Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 82
82 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MATT Bellamy er snillingur. Það er löngu ljóst, en hér með skjalfest. Maðurinn hefur þvílík tök á hljóðfær- unum sínum að það er undravert að horfa á hann á sviði. Þetta er þeim ljóst, sem eitthvað hafa reynt sig við gítarleik. Drengurinn spilar flóknar gítarlínur að því er virðist fyrirhafn- arlaust, á meðan hann snýr sér í hringi eins og ofurölvi ballerína á síð- ustu ballettsýningu sinni. Og ekki er hann síðri píanóleikari. Ótrúlegt en satt. Rokkhljómsveitir eru bara ekki með svona góða píanó- leikara. Það ljær Muse einstakan blæ, yfirbragð klassískrar tónlistar, því Bellamy er ekkert minna en píanó- séní. Kaflar í lögunum eru engu líkari en einleikskaflar í klassískum verk- um, þar sem nóturnar streyma úr hausnum á honum, fram í fingurna, á lyklana á hljómborðinu og út um há- talarana. Maðurinn er líka frábær söngvari. Barki hans er ófær um að senda frá sér falska nótu, sem er magnað þar sem önnur hver sungin nóta er í fals- ettu, á söngsviði sópransöngkonu. Lagasmíðarnar eru kapítuli útaf fyrir sig. Hvert lag er eins og lítið klassískt tónverk. Pilturinn hefur því- líkt vald yfir tónmálinu, að slíkt hefur fáar hliðstæður í heimi popp- og rokk- tónlistarinnar. Uppbygging laganna er skýr og Bellamy er greinilega auð- velt að toga þær tilfinningar fram sem honum hugnast hverju sinni. Enda eru lögin þrungin tilfinningu, fjalla flest um yfirvofandi heimsendi og hnignun mannkyns. Annað væri ekki við hæfi. En um leið og þessir ótrúlegu hæfi- leikar mannsins eru helsti kostur hljómsveitarinnar Muse eru þeir mesti löstur hennar. Eftir þrjár plöt- ur eru lagasmíðarnar að verða fyr- irsjáanlegar. Manni finnst eins og það vanti einhvern smávegis neista í heilabúið á drengnum; eitt og eitt lag mætti alveg vera aðeins „ófullkomið“, ef svo mætti að orði komast. Hann ætti að reyna að koma sjálfum sér svolítið á óvart, bregða út af formúl- unni og sleppa sér aðeins. Vonandi gerir hann það á næstu plötu. En fullkomleikinn er veigalítið um- kvörtunarefni. Tónleikarnir voru hreint afbragð. Að sjálfsögðu verður að minnast á félaga Bellamys, bassa- leikarann Chris Wolstenholme og trommarann Dominic Howard. Þeir eru framúrskarandi hljóðfæraleikar- ar, sérstaklega Wolstenholme, sem segja má að beri tónlistina uppi með bassaleik sínum. Stórkostlegur bassaleikari. Félagarnir voru þreytulegir að sjá, enda hálfveikir í lok tveggja mánaða tónleikaferðalags. Það kom síður en svo niður á tónlistinni. Krafturinn var nægur, a.m.k. þar sem ég stóð í saln- um, og segja má það tónleikahöldur- um til hróss að hljóðstyrkur var síður en svo of mikill, enda engum til góðs að áhorfendur missi heyrn við skemmtun sem þessa. Mestu rokkarar Íslandssögunnar, Mínus, voru fyrstir á sviðið og stóðu undir þeim titli sínum. Á mælikvarða rokks skákuðu þeir gestunum tví- mælalaust. Guði sé lof fyrir að einhver skuli taka þetta að sér, hlutverk hins óforskammaða rokkara sem svífst einskis í líferninu sem því fylgir. Drengirnir eru hetjur og stóðu sig vel. Á efnisskrá Muse voru aðallega lög af nýju plötunni, Absolution. Ef minn- ið svíkur mig ekki spiluðu hinir knáu piltar ein níu lög af þeirri góðu plötu: „Apocalypse Please“, „Time Is Runn- ing Out“, „Stockholm Syndrome“, nýju smáskífuna „Hysteria“, „Black- out“, „Butterflies and Hurricanes“, „Tsp“ (held ég), „Endlessly“ og „Thoughts of a Dying Atheist“. Af þessum lögum stóðu „Endlessly“ og „Butterflies and Hurricanes“ uppúr, snilldarlög bæði tvö. Salurinn trylltist yfir þekktustu lögunum, „Time Is