Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 61

Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 61
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 61 glatt á hjalla, öll fjölskyldan og aðrir gestir sátu við eldhúsborðið og gæddu sér á súpunni og ljúfum veig- um og gleðin stóð langt fram á nótt. Ég mun ætíð minnast einlægrar hlýju og umhyggju Eiríks í okkar garð. Alltaf var hann reiðubúinn að taka á móti okkur, ekki bara sem gestum heldur sem hluta af fjölskyldu sinni. Honum þótti gaman að spjalla og allt- af var stutt í kímnina. Ánægjan var ekki síður okkar. Elsku Magga, kæra fjölskylda, Guð veiti ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Við Lára Björk þökkum fyrir okk- ur. Álfheiður Björk Einarsdóttir. Brostinn er hlekkur í mannlífs- keðju Gnúpverja með andláti Eiríks í Sandlækjarkoti. Uppalinn á umsvifamiklu og fjöl- mennu menningarheimili í Stóru- Mástungu. Fljótt mun krókurinn hafa beygst að því sem verða vildi. Börn í sveit á þessum tíma urðu umsvifa miklir bændur, með búsmalann úr hornum, kjálkum og leggjum. Gott var að byggja yfir hjörðina í brekk- unum ofan við bæinn og fá um leið í litlu fingurna snertingu við moldina og finna úr henni máttuga lyktina. Ég leyfi mér að geta þess til að ást hans á sauðkindinni hafi þegar orðið til við handfjötlun hornanna. Einnig dásemdir náttúrunnar, sem hann hreifst af einkum hálendinu. Eiríkur sótti grunnmenntun í Ása- skóla, auk þess vetrartíma í Íþrótta- skóla Sigurðar Greipssonar. Þar vor- um við samtíma, hjá þeim góða manni, sóttum þangað eflingu andans auk þess að virkja líkamsburði. Rétt fyrir miðja síðustu öld réð Ei- ríkur sig í kaupavinnu í Sandlækjar- kot, kom ríðandi á flugviljugum gæð- ingi sem hann átti og var kallaður Þristur. Eiríkur var góður hestamað- ur, en einyrkja bóndi og átti alltof fá- ar stundir til að stunda hestamennsku af alvöru. Hann heillaðist af einni heimasæt- unni, Margréti, þau áttu ástríkt hjónaband í fimmtíu og sex ár. Magga ól honum fimm börn, tvær dætur löngu fluttar að heiman. En synirnir þrír eru rótfastir á óðalinu og munu halda merkinu á loft um langan tíma, því sama ættin hefur búið þar í tvö hundruð og fjórtán ár. Þegar þau tóku við jörðinni voru hús og fénaður í toppstandi á þeirra tíma mælikvarða. En nútíminn krafð- ist endurbóta og uppbyggingar, unnið var hörðum höndum við endurbygg- ingu húsa og að rækta víðlend tún. Mér er minnisstætt hvað það var talin mikil fjarstæða er hann tók fyrstu spilduna til ræktunar á Langabakk- anum uppi við Stóru-Laxá vegna fjar- lægðar. En þar bylgjast nú vallar- foxgrasið á mörgum hekturum túna. Þá ber að geta um ótrúlega framsýni með verkun á votheyi. Dagsverkin eru ekki mæld í klukkustundum. Á þeim tíma var rík hugsun hjá bændafólki að það væri ómissandi, því urðu frítímar sárafáir. Eiríkur gat litið stoltur ásamt konu sinni yfir ævistarfið, því allt var betra en þegar byrjað var. Hann var einstakt snyrtimenni, vann verkin af kostgæfni, ljúfmenni með létta lund, síkvikur og frár á fæti. En fyrir nokkrum árum urðu hon- um og fjölskyldunni mikil vonbrigði er hann greindist með Alzheimer, sem fjötraði hugsun hans hægt og bít- andi í eigin líkama. Sjúkdómurinn náði aldrei að taka frá honum helg- ustu og dýrmætustu gjafirnar sem voru „Faðir vorið“ og bænaversin sem fylgdu honum fram í andlátið. Aðdáunarvert var að fylgjast með ást og umhyggju Möggu og fjölskyldu. Við Maja sendum þeim innilegar samúðarkveðjur og Eiríki þökkum við fallega brosið sem hann gaf okkur þrem dögum fyrir andlátið. Að síð- ustu ein af kvöldbænum hans. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mér að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn E.) Björn Erlendsson og fjölskylda. ✝ Þóroddur Ing-valdur Sæmunds- son fæddist á Hrafnagili í Þor- valdsdal í Eyjafirði 31. október 1905. Hann lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri 3. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sæ- mundur Oddsson, f. á Grímshúsum í Múla- sókn S-Þingeyjar- sýslu 3. apríl 1853, d. 10. júní 1934 og kona hans Snjólaug Hall- grímsdóttir, f. á Kotá 2 Hrafna- gilssókn í Eyjafirði 9. desember 1865, d. 15. janúar 1958. Systur Þórodds voru Ástríður Margrét, f. 10. júní 1898, d. 30. nóvember 1982, maki Jóhann Friðrik Sig- valdason, f. 29. október 1889, d. 20. febrúar 1957; Guðrún Þórdís, f. 2. janúar 1901, d. 1. desember 1993. Þóroddur kvæntist 25. desem- ber 1940 eftirlifandi eiginkonu sinni, Birnu S. Guðjónsdóttur frá Garðshorni Glerárþorpi, f. 26. júní 1919. Hún er dóttir hjónanna Guðjóns Jóhannssonar, f. 18. apríl 1874, d. 8. október 1963 og Krist- ínar Guðrúnar Hallgrímsdóttur, f. 18. júlí 1885, d. 8. janúar 1930. Börn Þórodds og Birnu eru: 1) Katrín, f. 9. október 1940. 2) Sæ- mundur Gunnar, f. 19. mars 1942. 