páll Bragi. Út með grófa reiðmennsku Af öðrum málefnum sem fjallað var um á fundinum má nefna aga- og siðareglur félagsins sem verið hafa í endurskoðun og munu verða áfram fram að næsta aðalfundi. Þá var samþykkt að skipa nefnd sem gerði tillögur um vinnureglur fyrir kyn- bótadómara í því augnamiði að hægt verði að taka á grófri reiðmennsku í kynbótasýningum. Þótt reiðmennsk- an sé almennt í dag mun áferðar- betri og faglegri en var til dæmis fyrir 20 árum telja menn að gera megi enn betur án þess að það komi niður á afköstum hrossa og fegurð þeirra í sýningum nema síður sé. Staðreyndin er líklegast sú að þrátt fyrir allar þessar stórstígu framfarir megi bæta margt og langt í land sé að einhverri fullkomnun sé náð. Þessi vitneskja hefur komið sífellt betur upp á yfirborðið eftir að ís- lenskir tamningamenn fóru að gefa klassískri reiðmennsku aukinn gaum. Sú staðreynd blasir við að alltof algengt er að sjá megi hrossum riðið í sýningum með þéttstífu taum- haldi þótt höfuð og háls sé í „góðri stillingu“ og hrossunum bókstaflega haldið í „fínum höfuðburði“. Við Ís- lendingar erum greinilega ekki al- veg eins góðir og við héldum í þess- um efnum. Á fundinum komu fram hugmynd- ir um að félagsmenn FT fengju af- slátt af aðgangi að Worldfeng en eft- ir nokkra umræðu varð niðurstaðan sú að þar sem margir félagsmenn væru nú þegar með frían aðgang í gegnum hrossaræktarsamböndin væri eðlilegt að félagið byði sínum félögum frían aðgang til reynslu í eitt ár en það síðan endurskoðað á næsta aðalfundi. Vel heppnuð deildarskipting Auk Páls voru kjörin í aðalstjórn Svanhvít Kristjánsdóttir sem verður gjaldkeri, Róbert Petersen sem verður ritari, Friðdóra Friðriksdótt- ir verður meðstjórnandi ásamt Atla Guðmundssyni sem setið hefur í stjórn FT svo lengi sem elstu menn muna, eins og einn félagi hans orðaði það. Allt þó í góðu meint. Þar að auki sitja stjórnarfundi með tillögu- og atkvæðisrétti formenn suður- og norðurdeilda félagsins, Þórarinn Eymundsson að norðan og Sigrún Ólafsdóttir að sunnan. Deildaskipt- ing félagsins í norður- og suðurdeild- ir þykir enn sem komið er hafa gefið góða raun. Deildirnar héldu nýlega aðalfundi sína og þar flutti fráfar- andi formaður Ólafur Hafsteinn Ein- arsson erindi um félagið í nútíð og framtíð. Formannskosningar í fyrsta sinn í langan tíma hleypa nýju lífi í Félag tamningamanna Endurmennt- un tamninga- manna mál málanna Tamningamenn héldu aðalfund um helgina sem var nokkuð sögulegur. Í fyrsta sinn í langa tíð var kosningaslagur um stöðu for- manns þar sem Páll Bragi Hólmarsson bar sigurorð af Sigurði Sæmundssyni en mjótt var það því aðeins munaði einu atkvæði. Valdimar Kristinsson ræddi við nokkra tamningamenn að fundinum loknum. Morgunblaðið/Vakri Páll Bragi Hólmarsson, nýkjörinn formaður Félags tamningamanna, á hryssunni Röst á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum. MÖRG stór orð hafa verið viðhöfð að loknu heimsmeistaramótinu í Hern- ing í Danmörku í sumar. Gildir þar einu hvort verið var að tala um hest- ana, knapana, keppnina, stemm- inguna eða umgjörð mótsins. Eftir að hafa rennt nokkrum sinnum í gegnum nýútkomna myndbandspólu frá mótinu er ekki annað að sjá en öll stóru orðin standi áfram óhögguð. Á myndbandinu nær Sveinn M. Sveinsson í Plúsfilm, sem er pottur- inn og pannan í gerð þessarar spólu, vel að fanga andrúmsloftið í Herning og sýna alla þætti samkomunnar eins og greinarhöfundur upplifði hana þessa funheitu daga í ágúst- mánuði. Ætla má að myndin færi þá sem ekki áttu þess kost að fylgjast með mótinu á staðnum eins nærri raunveruleikanum og kostur er. Uppbygging myndarinnar tekst prýðilega þar sem dagskrárliðirnir eru teknir fyrir í kórréttri röð eftir mikilvægi. Sveinn er