Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 C 13 Blesugróf - Fossvogur Íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum, alls 499,3 fm, sem nýtt hefur verið sem skólahúsnæði ásamt tveimur stúdíóíbúðum. Eignin er tveir eignarhl./íbúðir. skv. þinglýsingarbókum en selst í einu lagi. Margvíslegir möguleik- ar eru á nýtingu eignarinnar s.s. fyrir leik- skóla, sambýli, félagsstarfsemi eða sem íbúðahúsnæði. Eignin er öll nýmáluð og til afhendingar nú þegar. Verð 34 milljónir. Bergsmári Fallegt 203 fm pallabyggt einbýlishús með innb. bílskúr. Húsið skiptist m.a. í fjögur stór svefnherbergi, stofu og borðstofu. Ljós viðarinnrétting í eldhúsi. Inn af hjónaherb. er fata- og bað- herbergi. Vandað parket og flísar á gólf- um. Skjólgóðir sól- pallar í suður og vest- ur. Hornlóð með frábæru útsýni. Áhv. 7,4 millj. húsbr. og lífsj. Verð 28 milljónir. Gvendageisli 4 og 8 Glæsilegar 2ja og 4ra herbergja íbúðir, með sérinngangi ásamt stæði í bílageymslu. Skilast tilbúnar til innréttinga eða fullbúnar án gólfefna. Verðlaunahönnun. Íbúðirnar eru til af- hendingar í janúar nk. Ath. aðeins 4 íb. eft- ir. Flétturimi Rúmgóð 98 fm 4ra herb. íbúð á 1. hæð fjölbýlishúsi með stæði í lokaðri bílageymslu. Þrjú rúmgóð herbergi, flísa- lagt baðherbergi og stofa með góðum vestursvölum út af. Þvottah. innan íb. Snyrtileg sameign og glæsilegur garður. Ákv. húsb. 7,4 millj. og 2,1 millj. viðbótar- lán. Verð 13,4 milljónir. Veghús Glæsileg 90 fm 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð í góðu húsi. Stór stofa og borðstofa, útg. á ca 15 fm suðursvalir, rúmgott eldhús með fallegri innréttingu, fallegt flísalagt baðherbergi og tvö ágæt svefnherbergi. Vandað merbau-parket á gólfum. Áhv. bygg.sj. 6,0 millj. Verð 13,9 milljónir. Gautavík - Sérinngangur Glæsileg 94 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í nýlegu fjöleignarhúsi. Stór stofa, hol og tvö rúm- góð svefnherb. Rauðeik á gólfum. Vandað flísalagt baðherb. með kari og sturtu, bað- innrétting. Fallegt eldhús með vandaðri kirsuberjainnréttingu og góðum tækjum, þvottahús inn af eldhúsi. Áhv. húsb. 7,7 millj. Verð 14,7 milljónir. Hagamelur - 107 Falleg 61 fm 2ja her- b. íbúð á jarðhæð með sérinngangi í góðu fjórbýlishúsi. Rúmgóð stofa með parketi, eldhús m. góðri ljósri innréttingu, fallegt flísalagt baðherbergi og gott svefnherbergi með parketi. Áhv. húsbr. 5 millj. Verð 10,9 milljónir. Stórhöfði - Sala/leiga Glæsileg 690 fm skrifstofuhæð á 2. hæð frá götu í fal- legu húsnæði við Grafarvoginn. Er í dag tilbúið til innréttinga en möguleiki er á að innrétta og skipta því upp eftir þörfum. Áhv. 38 millj. Verð 51,6 milljónir. tilb. til innr. Laufásvegur Vorum að fá í sölu virðulega 470 fm húseign á eignarlóð á þessum eftirsótta stað. Húsið skiptist kjallara, tvær hæðir, ris og bílskúr. Þjár íbúðir eru skráðar í húsinu, ein í kjallara og tvær íbúðir á hæðum en risið er nýtt sem geymsla. Eignin þarfnast gagngerðra endurbóta. Falleg útsýni er frá húsinu og yfir tjörn- ina og góð aflokuð vesturlóð. Verð 52 milljónir. Nánari uppl. á skrifstofu. Giljasel - Aukaíbúð Glæsilegt og mikið endurnýjað einbýlis- hús