Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 D 3 NÚR VERINU Húsavíkur hf. með 40,64% hlut, Eskja með 35,03% hlut og Húsavík- urbær með 12,11% hlut. Á fundinum var jafnframt sam- þykkt að breyta nafni þess úr FH- Rækja hf. í Íshaf hf. Félagið hefur nú yfir að ráða 17,86% úthafsrækju- kvótans, sem metinn er á um 1.072 milljónir króna, en ásamt öðrum eignum félagsins er gert ráð fyrir að eignir þess nemi nú um 1.769 millj- ónum króna. Eiginfjárstaða félags- ins er þannig mjög traust eða um 75%. Íshaf á nú fjögur skip og er stefnt að því að þau veiði um fimm þúsund tonn af rækju á ári sem unn- in verða í verksmiðjunni á Húsavík en alls er stefnt að því að vinna þar ríflega tíu þúsund tonn á ári. En for- svarsmenn Íshafs hafa hug á að efla fyrirtækið enn frekar. Stjórn félags- ins hefur heimild til að hækka hlutafé þess um 261 milljón króna og fjárfesta í u.þ.b. 2% hlutdeild í út- hafsrækjukvótanum til viðbótar og verður félagið þá komið upp í kvó- tahámarkið í rækju. Alla burði til að dafna Á hluthafafundinum á þriðjudag voru kjörnir í stjórn félagsins þeir Pétur H. Pálsson, Elfar Aðalsteins- son, Jakob Bjarnason, Benedikt Jó- hannsson og Þráinn Gunnarsson. Þá hefur Bergsteinn Gunnarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Íshafs. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði á hluthafafundinum að umgjörð hins nýja fyrirtækis væri með þeim hætti að það hefði alla burði til að dafna. Kvótastaða þess væri eins góð og mögulegt er, rækjuverksmiðjan væri mjög full- komin og starfsfólk hennar byggi yf- ir mikilli þekkingu. Eins væri vel staðið að markaðsmálum fyrirtæk- isins og það vel kynnt á mörkuðum. „Gangi resktur þessa fyrirtækis ekki upp er ekki hægt að reka rækju- verksmiðju á Íslandi. Og þá er illa komið fyrir íslenskum rækjuiðnaði,“ sagði Pétur. Hann sagði að nú væri unnið að því hörðum höndum að fá fleiri aðila til samstarfs og auka þannig rækjuveiðikvóta Íshafs upp að leyfilegu hámarki. Samsetning hluthafa fyrirtækisins gerði fyrir- tækið að eftirsóknarverðum sam- starfsaðila og þegar hefðu borist fyr- irspurnir þess efnis. Gæfuspor Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Eskju, tók í sama streng á fundinum og sagðist sannfærður um að samein- aðir kraftar þessara fyrirtækja væru mikið gæfuspor. Eins og staðan í rækjuiðnaðinum væri nú um stundir væru fyrirtækin alltaf sterkari sam- an enda væri þá mögulegt að ná nið- ur kostnaði og tryggja stöðuga framleiðslu og stöðuga afhendingu afurða. Hann sagðist því afar ánægður með aðkomu Eskju að hinu nýja fyrirtæki og að þar væri rækju- veiðiheimildum fyrirtækisins og bún- aði vel fyrir komið, enda hefði rekst- ur rækjuverksmiðjunnar á Eskifirði verið erfiður, einkum vegna stað- setningar hennar gagnvart miðun- um. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, sagði að stofnun Íshafs markaði ákveðin tímamót í atvinnu- sögu bæjarins. Bæjarfélagið hefði um áratugaskeið verið virkur þátt- takandi í sjávarútvegi og atvinnu- rekstri honum tengdum en það væri ánægjulegt að sveitarfélagið losaði um stöðu sína í atvinnurekstri en horfði á hann eflast um leið. „Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa til við að búa til þannig umgjörð að félagið geti dafn- að í þessu samfélagi,“ sagði Rein- hard. verður til Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson fs, kynnir fulltrúum hluthafa hins nýja élagsins á Húsavík. ka rækjuverksmiðju á Íslandi.“ fullkomin og afkastar um 10 þúsund tonnum á ári. Þó að verksmiðjan sé keyrð á rfsmenn við vinnsluna á hverri vakt en vinnslan er að mestu sjálfvirk. hema@mbl.is skornar niður eða færðar til annara þá er sá kafli úr sögunni. Fiskiðju- samlagið hefur á undanförnum árum gengið í gegnum miklar breytingar og ég tel að nú sé kominn sá stöðugleiki í rekstur fyrirtækisins sem nauðsyn- legur er.