Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 51 H ún er dapurleg byrjunin hjá stjórnarflokkunum á þriðja kjörtímabilinu í samstarfi Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokksins. Sá síðarnefndi orðinn nánast óþekkjanlegur frá því sem fyrrum var. Gamli félagshyggjumöttullinn löngu kominn á haugana og ef eitthvað er þá hefur flokkurinn eigrað hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í flestum málum. Kannski þó helst með ófyrirleitninni við þá sem minna mega sín í samfélaginu og böð- ulsháttinn í garð náttúru landsins. Boðaðar skattalækkanir snerust upp í andhverfu sína og álögur á landsmenn hækka. Vaxtabætur eru skertar flatt um 10% og skilið er við fjárlög þannig að við blasir himinhár hallarekstur á spítulunum og að Háskóla Íslands skortir mikið upp á að geta sinnt hlutverki sínu og tekið á móti þeim nemendum sem sækja um skólavist. Svo mikið að ef ekki er gripið til aðgerða þarf hann að vísa 900 nemendum frá. Fram- sóknarflokkurinn rekur nú flóttann frá kosningaloforðunum og ekki er byrjunin á kjörtímabilinu björguleg. Meginmistök Davíðs Margt bendir til þess að samstarf rík- isstjórnarflokkanna sé verulega erfitt og það standi illilega í Sjálfstæðisflokknun að afhenda Halldóri Ásgrímssyni stól forsætis- ráðherra að ári liðnu. Þá munu margir sjálf- stæðismenn eiga erfitt með að sætta sig við að Davíð formaður uni þeim meginmistök- um á sínum ferli að semja forsætisráðu- neytið frá flokknum í kjölfar afhroðs Sjálf- stæðisflokksins í kosningunum. Þeim röddum fjölgar úr röðum Sjálfstæð- isflokksins sem geta ekki hugsað sér að leið- toginn mikli skilji við með þessum hætti; flokkurinn í sögulegu lágmarki og búinn að semja frá sér forsætið til 18% Framsókn- arflokks! Það verður því fróðlegt að fylgjast með spennunni í samstarfi flokkanna sem rekið er áfram af gagnkvæmum hags- munum flokkanna tveggja. Hagsmunum sem fara ákaflega sjaldan saman við al- mannahagsmuni í landinu. Afturreka með öryrkjasamninginn Það braut hins vegar í blað í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna þegar Sjálfstæð- isflokkurinn gerði Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra afturreka með sam- komulagið við öryrkja. Samkomulag sem skipti sköpum í gengi Framsóknar í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn mældist ítrekað undir 10% fylgi í könnun eftir könn- un á þessum tíma. Samkomulagið við ör- yrkja gaf þeim án efa talsverðan byr og frið fyrir harðsnúinni réttindabaráttu öryrkja og átti sinn þátt í því að flokkurinn náði að krafla sig upp í 18% fylgi. Sem þó að sé ein- hver versta útkoma í sögu flokksins er samt árangur sem tryggði þeim áframhaldandi setu í ríkisstjórn. Þessi ljóti leikur og dapurlegi mun fylgja Framsókn eins og skugginn næstu misserin og því dæmalaust að þeir skyldu láta þetta yfir sig ganga. En allt er gert og látið yfir flokkinn ganga til að Halldórs verði stóllinn. Milljarðar til Suðurnesja? Þá var það dæmalaust að fylgjast með framgöngu þingmanna stjórnarflokkanna í Suðurkjördæmi í atkvæðagreiðslunni um fjárlögin fyrir skömmu. