Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 30
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 30 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR – bækur fyrir alla Fyndnasta bók ársins Lygilegasta bók ársins „Þetta er frábær sending en það er bara enginn til þess að taka við henni.“ Guðjón Guðmundsson (Gaupi) Óteljandi sögur og tilsvör. Logi Bergmann og Þór Jónsson, Sigmundur Ernir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Atast er í Gissuri Sigurðssyni og Karl Eskil Pálsson verður fyrir barðinu á Brodda Broddasyni. „Sævar Þór er sérfræðingur í að finna glufur á mönnum.“ Hörður Magnússon um Fylkismanninn Sævar Þór Gíslason. Afsakið – hlé, langfyndnasta bók ársins Frábær skemmtun. Þrjátíu íslenskir sögumenn láta gamminn geysa. Jón Skrikkur og Sögu-Guðmundur Magnússon, Vellygni- Bjarni og Lyga-Þorlákur. Gunnar Jónsson á Fossvöllum fræðir um vísdóm kvenna eins og honum var einum lagið. Lyginni líkast, lygilega skemmtileg bók – B Æ K U R F Y R I R A L L A – A llt er leyfilegt. Menn geta sent inn teikningar eða tölvupóst eða hvað sem er. Við viljum fá meira líf í miðbæinn og gera miðbæinn skemmtilegri,“ sagði Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Lands- bankans, á blaðamannafundi í gær um hug- myndasamkeppni sem bankinn stendur að um hvernig efla megi miðbæ Reykjavíkur. Björg- ólfur segist hafa trú á því að ef einkaaðili sýni frumkvæði í þessum málum fylgi aðrir á eftir. „Við erum tilbúin að hefja leikinn og höfum trú á að fleiri munu þá fylgja í kjölfarið.“ Björgólfur segir að markmiðið með keppn- inni sé að fá miðbæinn til að lifna við og hann vonast til að sem flestir eigi eftir að reyna að setja hugmyndir sínar niður og skila þeim inn í keppnina. „Það væri gaman ef þetta yrði að einhvers konar jólaleik innan fjölskyldna, að allir í jólaboðunum fari að velta hugmyndum fyrir sér,“ segir Björgólfur um tímasetningu keppninnar. Skorað á alla að vera með Með hugmyndasamkeppninni vill bankinn skora á unga sem aldna og leika sem lærða að senda inn hugmyndir um hvernig miðborg þeir vilji sjá. Hugmyndirnar mega vera ein- faldar eða flóknar, látlausar eða metn- aðarfullar og þeim má lýsa ýmist í orðum eða myndum. Þær mega bæði vísa til skipulags, einstakra bygginga, samgöngumála, tiltek- innar starfsemi eða verið tillögur um hvað má og ekki má. „Allar hugmyndir koma til greina, stórar sem smáar,“ segir Björgólfur. „Við viljum fá fólk til að hugsa um miðbæ- inn,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir innanhúss- arkitekt sem situr í dómnefnd keppninnar. „Það hefur verið þung- lyndi yfir miðbænum. En þróun erlendis sýn- ir t.d. að verslun er aft- ur að færast úr út- hverfum í miðbæ,“ sagði hún aðspurð hvort ekki þyrfti að efla verslun í miðbænum. Auk Ingibjargar og Björgólfs skipa dóm- nefndina Hallgrímur Helgason rithöfundur, Eva María Jónsdóttir, íbúi í miðbænum, Guð- jón Friðriksson sagnfræðingur og Margrét Harðardóttir arkitekt. Dómnefndin sagði að á fundi sínum í gær- morgun hefðu strax komið fram margar hug- myndir að því hvernig efla mætti miðborgina. Björgólfur nefndi að hann vildi sjá styttu af Óla blaðasala fyrir utan Reykjavíkurapótek, en sjálfur var Björgólfur eitt sinn blaðberi. Hugmyndasamkeppnin er unnin í samráði við skipulagsnefnd Reykjavíkur. Björgólfur sagði að hugmyndunum yrði fylgt eftir og að þrýst yrði á að þær hugmyndir sem þyki álit- legar komist til framkvæmda. Hann sagði all- ar stofnanir borgarinnar hafa tekið keppninni vel. Björgólfur sagðist líta svo á að höf- uðstöðvar Landsbankans væru miðpunktur í miðbænum og ekki stæði til að færa þær ann- að þótt nóg væri um slík tilboð. Hann sagðist vilja gera bankann að menningarstofnun og er hann yrði gerður upp væri þess gætt út í ystu æsar að halda í upprunalegt útlit