Running Out“ og „Stockholm Syndrome“. Af plötunni þar á undan, Origin of Symmetry, spiluðu þeir lögin ótrú- legu „Bliss“ og „Plug In Baby“. „Plug In Baby“ var síðasta lagið fyrir upp- klapp og þá ætlaði allt að verða vit- laust. Höllin var svo fyllt innilegri tilfinn- ingu, sæluvímu sem enginn mun gleyma sem var viðstaddur. Það er í raun ómetanlegt að hafa fengið þessa sendingu inn í kalt desem- berskammdegið og ég er viss um að hver einasti af þeim sexþúsund gest- um sem fylltu Höllina eru sammála mér. Tónlist Heilluð skólaus Höll Tónleikar Laugardalshöll MUSE Tónleikar ensku hljómsveitarinnar Muse í Laugardalshöll, miðvikudaginn 10. des- ember 2003. Mínus hitaði upp. Muse skipa: Matthew James Bellamy, söngur, gítar og hljómborð, Christopher Tony Wolstenholme, bassagítar og Dominic James Howard, trommur. Ívar Páll Jónsson Matthew Bellamy, söngvari Muse, er jafnvígur á gítar og hljómborð. Morgunblaðið/Árni Torfason Tónlist Forgotten Lores Týndi hlekkurinn Týndi hlekkurinn, breiðskífa rappsveit- arinnar Forgotten Lores. Hljómsveitina skipa Benedikt Freyr Jónsson, Kristinn Helgi Sævarsson, Baldvin Þór Magn- ússon, Birkir B. Halldórsson og Ársæll Þór Ingvason, en á skífunni og sviði heita þeir Byrkir, ClassBje, DiddiFel, Intro og B-Ruff. DiddiFel og B-Ruff sjá um takta, Intro og B-Ruff skráma. Grænir Fingur gefa út, Sonet dreifir. ÉG ÁTTAÐI mig á því um daginn að ég var að spila nýja MF Doom diskinn í bílnum í hundraðasta sinn að minnsta kosti og alltaf að finna eitt- hvað nýtt. Dæmi- gert fyrir gott hip- hop og þannig er því líka er því og farið með þessa plötu Forgotten Lores, ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef hlustað á hana, þegar ég sit við tölvuna heima á kvöldin og nóttunni, í vinnunni yfir daginn, í bílnum eða ræktinni - og alltaf að finna eitthvað nýtt, nýjan orðaleik, grípandi rím, vel orðaða hugsun. Týndi hlekkurinn er plata sem sífellt er hægt að velta fyrir sér, spá í hrynjandi orðanna, rímorðabeit- ingu, inntak texta, persónurnar sem bregður fyrir á skífunni, töktunum og undirspilinu svo fátt eitt sé talið. Margir muna eftir laginu „Þegar ég sé mic“ af safnskífunni skemmti- legu Rímnamíni, en þar voru þeir á ferð Forgotten Lores-liðarmeð sínar flóknu og lykluður rímur við einkar vel heppnað djassað undirspil, tróða atkvæðum inn í línurnar sem reyndu á þanþol rímsins, fóru býsna nærri þess gerlega í flæðinu og komust vel frá því. Tónlist Hrynjandi orðanna HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4.Sýnd kl. 6, 8 og 11. B.i. 10. Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 14. Will Ferrell  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 14 ára Stranglega bönnuð innan 16 ára! Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL  Skonrokk FM909 Upplifðu stemminguna! takmarkað magn af miðum kl. 20:30 Miðaverð. 800kr. Sýnd kl. 5.40, 8, og 10.20. Frábær, fyndin og fjörug unglingamynd um ástina. Er sá eini rétti til eða ekki? Fyrsta regla um ástina. Það eru engar reglur. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Frumsýning Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Kl. 8 og 10.30. B.i. 14.  Kvikmyndir.com Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Will Ferrell Tilboð 500 kr. Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Geggjuð gamanmynd með Ben Stiller og Drew Barrymore í leikstjórn Danny DeVito. Hvernig getur ein lítil gömul kona breytt drauma heimilinu í martröð? Kl. 8 og 10. Pálmi Gunnarsson með nýja hljómsveit í kvöld Leikhúsgestir munið 15% afslátt - Spennandi matseðill!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.