Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 23
Núna, um tveimur áratugum eftir að þessi mistök voru gerð, eru nýir af- komendur vinstri manna að end- urtaka þau. Enginn kaus þá til þess að leyfa niðurrif Austur- bæjarbíós og enginn trúir aumlegum „rökum“ þeirra um „þéttingu byggðar“ eða „óarðbæran rekstrargrundvöll“ eða hvað þeir vilja kalla það. Þeir kæra sig koll- ótta um öll mótrök þeirra sem vit og þekk- ingu hafa á menningarsögulegu og bygging- arsögulegu gildi hússins. Þeim er alveg sama. Þeir telja sig hafa valdið og þeir hafa tekið ákvörðun. Skítt með hvort hún er röng eða ekki. Og, vel að merkja, minnihluti sjálf- stæðismanna virðist, aldrei þessu vant, styðja þennan lánlausa meirihluta í mistök- unum. Skammsýni og þröngsýni ríða því ekki við einteyming í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarstjórinn í Reykjavík, sem enginn kaus yfirhöfuð og skortir í raun pólitískt um- boð frá reykvískum kjósendum, stærir sig af því að vera „rekstrarmaður“. Hann sem „rekstrarmaður“ telur sig ekki geta varið það fyrir reykvískum kjósendum að skatt- peningar þeirra séu notaðir í að vernda og nýta þetta gamla kvikmynda- og samkomu- hús, sem þó hefur margþætt gildi, eins og fyrr er nefnt. Formaður skipulags- og bygg- ingarnefndar borgarinnar fer undan í flæm- ingi þegar farið er fram á alvöru skýringar og rökstuðning fyrir þessum gjörningi. Í tvígang virðist það ætla að verða hlut- skipti vinstri manna í borgarstjórnmálunum að svívirða menningarverðmæti, vanvirða byggingarverðmæti en virða peningaverð- mæti, sem reyndar er afstætt. Þeir bjóða sig ekki fram undir því flaggi og þeir eru ekki kosnir undir því flaggi. Enn geta valdsmenn Reykjavíkurborgar sýnt hugrekki, að ekki sé minnst á skyn- semi, til að skipta um skoðun. Enn geta þeir komið í veg fyrir að þeir endurtaki tuttugu ára mistök forvera sinna. Þeir eru í aðstöðu til þess. En því miður eru þeir einnig í sterkri aðstöðu til að endurtaka þau. Þess vegna er eins líklegt að þeir geri það. FJALAKÖTTURINN: EFTIR... AUSTURBÆJAR- BÍÓ: FYRIR…? FJALAKÖTTURINN: FYRIR... MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12|12|2003 | FÓLKÐ | 23 JANÚAR Bíóárið 2004 byrjar á aldeilis jákvæðum nótum því strax á nýársdag verða frumsýndar tvær ís- lenskar myndir,  Kaldaljós, mynd Hilmars Oddssonar gerð eftir skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur með Ingvari E. Sigurðssyni í aðal- hlutverki, og Opinberun Hannesar, sem Hrafn Gunnlaugsson gerði eftir smásögu Davíðs Oddssonar með Viðari Víkingssyni í aðal- hlutverki. Í ársbyrjun hefjast og sýningar á nýjustu mynd nýsjálensku kvikmyndagerðarkonunnar Jane Campion (Piano), erótíska rökkurtryllinum In The Cut með Meg Ryan. En fyrir landann er hún ekki síður merkileg vegna þess að Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina í myndinni. Óskar frændi gerir líka vart við sig þegar í upphafi árs því þá verða frumsýndar myndir sem vafalítið eiga eftir að vera bendlaðar við þennan eftirsóknarverða vin, hvort sem er af gagnrýnendum, almennum bíógestum eða a.m.k. kynningarstjórum myndanna.  Síðasti samúræinn (The Last Samurai), stórmynd með Tom Cruise er ein þeirra. Smánarblett- urinn (The Human Stain) önnur en hún er gerð eftir rómaðri skáldsögu og skartar bestu vinum Óskars, þeim Anthony Hopkins og Nicole Kid- man, í hlutverki elskenda.  