Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 0 3 inn. Ég hef verið alltof fljót að bakka með sjálfa mig ef ég hef ekki fengið viðurkenningu frá öðr- um. En við erum líka af þeirri kynslóð sem ólst upp við að á Ís- landi væri bara til einn rithöf- undur – karlkyns nota bene – og það væri ekki á færi okkar venju- legs fólks að skrifa. Nú hefur þessari dýrkun verið aflétt að nokkru leyti og skriftir eru við- urkennd tjáningarleið fyrir hvern sem vill.“ Smiðja höfunda og leikstjóra Fyrir nokkrum árum stóð Hlín fyrir Höfundasmiðju Borgarleik- hússins sem var nýjung í starfi ís- lensks leikhúss. Fyrir tveimur ár- um tók hún að sér að starfrækja höfundasmiðju fyrir Þjóðleikhúsið og námskeið í leikritaskrifum. Auk þess var efnt til umræðufunda inn- an Þjóðleikhússins þar sem leik- ritahöfundar komu og lýstu hug- myndum sínum um samstarf við leikhúsið. „Ýmislegt af því sem þarna kom til umræðu hefur skilað sér í starfi leikhússins með einum eða öðrum hætti en það hefur skort á eft- irfylgjuna af hálfu leikhússins. Þetta eru álitin tímabundin verk- efni en ekki hluti af daglegu starfi í leikhúsinu. Ég hef hins vegar öðl- ast mikla reynslu af þessari vinnu og ákvað í sumar að safna reynslu minnni, þekkingu og menntun saman á einn stað og stofnaði eigið fyrirtæki, Dramasmiðjuna, sem er m.a.vettvangur fyrir unga eða nýja höfunda og leikstjóra sem vilja þjálfa sig í vinnu með leikurum og fá leiðsögn frá reyndari höfundum og leikstjórum. Það hefur sýnt sig í haust að það er þörf fyrir þetta. Ég hef verið með tvö námskeið í gangi, annað fyrir höfunda og hitt fyrir leikstjóra, þar sem nemendur fá tækifæri til þjálfunar í vernduðu umhverfi. Umræðan er mjög opin og hreinskilin og vissulega gagn- rýnin en hún fer þannig fram að enginn fer sár frá borði og allir skilja að gagnrýnin er leið til að komast lengra og ná betri árangri. Hér skrifa höfundarnir texta sína, þeir fá leikara og leikstjóra til að vinna með textann og þeir njóta leiðsagnar reyndra leikrita- höfunda, svokallaðra fósturhöf- unda, við skrifin. Sjóaður – og „sjóvaður“ – höfundur tekur einn höfund í fóstur og aðstoðar hann við verkefnið meðan á námskeiðinu stendur. Þetta er módel að vinnu höfundarins í leikhúsinu sem ég hef verið að þróa í ein tíu ár og ég veit að þetta skilar áþreifanlegum árangri. Það er auðvitað mjög skrýtið að hvorki leikhúsin né Listaháskólinn skuli sinna þessu mikilvæga verk- efni sem er að þjálfa höfunda í vinnu í leikhúsinu. Það er alltof fast í stjórnendum leikhúsanna að sitja bara og bíða eftir að leikritin komi upp í hendurnar á þeim frá höfundum sem unnið hafa að samningu verksins í einangrun úti í bæ. Og svo má ekki hrófla við textanum eftir að æfingar hefjast. Það er snobbað fyrir ákveðnum höfundum og verk þeirra eru tekin til sýninga gagnrýnislaust á meðan aðrir eru settir undir smásjá og þykja aldrei nógu góðir. Þetta er ekkert annað en hlægilegt snobb með fullri virðingu fyrir öllum höf- undum. En hér í Dramasmiðjunni er uppskeruhátíð fram undan. Fjórir einþáttungar sem orðið hafa til á námskeiðinu í haust verða fluttir í Iðnó eftir áramótin. Það á vel við því Iðnó er vagga leiklistar og leikritunar í Reykjavík.