Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Grafarvogur | Hin árlega Stjörnu- messa verður haldin í bílverkstæð- inu Bílastjörnunni við Gylfaflöt 10 í Grafarvogi klukkan sex í kvöld. Stjörnumessan hefur fest sig í sessi sem ein merkasta og sérstæðasta menningarsamkoman á aðventunni undanfarin ár, en hún er haldin í umhverfi sem ekki tengist lista- eða menningarstarfsemi dagsdaglega. Stjörnumessan er haldin að frum- kvæði Grafarvogsskáldanna og eig- enda Bílastjörnunnar með stuðningi frá Miðgarði, fjölskylduþjónustu Reykjavíkurborgar í Grafarvogi. Fjölmennur hópur valinkunnra listamanna mun koma þar fram með Grafarvogsskáldin í broddi fylkingar. Grafarvogsskáldin Sig- urbjörg Þrastardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Ari Trausti Guð- mundsson, Ragnar Ingi Að- alsteinsson og Einar Már Guð- mundsson munu lesa upp úr verkum sínum. Hörður Torfason trúbador, Agnar Már Magnússon píanóleikari og Kristjana Stef- ánsdóttir djasssöngkona leika og syngja tónlist auk þess sem starf- andi listamenn á Korpúlfsstöðum, þær Anna Eyjólfsdóttir, Ása Ólafs- dóttir, Bryndís Jónsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Kristín Geirsdóttir og Magdalena Margrét Kjartansdóttir, sýna myndlistarflæði með skjá- varpa. Einnig verður sérstakur leyni- gestur, veitingar í boði Bílanausts og flugeldasýning. Kynnir verður Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi. Stjörnumessa í kvöld Reykjavík | Boðið verður upp á heit- ar máltíðir í öllum grunnskólum Reykjavíkur frá og með haustinu 2004, samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs. Fram kom í ræðu Þórólfs Árnasonar borgarstjóra á borg- arstjórnarfundinum 4. desember sl., að því marki verði náð í haust að öll börn í 1.-4. bekk í skólum borgarinnar geti fengið mat í skólanum. Þá á þessi þjónusta að ná til 93% nemenda í 5.–7. bekk í stað 81% á þessu ári. Sex af hverjum tíu efstu bekkingum munu einnig njóta þessarar þjónustu frá og með hausti 2004. „Skóla- máltíðir eru geysilegt framfaraspor, sem hefur bein og umsvifalaus áhrif á velferð og vellíðan barnanna og þar af leiðandi einnig á námsgetu og gæði skólastarfsins,“ sagði borgarstjóri. Heitar máltíðir í grunnskóla Grafarvogur | Krakkarnir á leikskól- anum Foldakoti fóru í gær í langa gönguferð til að ná sér í jólatré fyrir leikskólann. Lá leið þeirra í lítinn skóg sem þau kalla Stóraskóg þar sem þeirra beið miði frá jólasvein- inum. Vísaði miðinn þeim á fallegt lít- ið grenitré sem borgarstarfsmenn höfðu grisjað fyrir leikskólann og var því fagnað með mikilli gleði. Áður en börn og leikskólakennarar tóku til við að ferja tréð heim á leið ákváðu þau að máta það til söngs og hringdans og sungu börnin nokkur jólalög í tilefni þess. Síðan settust allir með kakó og piparkökur og nutu blíðunnar í skóg- arskjólinu, þótt nokkuð kalt væri í veðri. Kuldaboli náði þó ekki að bíta neitt barnanna, því öll voru þau kapp- klædd og hraustleg. Morgunblaðið/Svavar Skógurinn nýttur: Umhverfi skógarins býður upp á nýtt leikumhverfi fyrir börnin sem nýttu sér það til hins ýtrasta. Jólatréð sótt í skóginn Reykjavík | Þórólfur Árnason opnaði vefinn www.tonmennt.is í fræðslumiðstöð Reykjavík- ur í gær. Alhliða tónlistarkennslusvæði á netinu. Vef- urinn er ætlaður grunnskólum og mun henta jafnt tónmenntakennurum sem almennum kennurum til notkunar í kennslu. Inni á vef- svæðinu geta nemendur stundað sjálfsnám og unnið verkefni undir handleiðslu kennara. Einnig geta kennarar sótt sér ítarefni, verk- efni eða upplýsingar um það sem að þeirra fagi snýr. Tónmennt