Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólaskeið Ernu kr. 6.500 Alltaf til Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Fallega íslenska silfrið Landsins mesta úrval Síðan 1924 ENDURSKOÐENDUR banda- ríska varnarmálaráðuneytisins sögðu í fyrradag, að dótturfyrir- tæki Halliburtons, orkufyrirtækis- ins, sem Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, stýrði áður, hefði fengið 4,5 milljörðum ísl. kr. of mikið fyrir bensín, sem selt var Bandaríkjaher í Írak. Fundu þeir einnig ýmis önnur dæmi um allt of háa reikninga og ekki aðeins fyrir bensín eða olíu. Hart hefur verið deilt á Bandaríkjaþingi um þá samninga, sem Halliburton hefur fengið í Írak, enda virðist sem fyr- irtækið hafi notið sérstakrar vel- vildar hjá ríkisstjórninni. Þetta mál hófst í október sl. þegar tveir þingmenn demókrata fóru að spyrjast fyrir um verðlagn- ingu Halliburtons á olíunni. Annar þeirra, Henry Waxman, þingmað- ur frá Kaliforníu, komst yfir skjöl, sem sýndu, að Halliburton hafði fengið 2,64 dollara fyrir gallonið af olíu, sem flutt var frá Kúveit, helmingi meira en greitt var fyrir aðra olíufarma þaðan. Aldrei séð annað eins Í viðtali við New York Times um þetta mál sagði Phil Verleger, for- stjóri ráðgjafarfyrirtækisins PK Verlegers, að hann hefði aldrei séð aðra eins verðlagningu. Hjá Halli- burton var því svarað til, að hún stafaði af því hve hættulegt væri að flytja olíu um Írak. Dótturfyrirtæki Halliburtons, sem um ræðir, er Kellogg, Brown and Root, KBR, en það bauðst einnig til að koma upp mötuneyt- um eða kaffiteríum fyrir Banda- ríkjaher í Írak. Segja endurskoð- endur, að því tilboði hafi raunar verið hafnað vegna þess, að það var fimm milljörðum ísl. kr. dýrara en eðlilegt mátti teljast. Ólíkt flestum öðrum fyrirtækj- um hefur KBR fengið samninga við Bandaríkjastjórn án útboðs og eru þeir metnir til þessa á 1.154 milljarða kr. Eru þeir um upp- byggingu olíuiðnaðarins og aðra aðstoð við Bandaríkjaher. Voru tveir þessara samninga gerðir í nóvember og segjast endurskoð- endur varnarmálaráðuneytisins hafa fundið „ýmislegt athugavert“ við þá. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KBR er sakað um okur í viðskipt- um sínum við Bandaríkjaher. Í fyrra féllst fyrirtækið á að end- urgreiða 150 millj. kr. vegna við- halds og eftirlits í Fort Ord í Kali- forníu og 1997 og 2000 var það sakað um okur í samningum, sem tengdust aðgerðunum á Balkan- skaga. Sem dæmi var nefnt, að það tók 6.364 kr. fyrir krossviðarplötu, sem kostaði 1.000 kr. út úr búð. Þá rukkaði það herinn fyrir þrif á skrifstofum fjórum sinnum á dag. Halliburton var stofnað 1919 og er eitt af stærstu fyrirtækjum í heimi í framleiðslu vöru og þjón- ustu fyrir olíu- og orkuiðnaðinn. Var Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, forstjóri þess frá 1995 til 2000 þegar hann gerðist varaforsetaefni George W. Bush. Heldur Cheney því fram, að hann hafi ekki átt neinn þátt í samn- ingum ríkisstjórnarinnar við fyr- irtækið. Táknrænt í augum stríðsandstæðinga Halliburton hefur nú þegar fengið greidda 150 milljarða kr. vegna verksamninganna í Írak og hafa þær greiðslur að nokkru leyti komið úr Íraska þróunarsjóðnum, sem þó var aðeins ætlað að styðja mannúðar- og hjálparstarf í land- inu. Í augum margra Bandaríkja- manna, sem andvígir voru Íraks- stríðinu, er Halliburton orðið tákn- rænt fyrir þá hagsmuni, sem stríðinu tengdust og komu ekkert við Saddam Hussein og hugsanleg- um gereyðingarvopnum. Dótturfyrirtæki Halliburtons sakað um okur í viðskiptum við Bandaríkjaher Seldi hernum olíu frá Kúveit á tvöföldu verði Dick Cheney varaforseti var áður forstjóri fyrirtækisins Washington. AP, AFP. ReutersHöfuðstöðvar Halliburtons í Houston í Texas. JÓLASVEINN í kafarabúningi fóðrar sæskjaldböku í Sædýrasafni Pekingborgar í gær. Jólin verða sí- fellt vinsælli í Kína eftir því sem fólk þar í landi tileinkar sér í aukn- um mæli vestræna siði. Reuters Kínverskur jólasveinn MEIRA en 200.000 tölvur leit- uðu í nokkur ár að stærstu, þekktu frumtölunni og fyrir