Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 C 9 NRÁÐGJÖF  ÍAV - Íslenskir aðalverktakar hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is www.iav.is Skrifstofuhúsnæði til sölu BORGARTÚN 25 Á sérlega góðum stað við Borgartún 25 í Reykjavík er til sölu glæsilegt skrifstofuhúsnæði. Húsið er í byggingu og er á átta hæðum samtals um 6.500 fermetrar að stærð. Húsinu verður skilað fullfrágengnu að utan með fullfrágenginni lóð. Að innan verður húsinu skilað óinnréttuðu en sameign fullbúin. Hægt er að fá húsnæðið lengra komið. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn ÍAV í síma 530 4200 EFTIRSPURN opinberra aðila eftir ráðgjöf fer stöðugt vaxandi hér á landi að sögn Arnars Jónssonar, verk- efnastjóra stjórnsýsluráðgjafarhluta IBM ráðgjafar. Arnar segir megin- ástæðuna þá að stofnanirnar eru farn- ar að hugsa í auknum mæli eins og fyrirtæki, þ.e. um sjónarmið notand- ans og hvernig er hægt að þjónusta hann sem best auk þess sem þær vilja hafa kostnað sýnilegri og stefnuna skýra. Hann segir margt þrýsta á um þessa viðhorfsbreytingu, bæði laga- legs- og samfélagslegs eðlis. „Opinberar aðilar eru í auknum mæli farnir að líta á sig sem þjón- ustuaðila og eru að verða líkari fyr- irtækjum í einkarekstri. Umhverfi stofnananna hefur breyst með setn- ingu stjórnsýslulaga og á sífellt fleiri sviðum er leitast við að ná fram kaupenda- og seljandasambandi milli þeirra sem ákveða hvaða þjónustu á að veita og þeirra sem sjá um að veita þjónustuna. Þá hefur stefnumörkun um einka- framkvæmd ýtt á eftir því að stofn- anir hugsi eins og fyrirtæki þegar ákveða þarf hvort vinna eigi tiltekin verk innanhúss eða kaupa þau utan úr bæ. Þá þrýsta hlutir eins og útboð, einkavæðing, stefnumörkun varðandi árangursstjórnun, og EES-samning- ur allt í þessa átt,“ segir Arnar. Hann segir að áhrif EES-samn- ingsins hafi t.d. þau áhrif að hér á landi þurfi sveitarfélög og stofnanir að gæta að ákvæðum samkeppnislaga og laga um virðisaukaskatt og beita þeim með sambærilegum hætti og gert er í löndunum á evrópska efna- hagssvæðinu. Hann segir að einnig sé í starfs- mannalögum sífellt minni munur á milli einkaaðila og opinberra aðila. „Eitt af því sem breyttist árið 1998 var að lífeyrisskuldbindingar urðu að samtímagreiðslu í fjárlögum og stofn- anir fá þannig fjármagn til að greiða lífeyrisskuldbindingar sínar. Þetta færir kostnaðinn af því að ráða starfs- mann nær því að vera raunkostnaður. Áður var þetta eftirágreiðsla og skuldbindingin varð til í ríksisjóði, en nú verður hún til í stofnuninni og er fjármögnuð.“ Alþjóðleg aðföng Arnar segir að hjá IBM starfi fimm ráðgjafar sem eingöngu vinna fyrir ráðuneyti, stofnanir, sveitarfélög og starfsemi sem ekki er rekin í hagn- aðarskyni (non profit). Hann segir að í starfi sínu notist ráðgjafarnir við erlenda gagna- grunna sem félagið fær aðgang að í gegnum IBM og laga þær lausnir að íslensku umhverfi. Þá séu innviðir IBM á Íslandi notaðir, t.d. sé rann- sóknardeild félagsins notuð til að gera kannanir sem nýttar eru til vöruþró- unar og einnig sé sótt þvert á skipu- lagið til ráðgjafa á sviði mannauðs- stjórnunar og fleira þegar við á. Arnar talar um að samhæft árang- ursmat sé eitt af þeim tækjum sem notast er við í ráðgjöf varðandi inn- leiðingu stefnumótunar hjá opinber- um aðilum. „Samhæft árangursmat á vel við opinbera starfsemi því þar hef- ur lengi skort hlutlæga mælikvarða á þau verðmæti sem verið er að dreifa í formi opinberrar þjónustu, en sam- hæft árangursmat byggist á því að kortleggja stefnu starfseminnar, setja henni markmið og mælikvarða og vinna þannig að innleiðingu stefnu- miða.“ Arnar segir að ráðgjafar IBM hugsi starf sitt á þann veg að þeir reyni að skilja þekkingu eftir í stofn- uninni. „Síðan lítum við eftir því hvernig gengur. Ráðgjöf er að færast meira og meira út í innleiðingu stefnu. Við erum að verða aðilar sem stuðla að breytingum, í stað þess að horfa á fyrirtækin utan frá og skrifa síðan skýrslu.“ Er ráðgjöfin að skila ávinningi? „Já, við myndum ætla það. Árang- urinn mælist í því að starf okkar er að þróast úr því vera úrlausn vandamála, sem er skammtímalausn, út í lang- tímasamband. Við lítum á hlutverk okkar þannig að við viljum skilja eftir þekkingu og tæki hjá þeim sem við vinnum með og eigum í áframhald- andi samræðu við fólk sem það metur við okkur.“ Arnar segir að verkefnin hafi verið að stækka að undanförnu, sem end- urspegli hina auknu eftirspurn. Spurður um það hvort að ekki væri talsverð samkeppni um að selja op- inberum aðilum ráðgjöf, segir Arnar að eflaust séu margir aðilar að keppa á markaðnum, en enginn sé að gera það með sömu áherslu og eigi yfir 12 ára reynslubrunni að ráða eins og stjórnsýsluráðgjöf IBM, að sögn Arn- ars. „Opinberir aðilar hafa alltaf keypt ráðgjöf frá verkfræðistofum, ráðgjafarfyrirtækjum og frá einstak- lingum. Við erum að búa til þjónustu á grundvelli þess að við erum sérstök eining, sem er alþjóðleg og við sinnum þessu sérstaklega. Ég myndi ætla að við værum markaðsleiðandi hér á landi.“ Spurður að því hvort viðhorf al- mennra starfsmanna í opinbera geir- anum hafi breyst á undanförnum ár- um segir Arnar að það hafi orðið gríðarlegar breytingar á sl. tíu árum. „Það hafa orðið kynslóðaskipti og nýtt fólk hefur komið með önnur sjón- armið. Kröfurnar hafa líka breyst og þar skipta talsverðu máli þær marg- háttuðu breytingar sem urðu á lögum um opinbera starfsmenn árið 1996. Menn eru líka almennt að verða með- vitaðri um að stefnumótun og áætl- anagerð er verkefni allra í starfsem- inni – og það er breyting frá því sem áður var.“ Eftirspurn eftir ráðgjöf eykst Stofnanir eru farnar að hugsa eins og fyr- irtæki. Þóroddur Bjarnason ræddi við Arnar Jónsson um stjórnsýsluráðgjöf Morgunblaðið/Eggert Arnar Jónsson, stjórnunarráðgjafi hjá IBM. tobj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.