Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR    4#          #      * *  + * +-#   ,       +  *         4- , -.#/  0 1     '   +       ! 4      '   +   " !    ! 4  Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. MATVÖRURISARNIR Tesco og Asda, sem er í eigu Wal Mart og Sa- insburys, eru í auknum mæli að fara að opna smærri verslanir inni í borg- um og bæjum í Bretlandi en undan- farin misseri hafa þessar keðjur ein- beitt sér að risaverslunum sem staðsettar eru fyrir utan borgirnar. Inni í borgunum hitta risarnir fyrir keðjur eins og Safeway og Iceland, en að sögn Jon Grey, framkvæmda- stjóra dreifingar, hjá The Big Food Group, rekstraraðila Iceland versl- ananna, er Iceland markaðsleiðandi á „High street“ eins og hann orðar það, þ.e. inni í borgunum. Andlitslyfting og Premier Grey kom hingað til lands í fyrradag og hélt í gær erindi um vörustjórnun hjá Aðgerðarannsóknafélagi Íslands í boði Baugs, en Baugur á eins og kunnugt er 22% hlut í félaginu. Grey segir að í ljósi þess að stóru keðjurnar séu á leiðinni aftur inn í borgirnar, sem kemur einkum til af því að lóðir undir risaverslanir eru orðnar af skornum skammti, búi The Big Food Group sig undir harðari samkeppni á helsta markaðssvæði sínu. „Við bregðumst við þessari samkeppni með því að gefa verslun- um okkar andlitslyftingu. Í ár höfum við breytt 100 búðum og ætlum að breyta 200 búðum á næsta ári. Við breytum m.a. útliti búðanna, vöruúr- valinu auk þess sem við breytum verulegum fjölda búðanna í klukku- búðir (convenient stores) þar sem við leggjum áherslu á ferskar og kældar vörur, nýbakað brauð og fleira sem fólk vantar frá degi til dags. Flestir okkar viðskiptavina er fólk sem vill versla í nánd við heimili sín og við viljum fækka ferðum þeirra í stór- markaðina utan við borgirnar,“ sagði Jon Grey í samtali við Morgunblaðið. Spurður að því hvort klukkubúðir Iceland væru samkeppnishæfar í verði við risamarkaðina sagði Grey að lögð væri áhersla á að bjóða upp á gott úrval tilboða og það líkaði við- skiptavinum mjög vel, enda hefðu viðskipti við klukkubúðirnar aukist um 15% að undanförnu. Grey segir að félagið bregðist einnig við aukinni samkeppni með því að þróa starfsemi Booker, „gripið og greitt“-heildsölukeðjunnar, með ýmsum hætti, t.d. með því að stuðla að útvíkkun Premier vörumerkisins. Premier er að sögn Grey verkefni sem sjálfstæðir búðareigendur geta tekið þátt í. Gegn því að skuldbinda sig til að eiga föst viðskipti við Book- er fær viðkomandi verslun útlit og nafn Premier á búð sína, tilboð ým- iskonar eru þessu fylgjandi og kynn- ingarefni. 1.300 Premier búðir eru nú í Bretlandi og þeim fjölgar stöðugt að sögn Jon Grey. 710 milljarða velta The Big Food Group er fimmta stærsta matvörukeðja Bretlands með veltu upp á 710 milljarða króna á ári. Félagið samanstendur af þremur einingum, fyrrnefndum Iceland verslunum þar sem fjórar milljónir manns versla í 760 Iceland verslun- um um allt land, Booker sem er markaðsráðandi á sínu sviði í heild- verslun fyrir smærri verslunareig- endur, veitingahús og matráða með 178 útibú um allt land, og Woodward sem er þriðja stærsta fyrirtækið í matvælaþjónustu við veitingahús, bari og fleiri aðila, um 10 stór vöru- hús sem eru dreifð um allt Bretland. Grey segir að dreifikerfi