Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 63
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 63 Fyrir þó nokkrum árum bauð hann mér, yngri bróður mínum Ólafi Einari og frænda okkar Snorra Arnari með í veiðiferð uppi við Apa- vatn. Þegar ég hugsa til baka þá er ég ekki viss um að við strákarnir höf- um veitt einn einasta fisk. Okkur var alveg sama. Við fórum að veiða með frænda okkar sem vildi fara að veiða með okkur. Ég man þegar ég var sex ára og lét mér leiðast í jólaboði frænku minnar. Einn og yfirgefinn sat ég í eldhúsinu meðan fullorðna fólkið tal- aði um hluti sem ég skildi ekki. Ólaf- ur frændi, sem ætlaði upphaflega að fá sér vatnsglas, settist hjá mér, spjallaði við mig eins og við værum jafningjar og kenndi mér að taka til láns með segul-tölustöfunum af ís- skápnum. Ég man hversu glaður hann varð þegar ég skildi loksins að- ferðina og ég man hvernig hann tal- aði við mig, þó að ég muni ekki um hvað við töluðum. Hann gerði þetta af einskærri góðmennsku og fyrir mig og bjarg- aði annars döpru kvöldi. Frændi minn var skilningsríkur og barngóð- ur maður, og þannig mun ég alltaf muna eftir honum – þó að ég muni bara brot og brot. Skúli Matthías Ómarsson. Bjartur dagur tapar skyndilega lit sínum og ljóma er fregn berst um sviplegt fráfall manns á besta aldri. Þannig fórst mér er ég frétti að vinur minn, gamall nemandi og samverka- maður væri látinn. Gamlar myndir skjóta upp kolli fyrir hugskotssjón- um en virðast samt undra skammt undan í tímanum. Ég minnist fjör- legs stráks og glaðværs sem tók virkan þátt í því sem var að gerast í kringum hann í skólalífinu. Hann var kennarabarn og ég er þeirrar skoð- unar að það geti verið nokkuð flókið mál, sérstaklega ef pabbinn og/eða mamman eru líka í skólanum. Ólafur eins og þau systkini öll komst frá þeim vanda með mikilli prýði. Þau systkinin ólust upp undir vökulu auga og í ástríku skjóli foreldra sinna í Efstasundi 40 og gengu í Langholtsskóla. Ég má enn heyra hljóminn í orðum Matthíasar vinar míns: „Ólafur sonur minn sagði að þegar hann var í Ísrael …“ Okkur duldist ekki að hann var innilega stoltur og ánægður með vöxt og þroska sonarins en tjáði það samt af þeirri hógværð og lítillæti sem hon- um var lagið. Ólafur fór í Kennara- skólann eins og fleiri í fjölskyldunni og leiðir okkar skildu til margra ára. Hann réðst svo síðar að gamla skól- anum sínum og störfuðum við þar saman í nokkur ár. Framkoma Ólafs við nemendur var bæði traust og hlý en manni duldist ekki að gamli ær- inginn frá bernsku- og unglingsár- unum var skammt undan. Hann kunni vel að hlusta og honum lét vel að tala til nemendur, ekki síst þá sem ekki voru allra, enda átti hann ekki langt að sækja það. Það var því til- hlökkunarefni að fá honum bekk til umsjónar. Mín reynsla var sú að meintan stuðning galt hann margfaldan til baka. Vinur okkar beggja og sam- starfsmaður sagði við mig eftir að ég var hættur í skólanum: „Hann Ólaf- ur minnir mig meira og meira á pabba sinn eftir því sem tíminn líð- ur.“ Með þeim orðum kveð ég góðan mann og vin og vottum við hjónin að- standendum hans öllum djúpa sam- úð. Erling S. Tómasson. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Undanfarið hafa þessar alþekktu ljóðlínur Bólu-Hjálmars verið ofar- lega í huga mínum eftir að ég frétti ótímabært lát fyrrum samkennara míns Ólafs Matthíassonar. Við horfumst í augu við þá stað- reynd að dauðinn bíður okkar allra, en erfitt er að skilja og sætta sig við rök tilverunnar, þegar maður í blóma lífsins er skyndilega hrifinn burt. Eftir sitja ástvinir og syrgja látinn vin, en dýrmætar minningar græða dýpstu sárin. Kynni mín af Ólafi ná yfir langt tímabil, enda voru foreldrar hans samkennarar mínir um áratuga skeið. Þegar hann kom til starfa við Langholtsskólann tók ég fljótlega eftir ákveðnum þáttum í fari hans. Hann var ljúfur í lund og hjálpsemi í blóð borin. Í daglegu amstri var hann orðheppinn og fylginn sér, hreinskilinn og rökfastur og yfir- borðsmennska og hræsni lítt að skapi. Hins vegar var hann við- kvæmur undir niðri, ef hann var hafður fyrir rangri sök. Það var auðfundið á Ólafi, að hon- um þótti gott að leita til okkar sem eldri vorum og áttum langan kennsluferil að baki. Gagnkvæmt traust ríkti í öllum samskiptum. Mikil endurnýjun varð á kennara- liði Langholtsskólans árin 1996– 1998. Þá hurfu margir kennarar frá störfum vegna aldurs. Ólafi var greinileg eftirsjá að „eldri borgurun- um“ og eftirsjá okkar að honum var engu minni. Ólafur var vinur vina sinna, hlýr og barngóður og börnin kepptust um að vera sem næst honum. Nú er þessi góði drengur farinn frá okkur og margir syrgja látinn vin. Fátækleg orð gagnast lítt, en sem kristnir menn getum við glaðst yfir þeirri fullvissu sem felst í orðum frelsarans: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ (Jóh.11:25.) Megi þessi orð veita ástvinum Ólafs huggun og styrk á erfiðum tímum. Blessuð sé minning hans. Birgir G. Albertsson. Kæri