Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVER greinin hefur rekið aðra að kvarta yfir veiðibanni á rjúpu. Nýlega kom þó grein eftir Indriða Aðalsteinsson, þar sem kveður við annan tón. „Stattu þig Sif“ heitir greinin. Þar er veiði- mennskunni rétt lýst. Indriði segist um ára- tugi hafa verið fengsæl rjúpnaskytta. En látið slíkt ógert síðustu tvö haust vegna ástands stofnsins. Um fækkun rjúp- unnar segir hann: „Þetta er heldur engin furða, meðan sífellt fleiri og tæknivæddari dauðasveitir sportveiðimanna á fjallabílum og snjósleðum, líkt og engisprettuplága, þaulkemba land- ið, oft á auðri jörð, frá ystu nesj- um til innstu jökulkima miðhá- lendisins, svo rjúpan á hvergi griðland.“ Skelegg og vel skrifuð grein. Um formann Skotvíss, Sigmar B. Hauksson, segir Indriði: „Mætti margt segja. Læt það bíða.“ „Frægastur hefur hann þó orðið raunar að endemum er hann sótti um það í nafni samtakanna að bæta hrossagauknum á sælkera markað sinn.“ Grein Indriða er gagnmerk. Og nú 10. nóvember stutt grein eftir Sigmar B. Hauks- son, „Gagnrýna rjúpnaveiðibann“ heitir greinin. Nú vonast þeir eftir að Alþingi taki á þessum málum. Þeir vilja láta Alþingi ógilda ákvörðun umhverfisráðherra – og þá sjálft sig um leið. Til þess er umhverfisráðherra að taka af skarið í alvarlegum umhverf- ismálum, eins og dauðahættu rjúpnastofnsins. Á sama tíma grein eftir Björn Björns- son. Hann ætlar Al- þingi að taka fram fyrir hendur um- hverfisráðherra. Björn talar þó um þúsundir veiði- manna, sem elta rjúpur, samanber lýsingu Indriða. Nema hvað látið er í veðri vaka að flestir sport- veiðimenn veiði fáar rjúpur. Og svo kemur vorkunn- semi við bændur með bændagist- ingu. „Komið yrði með afnámi veiðibanns í veg fyrir mikið tekju- tap í ferðaþjónustu bænda,“ segir Björn. „Það fer sífellt í vöxt að veiðimenn af höfuðborgarsvæðinu taki sér frí á rjúpnaveiðitímabilinu og haldi út á land, þar sem keypt er gisting, fæði og þjónusta fyrir tugi milljóna króna á ári, við rjúpnaveiðar.“ Svo vorkennir Björn þeim sem versla með skot og vörur fyrir veiðina. Þessi lýsing Björns sannar grein Indriða á Skjaldfönn. Undir öllum þessum kostnaði á rjúpnaveiðin að standa. Sést vel hve algjört veiðibann á rjúpu er aðkallandi. Óhæfa er, að bændur eða aðrir með ferða- mannahópa hafi leyfi til að selja innlendum og útlendum ferða- mönnum veiðar á íslenskum fugl- um. Ólafur Karvel Pálsson, frv. formaður Skotvíss, skrifar nú 10. nóvember 2003 greinina: „Stjórn- sýsla umhverfisráðherra.“ Hann er mjög sammála núverandi for- manni Skotvíss. Ég hef hér fyrir framan mig grein frá 17. ágúst 2003, „Verndun rjúpunnar“, eftir þrjá merka menn, Jón Gunnar Ottósson, Ólaf K. Nielsen og Kristin Skarphéð- insson. Formönnum Skotvíss er bent á að lesa þá grein, hún hefur öll svör við máli þeirra. Svo að furðu sætir að lesa greinar fyrr- verandi og núverandi formanns Skotvíss. Ég bendi veiðimönnum á að fækka hettu- og sílamáfum og minkum. Vonandi bæta nú ráða- menn fyrir forvera sína sem fluttu inn minka. Og samþykki rjúpna- veiðibannið. Ótrúlegt að 18 þingmenn vilji afnema rjúpnaveiðibann Rósa B. Blöndals skrifar um rjúpnaveiðar ’Óhæfa er, að bændureða aðrir með ferða- mannahópa hafi leyfi til að selja innlendum og útlendum ferða- mönnum veiðar á íslenskum fuglum. ‘ Rósa B. Blöndals Höfundur er rithöfundur. INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA Í MEDCARE FLÖGU HF. Mánudaginn, 12. janúar 2004 Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Medcare Flögu hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Medcare Flögu hf., Vesturhlíð 7, 105 Reykjavík eða í síma 510 2000 eða á netfang hluthafaskra@medcare.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf, fyrir skráningardag. verða hlutabréf í Medcare Flögu hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Medcare Flögu hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Medcare Flögu hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins hefur verið kynnt þetta bréfleiðis. www. .commedcare Ford Focus C-Max, sjálfskiptur. Verðmæti 2.370.000 kr. Bifreið eða greiðsla upp í íbúð. Verðmæti 1.000.000 kr. Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun. Hver að verðmæti 100.000 kr. www.krabb.is Vertu með og styrktu gott málefni N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s N M 1 0 8 1 7 Glæsilegir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.