Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 10
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, mælti fyrir frumvarpi um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingis- manna og hæstaréttardómara á Al- þingi í gær. Í frumvarpinu eru lagðar til viðamiklar breytingar á fyrir- komulagi eftirlauna æðstu handhafa framkvæmdavaldsins, löggjafar- valdsins og dómsvaldsins. Jafnframt eru gerðar breytingar á þingfarar- kaupi. Í máli Halldórs kom m.a. fram að ekki lægi fyrir tryggingafræðilegt mat á því hve mikinn kostnað frum- varpið hefði í för með sér fyrir rík- issjóð. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði að gera mætti ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs á næsta ári, vegna frumvarpsins, yrðu um tíu til tólf milljónir króna ef allt væri talið með. Halldór Blöndal er fyrsti flutnings- maður frumvarpsins en meðflutn- ingsmenn eru Guðmundur Árni Stef- ánsson, þingmaður Samfylking- arinnar, Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, Þuríður Backman, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Þrír þingmenn lýstu því yfir í um- ræðum á Alþingi í gær að þeir styddu ekki frumvarpið. Það eru þau Ög- mundur Jónasson, þingmaður VG, Grétar Mar Jónsson, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, og Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG. Halldór fór yfir einstakar greinar frumvarpsins í framsöguræðu sinni. Þegar hann gerði grein fyrir breyt- ingum á þingfararkaupi – en þar er m.a. lagt til að formenn stjórnmála- flokka fái 50% álag á þingfararkaup – sagði hann að það væri hollara fyrir þjóðfélagið að hafa þessa launaupp- bót opinbera og gagnsæja. Betra væri að hafa þann háttinn á í stað þess að alþingismenn færu í kringum hlutina „með því að biðja um hærri framlög til stjórnmálaflokka og greiða formönnum sínum í gegnum þá hærri laun.“ Í máli hans kom einn- ig fram að frumvarpið leiddi til skerð- ingar á kjörum meirihluta þing- manna en bætti þó kjör þeirra sem gegndu vandasamari embættum, s.s. formanna flokkanna og forsætisráð- herra. Í lok ræðu sinnar sagði hann að með umræddu frumvarpi hefði skýrst sú mynd sem væri á launum og kjörum helstu embættismanna og fulltrúa þjóðarinnar. „Á undanförn- um árum hafa orðið ýmsar breyting- ar á þessum málum. Ég get nefnt skattmeðferð á launum forseta Ís- lands, lög um Kjaradóm og kjara- nefnd og lög um þingfararkaup og þingfararkostnað. Þessar breytingar hafa komið í áföngum en hafa allar horft til þess að gera skipulag þess- ara mála skýrara og gegnsærra eins og stundum er sagt. Að vissu leyti má líta á þetta frumvarp sem síðasta skref í þessari endurskoðun.“ Íslensk dollarabúð Auk Halldórs fluttu þrír þingmenn framsögu í umræðunni um frumvarp- ið, þ.e. Grétar Mar Jónsson, vara- þingmaður Frjálslynda flokksins, Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG. Auk þess gerðu tveir þingmenn Samfylkingarinnar stuttar athuga- semdir við ræður annarra þing- manna. Grétar Mar hélt stutta ræðu og sagðist ekki treysta sér til að styðja frumvarpið. „Ég treysti mér ekki til að styðja þetta frumvarp vegna þess hver staða stjórnvalda er gagnvart öryrkjum, atvinnulausum og öðrum þeim sem minna mega sín,“ sagði hann. „Mér finnst ekki rétt að auka réttindi þingmanna og kannski sérstaklega ráðherra á meðan ekki er staðið betur að málum gagnvart þess- um sem minna mega sín í samfélag- inu.