sjálfur þulur myndarinnar og ferst honum það hlutverk engu síður úr hendi en kvikmyndun og klipping. Nær hann að byggja upp ágæta spennu þótt auðvitað sé löngu ljóst hvernig lyktir mála urðu í keppninni. Góð innskot eru milli keppnisgreinanna þar sem fjallað er um mannlífið á mótsstað, víkingasýningu og mótsbraginn. Sveinn hefur fyrir allnokkru skip- að sér fremst á bekk í gerð heim- ildamynda um hestamót og má heita að hann sé einráður í gerð slíkra mynda á Íslandi. Hann hefur þegar aflað sér mikillar reynslu, þekkir mótin og uppbyggingu þeirra, veit nákvæmlega um hvað hlutirnir snú- ast og það þykir hestamönnum ákaf- lega mikilvægt; að fjallað sé um hlut- ina af þekkingu. Samanburður er kannski ekki réttmætur en mikið má vera ef hér er ekki á ferðinni ein best heppnaða mynd sem gerð hefur verið um hestamót með íslenskum hestum. Hún rennur afar ljúflega í gegn og þegar manni finnst sýningartíminn mun styttri en hann er í raun þá er eitthvað gott á boðstólum. Hið rétta andrúmsloft og upplifun á myndbandi Morgunblaðið/Vakri Myndataka á hrossunum sem fram komu á mótinu er með ágætum en hér getur að líta Hlyn frá Kjarnholtum og Guðmund Björgvinsson. Morgunblaðið/Vakri Stemmningin á áhorfendapöllum heimsmeistaramótsins var stórfengleg. ÞEGAR síðast var fjallað um fylj- unartölur stóðhesta í hestaþætt- inum kom fram að hjá Þyrni og Þór- oddi frá Þóroddsstöðum væri fyljun hjá þeim báðum um 75%. Þessar töl- ur voru fengnar frá dýralæknum og standast í sjálfu sér en hjá eiganda hestanna Bjarna Þorkelssyni feng- ust þær upplýsingar að ekki væri staðfest fyl í nokkrum hryssum sem ekki voru skoðaðar og verða ekki skoðaðar úr því sem komið er. Fjörutíu hryssum var haldið undir Þyrni og sagði Bjarni að búið væri að staðfesta fyl í þrjátíu þeirra. Staðfest væri að tvær væru án fyls en átta hryssur eru óskoðaðar. Sagði Bjarni það vera mestmegnis hryssur frá honum sjálfum og taldi hann nokkuð víst að þær væru fylj- aðar. Svona í framhjáhlaupi má geta þess að talsvert var af góðum hryssum hjá Þyrni í sumar og skal þar fyrsta fræga telja Gleði frá Prestbakka, þá var þar Gullveig frá Feti, Þöll frá Efri-Brú og systurnar Gígja og Vordís frá Auðsholtshjá- leigu og Lukka frá Víðidal sem var því miður önnur þeirra sem reynd- ist ekki fylfull. Ekki voru þar með upptaldar hrakfarir hennar því svo óheppilega vildi til að hún missti einnig folaldið sem undir henni var í girðingunni. Eigandi hryssunnar Kristinn Valdemarsson sagðist þó ekki alveg úrkula vonar um að Lukka væri með fyli því Þyrnir hefði sést fara á hana eftir ómskoð- unina. Undir Þórodd fóru þrjátíu og sjö hryssur og hefur verið staðfest fyl í tuttugu og þremur hryssum. Engin hryssa hefur verið staðfest fyllaus af þeim sem skoðaðar hafa verið en þrettán hryssur eru sem sagt óskoðaðar. Það er því staðfest 75% fyljun hjá Þyrni og allar líkur á að hún sé allnokkuð hærri samkvæmt mati Bjarna. Hjá Þóroddi er stað- fest 62% fyljun en einnig má gera ráð fyrir að hún sé nokkuð hærri hjá honum. Þá er Sær frá Bakkakoti með frjósemina í mjög góðu lagi en hann fékk til sín sjötíu og þrjár hryssur og fyljaði allar nema tvær að sögn Hafliða Halldórssonar umsjón- armanns hestsins og gerir það rétt ríflega 97% fyljun. Í fyrra var hann með um 90 hryssur að því er Hafliði segir fyljaði allar nema fjórar þeirra. Það má því segja að fari saman miklir hæfileikar og góð frjósemi hjá Sæ. Morgunblaðið/Vakri Þyrnir frá Þóroddsstöðum virðist prýðilega frjósamur hestur, hefur fyljað 75% staðfest og eigandinn telur að talan muni slaga hátt í hundraðið þegar öll kurl verða til grafar komin. Daníel Jónsson situr hestinn á landsmóti. 75% fyljun staðfest hjá Þyrni og Þóroddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.