Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 41
anum fækkaði heimsóknum mínum til hans, mér fannst þær ekki jafn skemmtilegar lengur. Auk þess hringdi hann mörgum sinnum á dag og sagði mér sögur sem ég gat ekki skilið, sama hvað ég reyndi. Svo var hann fluttur á réttargeðdeildina á Sogni, þar sem mér skildist að hann fengi aðhlynningu vegna þess að hann væri geðklofi. Ég fór þangað nokkrum sinnum að heimsækja hann en tengslin sem höfðu verið á milli okkar voru orðin að minningu, í stað veruleika. Ég þekkti hann tæplega lengur og heimsótti hann til að losna við samviskubit, en ekki vegna þess að mig langaði til þess. Samheng- islaust bullið jókst með hverri viku sem leið og smám saman fann ég hvernig ég var hættur að reyna að skilja hann, ég var bara strákur og ég hafði gefist upp. Minningarnar um hann eins og hann var byrjuðu að dofna og í stað þess festist í mér ímyndin af manni sem ég skildi ekki og átti ekkert sameiginlegt með. Ég grét aldrei útaf þessu, ég hló. Við gerðum það öll heima. Fólki fannst við vera skrítin að hlæja að jafn sorglegum og alvarlegum hlut, en við gerðum það samt. Ég hló að sög- unum hans um enduholdganir fornra garpa og ég hló enn meira þegar hann sagði mér frá samtölum sínum við dýrin sem vöppuðu um á túninu í kringum Sogn. Ég hló í hvert skipti sem ég frétti af því að hann hefði gert eitthvað af sér, ég hló þegar ég áttaði mig á því að allar bækurnar á lesstofu réttargeðdeildarinnar voru morðsögur, ég hló að öllu. Ég gat ekki grátið á þessum aldri og ég hafði fullt af tilfinningum sem ég varð að losa mig við, þannig að ég hló og sagði vinum mínum reglulega sögur af nýjustu ævintýrum Steins. Á þessum tíma var ég svo reglulega vakinn með sömu hryllilegu setning- unni; „Bróðir þinn er kominn í ein- angrun!“ Ég gat ekki annað en hleg- ið, fáránleikinn var orðinn svo stór partur af minni tilveru að hláturinn var orðinn ósjálfráður, ég var eins og upptrekktur trúður sem hlær móð- ursýkislega í hvert skipti sem þrýst er á magann á honum. Ég hætti samt að hlæja þegar Steini var sleppt úr haldi og hent aft- ur út í þjóðfélagið, hann hafði af- plánað sinn dóm og kerfið vildi hann ekki lengur. Ég hló ekki þegar ég vakti yfir honum í viku yfir páskana vegna þess að hann var svo uppdóp- aður af geðlyfjum að hann vissi ekki hvað hann hét. Þá fyrst áttaði ég mig almennilega á því að þetta var ekki sami maður og hafði kennt mér að teikna, öll sjálfsvirðingin, húmorinn, þolinmæðin og gleðin var horfin úr honum og í staðinn var feitur, geð- sjúkur maður í náttslopp sitjandi með mér, keðjureykjandi og talandi tungumál sem ég skildi ekki. Í heila viku sátum við saman við skrifborðið í herberginu mínu og í stað þess að hann væri að kenna mér að teikna eða að púsla saman handa mér flug- vélum þá sat ég yfir honum á meðan hann reyndi að tjá sig um sitt líf og sínar sorgir, án þess að takast það á skiljanlegan hátt. Þegar við sátum þarna saman leið mér eins og ég væri í endursýningu á gömlum sjón- varpsþætti, eitthvað sem hafði einu sinni verið frábært var nú orðið súrt og sorglegt. Vikan leið og Steinn fór aftur að þvælast á milli geðdeilda og meðferðarheimila, með reglulegri viðkomu á götum Reykjavíkur, þar sem honum tókst ítrekað að láta lögguna hirða sig fyrir ofurölvun og vesen.    Tíminn leið og vandræðin héldu áfram, Steinn fékk inni á Gunn- arsholti en tókst fljótlega að stinga vaktmann í augað og fékk því annan dóm í kjölfarið. Í þetta sinn fór hann beina leið á Sogn og eyddi þar fjór- um árum. Kaldlyndi mitt og tilfinn- ingadoði gagnvart honum og vanda- málum hans jókst jafnt og þétt, hann hringdi mörgum sinnum á dag og ég talaði við hann án þess að hlusta. Ég var orðinn afskaplega fær í að túlka hvernig bregðast ætti við samræð- unum án þess að hlusta á þær eða skilja þær, ég hló og jánkaði til skipt- is eftir því hvernig raddblær hans var. „Já, einmitt, það er aldeilis“, var staðlað svar sem ég þróaði með mér á þessum