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði þar fram tillögu um sölu á hlut ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja til að nýta andvirðið til uppbyggingar atvinnulífs á Suðurnesjum. Þessa tillögu felldu stjórnarþingmennirnir án nokkurra útskýringa! Það grafalvarlega ástand í atvinnumálum sem blasir við á Suðurnesjum út af upp- sögnum hjá varnarliðinu er á ábyrð stjórn- valda og því hefði verið borðleggjandi að samþykkja tillögu Jóns út af þeim sam- drætti sem nú á sér stað hjá varnarliðinu. Árum saman hafa Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn flotið sofandi að feigðarósi án þess að grípa til markvissra aðgerða til að byggja upp atvinnulíf Suð- urnesja og koma í veg fyrir að skyndileg fækkun í varnarliðinu með öllum þeim sam- drætti í þjónustustarfsemi sem því fylgir yrði bylmingshögg fyrir byggðarlagið. Það er því með öllu óskiljanlegt af hverju framsóknar- og sjálfstæðismenn voru ekki tilbúnir til að nýta einstakt tækifæri og selja hlut ríkisins í hitaveitunni og leggja þannig fé sem hefði getað numið á þriðja milljarð króna inn í atvinnulífið á svæðinu? Heillaóskir til hægri Annað sem lifir eftir þessa fyrstu mánuði nýs kjörtímabils er framganga stjórn- arflokkanna í skattamálum. Stærri kosn- ingaloforð en þau sem uppi voru um stór- felldar skattalækkanir eiga sér vart fordæmi í íslenskri pólitík. Milljarðatugum í skattalækkanir var lofað af báðum flokk- unum þó að enginn hafi nú toppað þann mikla „skattalækkanaflokk“ Sjálfstæð- isflokkinn. Þessu til viðbótar vann vösk sveit hægrimanna mikla sigra í prófkjörum flokksins og var gjarnan talað um helj- arstökk til hægri. Enda varð brátt um nokkrar þingkonur flokksins sem töldust til hófsamra stjórnmálamanna, miðað við þessa hörðu hægrimenn sem lögðust í vík- ing í prófkjörum flokksins. Það var því merkilegt að upplifa þegar fyrsta skattamál vetrarins á Alþingi var skattahækkun upp á rúman milljarð. Skattahækkun sem keyrði bensínverðið upp í að vera eitt það hæsta í heimi! Það er því rík þörf á heillaóskum yfir á hægrivænginn og óska þeim til hamingju með árangurinn. En loforðaskvaldrið er þagnað fyrir löngu síðan. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Framsókn rekur flóttann Eftir Björgvin G. Sigurðsson A lmenningur á Íslandi á ekki að greiða formönnum stjórn- málaflokka sérstök laun fyrir að gegna því embætti. Það á að vera á ábyrgð þeirra sem kjósa viðkomandi einstakling til forystu í sínum flokki. Formaðurinn vinnur í þeirra umboði, talar í þeirra nafni og vinnur sameiginlegum hugmyndum þeirra fylgi. Það eru því haldlítil rök fyrir því að hækka laun formanna stjórnmálaflokka, sem ekki eru ráðherrar, eins og fram kom í umdeildu eftirlaunafrumvarpi. Ekki er nóg með að þeir tali fyrir skoðunum, sem eru mörgum á móti skapi, heldur gegna þeir engu öðru hlutverki í umboði kjósenda en að sinna starfi sínu sem al- þingismenn. Því ættu skattgreiðendur þá að greiða þeim hærri laun? Sífellt er verið að gera sjálfa stjórn- málamennina samdauna því kerfi sem þeir vinna við að bæta og breyta. Kerf- isbreytingar miða oft að því að auðvelda þeim að starfa sem alþingismenn allan sinn starfsferil. Vilji til að breyta ríkuleg- um eftirlaunum þingmanna er dæmi um það. Það gleymist hins vegar að þing- menn velja sjálfir starfsvettvanginn og kannski ekki æskilegt að þeir dvelji þar til starfsloka. Allt er þetta tilraun til að ríkisvæða