Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12|12|2003 | FÓLKÐ | 17 Hljóðeinangrað tjald sem hægt er að smeygja yfir höfuð sér eða rúmið sitt, ef maður vill fá frið. „Í byrjun átti tjaldið að vera fyrir fólk sem væri að lesa undir próf. Síðan þróaðist hugmyndin og okk- ur datt í hug að þetta gæti líka verið sniðugt fyrir fólk sem býr í stórborgum og vill fá algert næði til að sofa, eins fyrir ung pör sem búa heima hjá for- eldrum sínum,“ segir Valgarð Mar Valgarðsson, nemi í Háskólanum í Reykjavík. Hópurinn komst að því að til er efni sem verið er að þróa en er ekki komið á markaðinn sem gæti gert slíkt tjald að veruleika. Efnið er hljóðeinangrað en hleypir um leið súrefni í gegn- um sig. Þrátt fyrir það gæti verið að koma þyrfti fyrir lítilli viftu innan á tjaldinu, að sögn Valgarðs. „Við sáum fyrir okkur að setja þetta fyrst og fremst á markað á mannmörgum svæðum, til dæmis í stórborgum, þar sem mikil þörf er fyrir slíka vöru.“ Hann segir samstarfið í hópnum hafa gengið vel enda hafi hann einbeitt sér að því að finna verkefni sem hentaði öllum vel. „Ólíkur bakgrunnur og markmið komu sér vel, listnemarnir gátu sagt til um hvort hönnunin virkaði eða ekki og við hvort varan gæti selst.“ Morgunblaðið/Þorkell Tjald sem veitir frið Húfutaska, höfuðfat sem hægt er að geyma smáhluti í. „Það er miklu betra fyrir líkamann að bera þyngsli á höfðinu, heldur en á bakinu eða öxlunum, eins og gert er sums staðar í heiminum, t.d. í Afríku þar sem konur bera þung vatnsílát á höfðinu langar leiðir,“ segir Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, nemi í Listaháskólanum. „Við markaðssettum húfuna sem vöru fyrir bretta- fólk, þú getur farið í handahlaup og hringi með hana á höfðinu og allt helst í henni. Hún er fóðruð með flísefni og vel hægt að nota hana til dæmis á snjóbretti,“ útskýrir hún og bætir við að hópurinn hafi einnig viljað gera flík sem hefði fleiri en einn tilgang. Hún segist hafa haft mjög gaman af því að pæla í viðskiptahliðinni, markaðssetningu og auglýsingum. „Þetta er auðvitað allt annað en við erum vön að gera hér í skólanum, en hins vegar er alveg nauðsynlegt fyrir okkur að spá líka í hvað er hægt að selja og hvernig. Við erum alltaf í hálf- gerðum draumaheimi hérna og höfum gott af því að koma aðeins niður á jörðina,“ segir hún og brosir. Hollara að bera á höfðinu Morgunblaðið/Þorkell jbs-nærföt Aldrei spurning Höfuðborgarsvæðið: Guðsteinn Eyjólfsson • Herrahúsið • Íslenskir karlmenn • Herra Hafnarfjörður • Retró • Hagkaup • 66°norður • Akranes: Bjarg • Borgarnes: KB • Hellissandur: Blómsturvellir • Ísafjörður: Hárgreiðslustofa Siggu Þrastar og Olíufélag útvegsmanna Hvammstangi: KVH • Blönduós: HG • Dalvík: Úrval • Akureyri: J.M.J. Akureyri - Joes Akureyri - Úrval, Hrísalundi • Egilsstaðir: Samkaup • Neskaupstaður: Lækurinn • Höfn: Lónið Kirkjubæjarklaustur: Kjarval • Hvolsvöllur: 11-11 • Hella: 11-11 • Selfoss: Nóatún, Barón, Efnalaug Suðurlands • Vestmannaeyjar: H. Sigurmundsson, Smart • Keflavík: Töff, Samkaup, Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Grindavík: Samkaup Karlmenn á öllum aldri og um allt land treysta á gæði jbs-nærfatanna. En fáa grunar hvað úrvalið er í raun mikið. Þú færð einhvern hluta af hinni breiðu jbs-línu á eftirtöldum sölustöðum: bíóvefur mbl.is • Upplýsingar • Sýningar tími • Söguþráður • Myndskeið Kíktu á mbl.is Fylgstu með hvað er að gerast í bíó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.