The Big Food Group og öll vörustjórnun sé mjög háþróuð enda ekki vanþörf á í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á breska matvörumarkaðinum. Bresti eitthvað í keðjunni gæti það valdið því að hillan í búðinni tæmist, við- skiptavinurinn fái þar með ekki það sem hann vantar, og snúi sér því eitt- hvað annað. Því sé dreifingin og vörustjórnunin ákaflega mikilvæg í samkeppnisumhverfinu í landinu. Um vörustjórnun og dreifingu til Iceland og svo hins vegar til Booker, segir Grey sem dæmi að vörubíll sem er að fara með vörur í Iceland versl- anir geti farið með vörur fyrir fjórar verslanir í einu og hver búðar- skammtur samanstandi af ólíkum vörum, t.d. hvað varðar hitastig, en vörurnar eru ýmist á stofuhita, kæld- ar eða frosnar. Dreifing til Iceland þarfnist því meiri útsjónarsemi auk þess sem oft þarf lagni til að koma vörunum inn í búðina. Þegar dreift er til Booker er vörunum einfaldlega ekið inn á bretti. „Bretland er mjög þéttbýlt land og því þarf að vanda mjög vel til allra flutningakerfa þannig að allt gangi smurt. Breski markaðurinn er mjög mikill samkeppnismarkaður og það er stöðug pressa á lægra verð. Því þarf starfsemin að vera mjög skilvirk á allan hátt til að standast álag.“ Spurður að því hvort svona háþró- að dreifingarkerfi geti ekki verið við- kvæmt fyrir áföllum segir Grey að keðjan bresti ekki því hún sé orðin mjög háþróuð. „Við erum ávallt með nægar birgðir til að geta brugðist við ef eitthvað kemur upp á og þar hjálp- ar gott upplýsingatæknikerfi til, sem lætur vita ávallt hvað vantar af birgð- um á hverjum tíma. Við eigum vör- una til í hillunni í 98,5%–99,5% til- vika, sem er ágætt, en mætti vera betra.“ Grey segir að helsta verkefni hans og annarra sem sjá um dreifingu og vörustjórnun félagsins sé að gera kerfið eins straumlínulagað og við- bragðsfljótt og auðið er. Því betra sem viðbragðið sé, því minni birgðir sé hægt að vera með á lager og því minni er kostnaðurinn í starfseminni. Ábyrgðin til framleiðandans Um þróun í þessum fræðum sagði Grey að stefnt sé að því að færa ábyrgðina á því að vara sé til í hillum verslana sem mest til framleiðand- ans. „Við erum farnir að gefa fram- leiðandanum aðgang að upplýsinga- kerfi okkar þannig að hann getur séð hvernig vörur þeirra eru að seljast auk þess sem hann sér söluáætlanir okkar og skýrslur um hvernig áætl- anir standast. Með því að hafa beint aðgengi að þessum upplýsingum ætl- umst við til að þeir geti lagað fram- leiðsluna að sölunni. Internetið og nútímatækni gerir okkur kleift að fara þessa leið, án þess að hætta sé á því að framleiðandinn geti séð hvern- ig vörur samkeppnisaðilans eru að seljast. Að lokum verða framleiðend- ur einnig ábyrgir fyrir gerð söluáætl- ana.“ Grey segir að framþróun sé líka á sviði dreifingar í þá átt að ná aukinni hagræðingu. „Við erum farnir að sækja vörur beint til birgja og fáum vöruna þá ódýrari og náum jafnframt að nýta bílana okkar betur í heildina litið.