Alþýðublaðið - 11.04.1922, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.04.1922, Qupperneq 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ Á Bergst.«trætl 21 B tr odýrait 04 bezt gert við prím usa og barnavagna. — LaStk og koparhúðaðir járnmunir. — Vinnan vönduð Verðið sanngjirnt Langs al íundið. Vitj>st tii Sigurð<r Þorkelssonar, Hildi larandshúsi 2—3 herbergi og eldhús ósk ast til leigu 14 maí A'gr v. á. Tréspænir fást k yptir í verk nuðjunni Hefill & Sög. Inog frá G'ettisp, 6 AlþýðublaÖiÖ •r ódýranta, fjölbrefttuta Of besta dagblað landslns. Knnp- Ið þnó og lesið, þá getlð |14 nldrel án þees totM. Es. Sterlin fer héðan austur og no»ður um hnd í flmtud. 20. sppíl. Vörur alUendrst þaunig: Á langardag 15. apríl til hafna á miiii Sands og Sauðárkróks. Á þriðjndag 18. apríl til hafna milli Hofsóss og Hafnarfjarðar. Ný áætlun er kotnin út Sicipið kenaur á ailar höfnÍF þessari ferð, nema Iigólfsfjörð. H.f. Eimskipafólag- Islands. Hús og byggingarlóðir selur Jónas H» Jónssoc. — Bárunui. — Sími 327. ... • ÁhetsU lögft á hagfeld víðskifti beggj* sftita 1 .~ Danskar kartöflur Ak- K aujiið Iþýðublaðið nýkomnar. Johs. Hansens Enke. fíitstjórl og ábyrgðarmaður: Ólajur Fridriksson. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Prentamiðjan Qutenberg. Edgar Rict Burrougks. Tarzan. heljarafli undir hverk ljónsins og sveigði haus þess aftur á bak, svo þetta ægilega óargadýr reis upp á afturfæturnar og prjónaði með framfótunum út í loftið öskrandi af bræði. Risinn fór eins léttilega að þessu og það hefði verið köttur. Sýnin sem Bretinn sá þarna 1 afríkuskóginum var að eilffu brend í huga hans. Maðurinn fyrir framan hann var fmynd íturvaxins manns og risaburða, en þó var það ekki það sem réði úrslitum bardagans, því afl hans var litið borðið saman við afl ljónsins. Hann átti yfirburði sína að þakka fim- lcik sfnum, heila og hnff. Hægri handleggur var kreftur um háls ljónsins, en með vinstri hendi rak hann hnífinn hvað eftir annað á kaf fyrir neðan vinstra herðablaðið. Villidýrið prjón- aði og öskraði en ekkert dugði. Hefði orustan staðið nokkrum sekundum lengur, hefði endirinn orðið vafasamur, en apamaðurinn var svo snar, að Ijónið hafði ekki tima til að átta sig, áður en það valt steindautt um. Ókunna veran sté þá fæti á skrokkinn og rak upp hið ógurlega öskur, sem fáum mínútum áður hafði hrætt Clayton svo mjög. Hann sá standa frammi fyrir sér ungan mann, með imittisskýlu úr Ijónsskinni og skreyttan eirhringum á ótum og höndum; á brjósti hans gióði gimsteinsnisti. Veiðihnlfnum hafði hann stungið í skeiðarnar, o% nú var hann að taka upp boga sinn og örvamælir, sem • hann hafði mist er hann stökk á ljónið. Cláyton talaði á ensku við Tarzan, þakkaði honum • ðveisluna og hældi vexti hans og styrkleika, en eina • svarið var starandi augnaráð og axlaypting, sem þýtt gat annað hvort það, að verkið væri ekki þess vert að minnast á það, eða hann skyldi ekki málið. Þegar boginn og örvamælirinn var kominn i sinn stað, tók villimaðurinn — það þóttist Clayton nú sjá, að hann væri — aftur hníf sinn, og skar nokkrar ræm- ur af kjöti úr skrokki Ijónsins. Hann settist á hækjur sínar og fór að éta, og benti Clayton að taka þátt í máUíðinni með sér. Sterklegar hvftar tennurnar sukku djúpt f kjötið, en Clayton gat ekki fengið af sér að láta það hrátt inn fyrir varir sínar. En hann horfði á hann og datt þá skyndilega f hug, að þetta mundi vera Tarzan apa- bróðir, sem skrifað hafði miðann á dyrnar. Ef svo var, hlaut hann að tala Ensku. Aftur fór Clayton að tala við apamanninn; en svörin voru óskiljanleg, og lfktust apagargi, blönduðu öskrum villidýra. Nei, ekki gat þetta verið Tarzan spabróðir, því það var sýnilegt, að hann skyldi ekkert í Ensku. Þegar Tarzan hafði lokið máltlð sinni, stóð hann á fætur, benti í öfuga átt við það sem Clayton haíði haldið, og lagði svo af stað í þá átt. Ciayton var svo ruglaður, að hann hikaði við að fylgja honum, því hann hélt, að þessi leið lægi dýpra inn í skóginn. Þegar Tarzan sá hann hika, snéri hann við, þreif í hann og dró hann með sér, unz hann var vls um að hann skildi hvað hann.átti við. Þá slepti hann honum. Loksins ályktaði Bretinn, að hann væri fangi, og sá sér ekki annars úrkostar, en fylgja Tarzan. Þeir íóru hægt, því skógurinn var þéttur. I kringum þá kváðu við öskur villidýra og fótatak dýránna bárust þeim til eyrna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.