Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 36
AKUREYRI 36 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Líf og fjör á Lækjartorgi Jólamarkaður á Lækjartorgi Jólamarkaðurinn Lækjartorgi Opið í dag, laugardag, frá 13–18 Kórar, Söngsveit, Brassband miðborgarinnar, Harmonikkuleikarar o.fl. mæta á Lækjartorg og skemmta gestum og gangandi Fjölbreyttur varningur til sölu Haft var á orði að Helgi Seljan hefði kvennafylgi á Austurlandi og væri kvennakær einnig. Um þetta orti hann: Þær Rúnu og Svönu og Svölu og Svövu og Gunnu og Huld, ég elska þær allar með tölu - sem atkvæði vitaskuld. Hákon Aðalsteinsson varð fyrir því fyrr á árinu að gleyma afmælisdegi konunnar. Hún brást illa við því og hann orti til hennar vísu: Þú ert ung og yndisfríð, augun ljóma. Þú ert mild og munablíð, mér til sóma. Konan blíðkaðist lítt við þetta og sagði að það þýddi lítið að ætla að klóra sig út úr vandamálinu með svona vísu; hann meinti hvort eð er ekkert með þessu. Þá ákvað Hákon að söðla um og spurði hvort hún vildi heldur hafa það svona: Konan mín er ekki léttfætt lengur lífsklukkan gengur. Með árunum byrjar húðin að herpast, hrukkurnar skerpast. Enginn fær flúið frá örlagaveginum, afmælisdeginum. Veröldin hleður árunum á´ana; það eru ósköp að sjá´ana. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra mætti dómkirkjuprestinum á göngu í Vonarstræti með hempuna á handleggnum og prestakragann í hendinni. Þá varð þetta til. Ég gekk fram á hann í grenndinni, með geislabauginn í hendinni, í ágætu stuði sem var ættað frá guði og hempuna hangandi á lendinni. Á Hagyrðingamóti orti Friðrik Steingrímsson svo til Hrannar Jónsdóttur á Djúpavogi: Glaður við þig sættir sem, senn er best ég þagni. Vona að þetta viakrem verði þér að gagni. Hrönn beindi svarinu út í salinn og skýrði afstöðu sína þannig: Fljótlega í heimsókn til Friðriks ég kem, um fundinn þann læt ég mig dreyma. Ég vona að ég eigi í krukkunni krem og konan hans verði ekki heima. Pétur Björgvin Jónsson var skósmiður á Eskifirði. Einhverju sinni urðu nágrannar hans ósáttir út af hænsnum og kom til átaka eins og fram kemur í vísu Péturs: Helgi í bræði hanann drap og hent'onum út úr bænum. Af því hann reið í asnaskap annarra manna hænum. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR – bækur fyrir alla Austfirsk skemmtiljóð Út er komin kvæðabók sem ber heitið Austfirsk skemmtiljóð og er hún í samantekt Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Þar er að finna samsafn af alls konar kveðskap af léttara taginu sem austfirskir hagyrðingar hafa sett saman sjálfum sér og öðrum til skemmtunar. Hér eru örfá sýnishorn úr bókinni: Aðventutónleikar | Aðventu- tónleikar söngdeildar Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða haldnir í Laug- arborg í dag, laugardaginn 13. des- ember kl. 14. Fram koma nemendur deild- arinnar og efnisskráin að mestu tengd aðventu og jólum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Jólatónleikar hljóðfæranemenda verða í Þelamerkurskóla á mánudag, 15. desember, og hefjast þeir kl. 20.30 og í Gamla skólahúsinu á Grenivík miðvikudaginn 17. desember kl. 20. SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli verð- ur opnað í dag, laugardaginn 13. des- ember, og verður opið frá kl. 11 til 16 sem og á morgun, sunnudag. Mikil snjókoma hefur verið síðustu daga en snjór er þó í lágmarki til skíðaiðk- unar og benda forráðamenn Hlíðar- fjalls fólki á að fara varlega. Tvær lyftur verða opnar, Fjarkinn og Hólabraut, og troðnar brekkur eru Andrés, sem er skíðaleiðin niður með Fjarkanum, og svo Hólabraut niður með samnefndri lyftu. Skíðasvæðið opnað í dag KAUPMENN á Akureyri og félög hafa sameinast um að setja upp jólatré við Akureyrarkirkju. Þar hefur um áratuga skeið, eða í um hálfa öld, verið ljósum prýtt jólatré sem Kaupfélag Eyfirðinga