Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 1

Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 20 51 08 /2 00 3 VÍSITALA neysluverðs í des- ember 2003 hækkaði um 0,31% frá fyrra mánuði og er 230,0 stig. Þetta er meiri hækkun en fjár- málastofnanir höfðu spáð, en þær höfðu gert ráð fyrir að vísi- talan myndi hækka um 0,1–0,2%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7%, en án húsnæðis hefur hún hækkað um 1,5%. Hækkunin er yfir verðbólgumarkmiðum Seðla- bankans sem eru 2,5%, en verð- bólgan hér á landi hefur verið undir markmiðum bankans frá því í nóvember 2002. Undan- farna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,9% sem jafngildir 3,7% verðbólgu á ári. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá Hag- stofu Íslands í gær. Verð á bensíni og gasolíu hækkaði um 2,5% milli nóvember og desember, sem hefur áhrif til 0,09% hækkunar neysluverðs- vísitölunnar. Verð á nýjum bif- reiðum hækkaði um 1,0% og eru vísitöluáhrifin af þeirri hækkun 0,07%. Þá hækkaði markaðsverð á húsnæði um 0,6%, vísitöluáhrif 0,07%, og verð á matar- og drykkjarvörum lækkaði um 0,5% en vísitöluáhrifn af þeirri hækk- un er 0,07%. Spá vaxtahækkun Á vefmiðlum fjármálafyrirtækj- anna í gær segir að verpbólgan sé meiri en greiningaraðilar hafi gert ráð fyrir. Þá er því spáð að Seðlabankinn muni hækka stýri- vexti sína innan tíðar. Í hálf fimm fréttum Kaup- þings Búnaðarbanka segir að það veki athygli að vísitala neysluverðs án húsnæðis hafi verið að rjúka upp að undan- förnu. Meginskýringa á þessu er að leita í því að verðbólgan hafi frá miðju seinasta ári og fram á haustmánuði þessa árs verið fóðruð af verðhækkun húsnæðis sem hafi fyrst og fremst átt ræt- ur sínar að rekja til lækkunar á ávöxtunarkröfu húsbréfa. Vís- bendingar séu um að orsaka verðbólgunnar sé ekki að sama skapi að leita í hækkun fast- eignaverðs. „Að mati Greiningardeildar er kominn tími á vaxtahækkun en hætta er á að vaxandi neysla að undanförnu eigi eftir smitast út verðlag t.d. þjónustugreina,“ segir í hálf fimm fréttum. „Mikil einkaneysla að undanförnu hefur komið fram í vaxandi viðskipta- halla en mikil eftirspurn hefur verið eftir innfluttum neyslu- varningi. Í kaupum á innfluttri vöru fylgja kaup á þjónustu en engin tilviljun er að verslun og þjónusta þöndust út á árunum 1999 til 2000 þegar einkaneysla, útlánaaukning og viðskiptahalli var í hámarki. Það skiptir því máli fyrir trúverðugleika Seðla- banka að hann hækki vexti sem fyrst en bankanum var kennt um að vera full seinn að lækka vexti í seinustu niðursveiflu.“ Aukinn verðbólguþrýstingur Í Morgunkornum Íslandsbanka í gær segir að ljóst sé að verð- bólguþrýstingur sé að aukast og að horfurnar hafi breyst hvað það varðar á undanförnum mán- uðum. Tölur Hagstofunnar auki líkurnar á því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína á fyrsta fjórðungi næsta árs. Lík- legt sé að bankinn muni hækka vextina um allt að 0,5%. „Þrátt fyrir að framundan sé aukið aðhald í peningamálum og opinberum fjármálum telur Greining ÍSB að verðbólgan muni halda áfram að aukast þeg- ar kemur fram á næsta ár,“ seg- ir í Morgunkornum og spáir Greining ÍSB því að verðbólgan á árinu 2004 verði 3,0% og 3,3% á árinu 2005. Í Markaðsyfirliti Landsbanka Íslands í gær er tekið í sama streng og í í vefritum hinna við- skitpabankanna þess efnis að töl- ur Hagstofunnar auki líkur á því að Seðlabankinn hugi að vaxta- hækkun fyrr en síðar. Greining- ardeild Landsbankans telji að sú hækkun verði snemma á næsta ári. Vísitala neysluverðs hækkar umfram spár Vísitalan hefur hækkað um 2,7% síðustu tólf mánuði sem er yfir verðbólgumarkmiðum                                                        ! "  # #  $%"&' ( )    #$%"   ()*"%' +*+         $*" &"* , -!' *  #   ! "    ,." "/)   #$%&" '   0)"  )   ,   , $*  "' #   "   1' 2"    !"#$%$ &'(!%)'*+! ,- 3 # ./0 (  ) )* ) ' ./0 ./0 ./0 ./10 /0 ./0 /0 ./0 ./20 ./10 ./0 ) ' ./0 VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir að bankinn sjái ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við nýj- ustu mælingu Hag- stofunnar á neyslu- verðsvísitölunni. Hann segir að það sé mat bankans að hækkunin í þessum mánuði sé innan hóf- legra marka og valdi ekki áhyggjum. Að sögn Birgis Ís- leifs er neysluverðs- vísitalan í desember örlítið hærri en flest- ir höfðu spáð og seg- ir hann óhætt að segja að það sé bensín og bíll sem valdi þar mestu um. Hækkun á verði bensíns og gas- olíu svo og á nýjum bifreiðum skýri rúm- lega helminginn af hækkun vísitölunnar. Þá komi í ljós að verulega hafi dregið úr hækk- un húsnæðisliðarins í vísitölunni miðað við það hvernig hann hafi hækkað undanfarna mánuði. Einnig sé ljóst að áhrif gengis- hækkunar krónunnar séu að hverfa út og verð á innfluttri vöru sé því byrjað að mjak- ast upp á ný. Því sé það mat bankans að hækkunin á neysluverðsvísitölunni valdi ekki sérstökum áhyggjum. Birgir Ísleifur segist ekkert geta sagt til um það hvort hækkun neysluverðsvísitöl- unnar að þessu sinni hafi áhrif á stýrivexti Seðlabankans. „Ég get ekkert sagt um það annað en það sem við sögðum í byrjun síð- asta mánaðar, að við myndum væntanlega hækka vexti fljótlega. Það er ekkert nýtt í því. Við sjáum enga ástæðu til að bregðast sérstaklega við þessari mælingu Hagstof- unnar,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson. V E R Ð B Ó L G A Veldur Seðlabank- anum ekki áhyggjum Hækkun neysluverðsvísitöl- unnar er innan hóflegra marka, segir seðlabankastjóri Birgir Ísleifur Gunn- arsson, formaður bankastjórnar Seðla- banka Íslands. S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Risarnir á leið inn í borgir Vörustjórnun mikilvæg í stríði stórverslana 2 Hagnaður á næsta ári Christer Villard bankastj. Kaupþings í Svíþjóð 10 SKATTTEKJUR AUKAST Á NÝ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.