Morgunblaðið - 13.12.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.12.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 338. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Bloggarinn og bróðir hans Áhrifamikil frásögn Þorgríms Har- aldssonar fær mikil viðbrögð | 40 Lesbók og Börn í dag Lesbók | Tunglið má ei taka hann Óla  Dýrgripir í vandaðri útgáfu Börn | Jólastemning í Árbæjarsafni Verðlaunaleikurinn með Benedikt búálfi STEFNT er að því að afgreiða frumvarp um eftirlaun æðstu emb- ættismanna ríkisins á mánudag. Önnur umræða um málið fer fram á Alþingi í dag og hefur mestöll stjórnarandstaðan horfið frá stuðn- ingi við málið. Víst er þó að Guð- mundur Árni Stefánsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar og einn flutningsmanna þess, mun styðja það en óvíst er með Þuríði Back- man, þingmann VG, sem líka er meðflutningsmaður frumvarpsins. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndra, ætlar ekki að styðja hvort hann hefði skipt um skoðun. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir frumvarpið lagt fram með stuðningi formanna stjórnmála- flokkanna fimm sem eiga fulltrúa á Alþingi. Þeir hafi verið búnir að samþykkja frumvarpið efnislega og þeir sem fluttu frumvarpið; fólk úr forsætisnefnd og aðrir hafi gert það með styrk sinna formanna. Hann segist því hafa gert ráð fyrir því að sæmilegur friður myndi nást um frumvarpið. málaflokka sem ekki eru jafnframt ráðherrar fái 50% álag á þingfarar- kaup. „Ég tel að það sé margt mjög já- kvætt í þessu frumvarpi. Það er hins vegar alveg skýrt að ég vil ekki standa að því að frumvarpið sé keyrt fram án þess að gengið sé úr skugga um ákveðnar staðreyndir málsins,“ sagði Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, um frumvarpið, en hann er þó einnig á meðal meðflutningsmanna þess. Í áliti meirihluta allsherjarnefnd- ar sem dreift var í gær eru lagðar til nokkrar breytingar á frumvarpinu, m.a. sú að ekki verði hróflað við álagi varaforseta Alþingis, for- manna þingnefnda og formanna þingflokka að þessu sinni þannig að það verði áfram 15%. Áfram er gert ráð fyrir að þeir formenn stjórn- Eftirlaunafrumvarpið verð- ur afgreitt á mánudaginn Stjórnarandstaðan mestöll horfin frá stuðningi við málið  Alþingi/10 SIR Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, var sleginn til riddara í gær fyrir framlag sitt til tónlistarinnar og sést hér ásamt föð- ur sínum, hinum 93 ára gamla Joe Jagger, eftir að hafa kropið fyrir Karli prins og þegið titilinn. Prinsinn hljóp í skarðið fyrir móður sína sem var nýlega skorin upp vegna hnéskaða. Rokksöngvarinn stendur nú á sextugu. Félagi Sir Micks í sveitinni, Keith Richards, hefur sagt þá ákvörðun söngvarans að þiggja titilinn „fáránlega“ og ekki í sam- ræmi við stíl Stones. En Sir Mick gaf í skyn að um öfund væri að ræða og sjálfur sagðist hann ekki taka riddaratignina allt of hátíð- lega. „Þetta er eins og að fá ís – einn fær hann og þá vilja allir ís. Þetta er ekkert nýtt, Keith er oft með eitthvert vesen.“ Reuters Sir Mick FORSETI Frakklands, Jacques Chirac, sagði í gær að Frakkar myndu ekki sætta sig við róttækar breytingar á drögum að nýjum stjórnarskrársáttmála Evrópusam- bandsins. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, sem gegnir formennskunni í ESB út árið, varaði við því í gær, á fyrsta degi leiðtogafundar sambandsins, að svo gæti farið að nokkrir lausir endar yrðu ekki hnýttir fyrr en eftir áramót. Berlusconi aflýsti í gær fyrirhuguðum sameiginlegum miðdegisverði leiðtoganna og notaði hann þess í stað tímann til að ræða við hvern fyrir sig. Berlusconi sagði að deil- an um breytt atkvæðavægi aðildarríkjanna væri erfiðasti hnúturinn. „Verði samkomu- lag ekki í höfn á sunnudagsmorgun – sem eru þau tímamörk sem við höfum sett okkur – væri betra að halda [viðræðum] áfram en að gera slæma málamiðlun,“ sagði hann. Pólverjar og Spánverjar neita að gefa eftir Pólverjar og Spánverjar stóðu fastir á því að vilja ekki fallast á „útvötnun“ atkvæða- vægis þeirra sem þeir telja að felist í breyttu kerfi í drögunum. Samkvæmt drög- unum mun íbúafjöldi ríkjanna hafa meira vægi en áður. Þegar síðast