Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 1
SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 9.desember 2003 BÆ UR Leið til að skoða samfélagið Ævar Örn Jósepsson ræðir um nýju skáldsöguna sína, Svarta engla, spennusögu sem gerist í Reykjavík nú- tímans. „ÞAÐ hefur tekið mig langan tíma, nokkur ár, að uppgötva að ég hef meiri orku en gengur og gerist. Sumir tala um ofvirkni en ég hef ekki skilið það fyrr en nú að það er hægt að skipuleggja þessa orku og gera eitthvað verðmætt úr henni.“ Hlín Agnarsdóttir er þekkt fyrir annað í gegnum tíðina en sitja á höndum sér og bíða eftir að tæki- færin bjóði sig fram. Hún skapar sér tækifæri og rís tvíefld upp aft- ur ef hún hefur beðið lægri hlut í einhverri orrustunni. Sigurvegarar tapa oftar en þeir sem engu hætta til. „Það er eitthvað til í þessu. En ég hef sannarlega legið mislengi niðri eftir ósigra. Það er samt í mér sterkur lífsvilji sem fær mig til að rísa á fætur aftur. En stund- um hefur það ekki verið auðvelt.“ Hún hlær hjartanlega og segir svo ákveðin: „Ég stend á fimm- tugu og núna finnst mér eitthvað gott vera að gerast. Ég veit hvert ég vil beina orku minni.“ Hún hlær aftur. Henni finnst eigið brölt býsna spaugilegt. En það er þessi kátína í bland við alvöruna sem hefur haldið henni gangandi í gegnum svo margt. „Nú er ég að læra á píanó, rækta leyndan draum, og ætla að taka annað stig í píanóleik á næst- unni. Ég heyrði um bandaríska konu á dögunum sem hóf nám í pí- anóleik þegar hún var sjötug og gaf svo út geisladisk þegar hún varð áttræð. Þetta finnst mér frá- bært. Það er aldrei of seint að gera hlutina. Rétti tíminn er núna.“ Hún hefur átt langan feril sem leikstjóri og leikskáld. Samt finnst henni að ferillinn hafi ekki fengið þann byr sem honum bar. „Mér finnst ég hafa haft mikið fyrir því að mennta mig og öðlast reynslu, halda mig á þessari braut og nýta þekkingu mína og ýmis tækifæri hafa komið til mín og ýmsir möguleikar boðist en í raun og veru hef ég ekki fengið þann byr sem ég hefði kosið og mér hefði þótt eðlilegur. Ég get ekki orðað þetta öðruvísi.“ Hvað ertu þá að hugsa um sér- staklega? „Ég skrifaði leikritið Konur skelfa sem sló í gegn. Það hlaut mikla aðsókn og kveikti umræðu í samfélaginu og í kjölfar þess hefði maður haldið að þeir sem stjórna leikhúsunum myndu láta sér detta í hug að bjóða mér áframhaldandi verkefni við leikritaskrif. Því það er jú það sem þetta gengur út á, að fá að halda áfram og þroska sig í faginu. Skortir trú á höfundana Mér fannst mjög erfitt í kjölfar- ið að það var engu líkara en helstu áhrifamönnum leikhússins þætti ekki neitt sérstaklega mikið til um þetta, að þetta væri enginn sigur. Sem það engu að síður var. Ég hef í kjölfarið skrifað leikrit og reynt að koma þeim á framfæri við leik- húsin en það hefur ekki gengið og stjórnendur leikhúsanna hafa ekki sýnt því þann áhuga sem mér fyndist eðlilegur að fá mig til starfa sem höfund og leikstjóra.“ Kannski gera ekki allir sér grein fyrir því hversu grýtta braut Hlín Agnarsdóttir hefur mátt ganga sem leikstjóri og leikskáld. Þegar horft er til baka þá hefur hún skapað flest sín tækifæri sjálf en ekki þegið þau frá öðrum. Þetta segir hún stafa af nauðsyn en ekki persónulegri þörf til að gera sér hlutina sem erfiðasta. „Mér finnst þetta áhugaleysi stjórnenda leikhúsanna stafa af skorti á trú á möguleika okkar sem höfunda innan leikhússins. Þetta er angi af þeirri umræðu sem hefur verið uppi undanfarin misseri að leikhúsin eigi að treysta leikskáldunum til að skrifa leikrit. Höfundar sem hafa sýnt að þeir geta skrifað leikrit eiga ekki að þurfa að sanna sig í hvert sinn. Skylda leikhúsanna er að halda þeim við efnið, láta þá skrifa.“ Hlín hefur aldrei legið á skoð- unum sínum og kannski hefur hreinskilni hennar komið henni í koll á stundum. Sumir þola ekki annað en hrós og fagurgala og bregðast illa við öðru. „Ég vil að við getum átt hrein- skilna umræðu og hreinskiptin samskipti um þessi mál innan leik- hússins. Við eigum að geta talað saman um kost og löst á því sem við erum að gera án þess að fólk þurfi áfallahjálp í kjölfarið.“ En snýst þetta ekki líka um sjálfsmynd þína sem leikhúsmann- eskju, hvar þú vilt staðsetja þig? Ertu höfundur eða leikstjóri eða kennari eða hvað? „Ég er þetta allt með ágætum árangri. En fyrst og fremst er ég rithöfundur og það hefur vissulega tekið mig langan tíma að standa með sjálfri mér á þeim vettvangi. Í gegnum tíðina hef ég verið alltof fljót að samþykkja álit annarra á mér, til hins betra eða verra. Og sjálfsmynd mín sem listamanns hefur ekki verið sterkari en svo að ég þoli mjög illa ef aðrir hafa ekki trú á mér. Ég áttaði mig á þessu þegar Linda Vilhjálmsdóttir talaði um að hafa ekki staðið með sjálfri sér sem rithöfundur. Í hennar til- viki var alkóhólisminn að trufla hana, í mínu tilviki var það kóar- Rétti tíminn er núna Morgunblaðið/Sverrir „Í gegnum tíðina hef ég verið alltof fljót að samþykkja álit annarra á mér.“ eftir Hávar Sigurjónsson Klikkar hvergi Linda Vilhjálmsdóttir „Ég hefði auðvitað mátt segja mér það strax að jafn fágaður, flottur og vandaður penni og Linda Vilhjálmsdóttir, sem fyrir löngu hefur skipað sér öruggan sess í hópi okkar færustu ljóðskálda, myndi hvergi klikka.“ – Sigríður Albertsdóttir, DV „Afskaplega áhrifamikil saga sem gengur mjög nærri lesandanum.“ – Þorgerður E. Sigurðardóttir, Kastljósið „Ég límdist við bókina og kláraði hana í einum rykk.“ – Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is edda.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.