Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MILAN og Roma unnu bæði góða sigra um helgina í ítölsku deildinni og eru einu liðin sem ekki hafa tapað leik, eru bæði með 30 stig en Roma í efsta sæti með hagstæðara marka- hlutfall. Á sama tíma tapaði Juvent- us, en heldur þó þriðja sætinu, fjór- um stigum á eftir toppliðunum. Það var enginn glæsibragur á sigri AC Milan þegar liðið heimsótti Empolí og vann 1:0 með marki Kaka á 81. mínútu. Stigin þrjú voru samt góð og gild og koma sér vel í topp- baráttunni. Roma vann hins vegar sannfær- andi 3:0 sigur á Chievo á útivelli en Lazio tók á móti Juventus og sigraði 2:0 og er í sjötta sæti. „Við vorum ferlega slakir,“ sagði Marcello Lippi, þjálfari Juve, eftir leikinn. „Það er ekki bara hægt að kenna lélegri vörn um því við lékum líka illa á miðjunni og frammi,“ bætti þjálf- arinn við. Hann skipti þremur mönn- um útaf í leikhléinu en allt kom fyrir ekki. „Ef ég hefði mátt það hefði ég skipt sjö eða átta leikmönnum útaf. Við eigum í einhverjum vandræðum þessa dagana en ég er viss um að það lagast,“ sagði Lippi. Sigurinn var nokkuð dýrkeyptur því þrír leikmenn fóru meiddir af velli, argentínski sóknarmaðurinn Claudio Lopez, miðjumaðuirnn Giul- iano Giannichedda og Muzzi. Christian Vieri skoraði bæði mörk Inter í sínum fyrsta leik eftir meiðsli og tryggði þrjú stig gegn Perugia og Inter er nú í fjórða sæti, stigi á eftir Juventus. Milan og Roma auka forskotið á Juventus  ALI al-Habsi, markvörður norska knattspyrnuliðsins Lyn, hefur æft með Manchester City að undanförnu og að sögn framkvæmdastjóra Lyn, Morgan Andersen, hefur Kevin Keegan hug á að kaupa hann til enska félagsins. „Ég reikna með að samningaviðræður hefjist í vikunni og það er útlit fyrir að við munum fá fyrir hann það sem við viljum,“ sagði Andersen við VG í gær.  SVEN-GÖRAN Eriksson, lands- liðsþjálfari Englands í knattspyrnu, gagnrýndi um helgina enska knatt- spyrnusambandið fyrir vinnubrögð þess í máli Rio Ferdinands. Svíinn tók undir þau orð Sepp Blatters, for- seta FIFA, að Ferdinand hefði átt að fara strax í keppnisbann, það væri ekkert annað að gera ef leikmenn mættu ekki í lyfjapróf.  ERIKSSON sagði að málið væri búið að dragast í tíu vikur. „Þetta er alltof langur tími og er hvorki gott fyrir knattspyrnuna né leikmanninn sjálfan.“.  HANN gagnrýndi líka seinagang- inn í dómskerfi knattspyrnuhreyf- ingarinnar. „Joe Cole hjá Chelsea var úrskurðaður í bann í síðustu viku fyrir atvik sem átti sér stað í apríl þegar hann var leikmaður með West Ham. Þetta á að vera eins og á Ítalíu þar sem mál eru tekin fyrir á þriðju- dögum, og ef framhald verður á þeim, er það afgreitt tveimur dögum síðar,“ sagði Eriksson.  FORRÁÐAMENN hollenska fé- lagins PSV Eindhoven staðfestu í gær að Liverpool og Manchester United hefðu sýnt áhuga á að kaupa serbneska framherjann Mateja Kezman í janúar. Frank Arnesen hjá PSV segir að mörg önnur félög hafi hug á að fá þennan öfluga sókn- armann í sínar raðir. Kezman skor- aði 4 mörk fyrir PSV gegn Vol- endam í gær og hefur gert 15 mörk í hollensku úrvalsdeildinni í vetur.  FORRÁÐAMENN Liverpool hafa í hyggju að fara í mál við enskt dag- blað fyrir að birta fregnir um að Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Glasgow Celtic, hafi þegar gert sam- komulag við Liverpool um þriggja ára samning. Þeir vísa jafnframt á bug fregnum um að Gerard Houll- ier, knattspyrnustjóri félagsins, sé á leið til Ástralíu til að setja upp knatt- spyrnuskóla fyrir ástralska knatt- spyrnusambandið.  ALAN Shearer, fyrirliði New- castle og markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, vísaði í gær á bug þeim möguleika að hann gæfi kost á sér í enska landsliðið á ný. „Ég ætla að spila golf og slappa af á sundlaugarbakkanum í sumar,“ sagði Shearer sem aftekur með öllu að fara með enska landsliðinu í úr- slitakeppni EM í Portúgal. FÓLK HEIÐAR Helguson, landsliðs- maður í knattspyrnu, lék sinn fyrsta leik með Watford í rúmlega þrjá mánuði þegar lið hans gerði jafntefli, 1:1, við Nottingham Forest í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu á laugardaginn. Heið- ar kom inn á sem varamaður sex mínútum fyrir leikslok. Brynjar Björn Gunnarsson lék