Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU Úr verinu Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang verid@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Hjörtur Gíslason, fréttastjóri hjgi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ehf. Um borð er 24 manna áhöfn. Alls er búist við að Hákon veiði um 40 þúsund tonn á þessu alman- aksári. FRYSTISKIPIÐ Há- kon EA-148 náði þeim áfanga nýverið að hafa fryst og selt SÍF afla sem nemur 10 þúsund tonnum á þessu almannaksári. Af því tilefni afhenti Teitur Gylfason, sölu- stjóri hjá SÍF, Odd- geiri Jóhannssyni skipstjóra og skipverj- um hans dýrindis tertu. Aflinn sem fór til frystingar og var seld- ur SÍF samanstóð af síld, loðnu og kol- munna en Hákon hefur lagt upp í Reykjavík og á Neskaupstað. Há- kon er 3 þúsund tonna frystiskip í eigu útgerðarfélagsins Gjögurs Skipverjar á Hákoni búa sig undir að snæða tertuna góðu sem þeir fengu frá SÍF. Frysti og seldi SÍF 10 þúsund tonn Teitur Gylfason, sölustjóri hjá SÍF, afhendir Oddgeiri Jóhannssyni, skipstjóra Hákons, tertu í tilefni af því að Hákon hafði fryst og selt SÍF 10 þúsund tonna afla. M eð uppstokk- un á rekstri Fiskiðjusam- lags Húsa- víkur (FH) hefur rekst- ur rækju- veiða og -vinnslu verið aðskilinn frá hefð- bundinni bolfiskvinnslu. Stofnað hef- ur verið nýtt félag um rækjuhlutann, félag sem hefur fengið nafnið Íshaf og er án nokkurs vafa stærsta og öflugasta rækjufyrirtæki landsins. En saga þessa íslenska rækjurisa er ekki löng. Fljótlega eftir að útgerðarfélagið Vísir hf. í Grindavík keypti um 60% eignar- hlut í FH fyrir tæpum tveimur árum hófust vangaveltur um hvern- ig breyta mætti rekstri rækjuvinnslu FH, sem þá hafði átt við erfið- leika að stríða um nokkra hríð. Eftir um eins árs undirbúnings- vinnu var hinn 3. októ- ber sl. gengið frá sam- komulagi milli Vísis hf. og Húsavíkurbæjar um viðskipti með 26,44% hlut í FH. Samkomu- lagið fól í sér að Vísir keypti allan hlut Húsa- víkurbæjar í FH en lagði í staðinn allar eignir FH sem lutu að rækju inni í nýtt félag sem stofnað var um rækjuvinnslu félags- ins. Þar var um að ræða rækjuverk- smiðju og ísframleiðslu FH og iðn- aðarhúsnæði, auk lyftara og ýmissa tækja og tóla. Einnig þriðjungshlut- deild í innfjarðarrækjukvóta í Skjálfandaflóa, 4,3% hlutdeild í Flæmingjarækju og 2,8% hlutdeild í úthafsrækjukvótanum. Verðmæti þessara eigna var metið á um 500 milljónir króna og allt lagt fram sem hlutafé í hið nýja félag. Auk þess fólst í samkomulaginu að Húsavík- urbær legði fram 150 milljóna króna hlutafé. Í samkomulaginu var stefnt að því að hlutafé nýja félagsins yrði um 1.000 milljónir króna en Trygginga- miðstöðin lagði fram um 50 milljónir króna í hlutafé og Ker hf. um 40 milljónir króna. Síðar lagði Lands- banki Íslands fram um 30 milljónir króna í hlutafé, sem og útgerðar- félagið Festi í formi 0,5% hlutdeildar í úthafsrækjukvótanum. Samhliða þessu var gengið frá kaupsamningi við útgerðarfélagið Ljósavík ehf. um kaup á rækjutogurunum Aski ÁR og Gissuri ÁR, auk 5,9% hlutdeildar í úthafsrækjukvótanum. Einnig festi hið nýja fé- lag kaup á 3,8% úthafs- rækjukvóta af rækjutog- aranum Eldborgu RE. Kaupverð var alls um 700 milljónir króna. Hinn 21. október stað- festi bæjarstjórn Húsa- víkur samkomulagið og má þá segja að fæðing- arhríðir hins nýja félags hafi hafist fyrir alvöru. Eskja kemur til skjalanna Fáeinum dögum síðar hófust síðan þreifingar um samstarf við útgerð- arfélagið Eskju hf. á Eskifirði en þar stóð ónotuð fullkomin rækju- verksmiðja, auk þess sem Eskja hafði yfir umtalsverðum rækjuveiði- heimildum að ráða. Hinn 21. nóv- ember var skrifað undir viljayfirlýs- ingu milli Eskju og rækjuvinnslu FH um að Eskja legði alla rækju- verksmiðju sína, þ.e. allar vélar, áhöld og tæki, og um 4,9% hlutdeild í úthafsrækjukvótanum, inn í hið nýja félag sem hlutafé, að verðmæti um 434 milljónir króna. Einnig var gerður svokallaður makaskipta- samningur sem fól í sér að Eskja keypti Ask ÞH á 160 milljónir en rækjuvinnsla FH fékk í staðinn þrjá báta Eskju, Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, Votaberg SU og Hólmanes SU, á sama verði. Á fyrsta hluthafafundi Íshafs á þriðjudag var hlutafé félagsins því orðið 1.239 milljónir króna og voru stærstu hluthafar Fiskiðjusamlag Rækjurisi Hilmar Þ. Ívarsson, rekstrarstjóri Íshaf félags starfsemina í rækjuverksmiðju fé „Gangi rekstur þessa fyrirtækis ekki upp er ekki hægt að rek Stærsta rækjufyrirtæki landsins, Íshaf, hef- ur litið dagsins ljós á Húsavík. Meðgangan var stutt, aðeins rúmt ár, og fæðingarhríð- irnar snarpar. Helgi Mar Árnason rifjar upp aðdragandann að stofnun félagsins. Bergsteinn Gunn- arsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri Íshafs hf. á Húsavík. Rækjuvinnsla Íshafs á Húsavík er mjög fullum afköstum vinna innan við 10 star FRÁ því að Vísir hf. kom inn í rekst- ur Fiskiðjusamlags Húsavíkur vorið 2002 hafa verið gerðar gagngerar breytingar á skipulagi félagsins. Fyrir utan stofnun sérstaks félags um rækjuvinnsluna hefur verið markvisst verið unnið að því að styrkja bolfisk- vinnslu félagsins og nú er svo komið að hún stendur betur en um margra ára skeið. Pétur H. Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis, segir að vinnslan á Húsa- vík hafi gengið mjög vel frá því að Vís- ir kom að rekstri FH fyrir nærri tveimur árum en þar hafa verið unnin um 3.000 tonn á ári en stefnt er að því að vinna þar um 3.500 tonn á þessu ári. „Vinnslan á Húsavík fer mjög vel saman með vinnslunni í Grindavík. Bátar félagsins landa á öllum þeim stöðum þar sem við erum með verkun en síðan er aflanum ekið á milli eftir því í hvaða vinnslu hann hentar best. Það er hinsvegar talsvert ólík vinnsla á þessum stöðum. Á Húsavík er bita- vinnsla þar sem unninn smærri þorsk- ur og hluti af ýsuaflanum, bæði er afl- inn frystur og pakkað ferskum til útflutnings með flugi. Stærri þorskur er hinsvegar verkaður í salt í Grinda- vík. Þeim hluta þorskaflans sem ekki hentar til saltfiskvinnslu er því ekið til Húsavíkur en til baka kemur stóri fiskurinn. Við reynum hinsvegar að vinna allan afla sem kemur í land á Þingeyri á staðnum, enda ekki eins hægt um vik með flutninga. Á Djúpa- vogi er vinnslan með nokkru öðru sniði, enda erum við að vinna þar um 10 þúsund tonn af síld á ári en bátarn- ir landa þar bolfiski þegar ekki er ver- ið að vinna síld.“ Pétur segir að Fiskiðjusamlag Húsavíkur sé nú í þeirri góðu stöðu að vera sjálft sér nægt með kvóta. „Fé- lagið hefur þurft að vera í veiði- samstarfi við aðrar útgerðir fram að þessu til að halda uppi heilsársvinnslu og meðan veiðiheimildir verða ekki „Höfum skyldum að gegna“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Páll H. Pálsson, stofnandi Vísis hf., ræðir við Þórð Jakob Adamsson í bolfiskvinnslu FH. FYRIRTÆKIN Radiomiðun og Snerpa, sem í sameiningu reka gagnaflutnings- og tölvupóstkerfið INmobil fyrir skip á hafi úti, hafa nú tekið í gagnið nýja þjónustu hjá Iridium-gervihnattafyr- irtækinu. Þjónustunni hefur verið gefið nafnið Iridium Data2 og vísar það til þess að um er að ræða aðra kynslóð í gagnaflutningum yfir Iridium-sambönd. ,,Iridium-gervihnattasambönd eru undirstaða gagna- og póstflutninga til og frá skipum í INmobil-gagnaflutnings- kerfinu,“ segir Björn Davíðsson, þróun- arstjóri hjá Snerpu. ,,Til þessa hafa verið í notkun svokölluð Iridium-Iridium sambönd, þar sem uppköll eru gerð innan Iridum-kerfisins og til þessa hef- ur þetta hentað vel þar sem slíkt fyrir- komulag gefur hámarkssamskiptahraða og lægri kostnað heldur en að tengjast um fastlínusímakerfi,“ segir Björn. Iridium Data2 byggist á beinu sam- bandi við jarðstöðvar Iridium- fyrirtækisins í Bandaríkjunum, þar sem gagnaflutning frá gervihnetti er breytt í IP-straum sem síðan tengist beint inn á miðeiningu INmobil-kerfisins sem er hjá Snerpu. Þetta þýðir m.a. að sam- band kemst á 15–20 sekúndum fyrr og að hvert símtal sem flytur gögnin stytt- ist um tilsvarandi tíma. Einnig minnkar um helming hætta á því að tenging rofni vegna flutnings á milli gervihnatta en þegar samskipti taka lengri tíma en fáeinar mínútur, þarf að færa sam- bandið á milli hnatta þar sem þeir fara afar hratt yfir himinhvolfið. Jafnframt er hægt að auka verulega fjölda sam- tímasambanda eftir því sem þörf krefur og gefur núverandi fyrirkomulag t.d. kost á yfir 480 samböndum í gangi á sama tíma og hægt er að auka það enn frekar. Jóhann Bjarnason framkvæmdastjóri Radiomiðunar segir að um vissa bylt- ingu sé að ræða fyrir sjómenn með til- komu INmobil kerfisins. ,,Nokkrir tugir skipa í íslenska flotanum, flest þeirra úthafsskip, hafa nú notað INmobil til tölvupóstsamskipta í á þriðja ár. Það hefur sýnt sig að við höfum fengið mjög góðar viðtökur á markaðnum og við erum í stöðugu sambandi við not- endur þess þannig að við erum orðið mjög mikið inná því hvað það er sem þessi hópur neytenda kallar eftir. Við stefnum að því að auka þjónustuna enn frekar og munum kynna spennandi nýjungar í næsta mánuði,“ segir Jó- hann. Viss bylting fyrir sjómenn                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                                            !"                                                            !   "     # $    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.