var karpað um kerfið – í Nice fyrir þremur árum – tókst Pólverjum og Spánverjum að tryggja sér nærri jafn- mikið atkvæðavægi og fjölmennustu aðild- arríkin, þótt t.d. íbúar Þýzkalands séu meira en tvöfalt fleiri en í Pólverjar eða Spánverjar. Þetta hlutfallslega ofvægi vilja Pólverjar og Spánverjar verja með kjafti og klóm gegn því sem þeir telja ofvægi hinna stóru. Leiðtogar ESB takast á um stjórnarskrá Lausn gæti dregist fram á næsta ár  Samið/22 Brussel. AFP, AP. „Við vorum fjögur inni í íbúðinni, ég ásamt börnum mínum og drengurinn minn var að horfa á sjónvarpið,“ sagði Jóna Júlía Jónsdóttir við Morgunblað- ið skömmu eftir atburðinn í gær. „Ég var í símanum þegar hann kemur inn í eldhús og biður mig um að koma fram. Þegar þangað kom sá ég eldinn loga upp úr sjónvarpinu. Ég fylltist skelf- ingu og hringdi á slökkviliðið, sem sagði mér að drífa mig strax út með börnin.“ Jónu tókst að forða börnum sínum frá skaða og hugðist berjast við eldinn með slökkvitæki. „En ég kunni ekkert á tækið og reykurinn magnað- ist óðum svo ekki varð við neitt ráðið. Það var óverandi inni í íbúðinni þar sem reykurinn var baneitraður.“ Börn Jónu eru frá eins árs til níu ára og bjó hún ein með þeim í íbúðinni. Íbúðin er ótryggð, eina tryggingin er húseigendatrygging sem bætir ekki brunatjónið að sögn Jónu. Sjónvarpstækin varasöm Nærri allt tiltækt lið Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins var sent á staðinn og voru 2 dælubílar, 3 sjúkrabílar og 1 körfubíll sendir af stað. Útkallið kom kl. 14.42 og voru slökkviliðsmenn komnir á staðinn fimm mínútum síðar og hófu slökkvistarf kl. 14.49. Stiga- gangur hússins var rýmdur og tók slökkvistarfið 10 mínútur en síðan var reykræsting hafin. Að sögn Þorvaldar Geirssonar, stöðvarstjóra hjá slökkviliðinu, brást Jóna hárrétt við með því að yfirgefa íbúðina með börnin. Upptök eldsins í sjónvarpstækinu valda honum áhyggj- um. „Það var mikill eldur þegar við komum á staðinn og manni finnst skelfilegt að horfa upp á það að eldur kvikni í sjónvarpstækjum og valdi öðr- um eins skaða,“ segir hann. „Það er ljóst að fólk þarf að vera með allan eld- varnarbúnað til taks, s.s. sjálfvirkan slökkvibúnað fyrir sjónvörp. Við förum oft í brunaútköll þar sem kviknað hef- ur í út frá sjónvarpstækjum. Slík tæki eru varasöm og fólk þarf að slökkva á þeim áður en farið er að sofa og það er ekki nóg að slökkva með fjarstýring- unni, heldur þarf að rjúfa strauminn alveg með því að taka úr sambandi.“ Lögreglan fékk Strætó bs til að senda strætisvagn upp í Þórufell 8 til að unnt yrði að hýsa íbúa stigagangs- ins á meðan slökkvilið var að slökkva eldinn í íbúð Jónu. Einstæð þriggja barna móðir missti íbúð sína þegar kviknaði í út frá sjónvarpi Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðið varar við eldhættu af völdum sjónvarpstækja. Skemmdir geta orðið gríðarlegar eins og raunin varð í Þórufelli. Fylltist skelfingu og hringdi á hjálp EINSTÆÐ þriggja barna móðir í Breiðholti missti íbúð sína í eldsvoða í gær og situr uppi húsnæðislaus með ótryggða og stórskemmda íbúð. Eld- urinn átti upptök sín í sjónvarpstæki sem var í gangi og tókst konunni að bjarga sér og börnum sínum út úr íbúðinni áður en Slökkviliðið kom. REYKSKYNJARI vakti íbúa í húsi við Granaskjól í Reykjavík í gær- morgun og voru fjórir fluttir á slysadeild LSH í Fossvogi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í húsinu út frá eldavél. Talsverðan reyk lagði frá húsinu þegar Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins kom að kl. 8.14 og er talið að húsið sé talsvert skemmt af völdum reyks. Birgir Finnsson, framkvæmdastjóri útkallsdeildar slökkviliðisins, segir desember jafnan mánuð sem slökkviliðsmenn hafi áhyggjur af og brýnir fyrir fólki að huga vel að reykskynjurum á heimilinu. „Það sem var ánægjulegt er að reykskynjari fór í gang og vakti heimilisfólkið við Granaskjól. Menn verða að sjá til þess fyrst og fremst að þeir séu í lagi. Það er gott að hafa sem fasta reglu að þeg- ar jólaskrautið er sett upp, þá sé um leið skipt um rafhlöðu í reyk- skynjaranum.“ Reykskynjarar bjarga ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.