tíma, „akkúrat, hahaha“, sagði ég svo þegar hann sagði eitt- hvað sem ég bjóst við að ætti að vera fyndið. Ég fékk samviskubit útaf þessu einstöku sinnum, en tókst yf- irleitt að hrista það af mér frekar auðveldlega, enda gerði ég mér grein fyrir að eina leiðin fyrir mig til að skilja samræðurnar til fulls væri að varpa mínu eigin geðheilbrigði fyrir borð. Þessi 4 ár liðu hratt og fyrr en varði var Steinn aftur farinn að arka um götur Reykjavíkur, feit- ur, blautur og alvarlega veikur á geði. Geðdeildirnar vildu hann ekki af því hann var svo erfiður sjúkling- ur og því var það undir okkur komið að sjá um að hann yrði ekki úti eða veslaðist upp af hungri og vosbúð. Við gátum ekki haft hann hér heima þar sem það hefði orðið til þess að það hefði alltaf einhver þurft að vera heima til að fylgjast með honum. Eldri bróðir minn var fluttur að heiman og átti feykinóg með sitt líf, ég og litli bróðir vorum í skóla og for- eldrar mínir voru báðir í fullri vinnu, þannig að við treystum okkur ekki í sólarhrings gæslu yfir geðveikum manni. Þar sem við vorum þess ekki megnug að hafa hann heima, og geð- deildirnar þorðu ekki að hafa hann hjá sér, þá tók gatan við honum og þar eyddi hann dágóðum tíma í slag- togi með hinum og þessum vand- ræðamönnum. Ég heyrði ekki mikið í honum á þessum tíma, hann hringdi ekki og einhvernveginn var sem ég hefði strokað tilvist hans útúr huga mínum. Síðasta skipti sem ég hitti hann utan fangelsis var þegar hann kom í heimsókn, þegar ég og yngri bróðir minn vorum í matarhléi frá skólanum. Ég og litli bróðir sátum við eld- húsborðið og vorum að fá okkur að borða. Við vorum saman í FB á þess- um tíma og með okkur hafði þróast vinátta sem náði út fyrir þá stað- reynd að við vorum bræður. Við sát- um og spjölluðum um sameiginlega kunningja og stelpur, grínuðumst og vorum tiltölulega sáttir við lífið og tilveruna. Við höfðum ekkert heyrt af Steini í nokkra daga, og við höfð- um vanist á þá hugsun að engar fréttir væru góðar fréttir, þannig að vorum sáttir og tiltölulega áhyggju- lausir þangað til dyrabjallan hringdi. Steinn var kominn til að hitta okkur og þrátt fyrir að við vissum að það skynsamlegasta í stöðunni væri að hunsa dinglið í dyrasímanum þá gát- um við ekki annað en hleypt honum inn, samvisku okkar vegna. Steinn kom upp stigann og strunsaði inn í íbúðina, lafmóður og uppspenntur, með poka fullan af áfengi í hendinni. „Hæ strákar mínir, langt síðan ég hef séð ykkur,“ sagði hann glað- hlakkalega en þó var undarlegur titringur í röddinni, „Þorgrímur minn, sestu nú með mér og fáðu þér að drekka með mér!“ Enn einu sinni vorum við tveir sestir við borð saman, en í þetta sinn ekki til að teikna eða ræða sorgir og söknuð. Yngri bróðir minn stóð álengdar og fylgdist með mér þar sem ég neyddist til að svolgra í mig vodka og bjór með Steini, sem var undarlega æstur og taugatrekktur, röflaði um fólk að elta sig og að hann væri hvergi öruggur. Þar sem mér leist ekki á ástandið á honum reyndi ég að finna upp afsökun til að koma yngri bróður mínum út úr húsinu. „Farðu í tíma Þorsteinn“, sagði ég við hann, „ég er búinn í skólanum og þú átt alveg að fara að mæta!“ Þetta var lygi og ég sá hvernig litli bróðir minn starði stíft á mig, „nei, það er frí í tímanum þannig að ég þarf ekki að fara!“ Þegar við höfðum keppst í smástund um að ljúga upp sögum til að koma hvor öðrum út úr þessari pínlegu aðstöðu sem við vorum staddir í þá gáfumst við upp, og sam- þykktum með augngotum að við yrð- um báðir áfram, sama hvað gerðist. Steinn var orðinn mjög æstur og uppspenntur þegar þarna var komið sögu og tilkynnti okkur hátt og snjallt að hann gæti ekki verið leng- ur hjá okkur, hann væri með bíla- leigubíl niðri og hann þyrfti að keyra burt og hitta vin sinn. Okkur leist ekki á ástandið á honum þannig að við báðum hann um að leyfa öðrum hvorum okkar að keyra sig á staðinn, en hann tók það ekki í mál þannig að við enduðum á því að biðja hann um að leyfa okkur allavega