Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 C 11 NFRÉTTIR GÚMMÍVINNSLAN hf. á Ak- ureyri hefur fengið afhenta og tek- ið í notkun nýja tölvustýrða skurð- arvél í stáldeild (bobbingadeild) fyrirtækisins. Hönnuður og fram- leiðandi vélarinnar er Bjarni Harðarson sem rekur Stálsmíði Bjarna á Flúðum en vélin er sú fyrsta sinnar tegundar sem hönn- uð er og framleidd hér á landi, að því er segir í fréttatilkynningu. Hönnun vélarinnar byggist að nokkru leyti á yfirfærslu þeirrar tækni sem notuð hefur verið í tré- iðnaði um árabil en helsta nýj- ungin við notkun hennar er not- endaviðmótið sem einfaldar mjög alla notkun hennar. „Helsti ávinn- ingur af tilkomu vélarinnar miðað við þá aðferð sem notuð hefur ver- ið er að með henni næst meiri ná- kvæmni og meiri hraði við vinnsl- una, betri nýting og ending á skurðartækjunum, auk þess sem vinnan verður auðveldari fyrir starfsmennina og nær óendanlegir möguleikar eru á notkun vélarinn- ar til annars en stálskurðar við bobbingaframleiðslu,“ að því er segir í fréttatilkynningu. Gúmmívinnslan hefur rekið stál- deild í átta ár þar sem nær ein- göngu eru framleiddir bobbingar og aðrar vörur fyrir sjávarútveg og er eitt af þremur fyrirtækjum í heiminum sem framleiðir stálbobb- inga. Fyrirtækið flytur inn um 200 tonn af stáli á ári en útflutningur á fullunnum stálvörum nemur um 100 tonnum á ári. Salan hefur auk- ist ár frá ári en helsti þröskuld- urinn í vexti fyrirtækisins eru há flutningsgjöld sem gera sam- keppnisstöðu þess lakari en ella. Vonast er til að tilkoma nýju vél- arinnar muni bæta þá stöðu að einhverju leyti, segir ennfremur í fréttatilkynningu. Ný skurðarvél til Gúmmívinnslunnar RÉTTARHÖLD standa nú yfir vegna kæru á hendur DaimlerChrysl- er og forstjóra fyrirtækisins, Jürgen Schrempp. Kær- andinn er Kirk Kerkorian, hótel- og spilavítaeig- andi frá Las Veg- as, sem áður átti 13,7% í Chrysler og var stærsti ein- staki hluthafi fyr- irtækisins. Hann fer nú fram á að DaimlerChrysler greiði um 150 milljarða króna skaða- bætur vegna samruna Daimler-Benz og Chrysler árið 1998. Kerkorian telur að ekki hafi verið um samruna á jafnréttisgrundvelli að ræða eins og haldið hafi verið fram, heldur yfirtöku Daimler-Benz á Chrysler. Hann telur að hluthafar Chrysler hafi verið hlunnfarnir þar sem yfirtaka hefði átt að færa þeim hærra verð fyrir bréf sín. Í Financial Times Deutschland segir að hinn 86 ára gamli Kerkorian hafi fyrir rétti viðurkennt að hafa að- eins lesið lauslega þau gögn sem lögð hafi verið fram vegna samrunans, enda eigi hann ekki auðvelt með að lesa lögfræðilegan texta. Hann hafi hins vegar treyst því sem sagt hafi verið um að samruninn væri á jafn- réttisgrundvelli, en þau orð hafi síðar reynst ósannindi. Kæra Kerkorian er ekki síst til komin vegna orða Jürgen Schrempp í viðtali við Financial Times eftir sam- runann, þar sem skilja mátti Schrempp þannig að þýska fyrirtæk- ið hefði í raun yfirtekið það banda- ríska, en látið líta út fyrir að um sam- einingu jafningja væri að ræða. Schrempp hefur í vitnisburði sínum reynt að