Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 58
EFTIR umræður undanfarinna daga um kjaramál þingmanna langar mig að leggja nokkur orð í belg. Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki á móti því að kjaramál starfsmanna Alþingis séu rædd og þeirra kjör bætt ef á þeim eru van- kantar. Ég veit vel að þeir vinna langan vinnudag og eiga skilið laun eftir því og þá kannski sérstaklega landsbyggðarþingmennirnir sem þurfa auðvitað að ferðast mikið um sín kjördæmi. Ég veit líka að þing- menn og ráðherrar teljast ekki til alvöru hátekjufólks. En ég er ekki að skrifa þessa grein til þess að bera saman launakjör þingmanna og hátekjufólks. Það væri efni í aðra grein. Enda væri það alveg úr samhengi þar sem „venjulegt“ há- tekjufólk er ekki í vinnu hjá lands- mönnum öllum. Það eru þing- mennirnir og ráðherrarnir okkar hins vegar. Það er ein- mitt þess vegna sem þessi tillaga frá for- sætisnefnd vekur svona sterk viðbrögð. Ekki endilega sú stað- reynd að þetta kemur mjög skyndilega upp á borðið. Ég held heldur ekki að aðalástæðan fyrir sterkum við- brögðum almennings sé sú að kjarasamningar séu í nánd. En því er ekki að neita að tímasetning þessarar tillögu er með eindæmum klaufaleg. Það sem ég skil ekki eru þessar aukasporslur sem allir þingmenn og ráðherrar fá á mánuði. Auka- sporslurnar sem makar ráð- herranna fá, eins og t.d. dagpen- ingar á ferðalögum erlendis. Til hvers er verið að greiða mökum fyrir að eiga eiginmann eða -konu á Alþingi??? Ég sæi minn vinnu- veitanda í anda greiða maka mín- um einhverja dagpeninga fyrir það eitt að vera maki minn! Mér fyndist mjög sanngjarnt að starfsfólk Alþingis fengi ekki undir 400.000 kr. í mánaðarlaun, ráð- herrar eitthvað hærra kannski og landsbyggðarþingmennirnir líka. En þá kemur að því sem stingur mig mest. Það sem mér finnst ekki sanngjarnt eru þessar 53.000 kr. í þingfararkostnað. Hvað nákvæm- lega er þingfararkostnaður? Veit hinn almenni borgari það? Ekki veit ég það og bið ég hér með um skýringu á því fyrirbæri. Það sem mér finnst heldur ekki sanngjarnt er ferðakostnaðurinn, 36.000 kr. sem þingmenn í Reykjavík fá, og 47.000 kr. sem hinir fá. Ég veit ekki hvað bílastyrkurinn er hár en ég geri ráð fyrir að það séu ein- hverjir tíuþúsundkallar líka. Allir þingmenn nema þeir sem eru í Reykjavík fá dvalarkostnað sem nemur rúmum 72.000 krónum. Ef þeir reka 2 heimili fá þeir að auki 40% álag. Þessar heimildir (fyrir utan bílastyrkinn) hef ég upp úr textavarpi RÚV. Nú spyr ég: Þurfið þið sjaldan eða aldrei að draga upp ykkar eig- in buddu (lesist föst mánaðarlaun)? Ef ég fengi bara þessar auka- sporslur í mánaðarlaun þá væri ég að fá u.þ.b. 130.000 útborgað á mánuði ... en bara ef ég geri ráð fyrir nákvæmlega þessum auka- sporslum. Ég býst fastlega við að þær séu fleiri. Mínar tekjur ná ekki þessari upphæð þótt ég telji með húsaleigubætur og barnabæt- ur og það er meira að segja þó nokkuð langt frá því! Aukasporslurnar sem eru taldar upp að ofan eru samtals 172.000 kr. (ef við gerum ráð fyrir hærri bílastyrknum). Eigum við að áætla að þegar allar aukasporslur þing- manna og ráðherra eru taldar sam- an séu það ca. 230-250.000 kr. á mánuði? Segjum 250.000 kr. til að skjóta á einhverja líklega tölu. Það sem yrði lagt inn á launareikning- inn yrði um 176.500 á mánuði. Þá er búið að draga frá lífeyris- og stéttarfélagsgjöld og staðgreiðslu að frádregnum persónuafslætti. Eru þessar sporslur lífeyris- og skattskyldar? Ég veit það ekki. En ég veit að ég gæti lifað mjög góðu lífi á þessum launum. Ég held ég geti fullyrt að hinn almenni verka- maður mundi hoppa hæð sína af gleði ef hann fengi þessi mán- aðarlaun. Ég hugsa líka að fisk- vinnslufólk mundi hoppa hæð sína og það er þetta fólk sem er að skapa hin raunverulegu verðmæti í þessu landi (með fullri virðingu fyrir jakkafötunum sem velta pen- ingunum til og frá í kauphöllum, lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og bönkum landsins). Ef ég fengi