síðari hálfleikinn með Nottingham Forest sem náði að jafna leikinn þegar ein mínúta var eftir. Ívar Ingimarsson var á sín- um stað í vörn Reading sem vann góðan útisigur á Wigan, 2:0. Með sigrinum komst Reading upp fyrir Wigan og í fimmta sæti deildarinnar, og virðist ætla að blanda sér í baráttuna um sæti í úrvals- deildinni. ÍSLENDINGALIÐIN Watford og Chelsea drógust saman í 3. umferð ensku bikarkeppninnar en dregið var að loknum leikjum 2. umferð- arinnar um helgina. Liðin í tveimur efstu deildunum mæta nú til leiks í fyrsta skipti en leikið er fyrstu helgina í janúar. Þessi lið mætast: Wimbledon – Stoke, Cardiff – Sheff.Utd, Wycombe eða Mansfield – Burnley, Crewe – Telford, Bristol City eða Barnsley – Scunthorpe eða Sheff. Wed., Portsmouth – Blackpool, Northampton – Rother- ham, Fulham – Cheltenham, Man. City – Leicester, Southampton – Newcastle, Yeovil – Liverpool, Birmingham – Blackburn, Nott- ingham Forest – WBA, Watford – Chelsea, Kidderminster – Wolves, Gillingham – Charlton, Swansea – Macclesfield eða Cambridge, Leeds – Arsenal, Tottenham – Cr.Palace, Aston Villa – Man. Utd, Southend – Scarborough, Sunderland – Hartle- pool, Tranmere – Bolton, Preston – Reading, Wigan – West Ham, Middlesbro – Notts County, Ips- wich – Derby, Coventry – Peter- borough, Everton – Norwich, Bournemouth eða Accrington – Colchester, Bradford – Luton, Mill- wall – Walsall. Southampton stefndi í öruggansigur því Michael Svensson skoraði í byrjun leiks og Brett Ormerod á lokamínútu fyrri hálf- leiks, 2:0. Charlton tók völdin í síð- ari hálfleik og jafnaði metin, 2:2, með tveimur mörkum frá Scott Parker. Bæði mörkin gerði hann með fallegum skotum utan víta- teigs og Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, brosti breitt í stúkunni, enda Parker einn af þeim sem eru í hans hópi og banka á dyrnar hjá landsliðinu fyr- ir úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. Það var síðan Brett Ormerod sem var aftur á ferðinni fjórum mínútum fyrir leikslok og tryggði Southampton sigurinn, 3:2. „Ég held að flestir telji að við hefðum verðskuldað stig en mark- ið sem við fengum á okkur í lok fyrri hálfleiks reyndist okkur dýr- keypt. Þar með var á brattann að sækja, enda þótt við næðum að jafna og hefðum stjórn á leiknum. En við erum afar vonsviknir, við áttum færin til að sigra. Knatt- spyrnan getur verið afar miskunn- arlaus. Nú höfum við aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum í síð- ustu leikjum en erum samt í sjötta sæti, og hefðum ekki þurft að gera mikið betur til að vera enn ofar,“ sagði Alan Curbishley, knatt- spyrnustjóri Charlton. Kollegi hans hjá Southampton, Gordon Strachan, sagði að sínir menn hefðu spilað sinn besta leik á tíma- bilinu. Southampton hafði aðeins náð að skora 10 mörk í deildinni í vetur fram að þessum leik. „Okkur hefur gengið illa að ógna mótherjum okkar í vetur en þeir hafa hinsvegar átt mjög erfitt með að skora hjá okkur. Sóknarleik- urinn hefur sjaldan verið betri en í þessum leik, sem var geysilega hraður, og Charlton skoraði tvö stórkostleg mörk sem ekkert var við að gera,“ sagði Strachan. Hinn leikur gærdagsins, milli Everton og Manchester City, var algjör andstæða því hann endaði 0:0 og var lítil skemmtun. Thomas Gravesen var rétt búinn að tryggja Everton öll stigin rétt fyr- ir leikslok þegar hann skaut í stöng en stigið dugði þó til að hífa Everton úr fallsæti, uppfyrir Aston Villa. „Knattspyrnan getur verið mis- kunnarlaus“ HERMANN Hreiðarsson og félagar í Charlton Athletic máttu sætta sig við sinn annan ósigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þeir sóttu Southampton heim á suðurströndina og biðu lægri hlut, 3:2, í bráðfjörugum leik. Charlton er í sjötta sæti deildarinnar en Southampton komst upp í áttunda sætið með sigrinum. Her- mann lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Charlton og stóð fyrir sínu. Reuters Hermann Hreiðarsson á hér í höggi við Kevin Phillips, sóknarleikmann Southampton, ásamt sam- herja sínum Graham Stuart. Charlton hafði ekki heppnina með sér og varð að sætta sig við tap, 3:2. Heiðar með eftir langa fjarveru Watford dróst gegn Chelsea

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.