“ Ögmundur sagði frumvarpið tíma- skekkju. „Þetta frumvarp er tíma- skekkja; minjar um kerfi misskipt- ingar og sérréttinda. Í ríkjum austan tjalds birtust forréttindi valdastétt- anna meðal annars í svokölluðum dollarabúðum. Þar versluðu menn á sérkjörum. Þetta frumvarp er doll- arabúð íslenska lífeyriskerfisins.“ Ögmundur spurði m.a. að því hvers vegna þingmenn gætu ekki verið á sambærilegum lífeyriskjörum og aðrir. Hann sagði ekkert sérstakt við þingmenn og ráðherra, nema hvað þeim væru sköpuð sérréttindi sem engin rök væru fyrir. Hann sagði ennfremur að með frumvarpinu væri verið að auka mismuninn milli al- mennra þingmanna annars vegar og ráðherra hins vegar. „Reyndar kem ég ekki auga á rök fyrir mörgum hlutum í þessu frumvarpi. Ég tel þetta frumvarp vera óeðlilegt og óásættanlegt frá upphafi til enda. Vinnubrögðin eru auk þess röng; að dengja þessu fyrirvaralítið inn á Al- þingi í flýtiafgreiðslu. Það má ekki gerast að þjóðin þurfi að óttast myrkrið þegar Alþingi Íslendinga er annars vegar; að í skjóli myrkurs sé flýtifrumvörpum hraðað í gegnum Alþingi eins og nú virðist eiga að gera.“ Hann sagði að í frumvarpinu væru krásir sem þjóðin kynni ekki að meta og kvaðst myndu greiða at- kvæði gegn frumvarpinu. Davíð Oddsson sagði að ef for- svarsmenn á vinnumarkaði teldu að frumvarpið gæti raskað horfum í komandi kjarasamningum þá væri það framkomið á hárréttum tíma. Það væri alltént óeðlilegra, miðað við málflutning forsvarsmanna verka- lýðsfélaga, að leggja frumvarp sem þetta fram eftir undirritun kjara- samninga. „En nú liggur þetta mál á borðinu fyrirfram áður en til kjara- samninga kemur,“ ítrekaði hann „og ég hygg að þegar menn munu skoða málið betur og hafa haft tíma til að fara í gegnum það komi á daginn að hér er ekki um mál að ræða sem snertir almenna kjarasamninga í landinu. Hér er ekki um það að ræða að það sé verið að gera almennar launabreytingar í þágu þingmanna. Launabreytingar af því tagi gerir Kjaradómur – ekki þingmenn sjálf- ir.“ Davíð sagði einnig að í umræðunni um frumvarpið hefðu fallið stór orð um að með því væri verið að hygla leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Í því samhengi væru nöfn þeirra manna sem tengdust þeim stöðum dregin fram í dagsljósið. „Það er al- gjörlega röng framsetning. Þessi breyting hefur ekkert með nöfn þess- ara manna að gera. Forystumenn í stjórnarandstöðu eru yfirleitt kosnir af flokkum sínum til tveggja ára í senn eða svo. Ekki lengur. Og ekki er algengt að menn sitji mjög lengi í þeim störfum eins og kunnugt er, því þau eru auðvitað erfið og umdeild í öllum flokkum.“ Davíð sagði að hækkun á þingfar- arkaupi forystumanna stjórnmála- flokka væri sanngjörn í ljósi þess að þannig væri minni munur á kjörum forystumanna stjórnarliða og ráð- herra annars vegar og kjörum for- ystumanna stjórnarandstöðunnar. Með breytingunni væru menn því að fallast á sanngjarna og lýðræðislega kröfu um að minnka aðstöðumun stjórnar og stjórnarandstöðu. Davíð sagði að auðvitað færu menn að reikna „með tryggingafræðilegum hætti lífeyrisgreiðslur og réttindi manna“. Hann sagði að það væru sjálfsagt til formúlur um það en þær lytu reyndar sjaldnast stjórnmála- mönnum af einhverjum ástæðum. „Ég var nú bara hér við borðið að skrifa hjá mér þá menn sem hefur sjálfsagt verið hægt að reikna hátt til eftirlaunagreiðslna. Ólafur Thors for- sætisráðherra naut eftirlauna í eitt ár. Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra naut engra eftirlauna. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra naut engra eftirlauna. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra naut engra eftir- launa. Gunnar Thoroddssen forsætis- ráðherra naut engra eftirlauna. Þetta kemur upp í huga minn. Það er vegna þess að þessir menn endast ekkert mjög vel. Þetta er slítandi starf. Þannig er það. Nú ef menn hefðu til að mynda í þessum efnum áhyggjur af þeim sem hér stendur get ég sagt þeim til huggunar að báðir afar hans dóu fyrir sextugt. Faðir hans dó sex- tíu og þriggja ára. Menn geta þannig borið góðar vonir í brjósti um að hann verði ekki mjög þungur baggi á fram- tíðinni. En ég segi þetta frekar til gamans en annars þó að það sé nú reyndar ekkert gamanmál hvað þess- ir nánu forfeður mínir lifðu stutt. En svona er þetta. Reglur af þessu tagi segja ekki alla söguna.“ Davíð sagði að lokum að frumvarp- ið væri ekki afgreitt í skjóli nætur; því væri ekki hraðað á einum til tveimur klukkutímum í gegnum þingið. „Það var ekki gert og stóð ekki til. Þegar menn kynna sér þetta mál liggur það fyrir eins og opin bók. Það eru engin leynd réttindi í þessu máli. Það hlýtur að hafa heilmikla þýðingu fyrir menn sem horfa á af- greiðslu málsins.“ Kolbrún Halldórsdóttir sagði að sér fyndist tímasetning frumvarpsins orka tvímælis. Sagði hún auk þess að sér fyndist að svona frumvarp ætti að leggja fram á þingi sem væri að ljúka störfum en ekki á þingi sem væri ný- tekið til starfa. Halldór Blöndal mælti fyrir frumvarpi um eftirlaun til æðstu embættismanna Markmiðið að gera skipulag þess- ara mála skýrara og gegnsærra Fyrsta umræða um frumvarp um breytingar á kjörum æðstu handhafa framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds fór fram á Alþingi í gær. Þrír þingmenn lýstu því yfir að þeir hygðust ekki styðja frumvarpið. Umræðan stóð yfir í rúma klukkustund. Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Blöndal, forseti Alþingis, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frumvarpið taki gagn- gerðum breytingum SIGURJÓN Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins og einn flutn- ingsmanna frumvarpsins, segir að frumvarpið þurfi að taka gagn- gerðum breytingum áður en það verður að lögum. „Ég vil að þetta frumvarp taki gagngerðum breyt- ingum. Ég sé ágalla á þessu sem þarf að laga og held að það sé of vel í lagt. En það er sumt sem er til bóta, sérstaklega varðandi þennan línulega rétt sem fólk öðlast til líf- eyrisgreiðslna. Ég tel jákvætt að mörgu leyti að menn geti komist á eftirlaun snemma en það þarf ekki að vera alveg svona vel í lagt. Það er m.a. vegna þess að ekki sé verið að koma mönnum inn í einhverjar stofnanir hjá hinu opinbera og jafnvel verið að búa til embætti, eins og „umboðsmaður sjúklinga“ og fleira.