Sá stóri (Big Fish) er nýjasta mynd ofurhugans Tims Bur- tons (Batman, Ed Wood), fantasíukennd mynd um samband föður (Albert Finney) og sonar (Billy Crudup). Ewan McGregor leikur föðurinn ungan.  Bros Monu Lisu (Mona Lisa’s Smile) er ný rómantísk gamanmynd með Juliu Roberts í hlutverki ungrar metnaðarfullrar kennslukonu sem fær kennarastöðu við strangan kvenna- skóla á 6. áratug síðustu aldar. Leikstjóri er Mike Newell, sá sem gerði Fjögur brúðkaup og jarðarför, en með önnur hlutverk fara Kirsten Dunst og Julia Stiles. Spennumynd mánaðar- ins er svo Launin (Paycheck), nýjasta mynd Johns Woos (Face/Off, Windtalkers) með Ben Affleck, Umu Thurman og Aaron Eckhart. Þá má ekki gleyma dansmyndinni Hunangi (Honey) með Jessicu Alba úr Dark Angel- þáttunum og Ógnaróðalinu (The Haunted Mansion), nýrri fjölskylduhrollvekju með Eddie Murphy. FEBRÚAR Þegar hér er komið sögu er Óskar farinn að ær- ast og mun setja sterkan svip á myndaúrvalið í febrúar enda fer athöfnin umrædda fram í lok mánaðarins, fyrr en nokkru sinni áður. Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir Kald- bak (Cold Mountain), sem byggir á sam- nefndri skáldsögu eftir Charles Frazier. Þar er vægast sagt valinn maður í hverju rúmi. Leik- stjórinn er Anthony Minghella sem gerði Enska sjúklinginn (English Patient) og Hæfileikaríka Ripley (Talented Mr. Ripley) og leikaraliðið get- ur vart verið girnilegra; Jude Law, Nicole Kid- man, Renée Zellweger, Natalie Portman, Phill- ip Seymour Hoffman, Giovanni Ribisi, Donald Sutherland o.fl. Glötuð þýðing (Lost in Translation) er kannski sú mynd sem hlotið hefur hvað sterk- ustu viðbrögð gagnrýnenda á árinu og heimta margir þeirra hreinlega að Óskarsakademían veiti henni þá vegtyllu sem hún á skilið. Um er að ræða aðra mynd Sofiu Coppola (dóttur Francis Ford) og Bill Murray ku víst fara á algjör- um kostum í myndinni, sem og mótleikkona hans, Scarlett Johansson. Nýja myndin frá stóru von Mexíkana Alej- andro González Iñárritu heitir 21 gramm (21 grams). Hún fjallar um dauðann og þykir víst rosalega sláandi, ekki hvað síst vegna frammi- stöðu leikaranna Benicio Del Toro (Traffic), Sean Penn (Dead Man Walking) og Naomi Watts (The Ring). Sálfræðitryllir febrúarmánaðar er Martröðin (Gothika), mynd í anda Sjötta skilningarvitsins með Halle Berry (X-Men) í hlutverki konu sem vaknar upp á hæli, sökuð um að hafa framið morð sem hún man ekkert eftir. Gamanmyndirnar er nokkrar í febrúar og lofa góðu. Jack gæti hæglega daðrað við Óskar frænda ef marka má takta hans í sýnishornum úr Gefið eftir (Something’s Gotta Give) þar sem hann leikur eldri kvennaflagara sem fellur fyrir móður (Diane Keaton) einnar kærust- unnar. Fastir saman (Stuck on You) er nýjasta ruglið frá Farelly-bræðrum (Dumb and Dumber, There’s Something About Mary), en þar leika Matt Damon og Greg Kinnear síamstvíbura. Þegar annar fer til Hollywood í leit að frægð og frama kemst hinn ekki hjá því að fylgja honum eftir, hvort sem honum líkar betur eða verr. Magnafsláttur (Cheaper By The Dozen) er nýjasta gamanmynd Steve Martin þar sem hann leikur ströglandi 12 barna föður! Nýjasta gamanmynd Bens Stillers kemur í sama mánuði en hún heitir Svo kom Polly (Along Came Polly) en þar leikur hann jarð- bundnasta mann í heimi sem lendir í æsileg- asta ástarævintýri sögunnar með Jennifer An- iston. Þá geta aðdáendur Dirty Dancing farið að hlakka til því í febrúar kemur loksins fram- haldið Í djörfum dansi: Havananætur (Dirty Dancing: Havana Nights). Björn bróðir er svo ný teiknimynd frá