skömmu skaut henni loks upp á einkatölvu Michaels Shafers, námsmanns við Michigan State-háskólann í Detroit í Bandaríkjunum. Í henni eru 6.320.430 tölur og til að skrifa hana út þarf allt að 1.500 blað- síður. Við leitina lánaði mikill fjöldi manna um allan heim af- not af tölvunum sínum, 211.000 alls, og þá varð í raun til ofurtölva, sem fær var um níu þúsund milljarða útreikn- inga á sekúndu. Samt gátu þátttakendur unnið að öðrum verkefnum í tölvunni á sama tíma. Þegar Shafer var spurður um þýðingu uppgötvunarinnar sagði hann, að hún væri í sjálfri sér engin. Miklu mik- ilvægara væri það samstarf, sem tekist hefði með tölvu- eigendum um allan heim. Frumtala eða prímtala er tala, sem aðeins er unnt að deila í með henni sjálfri eða einum, til dæmis 2, 3, 5, 7 og svo framvegis. Stærsta frumtalan fundin Detroit. AP. WEN Jiabao, forsætisráðherra Kína, sakaði í gær Chen Shui- bian, forseta Taívans, um blekk- ingar og svikabrögð, en sá síð- arnefndi ítrekaði að hann myndi ekki láta neinar hótanir frá meginlandinu verða til að hann félli frá þjóðaratkvæðagreiðslu- áformum sínum. Í atkvæða- greiðslunni, sem Taívanstjórn áformar að halda í marz næst- komandi, á að leita álits Taív- anbúa á því hvort fara á fram á það við Kínverja að þeir hætti að miða eldflaugum á eyjuna og lofi að ráðast ekki á hana. Amnesty gagnrýnir neyðarlög ALÞJÓÐLEGU mannréttinda- samtökin Amnesty Internation- al gagnrýndu á fimmtudag bresk neyðarlög um kyrrsetn- ingu, sem sett voru í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001, og sögðu lögin vera „af- bökun á réttlætinu“. Í harðorðri skýrslu sagði Amnesty að neyð- arlögin hefðu leitt til þess að nú giltu ekki sömu lög um breska ríkisborgara og útlendinga sem grunaðir væru um að vera „hryðjuverkamenn“. Á grundvelli laganna hafa 14 manns verið hnepptir í varðhald í rammgerðustu fangelsum, grunaðir um aðild að hryðju- verkastarfsemi. Geidar Alíev látinn GEIDAR Alíev, fyrrverandi forseti Aserbaidshan og áhrifa- mesti maður landsins í nokkra áratugi, lést á sjúkrahúsi í Cleveland í Bandaríkj- unum í gær, 80 ára að aldri. Aserbaídsj- an var áður hluti Sovét- ríkjanna gömlu og Alíev var í tíð sovét- stjórnarinnar um hríð háttsett- ur í öryggislögreglunni, KGB en síðar varð hann leiðtogi aserska kommúnistaflokksins. Er kommúnisminn hrundi 1991 gerðist Alíev mikill þjóðernis- sinni. Nýlega var sonur hans kjörinn forseti í stað föðurins sem varð að hætta vegna heilsu- brests. STUTT Taívanar hvika hvergi Geidar Alíev ROLANDAS Paksas, forseti Litháens, hét því í gær að hann myndi ekki víkja úr embætti; sagði hann í viðtali við AFP-fréttastofuna að hinir raunverulegu sökudólgar kæmu í ljós í því kæruferli til embættissviptingar sem hafið er gegn honum á Litháenþingi. „Ég er ekki í nokkr- um vafa um að ég muni halda áfram sem forseti Lithá- ens,“ sagði Paksas, spurður hvort hann teldi víst að hann myndi leiða landið inn í Evrópusambandið (ESB) og NATO í maí í vor. Þingmenn sögðu á fimmtudagskvöld að búið væri að safna nægilega mörgum undirskriftum þingmanna til að hefja embættissviptingarferlið. Forsetinn er sakaður um að hafa átt í vafasömum tengslum við skipulögð glæpa- samtök („rússnesku mafíuna“). „Við höfum 46 undirskriftir, en það eiga fleiri eftir að bætast á listann. Við höldum áfram að safna fram á þriðjudag,“ sagði And- rius Kubilius, liðsmaður hóps þing- manna úr fjórum stjórnmálaflokkum sem áttu frumkvæði að undirskrifta- söfnuninni. Arturas Paulauskas, forseti þings- ins, staðfesti við AFP að tilskildum lágmarksfjölda undirskrifta hefði ver- ið safnað til að hefja kæruferlið til embættissviptingar forsetans. Þing- menn hófu þetta ferli í kjölfar þess að í síðustu viku var birt skýrsla sem unnin var fyrir þingið, þar sem forsetinn er borinn þeim sökum að eiga í tengslum við glæpamenn, sem gerði hann að „ógn við þjóðaröryggi Litháens“. Hægt að hefja emb- ættissviptingarferli Forseti Litháens segist hvergi banginn Vilnius. AFP. Rolandas Paksas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.