á frábærum útsýnisstað. Skiptist í 208 fm aðalíbúð, 46 fm bílskúr og ca 75 fm 2ja herb. aukaíbúð. Aðalíbúðin skipt- ist í glæsilegar stofur, hol, 5-6 svefnher- bergi, tvö baðherbergi og fjölskylduherb. Nýl. endurn. eldhús og baðherbergi. Vönduð gólfefni. Halogen lýsing í stofum. Allt nýl. málað að innan, steypuviðgert að utan og tilb. til málningar. Nýtt gler í öllu húsinu. Verð 30,5 milljónir. Grandavegur Glæsileg 116 fm íbúð á efstu hæð í ný- legu fjöleignarhúsi. Íbúðin er að hluta til á tveimur hæðum. Rúmgóð stofa og borðstofa, eldhús með útskotsglugga, stórt baðherb., stórt svefnherb. og þvottahús. Á efri palli er alrými með herb. inn af. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Áhv. byggsj. 5,8 millj. og líf.sj. 4,6 millj. Fróðengi - Bílskúr Glæsileg 110 fm 4ra-5 herbergja enda- íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Skiptist í stofur með suðursvölum, sjónvarpshol, þrjú góð svefnherbergi, glæsilegt eldhús og baðherbergi. Vandaðar innr. úr ma- hóný og rótarspóni. Vandað merbau- parket og flísar á gólfum. Þvottahús innan íb., opið stigahús, sérinngangur á hverja hæð. Áhv. húsb. 6 millj. Ákveðin sala. Vantar allar gerðir eigna á skrá www.hofid.is Það er ekkert grín að komasér upp heimili í dag burt-séð frá því hvort til erupeningar eða ekki. Það virðist ekki vandinn að verða sér úti um fjármuni, bankarnir hreinlega auglýsa lán, auðvitað á grunsamlega líkum vöxtum, ansi háum vöxtum. Það er svo annað mál hvort ein- hverntíma verður hægt að borga lánin til baka, koma tímar koma ráð. Það er fleira sem vefst fyrir ungu fólki en útvegun peninga. Það fengu þau turtildúfurnar Dabbi og Doddý að reyna þegar þau ákváðu að end- urbyggja gamla húsið, sem hafði fengið mörg áföll í gegnum tíðina. En þetta var nú einu sinni húsið sem afi og amma höfðu byggt á fullorð- insárum svo tengslin voru marg- slungin. Ekki var þetta hús á höfuðborg- arsvæðinu, gildir einu hvar það var. En stundum muna málsmetandi menn eftir því að það er líf norðan Hvalfjarðar og austan Hellisheiðar. Enn gerist það, sérstaklega fyrir norðan fjörð og austan heiðar og öllu svæðinu þar á milli, að fólk bjargar sér sjálft, sisvona eins og í Kópavogi fyrir hálfri öld. Og það gerðu þau Dabbi og Doddý, þau einfaldlega fóru í alla ættingja og vini og spurðu ráða og ekki vantaði ráðin. Einn sagði þetta og annar sagði hitt og þá var að velja og hafna. Ofnar skulu það vera Það var einmitt Doddý sem tók af skarið, eins og venjulega. Hitakerfið skyldi vera ofnakerfi, gólfhiti hefði verið ágætur vissi hún. En við gólf- inu skyldi ekki hróflað, gömlu gólf- borðin hennar ömmu skyldi hún hafa undir fótum til síðasta dags. Á ofn- ana skyldi setja túrkrana sem píp- ararnir kölluðu svo, hún vissi heil- mikið hún Doddý, hún las blöðin. Og það kom ofn undir hvern glugga, og það var Danfossventill á hverjum ofni, nákvæmlega eins og stendur í fasteignaauglýsingum; hitakerfi = Danfoss! Það var málað og sparslað, þvegið og skrúbbað og að síðustu var allt tilbúið, freyðivínið sprengt upp og þau sátu tvö og horfðust í augu og skáluðu. Skyndilega sagði Doddý „Sérðu fjallið? Já, hvort