Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 B 3 skömmu síðar, er frá í nokkra mánuði og meiðist á ný. Er frá í nokkra mán- uði á ný. Það er óhætt að segja að ég hafi ekki verið neitt sérstaklega hátt uppi á þessum tíma.“ Tók hressilega á lóðunum Hin unga stórskytta hefur greini- lega haft tíma til þess að styrkja sig líkamlega á meðan hann átti í þessum meiðslum enda er Arnór í dag „full- vaxin skytta“, 1,92 metrar á hæð og 92 kg á þyngd. „Það hafa margir sagt að meiðsla- lotan hafi í raun verið góð reynsla fyr- ir mig. Ég hafði þá tíma til þess að styrkja mig enn frekar. Það var tekið á því í lyftingasalnum sl. vetur. Stund- um tvisvar á dag og það skilaði sér svo sannarlega.“ Spurður segir Arnór að hann hafi verið „hálfgerð rengla“ sem ungling- ur. „Ég var eins og pabbi var alltaf. Grannvaxinn en samt sem áður með styrk til þess að stökkva og skjóta. Ég hef notað sumrin til þess að byggja mig markvisst upp og í dag er ég nokkuð sáttur við uppskeruna. Það er enn von um að ég stækki eitthvað til viðbótar en það er lítil von um það.“ Strembið en gott sumar Arnór var í landsliði Íslands U-18 ára sem sigraði á Evrópumeistara- mótinu sem fram fór sl. sumar í Sló- vakíu. Þar lagði Ísland lið Svía í und- anúrslitum í framlengdum leik og í úrslitaleiknum hafði liðið betur gegn stórliði Þýskalands. Skyttan segir að sumarið hafi verið strembið enda æfði liðið mjög mikið fyrir EM. „Ég er ekki frá því að við sem vorum í þessu liði njótum góðs af því nú að hafa æft stíft í sumar, farið á stórmót, fengið leikæfingu sem aðrir leikmenn fengu ekki. Ég var dauðþreyttur eftir mótið í Slóvakíu en ég fór í útskriftarferð með 4. bekk strax í kjölfarið. Þar náði ég að hlaða orkubirgðirnar á ný og mætti ferskur til leiks á æfingar með KA sl. haust. En ég missti af fyrsta leik liðsins í ágúst. Það er okkar mat að við tryggðum okkur Evrópumeist- aratitilinn með því að vera í betra lík- amlegu ástandi en mótherjar okkar. Ekki spurning,“ segir Arnór og færir sig um set með farsímann á leið sinni um ganga Menntaskólans á Akureyri. „Þú verður að afsaka hávaðann, það gengur eitthvað mikið á í dag í skól- anum.“ Lið KA með Arnór í sínum röðum hefur fagnað titlum í gegnum yngri flokkanna en hann leikur einnig með 2. flokki félagsins. „Kjarninn í þeim flokki hefur unnið að ég held Íslands- meistaratitil í 6., 5., 4. og 3. flokki. Mér finnst gaman að leika með 2. flokki. Þar fær maður að gera margt sem maður myndi aldrei gera í leik með mfl. án þess að hafa prófað það áður. Við erum samt sem áður ekki alveg að missa okkur í þessum leikjum og við þurfum að gæta að því að álagið verði ekki of mikið. Við eigum enn eftir að vinna bikarmeistaratitil og við erum í undanúrslitum í mfl og 2. flokk. Það dettur okkar megin í ár,“ segir Arnór en hann var í liði KA sem varð Ís- landsmeistari tímabilið 2001–2002. Lætur verkin tala Framundan er stórmót hjá A- landsliði karla og vakti það athygli margra að Guðmundur Þ. Guðmunds- son, landsliðsþjálfari Íslands, valdi Arnór ekki í liðið fyrir vináttuleiki gegn Pólverjum á dögunum. Margir voru óhressir með þá ákvörðun en höfuðpersónan svaraði því með því að bíta í neðri vörina og skoraði grimmt í næstu leikjum KA-liðsins. „Ég er ekki að velta þessu mikið fyrir mér en veit það eitt að ef ég stend mig í leikj- um með KA þá á ég möguleika á að komast í landsliðið. Guðmundur valdi mig í landsliðið fyrir tveimur árum. Í dag er ég betri leikmaður en þá. Hann er með símanúmerið mitt og ég bíð rólegur eftir kallinu. Ef það gerist ekki í ár þá er það ekki stórslys. Ég er nú aðeins 19 ára og sef alveg ágæt- lega þrátt fyrir allt.“ Atli Hilmarsson, faðir Arnórs, var þjálfari KA þegar Arnór fór að leika með mfl. og segir Arnór að faðir hans hafi hjálpað honum með marga hluti. „Návígið var að sjálfsögðu mikið. Við bjuggum saman og vorum á æfingum saman nánast alla daga. Hinsvegar tel ég að það hafi aldrei verið neitt vandamál að hann var pabbi minn og um leið þjálfari liðsins. Strákarnir í liðinu sáu oft spaugilegu hliðarnar á okkar sambandi en það var það eina. Á heimili okkar var hann oft að leið- beina mér með ýmsa hluti og ég tel mig geta lært mikið af honum,“ segir Arnór. Hann bætir því við að hann hafi séð myndbönd með leikjum föður síns. „Sum eru svarthvít, en hann var góð- ur leikmaður. Við erum í raun ekkert líkir sem leikmenn. Hann gat stokkið rosalega hátt og sveif þar til að vörnin fór niður. Ég er meira í því að brjótast í gegn og skora meira úr hraðaupp- hlaupum. Hinsvegar er leikurinn allt öðruvísi í dag og erfitt að bera saman mismunandi tímabil.“ Arnór segir að hann hafi ekki mikið spáð í hvert leið hans muni liggja á næstu misserum. „Sama tuggan. Stúdentsprófið er það sem ég legg áherslu á. Þegar því er lokið mun ég staldra við og spá betur í hvaða mögu- leikar eru í stöðunni. Atvinnu- mennska kemur vel til greina en það þarf að liggja vel yfir slíkri ákvörðun. Ég er ekki tilbúinn að taka þá ákvörð- un í dag,“ segir Arnór Atlason. Skellir bílhurðinni. Og ekur af stað með handfrjálsan búnað að sjálfsögðu. Akureyri, lætur verkin tala á handknattleiksvellinum með liði sínu, KA Morgunblaðið/Þorkell Arnór gefur samherjum sínum góð ráð í leik gegn Víkingi. ’ Það vakti athygli á dögunum að Guð-mundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari, valdi Arnór ekki í landsliðshóp sinn fyrir þrjá æfingaleiki gegn Pólverjum. Hvað seg- ir Arnór um það: „Ég er ekki að velta þessu mikið fyrir mér en veit það eitt að ef ég stend mig í leikjum með KA þá á ég mögu- leika á að komast í landsliðið. Guðmundur valdi mig í landsliðið fyrir tveimur árum. Í dag er ég betri leikmaður en þá. Hann er með símanúmerið mitt og ég bíð rólegur eftir kallinu. Ef það gerist ekki í ár þá er það ekki stórslys. Ég er nú aðeins 19 ára og sef alveg ágætlega þrátt fyrir allt. ‘ Morgunblaðið/Kristján Arnór stundar nám í Menntaskólanum á Akureyri og tekur námið föstum tökum líkt og íþrótt sína. Hann er á fjórða ári á eðlisfræðibraut og er hér í eðlisfræðitíma hjá Níelsi Karlssyni. seth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.