Morgunblaðið - 12.12.2003, Side 88

Morgunblaðið - 12.12.2003, Side 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LANDSBANKINN hyggst efna til hug- myndasamkeppni um breytingar á húseign- um bankans á reitnum milli Austurstrætis, Hafnarstrætis og Pósthússtrætis og nýtingu þessa svæðis til að hleypa auknu lífi í miðborg- ina. Öllum er heimil þátttaka í samkeppninni. Björgólfur Guðmundsson, formaður banka- ráðs Landsbankans, segir að þessar hug- myndir tengist hugsanlegum breytingum á aðalstöðvum hans, en sótt hafi verið um lóð undir nýjar aðalstöðvar við Reykjavíkurhöfn. „Þegar við fórum að hugsa þetta mál sem gamlir Reykvíkingar fannst okkur að það væri alveg tími til kominn að sameina þessa flutninga og byggingu því hvort ekki væri hægt að gera eitthvað fyrir miðbæinn.“ Björgólfur sagði að í framhaldinu hefði ver- ið ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni meðal almennings um það hvað hægt væri að gera til að lífga upp á miðbæinn, gera hann skemmtilegri og að miðdepli mannlífsins í borginni, hvort sem um væri að ræða menn- ingarlíf, athafnalíf eða annað. Landsbankinn hefur látið teikna upp hug- myndir að breytingum til að gefa vísbend- ingar um hvað hægt er að gera og svona kæmi bankinn til með að líta út ef viðbygg- ing út að Pósthússtræti hyrfi. Hugmynda- samkeppni um nýtingu Lands- bankahússins  Auknu lífi/4 Í TILLÖGUM stjórnarnefndar Landspítala – háskólasjúkrahúss til að mæta minnkandi fjárveitingum til spítalans á næsta ári er gert ráð fyrir uppsögnum hátt í 200 starfsmanna í öllum stéttum, ýmsum breytingum á starfs- skipulagi og að dregið verði úr margs konar starfsemi. Þannig er m.a. útlit fyrir samdrátt í starfi félagsráðgjafa, í sjúkraþjálfun, prests- þjónustu og hjá rannsóknarfólki, einnig hjá ýmsum deildum er sinna tækniþjónustu og ráðgjöf. Tillögurnar voru kynntar heilbrigðisráð- herra og fjármálaráðherra í gær. Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig um tillögurnar í gær. Tillögurnar voru einnig kynntar sviðsstjórum spítalans í gær. Ekki auknar fjárveitingar Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að eftir viðræður fulltrúa LSH við heilbrigðisráðherra og fjár- málaráðherra í gær sé ljóst að hrinda verði tillögunum í framkvæmd. Hvorugur ráð- herranna hafi léð máls á því að auka fjárveit- ingar til spítalans. „Þannig að nú á ekkert að tvínóna við hlutina heldur bara hrinda þessu í ir,“ sagði Guðný Sverrisdóttir, formaður stjórnarnefndar, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Pólitísk ákvörðun Már Kristjánsson yfirlæknir er annar fulltrúi starfsmanna í stjórnarnefndinni. Hann tjáði Morgunblaðinu að miðað við ný- samþykkt fjárlög vantaði 1.100 til 1.400 millj- ónir króna til að halda úti sömu starfsemi og á þessu ári. Stjórnarnefnd hefði sett fram til- lögur til að mæta því og yrði ekki breyting þar á yrðu stjórnvöld að gera eitt af þrennu: finna nýja stjórnendur að spítalanum, sam- þykkja tillögur um samdrátt eða breyta af- stöðu sinni og auka fjárveitingar til hans. Hann sagði þennan niðurskurð vera pólitíska ákvörðun og ljóst mætti vera að veita yrði annars staðar þjónustu sem leggjast myndi af á Landspítala, sparnaður hjá spítalanum myndi þýða aukin útgjöld í t.d. félagsþjón- ustu, atvinnuleysisbótum og tryggingabótum. Már kvaðst ekki leggja dóm á hina pólitísku ákvörðun en sagði þessar aðgerðir þýða mjög skerta þjónustu á