Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LAUSN GÆTI DREGIST Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, ræddi í gær einslega við leiðtoga aðildarríkja Evrópusam- bandsins sem eru saman komnir í Brussel til að semja um nýjan stjórnarskrársáttmála fyrir sam- bandið. Ítalir fara með forystuna í ESB þetta misserið. Berlusconi gaf í skyn að ef ekki tækist að ná við- unandi samkomulagi á fundinum gæti dregist fram yfir nýár að hnýta síðustu endana. Okruðu á hernámsliðinu Endurskoðendur bandaríska varnarmálaráðuneytisins segja að KBR, eitt af dótturfyrirtækjum orkusamsteypunnar Halliburton, hafi okrað á bensíni sem það seldi hernámsliðinu í Írak. Hafi ofgreiðsl- urnar numið sem svarar 4,5 millj- örðum króna. Dick Cheney, varafor- seti Bandaríkjanna, var árum saman stjórnarformaður Halliburton sem hefur fengið sem svarar um 150 milljörðum króna fyrir verk í Írak. Missti íbúðina í eldsvoða Einstæð þriggja barna móðir missti íbúð sína í eldsvoða í gær og situr uppi húsnæðislaus með ótryggða og ónýta íbúð eftir að kviknaði í sjónvarpi í íbúðinni. Að sögn Jónu Júlíu Jónsdóttur fylltist hún skelfingu þegar hún sá eldinn og hringdi hún á slökkviliðið sem sagði henni að drífa sig strax út úr íbúð- inni með börnin. Sjúkrahúsrekstur 130 ára 130 ár eru liðin frá upphafi sjúkra- húsreksturs á Akureyri. Stefnt er að því að leggja megináherslu á að koma upp sérfræðiþekkingu í krabbameinslækningum og bjóða upp á hjartaþræðingar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Ferðalög 54/55 Viðskipti 16/18 Umræðan 56/59 Erlent 22/26 Minningar 60/67 Heima 28 Kirkjustarf 68/70 Höfuðborgin 30/31 Bréf 82/83 Akureyri 36 Myndasögur 82 Suðurnes 37 Dagbók 84/85 Árborg 38 Staksteinar 84 Landið 39 Sport 86/89 Listir 42/44 Leikhús 90 Daglegt líf 46/49 Fólk 90/97 Forystugrein 50 Bíó 94/97 Þjónusta 53 Ljósvakamiðlar 98 Viðhorf 54 Veður 99 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Bodum. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GENGIÐ var í gær frá bindandi kaupsamningi milli Kaupþings Bún- aðarbanka og Staka ehf., aðaleig- anda Skinnaiðnaðar á Akureyri, á sútunarverksmiðjunni Loðskinni á Sauðárkróki. Var það mat bankans að tilboð sem barst frá starfsmönn- um Loðskinns og Skagafjarðarveit- um í byrjun mánaðarins hefði verið lakara. Í tilkynningu frá Stökum segir að fyrsta verk nýrra eigenda verði að freista þess að snúa við taprekstri á starfsemi Loðskinns og endurskipu- leggja vinnslu verksmiðjunnar. Ná á fram hagræðingu og samlegðar- áhrifum með samrekstri Skinnaiðn- aðar og Loðskinns. Þegar hefur ver- ið ákveðið að ná strax fram hagræðingu með sameiginlegri framkvæmdastjórn og bókhalds- vinnu fyrirtækjanna. Ormar Örlygs- son, framkvæmdastjóri Skinnaiðn- aðar, segir að starfsmönnum Loðskinns, sem hafa að hámarki ver- ið um 40, verði eitthvað fækkað. Engin áform séu hins vegar uppi um annað en áframhaldandi rekstur á Sauðárkróki og ætla eigendur Staka að óska formlega eftir viðræðum við sveitarfélagið Skagafjörð og Skaga- fjarðarveitur um starfsumhverfi Loðskinns til framtíðar og mögulegt samstarf. Gísli Gunnarsson, forseti sveitar- stjórnar Skagafjarðar, segist fagna yfirlýsingu eigenda Skinnaiðnaðar um mögulegt samstarf við heima- menn. Sveitarfélagið sé meira en tilbúið til slíkra viðræðna. Gísli seg- ist hins vegar ekki vera jafnánægður með tilkynningu sem Kaupþing Bún- aðarbanki sendi frá sér í gær vegna þessara kaupa. Þar séu ýmsar rang- færslur sem sveitarfélagið muni svara formlega. M.a. sé það rang- færsla að fyrir ári hafi verið undirrit- uð viljayfirlýsing milli bankans og sveitarfélagsins um kaup þess síðar- nefnda á minnihluta í Loðskinni af bankanum. Bankinn svarar fyrir sig Í tilkynningu bankans er m.a. vís- að á bug sjónarmiðum um að ekki hafi verið eðlilega staðið af hans hálfu að sölu Loðskinns. Fram kem- ur að bankinn hafi rekið fyrirtækið sem skuldaskilaeign sl. fjögur ár og stefnt að því að losa sig frá rekstr- inum eins fljótt og mögulegt væri. Síðan er talað um viljayfirlýsinguna við sveitarfélagið og að bankinn hafi gengið eftir því að við yfirlýsinguna yrði staðið eða boðið upp á aðrar út- færslur. Á síðasta fundi aðila í októ- ber sl. hafi sveitarstjórnarmenn upp- lýst að sveitarfélagið ætlaði ekki að koma að lausn þessa máls. Þá hafi að óbreyttu legið fyrir að loka fyrirtæk- inu. „Breytti