stjórnmálin. Um það virðist vera þegj- andi samkomulag á Alþingi. Nýleg hækk- un á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokk- anna vitnar um það. Árleg framlög til flokkanna voru hækkuð um tæplega 30 milljónir króna. Eftir hækkunina fá stjórnmálaflokkar nálægt 1.200 milljónir króna í styrk á hverju kjörtímabili eða 19 milljónir á hvern starfandi þingmann. Ríkisframlög til stjórnmálaflokka neyða alla til að styðja við bakið á hug- myndum sem þeim þóknast ekki. Það getur ekki talist siðferðilega rétt í frjálsu þjóðfélagi. Auk þess er mikilvægt að drifkraftur stjórnmálanna byggist á frjálsu framlagi einstaklinga, hvort sem er í formi vinnu fyrir stjórnmálaöfl eða með fjármagni. Það tryggir best að þau sjónarmið, sem uppi eru í þjóðfélaginu og mest sátt er um, nái fram að ganga. Ríkisvæðing stjórnmálanna Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er blaðamaður. S verður að veruleika. ni nýju aðildarríkjanna inn í sambandið rjáls för launþega tekur ekki gildi fyrr en En frjáls för hlýtur að teljast eitt mesta a sem búa við mun lakari kjör en gengur Þá verða ríkin ekki hluti af evrusvæðinu fyrsta og Schengen-samningurinn tekur r árum liðnum. áður að veruleika en örlög stjórnarskrár- sammála um að takist ekki að ná sam- stum hluta ríkir sátt um, gæti það haft ð sér. Líklegt er að samrunaferli sam- verði að ná fram ákvörðunum og sameig- stefna sambandsins væri í uppnámi. ks utanríkisráðherra Evrópusambands- narskrárdrögum, er einmitt ætlunin að meiginlega utanríkis- og öryggis- ríkisráðherranum er ætlað að þjóna ar því sem Chris Patten gegnir nú og r situr í framkvæmdastjórninni og fer og hinn heyrir undir ráðið og stýrir sam- og varnarmálastefnu sambandsins atten hafi á sínum snærum mikinn til að spila úr er hann samt sem áður tal- olana, sem aðeins hefur fáa starfsmenn an er sú að ráðið hefur meira að segja í astjórn. þessara tveggja embætta er ekki ljóst. mdastjórnarinnar sem mestan en önnur, Frakkland, vilja alls ekki stofnanavæða þeirra og frumkvæði haldist meðal að- lja ennfremur ekki að hreyft verði við ð taka verði ákvarðanir með samhljóða ríkin hallist fremur á sveif með þeim sem lað í utanríkismálum. Ástæða fyrrnefndu ð gæta þess að sú þróun verði ekki ofan á emst í flokki, krefjist þess að ESB, sem ína enn meir á alþjóðlegum vettvangi, af- ettvangi Sameinuðu þjóðanna. Bretum stu sætin sín í öryggisráði Sameinuðu ig það mun í framtíðinni hafa áhrif á af- ð mestu eða öllu leyti samstiga í utan- hefur stutt Þýskaland í sókn þess eftir ja ESB-ríkið í hóp öryggisráðsfulltrúa. rif það hafi á samskipti Íslands við Evr- ópusambandið þegar embætti Patten og Solana verða sett undir einn og sama manninn. Eins og kunnugt er hefur framkvæmdastjórnin veikst en ráðið styrkst. Það er ekki alls kostar hagstætt þar sem framkvæmda- stjórnin er samkvæmt EES-samningnum okkar viðsemjandi. Allar líkur benda til þess að utanríkisráðherrann nýi verði mun hallari undir ráðið en framkvæmdastjórnina. Milliríkjasamskipti eiga þannig eftir að verða fremur ofan á en frumkvæði framkvæmdastjórnar, sem sett var á fót til að draga úr hagsmunatogstreitu og gæta heildarhagsmuna aðildarríkj- anna. Samrunaferlið í Evrópu hefur einkennst af togstreitu milli hug- myndafræði um