hefur gefið og nokkur síðustu ár hefur Kaldbakur gefið tréð. Starfsemi þessara félaga hefur breyst á liðn- um árum sem hefur í för með sér að félögin eru ekki í sama mæli að kynna nafn sitt og áður var eins og fram kom í samtali við kaupfélags- stjóra í liðinni viku. Svavar A. Jóns- son, sóknarprestur í Akureyr- arkirkju, sagði velunnara kirkjunnar að vonum ánægða með að fá tréð enda þætti mönnum það setja svip á bæinn. Verið var að setja perur á tréð í gær, en þar voru á ferð rafvirkjarnir Þorkell Björns- son og Jón Sigurðsson frá Rafeyri. Sameinuðust um kaup á jólatré við kirkjuna Morgunblaðið/Kristján GENGIÐ var formlega frá kaup- samningi vegna viðskipta eigenda Greifans eignarhaldsfélags hf. á Ak- ureyri vegna kaupa á Hótel KEA og Hótel Hörpu, en seljendur eru Kald- bakur, KER, VÍS og Flutningar. Þetta er stærsta fjárfesting í ferða- þjónustu á Norðurlandi í langan tíma, eða um 500 milljónir króna. Kaupþing Búnaðarbanki annast fjármögnun kaupanna. Greifinn eignarhaldsfélag hefur séð um rekst- ur hótelanna síðustu fimm ár, en kaupir nú húsnæði þeirra með öllu sem því tilheyrir. Eigendur Greifans eru allir starfs- menn félagsins í fullu starfi, Hlynur Jónsson er framkvæmdastjóri Greif- ans eignarhaldsfélags, Páll Sigurþór Jónsson yfirmaður veitingasviðs Hótelveitinga, Sigurbjörn Sveinsson framkvæmdastjóri veitingahússins Greifans, Ívar Sigmundsson er yfir- maður fasteigna- og áhaldasviðs og Páll L. Sigurjónsson er fram- kvæmdastjóri Hótelveitinga. Stórum áfanga náð Hann sagði að félagið legði metn- að sinn í að vera leiðandi á sviði ferðaþjónustu á Norðurlandi og að það legði áherslu á veitinga og gisti- rekstur. „Við teljum ferðaþjónustu ört vaxandi atvinnugrein hér á landi. Þetta er merkisdagur í sögu félags- ins, stórum áfanga náð,“ sagði Páll. Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, sagði selj- endur ánægða og sátta með söluna. „Þessir menn eiga hrós skilið fyrir hversu vel þeir hafa séð um húseign- ir síðustu ár, þeir hafa haldið eign- unum vel við. Vissulega er nokkur eftirsjá í huga manna þegar þeir selja frá sér eignir sem þessar. Hótel KEA er eitt af kennileitum Akureyr- ar, en það er mikilvægt að hér sé rekin öflug þjónusta og við treystum þessum mönnum til að halda vel á spöðunum,“ sagði Eiríkur. Ásgrímur Hilmisson, útibússtjóri Búnaðar- bankans á Akureyri, sagði að bank- inn hefði mikla trú á kaupendum og vegna þess trausts sem þeir hefðu áunnið sér hefði bankinn tekið þátt í að fjármagna kaupin. Umfangsmikill rekstur Rekstur Greifans er umfangsmik- ill, en þrjú dótturfélög eru í eigu Greifans eignarhaldsfélags; Hótel- veitingar, Veitingahúsið Greifinn og Endurhæfingastöðin ásamt sérstöku fasteignafélagi sem sér um rekstur og viðhald allra fasteigna þess. Félagið rekur veitingastaðinn Greifann með sætum fyrir 150 gesti og fimm hótel með samtals 226 herbergjum auk veitinga- og ráð- stefnusala fyrir allt að 300 manns. Hótelin eru á Akureyri, í Reykjavík og Mývatnssveit; Hótel KEA, með 73 herbergjum og einni svítu, Hótel Harpa með 26 herbergjum, Hótel Norðurland með 34 herbergjum, Hótel Björk í Reykjavík með 55 her- bergjum og Hótel Gígur á Skútu- stöðum í Mývatnssveit með 37 her- bergjum. Starfsmannafjöldi er um 150 manns. Hótel KEA er nánast jafngamalt íslenska lýðveldinu, stofnað í júní ár- ið 1944 og verður því 60 ára á næsta ári. Það er næstelsta hótel landsins og er saga þess er órjúfanlega tengd sögu bæjarins. Stærsta fjárfesting í ferða- þjónustu í fjórðungnum lengi Morgunblaðið/Kristján Eiríkur S. Jóhannsson, frkvstj. Kaldbaks, og Hlynur Jónsson, frkvstj. Greifans eignarhaldsfélags, við undirskrift kaupsamningsins. Formlega gengið frá kaupum Greifans á Hótel KEA og Hótel Hörpu Kaupþing Bún- aðarbanki annast fjármögnun upp á 500 milljónir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.