Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í BYRJUN ársins urðu nokkrar umræður í fjölmiðlum um hækkandi lyfjakostnað hins opinbera og var því m.a. haldið fram af forráðamönnum Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) að helsta orsök hækkandi lyfjakostnaðar væri óeðlilega há heildsöluálagning vegna fákeppni á lyfjamarkaði. Sagði lækninga- forstjóri spítalans að heildsöluverð á lyfjum hefði hækkað um 28% á árinu 2002. Þessi ummæli voru síðar dregin til baka eftir að Samtök verslunar- innar bentu á að tölurnar væru rang- ar og lyfjaverð hefði í raun lækkað á árinu 2002. Einnig var bent á að for- ráðamenn LSH hefðu miðað við aug- lýst hámarksverð á lyfjum þegar þeir héldu því fram að um hækkanir hefði verið að ræða. Raunin er hins vegar sú að spítalinn býður út lyfjakaup og kaupir þar af leiðandi flest lyf á lægra verði en skv. umræddri verðskrá. Eftir að hafa dregið fyrrnefnd um- mæli sín til baka héldu forráðamenn LSH þó áfram ófaglegri umræðu um lyfjamál og nefndu fákeppni og jafn- vel einokun á lyfjamarkaði sem skýr- ingu á auknum lyfja- kostnaði spítalans. Þar sem þessi umræða átti sér stað á sama tíma og mjög var rætt um al- mennan rekstrarvanda LSH er ekki óeðlilegt þótt margir hafi talið að þar ætti hækkandi lyfjakostnaður stóran hlut að máli. Markmið um hagræðingu hafa ekki náðst Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um árangur af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja- vík kemur margt fróðlegt í ljós. M.a. er bent á það í skýrslunni að ýmis markmið um aukna skilvirkni og hag- ræðingu hafi ekki náðst eftir að sjúkrahúsin voru sameinuð. Á skoð- unartíma skýrslunnar hafi ekki tekist að auka afköst en allur tilkostnaður hafi hins vegar hækkað og minna fá- ist nú fyrir hverja krónu sem renni til spítalans. Þannig hafi rekstrarkostn- aður spítalans hækkað um 33% á sama tíma og launa- vísitala hefur hækkað um 24% og annað verð- lag í landinu um 17%. Í skýrslu Ríkisend- urskoðunar er vandlega fjallað um ástæður fyrir auknum rekstrarkostn- aði LSH. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að þennan vanda megi annars vegar rekja til mikilla launahækkana starfsmanna spítalanna en hins vegar til aukins kostnaðar vegna tækni- nýjunga og nýrra lyfja. Kostnaður vegna kjara- samninga vanmetinn Fram kemur í skýrslunni að milli ár- anna 1999 og 2002 hafi launakostn- aður sjúkrahúsanna í Reykjavík hækkað um 29,5% eða úr 12,8 millj- örðum í 16,6 milljarða króna. Á sama tímabili hækkaði launavísitala um 24,4%. Frá árinu 1999 til 2002 hækk- uðu launagjöld LSH um 5% umfram vístölu og það þrátt fyrir talsverðan samdrátt í vinnuafli sjúkrahússins og ráðstafanir til að draga úr yfir- og vaktavinnu. Laun einstakra hópa innan sjúkrahússins hafa hækkað mismikið en almennt hafa þau hækk- að mun meira en stjórnvöld gerðu ráð fyrir þegar þau mátu kostn- aðaráhrif kjarasamninga á sínum tíma. Launakostnaður er langstærsti kostnaðarliðurinn í rekstri LSH og ljóst að launahækkanir vega lang- þyngst í þeirri kostnaðaraukningu sem orðið hefur hjá spítalanum á undanförnum árum. Þá liggur fyrir að stjórnendur spítalans vanmátu verulega kostnaðaráhrif kjara- samninga og skyldi engan undra þótt slíkt vanmat leiddi til vandamála í rekstri spítalans eins og komið hefur á daginn. Í skýrslunni er vikið að því hvernig hið opinbera hefur á hverju ári þurft að leggja LSH til mun hærri upphæðir en heimildir voru veittar til í fjárlögum. Kemur fram að 41% viðbótarfjárheimilda er vegna þess að launakostnaður var hærri en áætlanir fjárlaga gerðu ráð fyrir, 21% má rekja til þess að sértekjukrafa var lækkuð og um 28% til meiri kostnaðar vegna almenns rekstrar. Þá stöfuðu um 4% viðbótarfjárheimilda af auknu viðhaldi og stofnkostnaði og álíka mikið vegna svokallaðra s-merktra lyfja, þ.e.a.s lyfja sem eingöngu er ávísað á sjúkrahúsum. Skýrslu- höfundar komast að eftirfarandi niðurstöðu: „Viðbótarfjárveitingar vegna launa hjá stofnun þar sem starfsfólki fer fækkandi og um- samdar launahækkanir eru þekktar fyrirfram hljóta að vera vegna launahækkana umfram ákvæði kjarasamninga eða svokallaðs launaskriðs.“ Launaskrið helsta orsök rekstrarvanda Landspítala Andrés Magnússon skrifar um fjárhagsvanda spítalanna ’Skýrsla Ríkisendur-skoðunar staðfestir þá skoðun Samtaka versl- unarinnar að það er ekki lyfjakostnaður heldur fyrst og fremst stórauk- inn launakostnaður sem hefur sett rekstur LSH úr skorðum.‘ Andrés Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.