3) Baldvin Helgi, f. 27. júlí 1944, kvæntur Petru Verschüer, f. 12. október 1948, börn þeirra: Sveinn Gunnar, f. 11. febrúar 1971, Björn Jónas, f. 31. maí 1976, og Melanie Ruth, f. 11. maí 1982. 4) Snjólaug, f. 27. ágúst 1945, gift Þorsteini Þorsteins- syni, f. 31. maí 1945, synir þeirra: Þor- steinn Gunnar, f. 17. maí 1966, kvæntur Sigrúnu Ingimars- dóttur, f. 17. maí 1966, þau eiga eina dóttur, Þórgunni, f. 1. mars 1999, og Þóroddur Björn, f. 8. október 1969. 5) Kristín Sigríður, f. 4. ágúst 1948, sonur hennar og Hjalta Sigurbergsson- ar, f. 21. nóvember 1944, d. 24. febrúar 1971, er Hjalti Sigurberg- ur, f. 8. febrúar 1971, unnusta hans Helga Valey Erlendsdóttir, f. 15. júlí 1978, dóttir Helgu, Hild- ur María Ellertsdóttir, f. 21. nóv- ember 1999. 6) Guðjón Snorri, f. 28. október 1958, kvæntur Krist- ínu Maríu Magnadóttur, f. 3. mars 1957, synir þeirra eru Friðjón Már, f. 14. ágúst 1980, og Snorri, f. 11. september 1984. Þóroddur ólst upp á bæjunum Hrafnagili, Grund og Kleif í Þor- valdsdal en fór um tvítugt að læra trésmíði í Ólafsfirði. Hann vann við húsasmíðar, mest í sveitum Eyjafjarðar og síðar á Akureyri, en þangað fluttist hann 1946 og bjó þar síðan. Hann lauk starfs- ferlinum á Sambandsverksmiðj- unum þar sem hann vann við við- hald og sútun í tæpa tvo áratugi. Útför Þórodds verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þá ertu, afi minn, lagður af stað í þína hinstu ferð, á stað hins eilífa ljóss og friðar. Þegar ég fékk fréttirnar að þú hefðir hvatt hinn veraldlega heim toguðust á í mér sorg og gleði. Sorg yfir því að þú værir farinn og gleði fyrir þína hönd að snörpum veikindum væri lokið og þú hefðir öðlast hinn eilífa frið. Þrátt fyrir háan aldur fannst mér eins og ekkert mundi bíta á þér, elsku afi minn. Þú stóðst eins og klettur sem gnæfir úr hafinu og ekkert fær haggað, nánast sama hvað á gekk. Þú hefur ávallt verið mín fyrirmynd, mín föðurímynd og umfram allt góður vinur. Ég hef eftir fremsta megni reynt að til- einka mér marga af þínum kost- um, reynt að „gera eins og afi hefði gert það“ þegar á hefur reynt að taka erfiðar ákvarðanir. Eitt af því sem þú stimplaðir inn í huga minn strax á unga aldri var það, að gefast aldrei upp þó á móti blási. Það ásamt því að trúa að maður geti allt sem maður virki- lega vilji gera. Eftir þessu tvennu mun ég reyna að lifa um ókomna tíð. Þín sterka skapgerð og persónu- töfrar hafa hvarvetna vakið athygli ásamt góðri kímnigáfu og leikræn- um tilburðum þegar setja þurfti fram áherslur um menn og mál- efni. Ég gæti án efa haldið enda- laust áfram upptalningu minni um þá kosti sem þú hafðir að bera en langar að lokum að vitna í valda kafla úr vísum Vatnsenda-Rósu. Trega eg þig manna mest mædd af tára flóði, ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal eg gleyma þér. Beztan veit eg blóma þinn, blíðu innst í reitum. Far vel Eyjafjörður minn, fegri öllum sveitum. Þinn dóttursonur, Hjalti Sigurbergur Hjaltason. ÞÓRODDUR I. SÆMUNDSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að símanúmer höfundar og/eða send- anda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR SIGURLAUG GÍSLADÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar að kvöldi miðvikudagsins 10. desember. Sigríður Sverrisdóttir, Hallsteinn Sverrisson, Anna E. Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, Hlégerði 16, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 9. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 16. desember kl. 13.30. Ingibjörg Steingrímsdóttir, Gréta Björgvinsdóttir, Bjarni Jónsson, Guðmundur Jón Björgvinsson, Baldvin Björgvinsson, Rakel Tanja, Róbert Bjarni, Davíð Rúnar, Íris Andrea, Aníta Lena, Dagur Freyr og Tumi. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KAREN JÓHANNSDÓTTIR frá Skjaldfönn, Blómvallagötu 13, lést á líknardeild Landakots mánudaginn 1. desember. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum sýndan hlýhug. Jóhann Alexandersson, Ásgerður Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, GUÐBJARTUR ÓLAFUR ÓLASON frá Bíldudal, Skipholti 6, Reykjavík, lést á Landspítala Hringbraut miðvikudaginn 10. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 18. desember kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Óli Þ. Guðbjartsson, Svava Kjartansdóttir, Sigrún Guðbjartsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Hjörtur Guðbjartsson, Svanhildur Geirarðsdóttir, Fjóla Guðbjartsdóttir, Guðríður Guðbjartsdóttir, Sveinn Benediktsson, Ruth Guðbjartsdóttir, Kristján Harðarson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskulegur bróðir minn og mágur, GESTUR JÓNSSON frá Meltungu, lést fimmtudaginn 27. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóna Jónsdóttir, Hallgrímur Þorgilsson. UM hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningar- greina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.