“ Aðspurður segir Pétur það aldrei hafa komið til greina að loka rækju- verksmiðjunni þegar Vísir kom að Fiskiðjusamlaginu, jafnvel þó að rekstur hennar hefði þá verið mjög erfiður um nokkurt skeið. „Það hefði eflaust verið auðveldast fyrir okkur að að loka verksmiðjunni og selja kvót- ann. Það kom hinsvegar aldrei til tals, enda teljum við okkar hafa ákveðnum skyldum að gegna gagnvart byggð- arlaginu. Við fórum því að skoða hvernig mætti betur standa að rekstr- inum. Ég er mjög ánægður með hver niðurstaðan er. Í okkar augum er þetta besta lausnin og vonandi sú far- sælasta fyrir alla aðila. Við höfum fengið mjög öfluga aðila til samstarfs sem kunna vel til verka og geta von- andi byggt á því góða starfi sem hér var unnið. Það er best fyrir Vísi að koma að rækjuvinnslunni sem sterkir hluthafar í gegnum FH. Þannig getum við ein- beitt okkur að því sem við kunnum besten það er að veiða bolfisk á línu og vinna úr honum verðmæta afurð. Við höfum viljað halda þessari sérhæf- ingu,“ segir Pétur Fiskur á þriðja hvern krók! Alls vinna um 50 manns að jafnaði í bolfiskvinnslu FH. Og þeir hafa nóg fyrir stafni þessa dagana. En á Húsa- vík vita allir að á meðan fiskurinn flæðir inn í vinnsluna, rennur blóð um æðar atvinnulífsins á staðnum. Vísir hf. gerir úr sjö línubáta sem sjá fisk- vinnslum félagsins fyrir hráefni. Vís- isbátarnir hafa mokfiskað undanfarna mánuði, flestir búnir að fá um og yfir 1.000 tonn á fiskveiðiárinu. Meðalafli bátanna á veiðidag á fiskveiðiárinu er tæp 15 tonn en einstakir bátar hafa komist í að fá allt upp í 25 tonn á dag eða fisk á þriðja hvern krók! Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, hampar vænum línuþorski. ÁRIÐ í ár verður norskum sjó- mönnum og útgerðum erfitt. Ljóst er að verðmæti botnfiskaflans á árinu dregst saman um ríflega 15 milljarða íslenzkra króna miðað síð- asta ár. Verðmæti fiskaflans hefur þá ekki verið lægra síðan á þorsk- leysisárunum 1989 til 1990. Þetta kemur fram í úttekt norska sjávarútvegsblaðsins Fiskaren, en þar er farið yfir landaðan afla og aflaverðmæti hjá öllum fimm sam- tökunum, sem sjá um sölu á fiski upp úr sjó. Skýringin á samdrættinum sem er 19% er bæði minna af fiski og lægra verð. Mestur samdráttur kemur fram á sölusvæði Noregs Råfisklag, en þar hefur aflaverðmætið fallið úr 79,2 milljörðum króna á toppárinu 1999 niður í um 47 milljarða króna á þessu ári, þegar áætlað hefur verið afla- verðmætið þennan síðasta mánuð ársins. Miðað við árið í fyrra en sam- drátturinn um 16,5 milljarðar króna eða tæp 25%. Hjá öllum sölusamtök- unum fimm fer aflaverðmætið sam- tals úr 89 milljörðum króna í fyrra í 72,6. Skýringin á þessari neikvæði þró- un liggur að mestu í óvenju háu gengi norsku krónunnar síðustu tvö árin. Þá hafa Rússar landað mun minna af fiski til vinnslu í Noregi. Árið 200 nam aflaverðmæti landaðs Rússafisks á umráðasvæði Råfiskla- gets um 24,2 milljörðum króna. Í fyrra lækkaði verðmæti þessa fisk- afla niður í 19,8 milljarða króna og á þessu ári verður það aðeins um 12 milljarðar króna. Þá hefur gífurleg- ur samdráttur orðið á löndunum Rússa á ferskum fiski í Noregi. Skýringin er meðal annars hátt verð á veiðiheimildum í Noregi og aðrar leiðir til að koma fiskinum í verð. Verðhækkun í október Útflutningur á ferskum þorski hefur aukizt um 30% og var orðinn 21.00 tonn í október. Verðið hefur þó lækk- að um 2% og er að meðaltali ríflega 230 krónur. Útflutningsverðmæti á þorskblokk hefur dregizt saman um 13%, verð á þurrkuðum saltfiski um 11% og verðfallið á skreiðinni er 44% á þessu ári. Annars hefur verðið braggazt í október. Heilfrystur þorskur hefur farið upp um 10%, fryst þorskflök um 1%, blautverkað- ur saltfiskur um 5%, þurrkaður salt- fiskur um 1% og skreiðin um 4%.                "  !     #     $ Aflaverðmæti minna í Noregi RÖGNVALDUR Hannesson, pró- fessor við Viðskiptaháskólann í Bergen, segir hugmyndir um að hætta við olíuleit við Lófót ótrúlega heimskulegar. „Fiskveiðar og olíuvinnsla geta vel átt samleið við Lófót. Olíuvinnsla í 30 ár í Norðursjónum hefur ekki skaðað fiskistofnana. Það eru heims- endaspámenn í röðum umhverfis- sinna, sem hafa talið fólki trú um að olíuvinnsla geti skaðað sjávarútveg- inn,“ segir Rögnvaldur í samtali við norska blaðið Lofotposten. Rögnvaldur segir að sú staðreynd að Noregur flytji út olíu fyrir 3.300 milljarða íslenzkra króna á ári sýni að það eigi að dæla upp olíu hvar sem er við strendur landsins. Þegar olíufélögin fullyrða að undir hafs- botninum utan við Röst liggi olía að verðmæti 7.700 milljarðar króna, sé það auðvelt að komast að niður- stöðu. „Sjávarútvegurinn sem flytur út fyrir 330 milljarða króna á ári, getur aldrei tekið við af olíuiðnaðinum sem undirstaða efnahagslífsins. Fólki á eftir að fækka í fiskveiðum og fisk- vinnslu vegna aukinnar tækni og framboð af fiski mun ekki aukast. Olíuiðnaðurinn getur orðið bjarg- vættur Norður-Noregs. Fólkið þar getur haldið áfram að búa þar og haft atvinnu af olíuvinnslu,“ segir Rögnvaldur Hannesson. Ótrúlega heimskulegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.