bank- ans. Björgólfur sagði að hann hafi þekkt miðbæ- inn hér áður fyrr þegar hann var líflegri. Hann þyrfti hins vegar ekki að verða eins aft- ur, en margt væri hægt að gera til að glæða hann lífi á ný. „Miðbær er hjartað í öllum borgum. Það er ýmislegt hægt að gera til að hafa skemmtilegt hérna,“ sagði Björgólfur. Hugmyndum þarf að skila inn í keppnina fyrir 31. janúar 2004. Þær má senda í pósti merktar Landsbanki Íslands-hugmynda- samkeppni um miðborg Reykjavíkur, Austur- stræti 11, 101 Reykjavík eða í tölvupósti á netfangið 101@landsbanki.is. Fyrstu verðlaun verða 750 þúsund krónur, önnur verðlaun 400 þúsund og þriðju verðlaun 200 þúsund krónur. Þá verða veitt smærri peningaverðlaun og viðurkenningar. Hugmyndasamkeppni Landsbankans um uppbyggingu miðbæjar Reykjavíkur Allir landsmenn eru hvattir til að taka þátt Jólaleikur: Björgólfur vill að hugmyndasam- keppnin verði jólaleikur fjölskyldna í landinu. Morgunblaðið/Eggert Miðborg | Hann Stekkjarstaur staulaðist til byggða í fyrrinótt og mætti svo í Þjóðmenningarhúsið um morguninn. Þar biðu eftir honum 128 börn frá Lauganesskóla, Álftaborg, Ingunn- arskóla og Grandaskóla. Stekkjarstaur spjallaði við börnin og söng með þeim og voru börnin forvitin að frétta af ferð- um hans úr fjöllunum. Stekkjarstaur er einn þrettán bræðra. Þeir eru allir hrekkjóttir pöru- piltar sem eiga dálítið erfitt með að átta sig á tæknivæddri nútímaveröld. Þeir eru ekkert að fylgjast of vel með tísk- unni en fengu reyndar ný föt ekki alls fyrir löngu er Grýlu móður þeirra var ekki farið að standa á sama um útgang- inn á þeim. Með aðstoð íslenskra hönn- uða og handverksfólks fengu jólasvein- arnir og foreldrar þeirra nýjan alklæðnað frá hvirfli til ilja úr vaðmáli, gærum, flóka og íslenskri ull. Bræður Stekkjarstaurs munu á næstu dögum tínast til byggða og ætla að skreppa í heimsókn í Þjóðmenning- arhúsið kl. 10.30 á hverjum degi. Grýla og Leppalúði munu svo koma við í Þjóð- menningarhúsinu sunnudaginn 14. des- ember til að líta eftir Stúfi syni sínum. Stekkjarstaur tók lagið í Þjóðmenningarhúsi Morgunblaðið/Eggert Seltjarnarnes | Listaverkið Skaut er listaverk mánaðarins á Seltjarn- arnesi. Verkið, sem er eftir Tryggva Ólafsson, var keypt árið 1989 af Lista- og menn- ingarsjóði Sel- tjarnarness situr á vegg í bæj- arskrifstofum Seltjarnarnes- bæjar. Í umsögn Ás- dísar Ólafsdóttur listfræðings um verkið segir: „Skaut er eins konar myndljóð um móður náttúru, frjó- semi, upphaf mannkyns og alheims- ins, þar sem formin hreyfast í hægri hringrás eilífðarinnar.“ Seltjarnarnesbær hefur í rúmt ár tilnefnt listaverk mánaðarins til að kynna fyrir bæjarbúum þá lista- menn sem hafa lagt bænum lið með listsköpun sinni. Listaverkið Skaut á Seltjarnarnesi Tryggvi Ólafsson Mosfellsbær | Sextíu ár eru liðin frá því að Reykjaveita tók til starfa í Mosfellsbæ, en rúmlega helmingur þess heita vatns, sem er notað til húshitunar á veitu- svæði Orkuveitu Reykjavíkur á höf- uðborgarsvæðinu, kemur frá veitunni. 22 borholur eru nú á Reykjasvæðinu og er hægt að dæla upp úr því svæði um 3.000 m3, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá OR. „Á köldum vetrardegi er dælt um tólf þúsund tonnum af heitu vatni til borgarbúa á hverri klukkustund, frá Reykjum og Reykjahlíð, Nesja- völlum og lághitasvæðunum innan borgarmarkanna,“ segir í frétta- tilkynningu. Í tilefni af afmælinu hefur verið komið fyrir upplýsingaskiltum við borholu sem er rétt neðan við Reykjabæ. Þar er tæknilegum þætti veitunnar lýst og sögulegum hluta, sem sagnfræðingarnir Magnús Guðmundsson og Bjarki Bjarnason hafa tekið saman. Þar kemur m.a. fram að á seinni hluta 19. aldar tók fólk í Reykjahverfi að nýta sér yl- volga moldina til matjurtaræktar. Reykjaveita 60 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.