það engu um afstöðu sveitarfélagsins sem sagði að slíkur rekstur væri ekki á sinni könnu,“ segir í tilkynningunni en í framhaldi gengið til samninga við starfsmenn Loðskinns, með fyrirvara um fjár- mögnun. Segir bankinn að sú fjár- mögnun hafi ekki tekist. Var þá rætt við Stökur, sem endaði með sam- komulagi 27. nóvember sl. og loks bindandi kaupsamningi í gær, þegar fyrirvörum hafði verið rutt úr vegi, eins og segir í tilkynningunni. Kaup Skinnaiðnaðar á Loðskinni staðfest Nýr eigandi ætlar að ræða við heimamenn um samstarf ÞETTA eru mikil vonbrigði,“ sagði Gunnsteinn Björnsson, sölustjóri Loð- skinns, um söluna til Skinnaiðnaðar á Akureyri en hann gerði Kaupþingi Búnaðarbanka tilboð í fyrirtækið ásamt fleiri starfsmönnum og Skaga- fjarðarveitum. Hann sagðist ekkert hafa heyrt frá nýjum eigendum og starfsmenn væru enn í mikilli óvissu um framtíð sína. Þeirri óvissu þyrfti að eyða sem fyrst. Gunnsteinn sagði niðurstöðu Búnaðarbankans koma sér á óvart í ljósi þess að hann væri umsvifamikill í sveitarfélaginu og hlyti að eiga þar verulegra hagsmuna að gæta. Fyrirtækið Sjávarleður, sem sútað hefur fiskroð og framleitt hráefni fyrir mörg frægustu tískuhús heims, hefur haft aðstöðu í húsnæði Loð- skinns á Sauðárkróki. Að sögn Gunnsteins er sú starfsemi einnig í óvissu og væntanlega þurfi einhverjar viðræður að fara fram við Skinnaiðnað. „Þetta eru mikil vonbrigði“ SÓLIN lækkar nú flugið með hverjum deginum sem líður enda nálgast vetrarsólstöður. Jólaljós sem lýsa upp skamm- degið eru þó ágætis mót- vægi. Útlitið er því ekki eins svart og það gæti annars orðið og vissulega er síðdegissólin tignarleg þar sem hún litar sjón- deildarhringinn ótal lit- um. Ægifagurt litróf skamm- degisins Morgunblaðið/Jim Smart MINNIHLUTI sjávarútvegsnefnd- ar Alþingis telur að frumvarp sjáv- arútvegsráðherra, Árna M. Mathie- sen, um línuívilnun sé allt vanreifað og stórgallað. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar og framsögumaður minnihlutans, sagði við aðra umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær að þrýstingur frá starf- andi formanni sjávarútvegsnefndar, Kristni H. Gunnarssyni, virtist hafa valdið því að sjávarútvegsráðherra kastaði „algjörlega vanbúnu máli til umfjöllunar hér á Alþingi.“ Jóhann sagði að minnihlutinn gagnrýndi harðlega þann undirbúning málsins. Sagði hann minnihlutann leggjast gegn samþykkt frumvarpsins. Kristinn H. Gunnarsson mælti fyrir nefndaráliti meirihluta nefnd- arinnar. Hann sagði að meirihlutinn styddi frumvarpið með nokkrum breytingum; meirihlutinn gerði ekki breytingar á þeim efnisatriðum er lytu að línuívilnun en legði til breyt- ingar á ákvæðum um byggðakvóta. Sagði Kristinn að þeim breytingar- tillögum væri ætlað að treysta stöðu minni byggðarlaga sem lentu í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og væru háðar veiðum og vinnslu á bol- fiski. „Þær aflaheimildir sem á grundvelli breytingartillögunnar munu fara til lítilla byggðarlaga [...] eiga meðal annars að koma í stað þess byggðakvóta sem úthlutað hef- ur verið til krókaaflamarksbáta og 1.500 tonna byggðakvóta sem úthlut- að var í samráði við Byggðastofnun, að teknu tilliti til aðstæðna.“ Önnur umræða um línuívilnun Minnihlutinn telur frumvarpið stórgallað ALÞINGI samþykkti í gær frumvarp Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra um aldurs- tengda örorkuuppbót. Sam- kvæmt lögunum fá einstak- lingar á aldrinum 18 til 19 ára uppbót er nemur fullum grunnlífeyri og lækkar upp- bótin í þrepum eftir því sem nær dregur 67 ára aldri og fell- ur þá niður. Frumvarpið var samþykkt með 27 atkvæðum stjórnarþingmanna. Stjórnar- andstæðingar sátu hjá við af- greiðslu frumvarpsins sem og Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Atkvæðagreiðsla um frum- varpið fór fram að viðhöfðu nafnakalli þar sem nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir at- kvæði sínu. Meðal annars sagði Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs, að með frumvarpinu væri verið að stíga stórt skref í þá átt að bæta kjör öryrkja. Fyrir Framsóknarflokkinn væri það hins vegar dapur vitnisburður um svikin kosn- ingaloforð. Ágúst Ólafur Ágústsson sagði Samfylk- inguna fagna aldurstengingu örorkubóta. Öryrkjafrumvarpið samþykkt Stórt skref að bættum kjörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.