vinur. Upp í hugann koma ýmsar minningar. Við félagarnir vorum fljótir að finna hver annan í KHÍ, þessu sæla menntasetri sem lagði mikla áherslu á hópvinnu. Í okkar fyrsta verkefni sammæltumst við félagar þínir um að setja saman örfáar línur um viðfangsefnið. Í þessum bollaleggingum höfðum við misst af þér skamma stund og urðum ekki lítið skelkaðir er við mættum þér á útleið af bókasafni með mikinn bókastafla undir höndum. Eftir langt samningaþóf tókst okkur að fá þig til að skila aftur hluta heim- ildanna. Þetta atvik lýsti vel stórhug þínum og metnaði til allra verka. Við erum í veiðiferð á Snæfells- nesi. Hvernig sem veiðist verður ferðin góð því þú ert með. Húmorinn var alltaf í öndvegi en á bak við hann skynjaði maður hlýju, vinarþel og jafnvel ákveðinn taoisma gagnvart lífinu og tilverunni. Hart var deilt um pólitík enda kjöraðstæður, því allir vorum við staddir á mismunandi hundaþúfu í þeim efnum. Að lokum voru sverðin slíðruð og gengið til veiða sem áttu hug okkar allan. Að dvelja við fagurt fjallavatn í nótt- lausri voraldar veröld með góðum fé- lögum eru forréttindi. Óli minn, þú varst hæfileikaríkur og skarpgreindur maður en það sem við mátum mest var að þú geymdir góðan dreng sem ávallt mátti treysta. Við vottum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Kristinn og Skúli. Kveðja frá skólasystkinum Nú höfum við nemendur úr Lang- holtsskóla misst enn einn úr okkar árgangi. Áður eru farin þau Sigurður Valur Halldórsson, Þórunn Kvaran, Helgi Eiríksson og Auður Vilhjálms- dóttir. Okkar hópur hefur hist nokkuð reglulega á fimm ára fresti frá því að okkar skólagöngu lauk í Langholts- skóla. Við minnumst Óla Más frá þeim tíma sem skemmtilegs, hugmynda- ríks félaga sem átti sannarlega sinn þátt í að gera minningar okkar allra frá þeim tíma sérstaklega ánægju- legar. Aðstandendum flytjum við inni- legar samúðarkveðjur. Bregða ljóma á lífsins strönd ljóssins gjafir bestar. Sömu blómum sama hönd sáir á grafir flestar. (Káinn.) Skólasystkini úr Langholtsskóla. Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, MAGNÚS HELGI ÞÓRÐARSON loftskeytamaður frá Vík í Mýrdal, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 2. desember, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 13. desember kl. 14.00. Guðlaug Magnúsdóttir, Þorsteinn Helgason, Solveig María Magnúsdóttir, Kristján Guðmundsson, Þórður Magnússon, Sigríður Bjarnadóttir, Unnur Magnúsdóttir, Valgeir Kristinsson, Guðlaugur Pálmi Magnússon, Þorgerður Einarsdóttir, Gerður Magnúsdóttir, Borghildur Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, JÓN VALGEIR ÓLAFSSON, áður búsettur á Búðarstíg, Eyrarbakka, lést á Ljósheimum, Selfossi, að kvöldi miðviku- dagsins 3. desember. Jarðarförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 13. desember kl. 11.00. Börn hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJARTAR GUÐJÓNSSONAR frá Höfn, Hornafirði, Ásgarðsvegi 13, Húsavík. Sérstakar þakkir til séra Sighvatar Karlssonar á Húsavík og starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Börn og fjölskyldur þeirra. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, KRISTBJÖRNS BJÖRNSSONAR, Einholti 10a, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á H- deild FSA og Heimahlynningar á Akureyri fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Heiðar Þorsteinsdóttir, Margrét Birna Kristbjörnsdóttir, Guðmundur Jónsson, Birgir Kristbjörnsson, Gunnlaug Jóhannsdóttir, Sigrún Kr. Kristbjörnsdóttir, Þórólfur Egilsson, Þorsteinn Kristbjörnsson, María K. Óskarsdóttir, Erla Kristbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS DALMANNS ÁRMANNSSONAR, Hjallalundi 14, Akureyri. Fyrir okkar hönd, systkina hans og annarra aðstandenda, Ásta Björg Þorsteinsdóttir, Sigríður Dalmannsdóttir, Drífa Björk Dalmannsdóttir Radiskovic, Zoran Radiskovic, Aleksandar Radiskovic, Sara Radiskovic. Ástkær móðir okkar, MARÍA JÓHANNSDÓTTIR fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma, Flateyri, sem lést föstudaginn 5. desember, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 12. desember, kl. 13.30. Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir, Einar Oddur Kristjánsson. Innilegar þakkir til allra, nær og fjær, fyrir samúðarkveðjur og hlýhug vegna andláts eig- inmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BALDURS H. KRISTJÁNSSONAR, Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. Guð veri með ykkur. Þuríður H. Kristjánsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir vegna andláts og útfarar ást- kærs eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORBJÖRNS ÁRNASONAR, Kársnesbraut 111, Kópavogi. Birna Sigurðardóttir, Árni Þorbjörnsson, Árni Þór Þorbjörnsson, Hólmfríður Ólafsdóttir, Helga Hrönn Þorbjörnsdóttir, Arnar Már Baldvinsson, Atli Björn Þorbjörnsson, Hulda Árnadóttir, Sigurður Þór Sæmundsson, Kolbrún Sigurjónsdóttir og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.