“ Dularfullur og flókinn sjúkdómur Það er kannski dæmigert fyrir Hlín Agnarsdóttur að um leið og leikhúsmálin eiga hug hennar allan þá snýst umræðan útí frá um allt annað henni tengt; nýju bókina hennar, Að láta lífið rætast, sem vakið hefur mikla athygli og var í liðinni viku tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og bóka almenns eðlis. Þar lýsir Hlín áralöngu ástarsam- bandi sínu við Þorvald Ragnarsson sem lést árið 1998 úr krabbameini eftir að hafa barist við alkóhólisma árum saman; barátta sem litaði og mótaði allt samband þeirra þar sem Hlín var í hlutverki aðstand- andans. Og hún kemur inná það í frásögn sinni að niðurbrot hennar sem aðstandanda gagnvart Þor- valdi hafi mótað afstöðu hennar gagnvart sjálfri sér á öðrum svið- um. „Óhjákvæmilega. Að búa með alkóhólista hefur áhrif á persónu manns á öllum sviðum. Það er ekki hægt að einangra ákveðna þætti í lífi sínu og halda þeim utan við allt annað. Að vera aðstandandi alkó- hólista snertir alla fleti lífs manns.“ Hver var kveikjan að þessari bók? „Mér fannst svo margt dul- arfullt við líf Þorvaldar. Hann skipti lífi sínu upp í svo mörg að- skilin hólf sem ég þekkti ekki, nema að takmörkuðu leyti og sum þeirra vissi ég aldrei um. Ég skildi aldrei af hverju ég var ekki stærri hluti af lífi hans meðan á sambandi okkar stóð. Hann var alltaf í felum með sjálfan sig og vildi ekki að ég kynntist honum nema að hluta til. Í haust eftir að bókin kom út hef- ur fólk komið til mín og sagt mér sögur af þessum manni og þeim hólfum sem hann lifði í og ég hafði engan aðgang að. Fyrst eftir að hann lést langaði mig að skrifa skáldsögu um hólfin í lífi svona manns þar sem ég færi í heimsókn í hvert hólfið af öðru. Ég hætti við það en var samt alltaf viss um að ég þyrfti með einhverjum hætti að skrifa um þetta. Hugmyndin að þessari bók kviknaði svo m.a. í kringum öll bréfin sem fóru okkar á milli, því þau voru mörg. Þegar ég las þau sá ég hvað var mikið líf, stórar tilfinningar og mikil um- ræða í gangi á milli okkar. Þegar ég síðan fór svo að setja efnið nið- ur fyrir mér runnu upp fyrir mér tengingar við skáldskap, sem hafði skipað stóran sess í lífi okkar beggja. Ég vil sérstaklega nefna sam- band Magnúsar í Bræðratungu og Snæfríðar í Íslandsklukkunni og Púntila í leikriti Brechts. Magnús í Bræðratungu var ein af uppá- haldspersónulýsingum Þorvaldar. Hann las stundum upphátt fyrir mig lýsingarnar á drykkjuskap hans og afleiðingum hans á hjóna- band þeirra. Samt áttaði ég mig ekki á hliðstæðunum við okkar hjónaband fyrr en löngu síðar. Þau eru eins konar erkitýpur fyrir svona sambönd. Svo fór ég að leita leiða til að spegla þessa reynslu með fræðilegum hætti í öðrum skáldskap. Þar lá beint við að skoða Púntíla og Matta því ég hafði skrifað BA-ritgerð í leiklist- arfræðum um það leikrit. En þá var ég 25 ára og vissi ekkert um alkóhólisma og útskýrði alla hegð- un Púntila útfrá marxískri hug- myndafræði.“ Fjarlægð á efnið er nauðsynleg Stíll bókarinnar er sérstakur, því þrátt fyrir að efnið sé mjög persónulegt verður það aldrei lág- kúrulegt. „Ég eyddi miklum tíma í að finna efninu margvíslegar rætur og setja það í stærra samhengi því það var aldrei tilgangurinn að selja kjaftasögur um okkur Þor- vald. Ég hef mikinn áhuga á alkó- hólisma sem fyrirbæri og hef áttað mig á því að þetta er mjög flókinn sjúkdómur sem getur birst í mörg- um myndum. Ég er hins vegar enginn sér- fræðingur á þessu sviði, ég er ekki ráðgjafi og ekki meðferðaraðili. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir því fólki sem hefur aflað sér mennt- unar, þekkingar og reynslu á þessu sviði. Ég vil hvorki flokka bókina sem reynslusögu né fagbók. Mér finnst skipta svo miklu máli hvernig efni af þessu tagi er sett fram. Ég var aldrei í hlutverki fórnarlambsins, heldur virkur þátt- takandi. Ég held að það sé líka mjög mikilvægt að hafa ákveðna fjarlægð á efnið. Frásagnir sem skrifaðar eru beint úr „auga stormsins“ eru af allt öðru tagi. Þær hafa annan tilgang og eru einfaldlega annars konar bók- menntir. Það kom aldrei til greina að skrifa þannig bók.“  Bókaútgáfan Salka hefur gefið út Að láta lífið rætast eftir Hlín Agnarsdóttur. NÚTÍMALJÓÐLIST er alltaf hugmynd um annan veruleika. Í ljóð- inu er fólgin spurning um framand- leika, það sem ekki er eða var, verður eða gæti verið. Það er ekki þar með sagt að ljóðið sé óskhyggja eða vöku- draumur heldur eiga módernísk skáld kost á að skoða veruleikann öðrum augum en þeir sem láta rökhyggjuna eina stjórna sýn sinni á tilveruna. Kristján Karlsson er meistari í ljóðfræðum sem þessum. Í nýrri ljóðabók, Kvæði 03, leika orð og myndir í höndum hans í innri landkönnun. Hann skoðar heiminn út frá margvíslegu sjónarhorni því að samkvæmt honum ertu: ,,sá sem þú vilt vera, ert / og hann sem þú ert ekki. Auk þess ertu sá sem þú ert þegar þú ferð, ,,tóm þitt í / hug annars“ og ,,eftirvænting þess sem var og kemur aldrei aftur.“ Í myndrænum búningi verður þessi hugsun enn dýpri. Skáldið fjallar um rigningu í einu kvæða sinna og drop- ann sem holar steininn en einnig um mikilfengleikann sem holar okkur innan: að gera ekki greinarmun á því sem er og ekki er, að fara sinna ferða eins og það sem ekki er sé eitthvað heilt og fært: að ganga auðan sjó jafn öruggur og ísilagðan flóann er ekki að ganga á vatni og þú ert bæði annar en þú ert og, í öllum bænum annar en þú sýnist að tala inn í raddir hinna týndu af botni flóans rigning, regn. Í innri landkönnun sinni gengur skáldið um veðrað landslag og rústir veralda. Sjálfur segir Kristján sam- hengi bókar sinnar ,,yfirleitt vera til- finning fyrir eyðingarverki tímans, á mælikvarða mannsævi og viðbrögð manns við þeim,“... Fyrir bragðið er áferð ljóðanna oftar en ekki eins og land að fjúka burt, eins og molnandi hús, eins og laufvana tré, eins og hugsanir sem eyðast, minningar sem brotna í mola. Hugsunin virðist aldrei heil heldur hálf eða minni, tætingsleg brot sem raðast saman í ljóð án þess að endilega sé til þess ætlast að þau hafi sérstaka heilstæða merkingu heldur miklu fremur veki umhugsun og leiði til spurninga. Skáldið spyr sig raunar hvort þetta sé ,,byrjandi aðkenning ell- innar taumlausa frelsis?“ Í lokakvæði bókarinnar segir: Ég myndi frekar syngja öðruvísi segir vindurinn ef þú sæir þér fært því miður, góð rödd er skemmtileg en söngurinn dáinn fer eftir kvæðinu síðsumars þegar tært kulið leysir upp söng fugla nær kvæðið réttu brothljóði. Mér þykir ólíklegt að nokkur hafi haldið því fram að skáldskapur Krist- jáns Karlssonar sé auðveldur viður- eignar. Hann er þvert á móti andleg glíma við flókinn veruleika texta sem þrunginn er vísunum og undirtexta. Í hinni nýju bók neitar skáldið lesand- anum meira að segja um það björg- unarnet sem oft er nýtilegt til að landa merkingu ljóðs, fyrirsögnum ljóða, sem honum þykja oft ,,skraut- húfulegar