“ Að sögn Sigurjóns komu hörð viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar í sjálfu sér ekki á óvart, en hann segist ætla að beita sér fyrir því að frumvarpið taki breytingum. „Ég mun sérstaklega beita mér fyrir því að þetta fái góða málsmeðferð, okkur liggur ekkert á að klára þetta,“ sagði Sigurjón. Sigurjón Þórðarson Odd Nerdrum verði íslenskur ríkisborgari LISTAMAÐURINN Odd Nerdrum er meðal þeirra nítján einstaklinga sem allsherjarnefnd Alþingis legg- ur til að fái íslenskan ríkisborgara- rétt að þessu sinni. Kemur þetta fram í lagafrumvarpi nefndarinnar sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Nerdrum er fæddur í Svíþjóð árið 1944. Í greinargerð allsherjarnefndar segir að nefndinni hafi borist 26 umsóknir um ríkisborgararétt á þessu löggjafarþingi, en Alþingi veitir ríkisborgararétt með lögum. Af þessum 26 einstaklingum leggur nefndin til að 19 fái ríkisborgara- rétt að þessu sinni. ♦ ♦ ♦ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lengi, eða í sjö til átta ár, hefði verið rætt um að gera breytingar á eftirlaunareglum æðstu embættismanna. Niðurstaðan hefði verið að leggja málið fram með þessum hætti nú. „Ef menn telja að þessi mál hafi áhrif á kjara- samninga, sem mér þykir ekki líklegt að sé rétt, þá er það eðlilegt að það liggi fyrir áður en menn fara á bullandi ferð í kjarasamninga.“ Hann ítrekaði að hér væri ekki um að ræða neinar almennar launabreytingar til þing- manna. Þær gerði Kjaradómur, ekki þingið. Verkalýðsforingjar sögðu í gær að frum- varpið stefndi kjarasamningum í hættu. Spurður um það sagði Davíð: „Ég hygg að það sé vegna þess að þeir hafa ekki enn lesið frum- varpið, þeir hafi ekki haft tíma til þess.“ Hann bætti því við að ef menn teldu að frumvarpið fæli í sér gríðarlegar breytingar, sem það gerði reyndar ekki, þá væri betra að menn hefðu það fyrir framan sig áður en kjara- viðræður hæfust en ekki eftir að þeim væri lokið. Í frumvarpinu er opnuð leið fyrir for- ystumenn í stjórnmálum „að hætta stjórn- málaþátttöku nokkru fyrr en nú er, að lág- marki 55 ára, hafi þeir gegnt ráðherrastörfum í a.m.k. ellefu ár,“ svo vitnað sé beint í grein- argerð frumvarpsins. Þegar Davíð var spurður hvort þarna væri verið að sníða frum- varpið að hans þörfum sagði hann: „Sam- kvæmt þessu frumvarpi er þetta almenn regla, sú sama og gildir um forseta Íslands nema helmingi lægri laun. Reglum forsetans var breytt í tíð Kristjáns Eldjárns. Þær voru ekki hugsaðar fyrir Kristján Eldjárn heldur fyrir forseta Íslands og gilda um þá alla. Þannig að þetta hefur engar breytingar í för með sér fyr- ir mig í augnablikinu og hefur engin áhrif á þær ákvarðanir sem ég kann að taka.“ Davíð bætti því við að honum fyndist 55 ár ekki vera mjög hár aldur. Þegar hann var áfram spurður að því hvort umrætt ákvæði í frumvarpinu fæli í sér vís- bendingu um að hann væri að hætta í stjórn- málum sagði hann svo ekki vera. „Það felst ekki í þessu nein slík vísbending.“ Lengi rætt um að gera breytingar ♦ ♦ ♦ Alþjóðleg viðskiptafélög Útgáfu leyfa verður hætt ALÞINGI samþykkti í gær frumvarp um breytingar á lögum um alþjóðleg viðskiptafélög. Með lögunum er kveð- ið á um að útgáfu starfsleyfa til al- þjóðlegra viðskiptafélaga verði hætt frá og með 1. mars 2004 og að starfs- leyfi félaga sem þegar hafa fengið starfsleyfi falli úr gildi 1. janúar 2008 samhliða því að lögin falla úr gildi. Þá samþykkti Alþingi í fyrradag lagafrumvarp þess efnis að fjármála- ráðherra fari með hlutabréf ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. í stað sam- gönguráðherra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.