Disney. MARS Þá fá þau 30 þúsund sem sáu fyrri myndina loks að vita hvort Umu Thurman tekst að Bana Billa og genginu hennar en seinni hluti myndar Tarantinos verður einmitt frumsýndur 5. mars hérlendis. Annars verður marsmánuður þrunginn spennu því þá rekur hver spennumyndin aðra. Saknað (Missing) er nýjasta mynd Rons How- ards en fyrir síðustu mynd sína Beautiful Mind hlaut hann umdeildan Óskar. Í þessum vestra leika Tommy Lee Jones og Cate Blanchett feðg- in sem eiga í stormasömu sambandi en neyð- ast til að snúa bökum saman þegar dóttur hennar og barnabarni hans er rænt. Á síðustu stundu (Out of Time) er löggu- mynd með Denzel Washington í hlutverki lög- reglustjóra í smábæ sem rannsakar morð sem hann sjálfur er grunaður um að hafa framið. Kviðdómurinn (Runaway Jury) er enn ein kvikmyndagerð á lögfræðikrimma eftir met- söluhöfundinn John Grisham. Í aðalhlutverki myndarinnar, sem fjallar um raunir kviðdóms í snúinni málshöfðun gegn skotvopnaframleið- endum, eru þungavigtarleikararnir Gene Hack- man, John Cusack og Dustin Hoffman. Annar metsöluhöfundurinn, Michael Cricht- on, á síðan söguna að baki Tímaflakks (Time- line) en hana gerði Richard Donner (Lethal Weapon, Superman) og Paul Walker úr The Fast and The Furious-myndunum er í aðal- hlutverki. Þeir sem ekki fengu nóg af kappakstrinum í þeim myndum ættu að gleðjast yfir því að í mars kemur önnur eins, Torque, þar sem mót- orfákar hafa tekið við af köggunum. Aftökur (Taking Lives) er spennutryllir með Angelinu Jolie og Ethan Hawke um enn einn elt- ingarleikinn við fjöldamorðingja. Til að róa taugarnar er svo að vænta tveggja grínmynda í mars;  Rokkskólans (School of Rock) með Jack Black, en hún sló í gegn í Bandaríkjunum og fékk fínustu dóma, og Tog- ast á (Against The Ropes) með Meg Ryan í hlutverki einu konunnar sem getið hefur sér orð vestanhafs sem hnefaleikahaldari. APRÍL Með hækkandi sól fer að hitna í kolunum. Páskamyndir bíóanna verða býsna veglegar. Þá kemur loksins  Kötturinn með höttinn (Cat in the Hat) með Mike Myers, sem verið hefur vinsælasta myndin vestra, sem og ný metn- aðarfull leikin útgáfa af  Pétri Pan, gerð af P.J. Hogan, hinum sama og gerði Muriel’s Wedding og My Best Friends Wedding. Um það leyti kemur einnig Scooby Doo 2, sem vart þarf að fjölyrða um, og tvær nýjar myndasöguhetjur lifna þá við á tjaldinu,  Heljardrengur (Hellboy) – um djöful sem alinn er upp af nasistum en snýst svo gegn ill- um öflum í heiminum og Refsarinn (The Pun- isher) – um mann sem tekur lögin í sínar hend- ur eftir að eiginkona og börn eru myrt. Í síðarnefndu myndinni leikur John Travolta eitt aðalhlutverkanna, sem og í Stiga 49 (Ladder 49) þar sem hann leikur slökkviliðsstjóra, yf- irmann Joaquin Phoenix. Allt lagt undir (Whole Ten Yards) er eins og nafnið gefur til kynna framhald Whole Nine Yards þar sem þeir snúa aftur Bruce Willis og Matthew Perry í aðalhlutverkunum. Í apríl verða svo einnig frumsýndar nýjasta mynd Phillips Kaufmans (Unbearable Light- ness of Being), Truflaður (Twisted), morðgátu- mynd með Ashley Judd og Samuel L. Jackson og vestrinn The Alamo með Dennis Quaid og Billy Bob Thornton. |skarpi@mbl.is Með nýju ári koma nýjar bíómyndir og fullt af þeim. Hér verða reifaðar þær helstu sem berast í íslensku bíóhúsin fram að næsta sumri en þar eru mest áberandi Óskarsverðlaunakandídatar og íslenskar myndir. ÍSLENSKA BÍÓVORIÐ 1 2 3 4 5 6 7 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.