Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 35 HÓPUR fólks frá Venesúela, sem búsett er á Íslandi, hefur hafið söfnun undirskrifta meðal landa sinna hér á landi til stuðnings kröfu um að efnt verði til þjóð- aratkvæðagreiðslu í Venesúela á næsta ári. Stjórnarandstaðan í Venesúela hefur krafist að efnt verði til þjóð- aratkvæðagreiðslu á grundvelli stjórnarskrárákvæðis sem heimilar slíkt, þar sem þjóðin verði spurð hvort Hugo Chavez skuli halda for- setaembættinu út kjörtímabilið eða vera sviptur því. Í bréfi sem Morgunblaðinu hefur borist, undirrituðu af Carynu Bo- livar, fyrir hönd hópsins, segir að vitað sé um a.m.k. 12 einstaklinga frá Venesúela sem búi á Íslandi. Gengið hafi örðuglega að finna réttar leiðir til að koma undir- skriftunum með lögformlegum hætti til heimalandsins. Samtök sem aðstoða íbúa utan Venesúela við að taka þátt í söfnuninni hafa nú tekið að sér að hafa milligöngu um málið en tekið er fram í bréfinu frá Bolivar að forsvarmenn þeirra samtaka hafi lýst mikilli undrun á að finna megi íbúa frá Venesúela svo norðarlega á hnettinum. Safna átti undirskriftum yfir helgina og er að því stefnt að þær verði sendar til Venesúela á mánu- dag. Skv. fréttum BBC telja andstæð- ingar forsetans sig þegar hafa safnað rúmlega 3,6 milljónum und- irskrifta sem á að nægja til að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Chavez í forsetaemb- ætti en forsetinn hefur á móti sak- að stjórnarandstöðuna um að við- hafa svik við undirskriftasöfnunina. Hópur einstaklinga frá Venesúela, sem búsettir eru á Ís- landi, senda út yfirlýsingu vegna þjóðaratkvæðagreiðslu Safna undirskriftum um kosn- ingar gegn Hugo Chavez OG Vodafone og Landssími Ís- lands hafa samið um að Og Vodafone fái aðgang að sex nýj- um farsímasendum Landssíma Íslands á landsbyggðinni. Svæðin sem um ræðir eru Kárahnjúkar, Grímsey og Blönduvirkjun og nágrenni. Byggt á úrskurði Samkomulagið er grundvall- að á nýlegum úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar og er ár- angur viðræðna félaganna um verð fyrir aðgang að þjónust- unni sem samdist um þeirra á milli. Þjónustu- svæði Og Vodafone stækka ÚT er komið í þriðja sinn Íslenska leiðin, árlegt tímarit Politicu, fé- lags stjórnmálafræðinema. Rit- stjórar blaðsins eru þau Ólafur Ragnar Ólafsson og Bryndís Ísfold Hlöðvers- dóttir. Upplag þess er 1.500 ein- tök. Ís- lensku leið- inni er dreift til stjórn- málafræðinema, alþingismanna, opinberra stofnanna, fjölmiðla og fleiri. Tímaritið er að þessu sinni til- einkað innlendum stjórnmálum og tengslum þeirra við hið alþjóðlega umhverfi. Sérstaklega eru tekin fyrir efnahagsmál, varnarmál og jafnréttismál. Greinahöfundar og viðmælendur eru margir sérfræð- ingar í þessum málaflokkum, bæði innlendir og erlendir. Að auki eru viðtöl og greinar frá nokkrum ráðherrum og öðrum stjórnmálamönnum. Í ritinu eru 19 greinar og viðtöl. Þar er einnig yf- irlit yfir allar lokaritgerðir stjórn- málafræðinema við Háskóla Ís- lands 2003, alls 46. Útgáfa helg- uð íslenskum stjórnmálum Tímarit stjórnmála- fræðinema LAUGAR-SPA í Laugum, heilsu- og sundmiðstöðinni í Laugardal, hefur fengið umboðið fyrir E’SPA húð- snyrtivörurnar sem notaðar eru í heilsulindum víða um heim og á gæðahótelum eins og Mandarin Ori- ental og Four Seasons. Húðsnyrtil- ínan hefur verið vandlega sett saman til að mæta ólíkum kröfum. Hjá Laugum-Spa er hægt að fá hefbundna snyrti- og nuddmeðferð en einnig ýmiss konar E’SPA með- ferð. Þar má nefna: tyrkneskt bað, heitsteinanudd, saltnudd, regn- dropameðferð, sogæðanudd með skrúbbmeðferð, ilm- og sogæða- nudd, svæðanudd, íþróttanudd, lúx- usnudd, heilnudd og partanudd. Laugar er heilsu- og sundmiðstöð fyrir alla fjölskylduna í Laugardal sem opnuð verður 3. janúar. Þar er fullkomin aðstaða til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar. Laugar-Spa fá um- boð fyrir snyrtivörur Anna María Jónsdóttir snyrtifræð- ingur, Guðbjörg Hreindal Páls- dóttir nuddari og Hafdís Jónsdóttir, einn eigenda líkamsræktarstöðv- arinnar World Class. Nafn misritaðist Í Tímariti Morgunblaðsins síð- asta sunnudag, sjöunda desember, var rangt farið með nafn í mynda- texta á bls. 4. Rétt nafn er Þóra Hallgrímsson en ekki Kristín Hall- grímsdóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Nýtt safnaðarheimili Í frétt um nýtt safnaðarheimili á Hvammstanga í laugardagsblaði vantaði upplýsingar. Arkitekt kirkjunnar var Guðjón Sam- úelsson. Safnaðarheimilið teiknaði Haraldur V. Haraldsson arkitekt. Bjarni Þór Einarsson bygginga- tæknifræðingur sá um burðarþol og aðra útreikninga og annaðist daglegt eftirlit með byggingu safn- aðarheimilisins. LEIÐRÉTT heilalömun og er hluti af starfi hennar þjálfun afganskra sjúkra- þjálfara svo þeir geti sinnt hreyfi- hömluðum börnum. Þá veitir hún foreldrum ráðgjöf við umönnun barna sinna. Rauði kross Íslands mun á næstunni leggja sérstaka áherslu á aðstoð við börn á stríðssvæðum, enda koma afleiðingar stríðs og ör- birgðar með fullum þunga niður á börnum. Dæmi um það er há tíðni heilalömunar í Afganistan, en al- geng orsök heilalömunar er súr- efnisskortur í fæðingu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. UM 270 ungir sjálfboðaliðar Rauða krossins, tombólubörnin, hafa safnað nærri 400.000 krónum á þessu ári sem nýttar verða til að- stoðar fötluðum börnum í Afgan- istan. Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands eru nú í Kabúl við hjúkrunarstörf, Pálína Ásgeirs- dóttir og Steina Ólafsdóttir, og segir Pálína ótrúlega mörg börn fæðast fötluð í Afganistan vegna þess hve aðstæður til fæðinga séu erfiðar. Steina Ólafsdóttir starfar við endurhæfingu barna sem þjást af Ungur drengur í endurhæfingu hjá Rauða krossinum í Kabúl. Söfnuðu fé til hjálpar fötluðum börnum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.