Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 16. “Það er hreint og klárt dekur við áhorfendur að bjóða upp á annan eins leikarahóp með Sean Penn fremstan meðal jafningja.” Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ The Rolling Stone Sean PENN Tim ROBBINS Kevin BACON Laurence FISHBURNE Marcia Gay HARDEN Laura LINNEY ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11  Skonrokk FM909 ÁLFABAKKI Kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.  Kvikmyndir.com Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár FRÁBÆR MYND SEM KEMUR ÖLLUM Í GOTT JÓLASKAP. Setti nýtt aðsóknamet í Bretlandi og sló út myndir eins og „Notting Hill“ og „Bridget Jones's Diary.“ „100% ÓMISSANDI“ NEWS OF THE WORLD Nýtt magnað meistaraverk frá leikstjóranum Clint Eastwood. Frábærir leikarar sem sýna eftirminnilegan stjörnuleik. Mynd sem enginn má missa af. SV. Mbl  AE. Dv “Grípandi og hrikaleg. En einn sönnun þess að Clint Eastwood er í hópi bestu leikstjóra samtímans.” S.V. Mbl. GH. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is Jólapakkinn í ár GH. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is EPÓ Kvikmyndir.com 440kr. Eitt verð fyrir alla jólapakka! Hámarksþyngd 20 kg, hámarksstærð 0,06 m3 (t.d. 30x40x50 sm) 03 -5 11 Nýtt magnað meistaraverk frá leikstjóranum Clint Eastwood. Frábærir leikarar sem sýna eftirminnilegan stjörnuleik. Mynd sem enginn má missa af. ýtt a a istarav rk frá l ikstj ra li t ast . rá rir l ikarar s sý a ftir i il a stj r l ik. y s i á issa af. EPÓ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8.10 og 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Roger EbertThe Rolling Stone “Grípandi og hrikaleg. Enn ein sönnun þess að Clint Eastwood er í hópi bestu leikstjóra samtímans.” S.V. Mbl. “Það er hreint og klárt dekur við áhorfendur að bjóða upp á annan eins leikarahóp með Sean Penn fremstan meðal jafningja.” Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ SV. Mbl  AE. Dv Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. NÝJASTA MYND COEN BRÆÐRA. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni.  SG DV EmpireKvikmyndir.is SV MBL Sýnd kl. 5.50. „Þær gerast varla öllu kraftmeiri...hröð, ofbeldisfull...fyndin ogskemmtileg...án efa með betri myndum sem hafa skilað sér hingað í bíó á þessu ári.“ - Birgir Örn Steinarsson, Fréttablaðið „Kraftaverk“ S.V. Mbl „Vá!!!!! Stórkostleg“ Kvikmyndir.is  Skonrokk FM909 "Meistarastykki!" Roger Ebert „Allir ættu að sjá þessa“ A.E., DV Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Enskur texti Sean PENN Tim ROBBINS Kevin BACON Laurence FISHBURNE Marcia Gay HARDEN Laura LINNEY Sýnd kl. 5.30. Íslenskt tal. Sýnd kl. 8. B.i. 12. GH. Kvikmyndir.com Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár Jólapakkinn í ár FRÁBÆR MYND SEM KEMUR ÖLLUM Í GOTT JÓLASKAP. Setti nýtt aðsóknamet í Bretlandi og sló út myndir eins og „Notting Hill“ og „Bridget Jones's Diary.“ „100% ÓMISSANDI“ NEWS OF THE WORLD  Kvikmyndir.com HJ. Mbl FORSÝNING 11. DES. KL 21:00 LEIKSTJÓRI MYNDARINNAR ELI ROTH MÆTIR. FORSALA HAFIN! Kvikmyndir.is Skonrokk FM909 HIN ljúfsára þýska gamanmynd, „Far vel Lenín“ tróndi yfir evrópsku kvikmyndaverðlaununum og tók sex af stærstu verðlaunum í ár. Myndin, sem fjallar um son sem leynir falli Berlínarmúrsins fyrir lasinni móður sinni af ótta við að fréttirnar ríði henni að fullu, fékk verðlaun fyrir bestu mynd, besta leikara og besta handrit auk þess sem hún fékk þrenn áhorfendaverðlaun fyrir bestu leik- stjórn, bestu leikkonu og besta leikara í keppninni sem oft er kölluð „hinn evrópski Óskar.“ Mynd Lars von Trier „Dogville“ hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmyndatöku. Hinn ungi þýski leikari Daniel Bruehl hlaut verðlaun fyrir tjáningu sína á táningi sem end- urskapar lítinn hluta af Austur-Berlín kommún- ismans eftir að móðir hans, sannfærður komm- únisti, vaknar úr dái og læknar vara hann við að áfallið við að sjá breytingarnar gæti komið henni yfir móðuna miklu. Framleiðandi myndarinnar, Stefan Arndt segir að „Far vel Lenín“ sanni að góð saga geti skilað sér og orðið vinsæl þrátt fyrir hið brokkandi hljómfall þýskunnar. Leikstjórinn Wolfgang Becker sagði í þakkarræðu sinni að þrátt fyrir að sagan gerðist í Berlín fjallaði hún um sammann- lega reynslu, ást sonar á móður sinni. AP Rithöfundurinn Bernd Lichtenberg, Stefan Arndt framleiðandi, Daniel Bruehl