er án efa viðamesti þátt- urinn á tonmennt.is en þar eru einnig kennslu- stundir í hlustun á hljóð, hljóðfæri, mismun- andi tónlist og greining. Nemendum gefst kostur á að gera greinarmun á hljóðfærum, mismunandi hljóðfærahópum, umhverf- ishljóðum, greina djúpa-háa tóna, sterka-veika tóna, hratt-hægt o.s.frv. Þekkt sönglög og textar Nemendur munu á tonmennt.is hafa aðgang að þekktum sönglögum og textum. Þessum sönglögum, sem birtast á nótum, fylgja undir- leikur og textar þannig að nemendur geta sungið með. Hægt er að breyta tóntegund og hraða til að falla að hvaða sönghóp sem er. Fjöldi laga frá öllum tímum eru inni á vefnum. Helstu atriði tónfræðinnar eru einnig á vefnum; nótur, taktur, tónbil, tónstigar og fleiri aðalatriði tónfræði eru tengd tóndæmum og sýnishornum. Þarna er t.d. sýnt fram á hver munur er á tónlist í moll og dúr og þá eru tekin dæmi af lögum sem nemendur þegar þekkja. Tónlistin birtist svo á nótum með nánari skýr- ingum meðan nemendur hlusta. Öll helstu tón- skáld sögunnar fá umfjöllun á vefnum ásamt tóndæmum úr þekktum verkum þeirra. Að undanförnu hefur Tónmenntavefurinn verið prófaður af nemendum Tónlistarskóla Árbæjar og gefið góða raun. Þá hafa aðstand- endur vefjarins verið í sambandi við fjölda tón- listarkennara sem veitt hafa ráðleggingar og komið með athugasemdir við efnisatriði og framsetningu. Með notkun nútímaupplýsinga- tækni opnast nú möguleiki til stóraukinnar tónlistar- og tónmenntakennslu í grunnskólum borgarinnar. Mikilvægt grunnfag: Tónmennt er eitt mikilvægustu faga sem grunnskólabörn læra, enda þroskar tónmennt fjölda hæfileika og eykur hæfni í námsfögum eins og lestri og stærðfræði. Spennandi möguleiki við tónmenntakennslu Fræðsluvefurinn tónmennt.is opnaður Óánægja með fjárhagsáætlun | Minnihluti bæjarstjórnar Mosfells- bæjar gerir alvarlegar athugasemd- ir við fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2004. Í fréttatilkynningu minni- hlutans segir að almenn hækkun á gjaldskrám sé einkennandi, til dæm- is muni leikskólagjöld brátt hafa hækkað um hátt í 30% á einu ári. Einnig gerir minnihlutinn at- hugasemdir við aukna miðstýringu og takmörkun á aðkomu kjörinna fulltrúa að lýðræðislegum umræðum og ákvarðanatöku auk þess sem þrengt sé að starfsemi grunnskól- anna. Fjárhagsáætlun 2004 lýsir að áliti minnihlutans metnaðarleysi sjálfstæðismanna og skorti á fram- tíðarsýn í ört vaxandi bæjarfélagi. Gátlisti fyrir fjallafer›ir fylgir Jólagjöf jeppamannsins Dreifing. Hönnun og umbrot • S. 577 1888 Fæst í næstu bókabú› ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 31 43 1 2/ 20 03 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 500.000.000 kr. 4. flokkur 2003 Nafnverð útgáfu Heildarnafnverð flokksins er 500.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa Skuldabréf 4. flokks 2003 eru gefin út skv. lögum 161/2002 um fjármálafyrirtæki og reglur nr. 540/2003 um viðbótareiginfjárlið fyrir fjármálafyrirtæki, og hafa engan lokagjalddaga. Vextir greiðast á sex mánaða fresti, þann 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert, í fyrsta skipti 15. febrúar 2004. Útgáfudagur skuldabréfanna var 15. ágúst 2003. Skuldabréfin bera 6,50% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður LAIS 03 4 Skráningardagur Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 17. desember 2003. Upplýsingar og gögn Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Landsbanki Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. vefsíða www.landsbanki.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.