Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 16
16 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 12|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Japönsk áhrif Margnota flík með hringjum sem hægt er að nota til dæmis sem pils, gólfteppi, jakka, veggteppi eða ábreiðu. „Við erum þegar búin að fá eina pöntun, hún er frá kennara hér í skólanum,“ segir Sigrún Bald- ursdóttir brosandi en hennar hópur valdi að hanna klæði úr gömlum efn- um. „Við ákváðum að vinna út frá japönskum kímónóbún- ingi, þannig að japönsk áhrif eru allsráðandi.“ Sigrún, sem er nemi á fatahönnunarbraut Listaháskólans, segist hafa haft gaman af því að þurfa að hugsa um- markaðsstarfið, nauð- synlegt sé fyrir hönnuði að spá í þá hlið líka. Hún segist alveg geta séð fyrir sér að framleiða klæðin. „Ef viðtökurnar verða góðar gæti ég al- veg hugsað mér að sauma nokkur stykki í viðbót.“ Morgunblaðið/Þorkell List og viðskipti tvinnast saman á sýningu sem haldin verður í Listasafni Reykjavíkur um helgina. Þar geta gestir séð afrakstur sameiginlegs námskeiðs Listaháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík þar sem nemendur skólanna unnu saman að því að þróa og markaðssetja nýjar vörur. Þarna eru margir merkilegir hlutir og skemmtilegar hugmyndir. Til dæmis má þar sjá kynæsandi nærföt fyrir barnshafandi konur, húfutöskur sem bera skal á höfðinu, dagbókarmyndavél sem hægt er að líma á sig og ganga með allan daginn og húsgögn sem lögð eru saman og hengd upp á vegg, svo fátt eitt sé nefnt. TOGSTREITA Í HÓPUNUM Rúmlega 100 nemendur í 13 hópum tóku þátt í námskeiðinu og voru allir hóparnir skipaðir nemum úr báðum skólum. Talsverð togstreita skapaðist á milli list- og viðskiptafræðinemanna vegna þess hversu nemendurnir í skólanum höfðu ólík markmið, að sögn Vivienne Heng Ker-ni, aðstoðarprófessors í markaðs- fræði við HR, en hún hafði umsjón með námskeiðinu fyrir hönd síns skóla. „Viðskipti og list eru tveir gersamlega ólíkir heimar og við erum að biðja nemendurna að setjast niður og gera eitt- hvað saman, þú getur ímyndað þér hvernig það kemur út. Á meðan listnemarnir einbeittu sér að blæbrigðum í litavali voru viðskiptafræðinemarnir allir að hugsa um markhópa og arð- semi.“ ENDURSPEGLAR RAUNVERULEIKANN Hún segir að daglega hafi umsjónarmenn námskeiðsins úr báðum skólunum fengið símhringingar frá nemendum sínum sem kvörtuðu yfir félögum sínum. „Þetta var erfitt í fyrstu og við þurftum stöðugt að hvetja krakkana til að vinna saman, en svo erum við mjög ánægð með útkomuna. Þarna leiðum við saman eldklára hugsuði sem sjá hlutina fyrir sér á gerólíkan hátt og útkoman verður frábær. Hér eru flottar og frumlegar vörur sem margar hverjar væri vel hægt að framleiða og selja.“ Togstreitan sem þarna kom fram endurspeglar einmitt raun- veruleikann í mörgum stórfyrirtækjum, að sögn Vivienne. „Vöruþróunardeildir og markaðsdeildir eiga oft í erfiðleikum með að samræma markmið sín. Hönnuðirnir vilja gera hluti sem ekki er endilega víst að mikið verði grætt á en markaðs- deildin vill bara selja sem mest.“ | bryndis@mbl.is Föt fyrir mótmælendur. Til dæmis einfalt svart pils og hálsbindi sem hægt er að breyta í mótmælaborða á svipstundu. „Fatalínan nefnist Object, sem þýðir bæði hlutur og mótmæli. Við erum að spila á neðanjarðarmenningu, hönnunin er innblásin af mótmælum gegn stórfyr- irtækjum og í henni felst ádeila á önnur merki. Þetta er okkar framlag í pólitíska umræðu nútímans,“ segir Halldóra Mog- ensen, nemi í Listaháskólanum. „Það er til svo mikið af alls konar hlutum að við ákváðum að taka hluti sem nú þegar eru til og setja nýja merkingu í þá.“ Hópurinn bjó ekki til eigin auglýsingar heldur tók auglýsingar annarra, til dæm- is Nike, og límdi sín eigin mótmælaslag- orð á þær. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við förum í hring þar sem við erum að gagnrýna önnur merki með okkar eigin merki auk þess sem við stelum hugmyndum frá fram- leiðendunum sem við erum að gagnrýna.“ Hún bendir á að strangt til tekið megi merkið varla verða vinsælt því þá hefði það snúist upp í það sem verið er að gagnrýna. „En jú jú auðvit- að vildum við samt alveg að það yrði vinsælt,“ bætir hún við. Hönnunin innblásin af mótmælum Morgunblaðið/Þorkell Armbönd til að komast í rétta skapið Morgunblaðið/Jim Smart Ilmolíuarmbönd í mismunandi litum og með ýmiss konar lykt sem hefur áhrif á skap og tilfinningar. Þau gefa einnig til kynna hvernig viðkomandi er stemmdur, hvort hann er til dæmis glaður, rólegur, sorgmæddur, reiður eða æstur. „Fyrst ætluðum við að búa til skartgripi með lykt til að koma fólki í rétta skapið en hugmyndin þróaðist út í einnota armbönd því það var þægilegra að búa þau til,“ segir Tómas Bjarnason, nemi í Háskól- anum í Reykjavík. Hann er handviss um að armböndin geri sitt gagn. „Já, alveg örugglega, reyndar held ég að til að þau hafi áhrif verði maður að trúa því að þau virki,“ segir hann og hlær. „En jú jú, það er einhver hugsun á bak við þetta. Krakkarnir fóru og töluðu við konu sem selur ilmkjarnaolíur í búð á Laugaveginum og fengu leiðbeiningar um hvaða lykt ætti við hvaða tilfinningar.“ Þau gerðu bæði veggspjöld og handrit að sjónvarpsauglýs- ingum fyrir armböndin. „Ein auglýsingin á sér stað í jarðarför þar sem allir eru mjög sorgmæddir nema einn sem er frekar áhugalaus og þekkti viðkomandi kannski lítið. Við bendum á að hann ætti að vera með sorgararmbandið til að komast í réttu stemmninguna. Í annarri auglýsingu sést maður gefa vini sínum gjöf sem er augjóslega mjög ljót. Vinurinn set- ur þá upp þakklætisarmbandið til að finna réttu tilfinn- inguna.“ Hann segir að vinnan hafi verið mjög skemmtileg og áhugavert að vinna með listafólkinu þótt upp hafi komið ágreiningur. „Þetta er auðvit- að frábært því kannski á maður eftir að gera þetta í framtíðinni. Þetta gekk glimrandi vel þar til tveimur dögum fyrir kynningu að upp komu miklir árekstrar á milli lista- og við- skiptafræðinemanna í hópnum. Það var samt jafnað fljótlega og allir voru sáttir í lokin.“ Tveir gerólíkir heimar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.