Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 37
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 37 Helguvík | Kostnaður heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum eykst mjög á næsta ári. Sveitarfélögin eru um þessar mundir að ákveða álagn- ingu sorphirðu- og sorpeyðingar- gjalda fyrir næsta ár og stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja hefur ákveðið verðskrá Kölku, nýrr- ar móttöku-, flokkunar- og sorpeyð- ingarstöðvar félagsins, sem tekur til starfa í Helguvík eftir áramótin. Sveitarfélögin hyggjast leggja á 6500 króna sorphirðugjald á hverja fasteign á næsta ári og 12.130 krón- ur sorpeyðingargjald. Samtals eru þetta 18.630 krónur. Gjöldin hafa ekki verið ákveðin endanlega enda fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna enn til umfjöllunar. Gjöldin eru inn- heimt með öðrum fasteignagjöldum. Verði þetta niðurstaðan tvö- eða þrefaldast sorphirðu- og sorpeyð- ingargjald íbúanna. Þess má geta að Reykjanesbær lagði á 5300 króna sorphirðugjald í ár en ekkert sorp- eyðingargjald. Hin sveitarfélögin lögðu samtals á 8000 kr. í sorp- hirðu- og eyðingu. Hækkun gjaldsins er aðallega vegna nýrrar sorpmótttöku-, flokk- unar- og eyðingarstöðvar í Helguvík sem tekur til starfa í janúar. Á móti verður reynt að halda í horfinu með kostnað við sorphirðu en tunnurnar verða tæmdar á tíu daga fresti í stað viku þegar samið verður að nýju um sorphirðuna. Núverandi verktakasamningur fellur úr gildi 1. febrúar og hefur sorphirðan verið boðin út að nýju. Sveitarfélögin nota álagt sorphirðu- og sorpeyð- ingargjald til að greiða fyrir sorp- hirðu heimila og eyðingu þess og til að reka gámaplön fyrir almenning. Miðað við ódýrasta kost Samkvæmt gildandi reglugerð er sorphirða frá fyrirtækjum og stofn- unum ekki lengur lögbundið skyldu- verk sveitarfélaganna. Hefur Sorp- eyðingarstöð Suðurnesja ákveðið að hætta sorphirðu hjá þeim um ára- mót. Þurfa fyrirtækin að koma úr- ganginum sjálf frá sér til förgunar eða eyðingar eftir þann tíma eða semja við sorphirðufyrirtæki um það. Fyrirtækin hafa greitt sama gjald og heimilin sem þýðir að sorp- hirða þeirra hefur verið niður- greidd. Það er ekki heimilt lengur, að sögn Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum sem reka Kölku. Ljóst er að kostnaður stærri fyrirtækja getur aukist mjög við þessa breytingu. Guðjón segir að við ákvörðun nýrrar gjaldskrár Kölku hafi verið tekið mið af ódýr- ustu valkostum sem fyrirtæki hefðu annars staðar, til þess að tryggja að sem mest af sorpinu komi áfram til eyðingar hjá Kölku. Þannig hafi verið tekið mið af því hvað það kost- aði að aka með sorpið til Sorpu í Reykjavík. Þá sé reynt að stuðla að því að fyrirtækin skili af sér flokk- uðu sorpi. Almennt gjald fyrir óflokkaðan úrgang, bæði frá sorphirðu sveitar- félaganna og frá fyrirtækjum, er liðlega 15,50 krónur á kíló með virð- isaukaskatti. Blandaður óflokkaður úrgangur til urðunar er verðlagður á tæpar 10 krónur en lægra gjald er fyrir flestar gerðir flokkaðs úr- gangs. Lágmarksgjald er 1700 krónur. Verkefni fyrir aðra Mikill stofnkostnaður er við sorp- eyðingarstöðina sem er sú full- komnasta á landinu. Guðjón segir að hugmyndin sé að Kalka taki einnig að sér sérstök verkefni fyrir stofnanir og fyrirtæki annars staðar á landinu, svo sem eyðingu spilli- efna og sóttmengaðs úrgangs. Von- ast hann til að það auki tekjur stöðvarinnar en tekur fram að eftir sé að ganga frá gjaldskrá og samn- ingum við viðkomandi aðila. Sorpkostnaður tvöfaldast eríinu og einnig í verslunum og gall- eríum víða um land. Galleríið er opið á fimmtudögum og föstudögum, eftir hádegi, og einnig um helgar. Fyrir jólin unnu handverkskonurnar sam- an að skemmtilegu verkefni, hönnun og framleiðslu á Grindavíkurbjöll- unni, jólabjöllu sem framleidd var í 40 númeruðum eintökum. Söluand- virðið er notað til að efla starfsemina í Sjólist, kaupa tæki og tól til að auka möguleika félagsmanna. Linda segir að þetta framtak hafi fengið góðar undirtektir. Sjálf er Linda þekktust fyrir braggana sem hún býr til. Þeir hafa farið víða og eru eftirsóttir. Hún ger- ir einnig sérstæðar konur úr leir og fleiri muni. „Málverkið togar samt alltaf í mig, það er skemmtilegast að mála. Ég stefni að því að sýna myndir í Saltfisksetrinu á sjómannadaginn í vor. Ég er að reyna að koma mér að verki en verð að halda hinu gangandi líka og allt er þetta voða tímafrekt,“ segir Linda. Grindavík | „Það er alltaf mikið fjör hérna. Þú hittir hins vegar illa á núna því allar konurnar skruppu til Reykjavíkur,“ sagði Linda Oddsdóttir, eigandi handverkshúss- ins Sjólistar sem er í gamla bænum í Grindavík. Þar er jafnframt opin sala á keramik og öðrum listmunum. Linda hefur lengi málað myndir heima hjá sér og hafði einnig reynt fyrir sér í leirkeralist þegar hún stofnaði Sjólist fyrir ári. „Ég ætlaði að fá mér brennsluofn. Þá bauðst mér svo stór ofn að mig vantaði fleiri til að reka hann með mér. Áhugi reyndist fyrir því og við stofnuðum þetta félag,“ segir Linda. Hún hefur þann hátt á að konur sem vilja vinna að áhugamálum sín- um í Sjólist kaupa sér aðgang að húsnæðinu. Áhuginn hafi verið mik- ill og nú séu þrjátíu með lykil. Linda tekur fram að konurnar nýti aðstöð- una mismikið en myndast hafi ákveðinn kjarni sem standi að þessu. Þær hafa muni sína til sölu í gall- Skemmtilegast að mála myndir Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Húsið lýst upp: Linda Oddsdóttir setur kerti inn í keramikbraggana sína í sölubásnum í handverkshúsinu Sjólist. Ljósahús valið | Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykja- nesbæjar stendur fyrir samkeppni um Ljósahús Reykjanesbæjar 2003. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja, eins og undanfarin ár. Fram kemur á vef bæjarins, www.rnb.is, að óskað er eftir tilnefn- ingum bæjarbúa. Tekið er á móti til- lögum á skrifstofu MÍT til 16. des- ember. Úrslit verða kynnt við athöfn í Duushúsum föstudaginn 19. des- ember klukkan 17. Morgunblaðið/Ómar ...núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 Gjafabréf Útilífs hentar öllum. jólagjöf Hugmynd að Hættu að hrjóta! Nýjung í úða-formi Hrotubaninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.