að sitja í með sér meðan hann keyrði. Hann sam- þykkti það og því plöntuðum við okk- ur í bílinn, litli bróðir frammí, tilbú- inn að grípa í stýrið, og ég í aftursætinu með hendina á hand- bremsunni. Við tók svo bíltúr sem við tveir bjuggumst fastlega við að yrði okkar síðasti. Steinn keyrði um á ofsahraða og á meðan bíltúrnum stóð talaði hann við mömmu okkar, sem var ekki í bílnum. Eins og nærri má geta hamaðist hjartað í okkur ansi mikið þann tíma sem við vorum í bílnum og lengi eftir að Steinn hafði gefist upp á rúntinum með okkur og keyrt okk- ur heim aftur. Ég hringdi í lögregl- una um leið og ég kom aftur inn í hús og gaf henni upp bílnúmerið og benti þeim á hver væri að keyra, hvert ástand hans væri og hvert hann væri líklega að fara. Lögreglumaðurinn kannaðist við bróður minn, eins og búast mátti við, og sagðist ætla að skoða þetta mál. Það gerðu þeir samt aldrei enda skilaði bróðir minn bílaleigubílnum seinna um daginn, án þess að lögreglan hefði haft nein afskipti af honum.    Þremur dögum seinna var Steinn handtekinn fyrir morð á gömlum krimma á Klapparstígnum. Við fjöl- skyldan urðum ekkert sérlega hissa, enda margbúin að vara við þessu, en þjóðfélagið tók andköf. Allt í einu virtist sem fjölmiðlar, og almenn- ingur í kjölfarið, hefðu áttað sig á að hér byggi ekki illska að baki, heldur veikindi. Upphófst þá umræða um nefndir og geðheilbrigðiskerfið og hinir ýmsu ráðamenn bentu hver á annan þegar innt var eftir hver bæri ábyrð á því að geðsjúkum manni væri sífellt hent á götuna í stað þess að fá vistun á viðunandi stofnun. Allt í einu þóttust einhverjir hafa fengið áhuga á þessum málaflokki og lofuðu því að þetta kæmist í betra horf, nefnd var stofnuð og átti hún að finna út hvernig væri best að leysa þetta mál. Síðan þá hefur ekkert breyst, annað en það að bróðir minn er á stofnun, þó hún teljist tæplega viðunandi. Hann hefur nú verið í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni í u.þ.b. 15 mánuði og á þeim tíma hef- ur hann eytt stórum hluta í ein- angrun, í lítilli kompu með stól og rúmi, engu útvarpi og ekki neinu. Hann er veikur en það eina sem kerfinu dettur í hug að gera er að loka hann inni í pínulítilli kompu, banna honum að hringja, taka af honum útvarpið og vona að vanda- málið hverfi. Fyrir nokkru síðan hringdi hann í mig og talaði við mig, og það var í fyrsta skipti í mörg ár sem ég hlust- aði á það sem hann sagði. Í gegnum allt þvaðrið og ruglið sem ég skildi ekki tókst mér þó að greina eina setningu frá honum; „mér þykir ofsalega vænt um þig Þorgrímur“. Við að heyra þessa setningu frá manni sem er gjörsamlega ótengdur við veruleikann og læstur inni í klefa sem er ekki hannaður fyrir hans líka, þá fór ég að gráta. Það var í fyrsta skipti í öll þessi ár sem ég grét vegna hans, síðan hann fór upprunalega í fangelsið, og þó mér þætti það sárt þá var það eitthvað sem hann átti inni hjá mér þrátt fyrir allt. Ég er hættur að hlæja, löngu hættur, og í stað móðusýkislega hlát- ursins og innantómu brandaranna sem ég sagði áður stendur sársauk- inn eftir, hreinn og nístandi. Og um leið og ég hætti að hlæja þá byrjaði ég að muna eftir honum aftur. Ég man eftir honum þegar hann kenndi mér að teikna og hengdi myndirnar mínar upp á vegg hjá sér. Ég man eftir því þegar hann púslaði saman flugvélum fyrir mig og leyfði mér að trúa því að ég hefði gert það. Ég man eftir veiðiferðunum, sund- ferðinni, bröndurunum, reiðikastinu, löggunum, mótorhjólinu, National Geographic blöðunum og öllu saman. Ég man að hann var góður við mig. Fyrir örfáum dögum vaknaði ég, eins og svo oft áður, við setninguna; „bróðir þinn er kominn í einangrun“. Þegar maður venst því þá heyrir maður ekki í vekjaraklukkum leng- ur. VEFDAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 41 Komdu þeim sem þér þykir vænt um skemmtilega á óvart með nýstárlegri gjöf frá Íslandsbanka. F í t o n F I 0 0 8 1 6 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.