Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 83

Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 83
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 83 Á löngu tímabærri breiðskífu þeirra félaga fara þeir og oft á kost- um. Byrjar af krafti strax í öðru lag- inu, „Hráefni“, þar sem hljómsveitin kynnir sig, og síðan hitnar í kolunum í „Þú nærð mér“ sem er með vel póli- tískum texta. Í „Hráefni“ má vel heyra hvað þeir félagar ráða vel við formið og í „Nátt- úru“ er afbragðs vel rappað, taktur- inn skapaður með hrynjandi orðanna og lipurri raddbeitingu, lækkun og hækkun. Í „Gefum skít!“ fara þeir líka aldeilis á kostum, tæta í sig tón- listar- og auglýsingaiðnaðinn og hakka samkeppnina á einu bretti, kjamsa á henni og spýta svo út hrat- inu og svo má tína til vel heppnuð lög af skífunni, af nógu er að taka. Þó þeir séu allir framúrskarandi á skífunni á Cleas Bé einna skemmti- legustu sprettina, er til að mynda í banastuði í „Gúdd rapp“ í kafla sem byrjar svo: „Ég er svo fokking fersk- ur að Smint gerir mig bara andfúlan / það er ekkert annað band núna eða nokkurn tíma / sem hægt er að leggja að jöfnu svo þú skalt þekkja nöfnin / ClassBje, það er ég, Byrkir, Intro, B-Ruff og DiddiFelix / við erum FL crew, með tvö stykki mixer og SL / 3 tæki sem nema hljóðið okkar“ Þeir fara reyndar allir á kostum í því lagi, Byrkir byrjar af krafti: „ég er sá ill- asti þegar ég rappa dude / fólk klapp- ar þegar mitt rapp er thrú / meðan þú ert eins og fífl/asni / sem vantar allt fokkin attitude“ þá kemur ClassBje með maraþonrímuna og DiddiFel á endasprettinn: „Ég rúlla upp röppur- um og burna þá / eins og ég færi með feitt spliff / FL bara með eitt hitt? þið hafið greinilega ekki heyrt shit.“ Frá- bært lag. Annað gott lag er „Lag eftir dag“, innihaldsríkur texti, grípandi viðlag, flottur taktur - hvers vegna hljómar þetta lag ekki í útvarp- inu dag eftir dag? Ekki má svo gleyma „Rök- ræðum“, bráðfyndinn sprettur þar sem sam- an er stefnt ungum lífsglöðum listamanni á notaðri Lödu og ung- um metnaðarfullum kaupsýslumanni á glænýjum Benz: „Fokk jú, Benz eða Lada / þú ert holdgervigur satans / það eina á milli þín og helvítis er þessi gata.“ Lagið er sérdeilis vel sett saman, takturinn góður og skipt um stemmningu í und- irspilinu eftir því hvor er að tala. Ekki fer á milli mála hvar samúð höfund- anna liggur í laginu, en skemmtilega komist hjá því að segja það berum orðum. Týndi hlekkurinn er býsna löng plata, 18 lög, tæpar 70 mínútur, en ekki eru þó á henni nema eitt að tvö lög sem ég felli mig ekki við, helst að stemmningin detti eilítið niður í „All- ur tími í heiminum“ og „Sannleikur- inn“ endursagður, en í síðara laginu sigrar efnið nánast andann. Síðan hefst stuðið aftur með „Kapital og hefnd“, þá kemur áðurnefnd „Rök- ræða“ og svo hvert snilldarlagið af öðru, „Veröld“, „Heimsins virði“, þar sem Aess á frábæran sprett, og „Vetrarríkið“, hvert öðru betra. Undirleikur á plötunni er almennt til fyrirmyndar, taktarnir fjölbreyttir og hljómur góður. Þeir Intro og DiddiFel nota hljóðsmala af lipurð og fara vel með tilvitnanir, Bubbi kemur til að mynda sterkur inn, og skrámið hjá Intro og B-Ruff er mjög gott, mætti jafnvel vera meira. Umslagið er líka gott, en ef eitthvað er út á þesa skífu að setja þá er það helst að ekki sé textarnir prentaðir með í umslagi. Líkt og í rokkinu má segja að í hip- hopinu sé hver hljómsveit sín eigin tónlistarhreyfing, skapar eigin stíl og ryður eigin brautir. Forgotten Lores eru nokkuð sér á báti, rímurnar þétt- ari, læstari og gefa líka meira en hjá flestum þegar í þær er rýnt. Týndi hlekkurinn er frábær plata, kjarngóð, nærandi og styrkjandi, nýtt viðmið fyrir íslenska textasmiði. Árni Matthíasson TALSMENN Chris Martins, söngvara Coldplay, og leikkonunnar Gwyneth Paltrow hafa loksins staðfest að þau séu búin að gifta sig. Morgunblaðið greindi frá því í fyrradag að hin leynilega og látlausa giftingarathöfn hefði farið fram í Santa Barbara í Kali- forníu á föstudaginn var, stuttu eftir að þau urðu sér út um hjú- skaparleyfi sem gerði þeim kleift að giftast innan 90 daga. Paltrow, sem er 31 árs, og Martin, sem er 26 ára, greindu frá því fyrir nokkrum dögum að þau ættu von á barni næsta sumar. Hjónin kynntust baksviðs eftir tónleika Martins og félaga í Coldplay fyrir ári. Þau eyða nú hveitibrauðsdögunum í Mexíkó. Gengu í hjónaband AP Fimm ára aldursmunur er á hjónunum því Martin er 26 ára og Paltrow 31 árs. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6 og 8. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com 500 kr fyrir námsmenn gegn framvísun nemendaskírteina  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 14. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Sannsöguleg mynd um John Holmes, stærstu klámstjörnu heimsins, og hin hrottalegu Wonderland morð. EIN MEST SLÁANDI MYND ALLRA TÍMA! EKKI VIÐ HÆFI VIÐKVÆMRA! Sýnd kl. 6 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.  Kvikmyndir.com Kl. 6, 8 og 10. Með ensku tali og ísl. texta. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 4. Með íslensku tali. Tilboð 500 kr. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“  Kvikmyndir.com Sannsöguleg mynd um John Holmes, stærstu klámstjörnu heimsins, og hin hrottalegu Wonderland morð. EIN MEST SLÁANDI MYND ALLRA TÍMA! EKKI VIÐ HÆFI VIÐKVÆMRA! Hvernig getur ein lítil gömul kona breytt drauma- heimilinu í martröð? Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc.  Kvikmyndir.com HJ. Mbl  Kvikmyndir.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.