Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 47
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 47 Á gangi jarð- hæðar Smára- lindar situr þessa dagana útlenskur list- málari og málar andlits- myndir af Íslendingum í gríð og erg. Hann heitir Emil Zahariev, 29 ára Búlgari, en hefur undan- farin sex ár búið og starfað í Bretlandi. Hann á að baki fimm ára listnám í heima- landinu, en segist aðallega vinna fyrir sér sem lista- maður á Leicester-torgi í Lundúnum. „Ég hef auk þess ferðast þó nokkuð og málað í Sví- þjóð, Danmörku og Noregi, en er nú í fyrsta skipti á Íslandi. Ég hef unun af því að kynnast nýjum löndum, fólki og nýrri menningu og fer alls ósmeykur á nýja staði þrátt fyrir að þekkja ekki hræðu. Ég var hins vegar svo heppinn að hafa kynnst Íslendingi skömmu áður en ég hafði ákveðið að heimsækja Ísland. Hann gaf mér upp síma- númer hjá fólki sem ég gæti haft samband við og bý ég nú hjá ein- um vini hans.“ Emil segist vera stjórnendum Smáralindar afar þakklátur fyrir góðar móttökur og segir hann Ís- lendinga vera áhugasama um að fá myndir af sér málaðar eða teiknaðar. Margir Íslendingar hafi eflaust kynnst þessu list- formi erlendis þar sem sam- keppnin í þessu sé meiri en á Ís- landi. Emil kom hingað til lands um miðjan nóvember og hyggst mála myndir í verslunarmiðstöð- inni fram að jólum frá kl. 13.00 á degi hverjum til loka að undan- skildum föstudögum og laugar- dögum. Að aflokinni jólahátíð hyggur hann á ferðalög um land- ið fram í miðjan janúar áður en haldið verður heim á ný. „Ég kann mjög vel við mig á Íslandi og virðist mér sem Íslendingar hafi mikinn áhuga á list. Hér er mjög hlýlegt og vinalegt að vera.“ Emil segir að fólk geti ým- ist komið með ljósmyndir eða set- ið fyrir á meðan hann málar, en sé setið fyrir, tekur gerð einnar myndar um hálftíma og nemur kostnaðurinn allt frá 2.000 og upp í rúmar 10.000 kr., allt eftir gerð myndanna og efnisnotkun.  LIST|Götumálari starfar á göngum Smáralindar Morgunblaðið/Sverrir Emil Zahariev: Málar myndir af þeim sem vilja í Smáralind. Hlýlegt á Íslandi Daily Vits FRÁ A ll ta f ó d ýr ir Stanslaus orka H á g æ ð a fra m le ið sla -fyrir útlitið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.