leikari og Wolfgang Becker leikstjóri halda verðlaunagrip- um sínum á loft, en þeir stóðu að gerð mynd- arinnar „Far vel Lenín“. „Far vel Lenín“ sigursælust Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Berlín ÞEIR félagar, Lilli klifurmús og Felix Bergsson, gerðu góða lukku á jóla- skemmtuninni á Austurvelli þegar kveikt var á jólatrénu þar í gær. Að vanda var mikið um dýrðir og glæsileg skemmtiatriði fyrir alla fjölskyld- una. Jólasveinar stálust einnig prúðklæddir til byggða og léku og sungu fyrir börnin. Þóttu sveinarnir hinir ljúfustu og gerðu engum mein. Þrátt fyrir að sveinarnir hafi ljótan orðstír frá fornu fari hafa þeir reynt að bæta sig undanfarin ár. Morgunblaðið/Sverrir Jólasveinarnir söngelsku stálust með rútu í bæinn til að syngja og tralla. Lilli og Felix gerðu góða lukku Þeir Felix og Lilli tókust í hendur eftir vel heppnað samstarf. Jólaskemmtun í hjarta borgarinnar ÞESSI fyrsta breiðskífa Ríkisins er skemmtileg um margt, bæði hrá og harkaleg á köflum en líka inn- hverf og íhugul, hamast að kapítal- isma og hægri- hyggju almennt, en veltir líka fyrir sér veigameiri spurn- ingum um lífið og manninn sjálfan. Í fyrstu lögum skífunnar eru textar hráir og harka- legir og tónlistin groddaleg, kæru- leysislega hrá í fyrstu lögunum, hálf- gerð kakófónía þegar mest gengur á, sem gefur lögunum aukna pólitíska vigt. Framan af er platan þannig nokk- uð hefðbundið pólitískt pönk, en um miðbikið gerist eitthvað; í fjórða lagi ummyndast pönksveitin í fram- sækna rokksveit og textarnir úr því að vera nöpur pólitísk ádeila í öllu veigameiri pælingar um lífið og til- veruna. Þannig er lagið Fólkið í bæn- um hreint afbragð, textinn skemmti- leg ádeila á almenna auðhyggju vel krydduð háðskri kímni og flutningur fyrirtak, hvort sem er í söng eða hljóðfæraleik, þó sérstök ástæða sé til að nefna söng Vlads, sem beitir röddinni einkar skemmtilega, og svo stjörnuleik Hamaríus á gítarinn, en hann fer á kostum í hverju laginu af öðru, spilar þéttan hryngítar og lipr- an sólógítar, breytir um hljóm og áherslur eftir því sem þurfa þykir, geysivel gert. Fókið í bænum er tæpar sex mín- útur, mætti svosem vera lengra, og það næsta, Flugleiðindi, enn lengra, rúmar ellefu mínútur. Það byrjar ró- lega og bætir smám saman við sig í takti og þunga þar til kemur að við- laginu: „Seljum allt“ sungið af hrá- slagalegum krafti. Aftur skipt niður og enn heldur Vladur áfram að rekja sögu hervæðingar landsins þar til komið er að næsta viðlagi. Gott lag þó ekki komist það í hálfkvisti við Fólkið í bænum. Enn er sett í fluggírinn í Bréfbera- blúsnum, en ekki eins skæld keyrsla og í fyrstu lögunum, minnir ekki lítið á S/H Draum á köflum og ekki leið- um að líkjast. Í 25 eru þeir félagar aftur komnir í nybylgjustuðið, mjög skemmtilegt rokklag með einkar húmorískum texta sem er að auki vel sunginn. Enn er Hamarius í banastuði og reyndar þeir félagar allir. Kristur í Keflavík er enn óvenju- legt lag, bassagangur með rólyndis- legri sveiflu, talsöngur og lunkinn texti um „stefnumót“ sem fær óvæntan endi. Lokalag skífunnar er svo til enn úr annarri átt, eins og önnur hljómsveit sé á ferð, sú þriðja eða fjórða á plöt- unni reyndar, og enn er verið að velta fyrir sér miklisverðum hlutum í mjög góðum texta. Lagið er samfelld stígandi sem undistrikar sívaxandi örvæntingu í textanum, strengjum beitt af smekkvísi og sellóleikur fyll- ir lagi trega. Kvennakór Evu Hrann- ar lyftir lagi svo enn undir lokin, syngur upphafið og einkar fallega. Fábært lag. Eins og getið er í dómnum er þessi plata Ríkisins venju fremur fjöl- breytt, skipti á milli stíla og stefna eftir því sem þeim félögum dettur í hug. Ekki má þó skilja þessi orð sem hún sé sundurlaus, því er öðru nær. Ekki er þó því að neita að mér hugn- ast betur sú hlið sem þeir félagar sýna í lögum eins og Fólkið í bænum, 25 og Þú birtist mér, finnst sem þeir séu þá að gefa meira af sjálfum sér, þótt vissulega sé graðhestarokkið í upphafslögunum skemmtilegt á tón- leikum. Tónlist Venju fremur fjölbreytt RÍKIÐ SELJUM ALLT Seljum allt, breiðskífa hljómsveitarinnar Ríkisins. Vladur er skrifaður fyrir muldri og væli, JónJón leikur á bassa, slidegítar og fleira, Hamaríus á raf- og kassagítar og Óli á trommur. Ýmsir leggja hljóm- sveitinni lið á plötunni. Bogi og Gísli Már Sigurjónsson tóku upp. Slátur gefur út. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.