þessi laun mundi ég glöð afsala mér barnabótum og húsa- leigubótum án þess að hugsa mig tvisvar um! Reyndar með því skilyrði að upphæðin sem því næmi mundi renna til þeirra sem þurfa á því að halda. Mér reiknast til að kostn- aður ríkisins bara af aukasporslunum á þá 72 þingmenn sem sitja á Alþingi sé 216.000.000 á ári, ef gert er ráð fyrir 250.000 kr. á mán- uði. Hvað þarf aftur að skera mikið niður hjá ríkisspítölunum? Væri þetta ekki jafngildi þó nokkurra starfa þar? Nema að einhverjir haldi að það borgi sig frekar að hafa allt þetta fólk á atvinnuleys- isbótum? Nú langar mig að skora á þing- menn og ráðherra: Afsalið ykkur nú öllum þessum aukasporslum og látið þá peninga renna til einhverra af þeim sem virkilega þurfa á þeim að halda; t.d. aldraðra og öryrkja, láglauna- fólks (sem hlýtur að skila jafn mik- ilvægri vinnu í þjóðarbúið eins og þið), spítalanna og sérstakra barna svo að eitthvað sé nefnt (þó ekki endilega í þessari röð). Ég get lof- að því að ykkur yrði fyrirgefið margt ef þið gerðuð þetta. Einnig mundi þetta gera ykkur og ykkar kosningaloforð trúverðugri í næstu kosningum og þið mynduð njóta helmingi meiri velvildar meðal fólksins í landinu sem þið vinnið hjá. Þið hljótið að geta látið ykkar föstu mánaðarlaun duga til þess að reka heimilishaldið. Ef þið treystið ykkur ekki til þess skal ég prívat og persónulega bjóða ykkur upp á ókeypis fjármálaráðgjöf og hvernig skal spara svo að allir fjölskyldu- meðlimir hafi nóg í sig og á. Svo vil ég líka taka undir með verkalýðsforystunni um eftirlauna- réttindin. Hvernig væri að þið greidduð bara í skyldulífeyrissjóð- ina eins og við hin? Og ef þið sjáið ekki fram á að geta lifað af þeim lífeyrisréttindum þegar á ellilaun er komið hvernig væri þá að leggja til hliðar í hina ýmsu séreignasjóði eins og við hin? Ég sem kjósandi skal ekki ropa upp einni einustu mótmælastunu þó að kjaramál ykkar séu rædd og um þau samið, svo lengi sem þau eru í einhverjum tengslum við raunveruleikann. Það hlýtur að vera hægt að horfa á hlutina í ör- lítið víðara samhengi en þetta. Það hlýtur að vera hægt að hafa kaup og kjör þingmanna og ráðherra uppi á borðinu í einni heildartölu í stað þess að fela þau á bak við aukasporslur, í þeirri von að eng- inn fatti hvað er í gangi. Launakjör þingmanna Jónína Sólborg Þórisdóttir fjallar um eftirlaunagreiðslur þingmanna ’Svo vil églíka taka undir með verkalýðs- forystunni um eftirlauna- réttindin.‘ Höfundur er starfsmaður Víkurprjóns í Vík í Mýrdal. UMRÆÐAN 58 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STÓRT skref var stigið í upphafi þessa mánaðar, þegar fyrsta nýrna- ígræðslan var framkvæmd á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi við Hring- braut. Var þessa getið víða í fjölmiðlum, enda um merkisatburð að ræða. Ljóst er að þrátt fyrir stóraukið aðhald lætur starfsfólk spít- alans ekki deigan síga og er þess getið að síð- asta stóra vígið væri fallið þar sem um fyrstu líffæraflutninga væri að ræða á landinu. Ekki er það þó allskostar rétt þrátt fyrir mikið gildi þessa atburðar í sögu heilbrigðisvísinda hér á landi. Síðasta stóra víg- ið, sem svo er kallað, féll nefnilega fyrir rúm- um tuttugu árum á augndeild Landakotsspítala. Árið 1981 var framkvæmd fyrsta horn- himnuígræðslan á augndeildinni og hafa síðan verið framkvæmd rúmlega 150 hornhimnuskipti á deildinni – nú síðustu 7 ár á skurðstofum Landspít- ala - háskólasjúkrahúss við Hring- braut. Í samvinnu við augnlæknana Friðbert Jónasson prófessor og Óla Björn Hannesson, tók læknirinn Andri Konráðsson saman árangur hornhimnuígræðslna á Íslandi á ár- unum 1981–1995. Kom þá í ljós að hornhimnuígræðslur voru nánast jafntíðar á Íslandi og á hinum Norð- urlöndunum og í Bretlandi. Árangur aðgerðanna hefur verið einkar góður í samanburði við erlendar rann- sóknir. Prófessor Friðbert Jónasson hefur framkvæmt þessar aðgerðir frá byrjun eða í rúm 20 ár en aðrir skem- ur. Hann hefur þar að auki gert lang- flestar