Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 8. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A FERGUSON EKKI ÁNÆGÐUR ÞRÁTT FYRIR FJÖGUR MÖRK / B5 ÓLAFUR Stefánsson skoraði 7 mörk og var atkvæðamestur hjá Ciudad Real þegar lið hans sigr- aði Valladolid, 28:23, í spænsku 1. deildinni í handknattleik á laug- ardaginn. Ólafur gerði þrjú markanna úr vítaköstum en næst- ur á eftir honum kom Kúbumað- urinn Rolando Uríos sem gerði 6 mörk. Ciudad var undir í hálfleik, 11:14, en tók síðan völdin þegar leið á leikinn og sigraði nokkuð örugglega, frammi fyrir 4.000 áhorfendum á heimavelli sínum. Ciudad er áfram einu stigi á und- an Barcelona sem vann Cantabria á útivelli, 32:21. Portland vann Barakaldo, 37:21, á útivelli og er í þriðja sætinu, þremur stigum á eftir Ciudad Real. Patrekur Jóhannesson náði ekki að skora fyrir Bidasoa sem tapaði fyrir Granollers á heima- velli, 28:32. Heiðmar Felixson lék ekki með Bidasoa vegna meiðsla. Bidasoa er í 12. sæti af 16 liðum með 7 stig eftir 13 umferðir, og er þremur stigum á undan botn- liðinu, Pilotes Posada. Sjö mörk Ólafs gegn Valladolid Það er alveg ótrúlegt hvað mérlíður í raun ágætlega,“ sagði Bjarki í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það brotnaði upp úr einni tönn, tvær gengu mikið aftur og einar tvær til þrjár til viðbótar skekktust eitthvað. Ég fékk morfín þegar ég kom á spítalann og síðan fór ég til Guðmundar Lárussonar, bróður mömmu, en hann er tann- læknir og þar var ég í rúma tvo tíma. Honum tókst ótrúlega vel að laga þetta og núna er ég bara með einhverja plastspöng sem styður við og hlífir,“ sagði Bjarki og var hissa á hversu vel honum leið mið- að við hversu illa þetta leit út strax eftir atvikið í Framhúsinu. Bjarki sleit krossband í hné í fyrravor og var ekki tilbúinn í slag- inn þegar keppnistímabilið hófst. Hann hefur komið við sögu í fimm leikjum liðsins í vetur, lítið fyrst en í byrjunarliði síðustu þrjá leiki. Hann verður frá keppni vegna þessara meiðsla í einhvern tíma en vonast til að koma fljótlega eftir jól til leiks. „Vonandi getur maður borðað eitthvað af jólakræsingun- um án þess að hafa þær í fljótandi formi,“ sagði hann glettinn. „Mér finnst eiginlega að ég sé búinn að fá minn skammt af meiðslum á þessu tímabili og vonandi get ég spilað með strákunum strax eftir áramótin. Ég hlakka til að komast á fullt með þeim á ný,“ sagði fyr- irliðinn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Björn Margeirsson hefur verið sigursæll á hlaupabrautinni. Betur fór en á horfðist hjá Bjarka BJARKI Sigurðsson, fyrirliði Vals á meðan hans nýtur við, virðist ekki ætlað að fá að spreyta sig mikið í handboltanum í vetur. Í leikn- um gegn Fram á laugardaginn fékk hann olnboga harkalega í and- litið eftir rúmar 15 mínútna leik og var fluttur á slysadeild til rann- sóknar en mikið blæddi og óttuðust menn um tíma að hann hefði kjálkabrotnað og jafnvel nefbrotnað enda höggið mikið. Við rann- sókn kom í ljós að engir áverkar voru á kjálka, kinnbeini eða nefi. BJÖRN Margeirsson úr Breiðabliki sló 31 árs gamalt Íslandsmet í 800 metra hlaupi karla innanhúss á móti í Clemson í Bandaríkjunum á föstudagskvöldið. Björn hljóp vega- lengdina á 1:53,24 mínútu og hann bætti met Þorsteins Þorsteinssonar um 2/100 úr sekúndu. Þorsteinn setti það met á Evrópumeist- aramótinu innanhúss í Grenoble í Frakklandi árið 1972 og það reynd- ist eitt af lífseigustu Íslandsmetum í frjálsíþróttum. Björn hefur dvalið við æfingar í Athens í Georgíufylki í Bandaríkj- unum undanfarinn mánuð og býr sig þar undir keppnistímabilið en hann stefnir á þátttöku í opnu dönsku og sænsku meistaramót- unum innanhúss sem fram fara í febrúar og mars. Björn sló 31 árs gamalt Íslandsmet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.