útskýra hvers vegna ekki eigi að skilja orðin með þessum hætti. Hann hafi gert greinarmun á fram- leiðsluhlið Chrysler, sem yrði deild innan DaimlerChrysler, og fyrirtæk- inu Chrysler sem hafi sameinast Daimler-Chrysler. Annað sem notað hefur verið til varnar DaimlerChrysler er að banda- ríska fyrirtækið hafi verið illa statt og að án samrunans væri það jafnvel komið í gjaldþrotameðferð. Kerkorian hefur ekki tekið þessar útskýringar gildar og hefur ekki held- ur fallist á að semja um niðurstöðu málsins, en er ákveðinn í að fá nið- urstöðu í það fyrir dómi. Kerkorian kærir Daimler- Chrysler Kirk Kerkorian Á AÐALFUNDI Félags lög- giltra endurskoðenda (FLE) var ný stjórn félagsins kjörin. Formaður fé- lagsins er Sig- urður B. Arn- þórsson, varafor- maður er Lárus Finnbogason, gjaldkeri Sigríð- ur Helga Sveins- dóttir, ritari Jó- hann Unnsteins- son og með- stjórnandi Ómar Kristjánsson Úr stjórn gengu: Guðmundur Snorrason fv. formaður FLE og Helga Harðardóttir. Félag löggiltra endurskoðenda var stofnað árið 1935. Rétt til að- ildar að félaginu eiga þeir sem lok- ið hafa háskólaprófi í viðskipta- fræðum frá Háskóla Íslands og hafa að loknum starfsþjálfunartíma staðist próf til löggildingar í endur- skoðun. Framkvæmdastjóri FLE er Arn- björg Edda Guðbjörnsdóttir. Ný stjórn FLE Sigurður B. Arnþórs- son nýr formaður FLE SAMKVÆMT nýrri könnun bandaríska rannsóknarfyrirtækisins Catalyst hefur konum í stjórnum 500 stærstu fyrirtækja í Bandaríkjun- um, samkvæmt lista tímaritsins For- tune, fjölgað um 4,1% á ári frá 1995. Með sama áframhaldi verða konur, að mati Catalyst, í einu af hverjum fjórum sætum í stjórn fyrirtækjanna að tuttugu árum liðnum. Könnunin leiðir í ljós að hlutfall kvenna í þessum fyrirtækjum sé í dag 13,6%. Árið 2001 var hlutfallið 12,4% og árið 1995 9,5%. Fimmtíu og fjögur fyrirtæki af fyrirtækjunum fimmhundruð eru með fjórðung stjórnarmanna konur, önnur fimmtíu og fjögur fyrirtæki eru með enga konu í stjórn og í 208 fyrirtækjum er ein kona í stjórn. Í könnuninni segir að konur séu 46,5% vinnuafls í Bandaríkjunum. Stjórnarkon- um fjölgar um 4,1% á ári ◆ Laugavegi 170, 2. hæð 105 Reykjavík Sími 552 1400 fax 552 1405 Opið virka daga kl. 8.00-17.00 Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali ÓMÓTSTÆÐILEGIR FJÁRFESTINGARKOSTIR Fossvogur Vorum að fá í sölu eða leigu þetta glæsilega 1.015,9 fm atvinnuhúsnæði sem er staðsett á friðsælum stað í Fossvoginum við rætur Öskjuhlíðar. Einstök staðsetning á atvinnuhúsnæði. Fjárfesting á heimsmælikvarða. Teikning- ar og frekari upplýsingar eru á skrifstofu Foldar. Verð kr. 120 millj. 6350 FJÁRFESTAR ATH! Miðhraun Gbæ Traust langtímaleiga. Erum með á skrá nýlegt mjög vandað 1.157 fm iðnaðarhúsnæði á þessum vinsæla stað í Garðabæ. Traustur 10 ára leigusamningur, leigutekjur 870 þús á mán. Sérstaklega snyrtileg aðkoma, vel innréttað skrifstofuloft. 5-7 m lofthæð á lager, 8 inn- keyrsludyr (4x4 m). Niðurfallsristar í gólfum. Stór lóð, bygg- ingarréttur o.fl. Verð kr. 89 millj. 6335 mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.