þeirra og bætt sjón fjölda Ís- lendinga sem annars hefðu verið í hópi lögblindra. Hornhimnuígræðsla Ígræðsla hornhimnu kallast það þeg- ar hornhimna úr látnum einstaklingi er grædd í sjúkling með ógegnsæja hornhimnu (sjá mynd). Hornhimnan, sem er glær kúpull framan á auganu, er að mörgu leyti ákjósanleg til slíkra aðgerða, einkum vegna þess að engar æðar liggja um hana. Við ýmsa bólgu- sjúkdóma, sýkingar og slys hins veg- ar getur hornhimnan verið æðarík og höfnun þá álíka líkleg og við nýrna- ígræðslu til dæmis. Höfnun er þó hlutfallslega óalgengari eftir hornhimnu- ígræðslur en önnur líf- færaskipti. Hér á landi hefur náðst afar góð samvinna við horn- himnubanka í Árósum í Danmörku og fáum við sendar þaðan horn- himnur í sérstökum dauðhreinsuðum nær- ingarvökva. Kröfur sem gerðar eru til horn- himnubanka af þessu tagi eru skiljanlega afar miklar, bæði hvað varð- ar tækni, hreinlæti og allan umbúnað, sem og meðferð trún- aðargagna og upplýsinga. Vonir standa til að í framtíðinni verði unnt að setja upp íslenskan hornhimnu- banka og býr augndeild LSH yfir hluta af þeim tækjabúnaði sem þarf til slíks. Til þess að svo megi verða þarf þó að nást góð samvinna við spít- ala á landinu og aðrar sérgreinastétt- ir sem sinna líffæraflutningum hér á landi. Lögmál líffæraskipta Hornhimnuígræðslur lúta öllum þeim sömu lögmálum sem gilda um önnur líffæraskipti. Gerðar eru þær kröfur að frumur gjafahornhimnunnar end- ist alla ævi einstaklingsins sem þigg- ur hana. Einstaklingurinn þarf einnig að nota ónæmisbælandi lyf í langan tíma til að minnka líkur á því að lík- aminn hafni hornhimnunni. Þessi að- gerð er ein af vandasömustu augn- aðgerðum sem framkvæmdar eru. Jafnframt er afar mikilvægt að sjúk- lingur skilji vel tilgang aðgerð- arinnar, sé vel undir hana búinn og fylgi nákvæmlega eftir öllum fyr- irmælum að henni lokinni. Afar mik- ilvægt er að sjúklingar reyni ekki á sig fyrstu vikurnar og í flestum til- vikum þarf að nota augndropa í aug- að í a.m.k. hálft ár eftir aðgerð til að fyrirbyggja bólgu og höfnun. Árang- ur þessara aðgerða er a.m.k. heilt ár að koma í ljós og því er ljóst að sjúk- lingur þarf að sýna mikla þolinmæði og þrautseigju. Sjón eftir aðgerðina er langoftast miklu betri en fyrir hana, en oft þarf viðkomandi á ein- hverjum sjónglerjum eða snerti- linsum að halda til að fá góða sjón. Líffæragjöf er dýrmæt gjöf Hornhimnuígræðsla er því vandasöm aðgerð en oft á tíðum mjög árang- ursrík og hefur gefið mörgum sjón þar sem engin nýtileg sjón var til staðar. Undirritaður minnist frá námsárum sínum erlendis fimmtán ára íþróttamanns sem missti alla sjón eftir að hafa fengið sýkingu undir snertilinsur þegar hann var í heitum potti hjá nágranna sínum. Hornhimn- ur beggja augna urðu alhvítar og ógegnsæjar. Hann sá aðeins mun ljóss og skugga. Eftir ígræðslu gjafa- hornhimnu úr látnum einstaklingi fékk hann sjón sína á ný og gat haldið áfram í skólanum sínum og stundað íþróttirnar af sama kappi og áður. Einstaklingurinn sem gaf hornhimnu sína á þennan hátt bar á sér svokallað „organ donor card“, eða „líf- færagjafakort“, sem veitti læknum viðkomandi sjúkrahúss leyfi til að gefa líffæri hans ef á þyrfti að halda. Slíkt er besta gjöf sem nokkur ein- staklingur getur gefið. Jóhannes Kári Kristinsson skrifar um líffæraflutninga ’Árið 1981 var fram-kvæmd fyrsta horn- himnuígræðslan á augn- deildinni og hafa síðan verið framkvæmd rúm- lega 150 hornhimnu- skipti á deildinni.‘ Jóhannes Kári Kristinsson Höfundur er dr. Med., augnlæknir. Sérfræðingur í hornhimnulækningum við augndeild LSH. Örin sýnir skemmda horn- himnu líffæraþegans. Hringlaga fullþykkt- ardiskur er skorinn úr þegahornhimnu með hol- um sívalningi. Diskur úr gjafahorn- himnu er settur í staðinn. Gjafahornhimnan er því næst saumuð við barma þegahornhimnunnar. Hornhimnuígræðslur – fyrstu líffæraflutningarnir Undirföt fyrir konur Skálastærðir: B-FF Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.