Dabbi sá fjallið „Það er búið að vera þarna lengi“ sagði hann og hló að eigin fyndni. Doddý hló ekki, henni var skyndi- lega ekki hlátur í hug. „Við eigum ekki að sjá fjallið,“ sagði hún flaumósa, „þú hlýtur að sjá hvað vantar? Það vantar gardínur“ Þetta varð að þráhyggju, öll um- ræða næstu vikur endaði alltaf á því sama, það vantar gardínur. Svo leið að jólum Ein laugardag í desember vann Dabbi langan vinnudag, honum var ekki alveg rótt, fann að eitthvað var á seyði, eitthvað var í bígerð. Hann kom þreyttur heim síðla kvölds, það var enginn matur til, en hann fékk heldur betur hlýjar mót- tökur. Ekki aðeins af Doddý, heldur öllum hennar vinkvennafans, sem var enginn smávegis hópur. Þær voru einmitt að ljúka verkinu, það sást ekki í fjallið. Það voru komnar hnausþykkar gardínur fyrir alla glugga, sem ekki aðeins náðu upp í loft, heldur lágu þær mjúklega niður á gólf. Eftir þetta fór nokkuð ein- kennilegt að gerast. Á síðkvöldum, þegar Dabbi horfði á sjónvarpið og Doddý á gardínurnar fór um þau einkennilegur hrollur; það var kalt í húsinu. Hvað hafði gerst? Eins og venjulega var það Doddý sem leysti gátuna, hún lagðist í blöð- in og las og las og hætti ekki fyrr en hún fann skýringuna. Rétt fyrir jólin var mikið að gera í búðinni hjá Dabba, hann kom seint heim. Heima var mikið um að vera. Saumavélin gekk sem aldrei fyrr og það lágu gardínum um öll gólf, sum- ar þó komnar upp aftur. „Ég fann lausnina“ sagði Doddý sigri hróasandi, „hún stóð í fimm ára gamalli grein. Gardínur mega aldrei ná upp í loft, ekki heldur niður í gólf, síst svona þykkar gardínur. Þá lokast hitinn inni, ventlarnir loka og ofnarnir kólna, þess vegna var kalt í húsinu“ Upp fóru allar gardínurnar aftur, en þær voru nú þó nokkuð frá gólfi og vel frá lofti. Ofnarnir hitnuðu, heita loftið streymdi upp, dró á eftir sér kaldara loft að neðan og svo koll af kolli. Og aftur varð hlýtt í ranni, enginn hrollur. „Ég vissi þetta alltaf,“ sagði Dabbi drjúgur, „þorði bara ekki að nefna það.“ „Auðvitað elskan,“ sagði Doddý, var þó handviss um það af fyrri reynslu að hann hafði ekki hundsvit á varmafræði. En ætíð gat hún treyst því í hvaða varma hann sótti mest. Gagnleg ráð og gardínufár Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Jólaskrautið er venjulega geymt í pappakössum í geymslum og oftar en ekki man fólk ógjörla hvar jóla- skrautskassarnir eru nú aftur geymdir. Það er því ágætt að leita þeirra í tíma og athuga hvort eitt- hvað vantar sérstaklega – svo sem perur í seríurnar, hvort kúlurnar eru heilar eða hvort þarf að endurnýja englahárið. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugs Jólaskrautið tekið fram Nú er tími kökukeflisins enn einu sinni runninn upp. Þetta ágæta áhald hefur að vísu á sér vafasamt orð, einkum þykir það skeinuhætt karlmönnum í höndum kvenna. Hins vegar mun mála sannast að konur nota þetta áhald mest í frið- samlegum tilgangi – þeim einum að fletja út hnoðað deig sem á að búa til úr smákökur, kleinur, klatta og slíkt. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugs Kökukeflið notadrjúga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.