spítalanum og ógna starfs- öryggi allra starfsstétta. framkvæmd, að ná útgjöldunum niður um 800 til 1.100 milljónir króna og það þýðir hátt í 200 ársverk,“ sagði Magnús. Hann kvaðst myndu efna til funda með starfsmönnum spít- alans eftir helgina og í dag verður fundur með fulltrúum fleiri stéttarfélaga starfs- manna spítalans vegna samráðs fyrir upp- sagnir. „Uppsagnir starfsfólks munu ná til yf- irstjórnar og allra stétta,“ sagði forstjórinn ennfremur og sagði ljóst að þetta væri ákvörðun ráðherranna, þeim hefði verið kynntur vandinn og þeir sæju sér ekki fært að auka fjárveitingar. Magnús sagði að lagt hefði verið til að tekin yrðu upp sjúklinga- gjöld en því hefðu ráðherrarnir hafnað. Einn- ig höfnuðu þeir að starf tæknifrjóvgunar- deildar yrði lagt niður. Stjórnarnefnd Landspítala – háskóla- sjúkrahúss fjallaði um málið á fundi sínum á miðvikudag. Voru settar þar fram tillögur um hvar hægt væri að skera niður. Fulltrúar starfsmanna í stjórnarnefndinni og fulltrúi Samfylkingarinnar lögðu fram bókanir þar sem lýst er andstöðu við niðurskurðinn. „Ég vil ekki úttala mig um tillögurnar í bili en þetta þýðir bæði niðurskurð og uppsagn- Stjórnarnefnd Landspítala bregst við minnkandi fjárframlögum til spítalans Leggja til uppsagnir hátt í 200 starfsmanna FRAM til þessa hafa jólasveinarnir haft fyrir sið að mæta til byggða í halarófu hver á eftir öðrum. Í nótt kom Stekkjarstaur með pokann sinn en að þessu sinni staulaðist hann ekki um gilin heldur flaug á nútímavísu með mikil og var sveinunum þegar boðið inn í flugskýli þar sem dansað var í kringum jólatré, áður en Stekkjarstaur lagði af stað út í nóttina til að lauma góðgæti í skóna hjá þægu börnunum. þyrlu, ásamt tveimur bræðra sinna. Þeir jóla- sveinabræður lentu við flugskýli Flugfélags- ins Geirfugls í Fluggörðum á Reykjavík- urflugvelli í gærkvöldi, þar sem þeirra biðu börnin, bæði stór og smá. Eftirvæntingin var Morgunblaðið/Kristinn Flugferð fyrstu jólasveinanna BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra hefur ákveðið að bregðast við vaxandi hörku í afbrot- um og ákveðið að efla styrk lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Kom þetta fram í ræðu ráðherrans við út- skrift lögreglunema í gær. Björn sagðist hafa fengið heimild formanna ríkisstjórnarflokkanna og fjármálaráðherra til að efla styrk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í ljósi nýlegs atburðar og vaxandi hörku í afbrotum. „Samstarf milli umdæma á grundvelli sameiginlegr- ar fjarskiptamiðstöðvar hefur á til- tölulega skömmum tíma sannað gildi sitt. Nýlegt dæmi um góðan árangur af skjótvirku samstarfi er handtaka á vopnuðum ræningjum við Hafra- vatn síðastliðinn mánudag.“ Ráðherra hyggst efla lögregluna BAUGUR og Fengur eru að kaupa bresku smásölukeðjuna Julian Graves, sem metin er á rúmlega 1,8 milljarða íslenskra króna. Baugur kaupir 60% hlut og Fengur 20%, en stofnandi fyrirtækisins og framkvæmda- stjóri heldur 20% hlut. Julian Graves hefur vaxið hratt að und- anförnu og rekur um 200 smáar verslanir sem selja aðallega heilsusnakk. Í samtali við Morgunblaðið segir Jón Scheving Thorsteinsson, yfirmaður erlendr- ar fjárfestingar hjá Baugi, að fyrirtækið hafi góða stjórnendur, góða vaxtarmöguleika, gott sjóðstreymi og hafi fengist á góðu verði. Baugur og Feng- ur kaupa breska smásölukeðju  Baugur/14 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.