fullveldi einstakra ríkja og heildarhagsmuna eða sam- runa. Oft má sjá að stigið er skref í átt til samruna og síðan annað tilbaka, svo stundum er erfitt að sjá hvert stefnir. Þessarar tilhneigingar á eflaust eftir að gæta enn meir þegar fleiri ríki koma að mótun framtíð- arásýndar sambandsins. Eins og áður er getið er það hugmyndin um veginn meirihluta sem mestum ágreiningi veldur. Nýju reglurnar þýddu að Þýskaland og Frakkland hefðu 30 af hundraði atkvæða. Frakkar og Þjóðverjar segjast standa svo fast á þessu vegna þess að án breytinganna verði engin frek- ari samrunaþróun í Evrópu. Alltaf verði mögulegt að mynda minnihluta sem komið gætu í veg fyrir að þýðingarmiklar ákvarðanir nái fram að ganga. Þrátt fyrir að hér sé að sjálfsögðu verið að gæta beinna efnahags- legra hagsmuna verður ekki fram hjá því horft að aukinn samruni er nýju ríkjunum ekki sérstaklega að skapi og enn síður ef sá samrunavagn er dreginn áfram af Þjóðverjum og Frökkum sem ekki þyrftu að finna marga bandamenn til að ná fram nauðsynlegum meirihluta. Að mínu mati er umræðan um atkvæðavægi í samræmi við fólksfjölda á villigöt- um, sér í lagi meðan þjóðríkið er jafn sterkt í samskiptum aðildarríkj- anna og raun ber vitni. Oft er til þess vísað að í hæsta máta sé óeðlilegt að 400 þúsund Maltverjar hafi meiri áhrif en 12 milljónir Bæverja. Þetta er ekki alls kostar rétt. Bæverjar beita fyrir sig Þýskalandi í hags- munagæslu sinni í Brussel. Enginn efast um hver hefur betur í barátt- unni þar, Malta eða Þýskaland. Meðal almennings í Póllandi gætir lítils skilnings á því að hagsmunir Þjóðverja eigi að vega þyngra en þeirra. Fremur ættu Pólverjar að þeirra mati að njóta þess hversu illa Þjóð- verjar fóru að ráði sínu gagnvart Pólverjum í seinni heimsstyrjöldinni. Þær sakir hafa ekki verið gefnar upp. Hið sögulega uppgjör sem fram fór í Vestur-Evrópu að seinna stríði loknu, ekki síst innan vébanda Efna- hagsbandalagsins, fór aldrei fram að baki járntjaldsins. Þessi staðreynd er einnig líkleg til að setja mark sitt á samskipti nýju og gömlu aðild- arríkja sambandsins. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst deilan um atkvæðin um peninga og völd enda hafa Þjóðverjar ýjað að því við Pólverja að makki þeir ekki rétt eigi þeir ekki von á góðu þegar umræður um fjármál sambandsins fara fram. Aðstoð ESB til Póllands og Spánar er töluverð og engin ríki fá meira í sinn hlut en þessi tvö ríki. Þannig er mikið í húfi. Náist sátt um drögin er stjórnarskráin samt sem áður ekki í höfn. Þegar þetta er ritað hafa sjö ríki ákveðið að halda þjóðaratkvæði um málið. Reyndar verður að teljast mótsögn að stjórnarskránni sé ætlað að færa sambandið og ákvarðanatöku þess nær almenningi en sá hinn sami almenningur ekki talinn hæfur til að úrskurða í svo flóknu máli. Það hlýt- ur að vera áhyggjuefni þeirra sem með valdið fara í sambandinu að vin- sældir þess hafa sjaldan verið minni meðal almennings ef marka má nið- urstöðu nýlegra skoðanakannana. eftir vexti Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. að teljast mótsögn að ætlað að færa sam- natöku þess nær al- n sami almenningur il að úrskurða í svo ð- ði ur lt málamenn á borð við Borís Gryzlov innanrík- isráðherra, Sergej Shoigu almannavarnaráðherra