“ Bresku risarnir aftur á leið inn í borgirnar Vörustjórnun er mikilvæg í harðri samkeppni mat- vöruverslana í Bret- landi. Þóroddur Bjarnason ræddi við dreifingarstjóra The Big Food Group. tobj@mbl.is Jon Grey, framkvæmdastjóri dreifingar hjá The Big Food Group, og Martin Henry, sérfræðingur í skipulagningu vöruflæðis hjá félaginu. CISCO Systems og Nýherji hafa undirritað „Systems Integrator“ samning en hann er einungis boð- inn þeim samstarfsaðilum Cisco sem búa yfir þekkingu og reynslu til að hanna og setja upp flóknar tæknilausnir sem byggja á Cisco- tækni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Nýherja. Nýherji hefur boðið upp á lausn- ir frá Cisco undanfarin ár. „Sem „Systems Integrator“ mun Ný- herji fá betri aðgang að tækni- þekkingu og þjónustu hjá Cisco Systems, en Cisco verður virkur þátttakandi í hönnun og útfærslu lausna fyrir íslenska viðskiptavini. Þetta gerir Nýherja kleift að þjón- usta enn betur viðskiptavini fyr- irtækisins í Cisco lausnum,“ að því er segir í fréttatilkynningu. Nýherji rekur stærsta Cisco IP símkerfi sinnar tegundar á Norð- urlöndunum, sem er í notkun hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Þá setti Nýherji upp eitt stærsta þráðlausa Cisco netkerfið á Ís- landi, staðsett hjá Radisson SAS Hótel Sögu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Nýherja. Þar kemur enn fremur fram að viðskiptavinum Nýherja í Cisco lausnum hefur fjölgað ört t.d. Sveitarfélagið Árborg, Flugfélagið Atlanta og einn stærsti banki landsins. Nýherji gerir samstarfs- samning við Cisco Systems MARKAÐSHLUTDEILD far- símafyrirtækisins Nokia hefur minnkað í Vestur-Evrópu, en þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem það ger- ist. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu bandaríska rannsóknarfyr- irtækisins Strategy Analytics. Fyrirtækið segir að innflutningur á Nokia-vörum á þennan markað hafi farið í 42,1% úr 51,2% á sama tíma á síðasta ári, þrátt fyrir að sendingar til heimshlutans hafi í heildina aukist um 23% á milli ára. Hlutdeild sinni tapaði Nokia til Samsung og SonyEricsson í dýrari búnaði, en til Siemens og Sagem í ódýrari búnaði. Samsung jók hlut sinn upp í 8,6% úr 7,6% og SonyEricsson fór í 6,6% úr 4%. Hlutdeild Motorola féll hins- vegar niður í 6,3% úr 7,8% á síðasta ári. Nokia leggur nú mikinn kraft í markaðssetningu í Bandaríkjunum og á vaxandi mörkuðum eins og í Kína, sem hefur borið góðan árangur, enda hefur hlutdeild Nokia á heimsvísu aukist þrátt fyrir minnkandi sölu í Vestur-Evrópu. Hlutdeild Nokia í V-Evr- ópu minnkar ◆ ÓINNLEYSTUR gengishagnaður Baugs Group hf. af fjárfestingu félagsins í bresku verslanakeðjunni The Big Food Group er nú að andvirði tæpir 14 millj- arðar íslenskra króna, að því er segir í grein í breska blaðinu Daily Express. Baugur á 22% hlut í félaginu. Í blaðinu er fjallað um þá miklu hækkun sem orðið hefur á bréfum í The Big Food Group undanfarna mánuði, en verð þeirra hefur þrefaldast síðan í apríl sl. og rúmlega fjórfaldast síðan Baugur byrjaði að fjárfesta í félaginu. Baugur keypti umtalsverðan hlut í félaginu þegar gengi bréfa félagsins var 38 pens á hlut. Það er nú 160 pens á hlut. Ástæða hækkunar verðsins er í Daily Express talin vera nýjar áherslur í stefnu félagsins þar sem það er aftur farið að leggja megináherslu á frosnar vörur í Iceland verslunum sínum. Auk þess er talið að áhugi Baugs á félaginu hafi ýtt undir verðið. Í blaðinu segir að Baugur útiloki ekki yfirtöku á The Big Food Group. Óinnleystur hagnaður Baugs 14 milljarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.