og aðþrengjandi“. Kvæði 03 er flokkur 26 ljóða sem merkt eru með latneskum stöfum en flokkurinn nefnist 8 34 sem hefur í sjálfu sér enga merkingu aðra en þá að það er heil tala og brot sem í skáldsins aug- um er ,,góð ímynd kvæðis en ekki lýs- ing þess né skýring,“... Hitt er annað mál að kvæði Kristjáns verða að- gengilegri ef menn hafa í huga að leita ekki eingöngu röklegra niðurstaðna heldur reyna að upplifa hugarástand í gegnum myndir og orð. Með því móti verður lesandinn virkur í sköpuninni, þessari glæsilegu vegferð um lands- lag hins innri heims þar sem tilfinning fyrir eyðingarverki tímans grípur mann sterkum tökum. Eyðingarverk tímans LJÓÐ Kvæði 03 KRISTJÁN KARLSSON 40 bls. Hið íslenska bókmenntafélag. 2003. Skafti Þ. Halldórsson Kristján Karlsson SÖGUSVIÐ þessarar spennusögu er úthverfi Reykjavíkur, nánar til tekið umhverfi Elliðavatns. Í sögu- byrjun erum við leidd inn í skelfileg- an heim drengs sem verður fyrir miklu einelti og andstyggð. Í lýsing- unni er ekkert dregið undan, aðferð- ir þeirra sem beita þessari hryllilegu aðferð eru skýrðar og jafnframt er skyggnst inn í hug þess sem verður fyrir því og sú ólýsanlega vanlíðan sem fylgir því að vera beittur slíku ofbeldi. Aðstæður söguhetjunnar Unnars koma svo smátt og smátt í ljós og reynt er að skýra ástæður ofbeldis- ins sem jafnframt sýna það mis- kunnarleysi sem börn og unglingar geta beitt hvert annað, oftast í al- geru hugsunarleysi. Höfundur lætur söguna flakka á milli tímabila og við lesum um slys sem átti sér stað nokkrum árum fyrr. Unnar kennir sér um þegar vinur hans slasast og lamast. Sagan fer einnig með les- andann enn lengra aft- ur og rifjar upp slys sem verður á Elliða- vatni þegar lítil stúlka drukknar. En sagan er ekki eingöngu saga um hrylling eineltisins og leiðinda heldur notar höfundur tæknina og þann heim sem allir unglingar þekkja núna með spjallrásum og SMS-skilaboðum til að búa til æsispennandi söguþráð. Tölvan er í sambandi þó að slökkt sé á henni og í ljós kemur að ekki er um neinar bilanir að ræða. Unnar er kominn í beint samband við dularfulla stúlku sem heitir Tara sem segist vera vinur hann og vill styrkja hann í erfiðleik- um hans. Orkan sem hann kemst í snertingu við er svo mikil að öll tölvukerfi landsins bila án þess að skýringar finnist. Ekki er hér ástæða til að lýsa söguþræði í smáatriðum en sagan flakkar á milli tíma í sögu Elliða- vatns, sögupersónurnar lenda líka inn í aðra heima og inn á önnur orkusvið þar sem líkaminn virðist vera að dofna og deyja á meðan sálin er á flakki um óravíddir orkunnar. Íslendingar hafa alltaf verið tilbúnir að trúa á hið ósýnilega og hið yfirnáttúrulega svo það er kannski ekki skrýtið að höfundur noti tölvutækni nú- tímans sem tæki til að koma sögupersónum í tengsl við annan heim. Höfundur sem kennari notar svo tækifærið og uppfræðir í leiðinni og vekur athygli á atburðum úr fortíðinni sem hann fellir inn á eðlilegan hátt. Höfundur skapar hér skemmti- lega fléttu og þótt söguþráðurinn sé stundum nokkuð langsóttur og held- ur margar af sögupersónunum lendi yfir í annan heim er hér mjög spenn- andi og vel gerð saga í umhverfi sem íslenskir krakkar þekkja vel. Þessa heims og annars UNGLINGABÓK Tara Ragnar Gíslason Salka 2003, 188 bls. Ragnar Gíslason Sigrún Klara Hannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.