og Júrí Lúzhkov, borgarstjóra Moskvu. Að við bættum stuðningsmönnum úr röðum sigurvegaranna í ein- menningskjördæmunum – sem fá helming þingsæt- anna – var talið að flokkurinn fengi traustan meiri- hluta, eða 250–270 af 450 þingsætum dúmunnar. Niðurstaðan var hins vegar sú að Sameinað Rúss- land fékk 37% atkvæðanna í landkjörinu og það ásamt þingsætum stuðningsmanna í einmennings- kjördæmunum ætti að tryggja honum yfirgnæfandi meirihluta í dúmunni. Þetta þýðir að stuðningsmenn Pútíns fengu að öllum líkindum tvo þriðju þingsæt- anna og nógu mörg til að geta breytt stjórn- arskránni. Þeir gætu til að mynda breytt henni þannig að Pútín fengi að gegna forsetaembættinu í þrjú fjögurra ára kjörtímabil, þótt hann hafi reyndar sjálfur útilokað þann möguleika í júní. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sakaði Kremlverja um kosningasvik en staðreyndin er sú að flokkurinn virðist nú – loksins, loksins – heyra sög- unni til sem þungavigtarafl í rússneskum stjórn- málum. Mikið fylgi flokks Vladímírs Zhírínovskís, Frjálslynda lýðræðisflokksins, kom ekki síður á óvart. Þrátt fyrir lýðskrum Zhírínovskís, sem ein- kennist af þjóðernishyggju og sósíalisma, hefur hann sýnt næstum þýlega undirgefni gagnvart Kremlverj- um. Flokkur hans virðist þó vera orðinn mjög fastur í sessi í rússneskum stjórnmálum. Margir kjósend- anna eru dyggir stuðningsmenn hans og taka mark á slagorðum Zhírínovskís sem hefur einnig komið sér upp öflugri flokksvél. Rússar eru ekki undrandi á litlu kjörfylgi svokall- aðra „umbótaflokka“, Bandalags hægri aflanna (SPS) og frjálslynda flokksins Jabloko. Borís Nemt- sov, leiðtoga SPS, og Grígorí Javlínskí, leiðtoga Ja- bloko, tókst ekki að mynda bandalag fyrir kosning- arnar. Atkvæði „umbótasinna“ dreifðust því á tvo flokka og hvorugur þeirra fékk sæti í dúmunni vegna þess að hvorugur komst yfir 5%-þröskuldinn. Í stað „umbótaflokkanna“ fær dúman Rodína (Föðurland), nýjan þjóðernissinnaðan flokk sem var stofnaður til að ná atkvæðum af kommúnistum og fékk 9,1% fylgi. Yfirlýst stefna flokksins er áfeng blanda af þjóðernishyggju og sósíalisma og fyrir honum fara reyndir stjórnmálamenn á borð við hag- fræðinginn Sergej Glazjev, Dmítrí Rogozín, formann utanríkisnefndar dúmunnar, og Viktor Geras- htsjenko, fyrrverandi seðlabankastjóra. Þar sem Sameinað Rússland verður með traustan meirihluta í dúmunni verður andstaðan við fram- kvæmdavaldið miklu minni en þegar komm- únistaflokkurinn var stærstur. Kremlverjar geta nú reitt sig á dyggan stuðning þingsins – í fyrsta sinn frá hruni Sovétríkjanna. Hvort sem það verður til góðs eða ills fær stjórnin nú kjörið tækifæri til að koma á þeim umbótum sem hún vill, hugsanlega breytingum á stjórnarskránni. Pútín forseti og bandamenn hans hafa fulla ástæðu til að fagna. En eins og sagt var í Grikklandi til forna ættu þeir að muna að guðirnir uppfylla óskir þeirra sem þeir munu tortíma. bæði tögl og hagldir Reuters úr kjörklefum í úkraínsku hafnarborginni Sevastopol. g Vjatsjeslav Níkonov er forstöðumaður Polityka- stofnunarinnar í Moskvu. Hann er dóttursonur Vjatsj- eslavs Molotovs sem um langt skeið var utanríkisráðherra Sovétríkjanna á valdatíma Jósefs Stalíns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.