Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 60
MINNINGAR 60 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gísli Helgasonfæddist á Holta- stíg 10 í Bolungavík 23. júlí 1938. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsi Ísafjarð- ar laugardaginn 6. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Anna Svandís Gísladóttir húsmóð- ir, f. 31.7. 1908, d. 26.7. 2000, og Helgi Einarsson formaður í Bolungavík, f. 9.7. 1889, d. 21.11. 1947. Gísli var fjórði í röð sex alsystkina en fimm lifa bróð- ur sinn. Þau eru Bragi, f. 1933, kvæntur Þorbjörgu Maggý Jón- asdóttur, Helga Svandís, f. 1935, gift Birgi Sigurbjartssyni, Einar Kristinn, f. 1937, kvæntur Magneu Huldu Gísladóttur, Ágúst Guðjón, f. 1939, kvæntur Kristínu Þóru Runólfsdóttur, og Guðbjörg, f. 1941. Hálfsystkini Gísla af föðurnum voru Ein- arína, f. 1911, d. 1914, Magnús, f. 1913, d. 1948, Kristín, f. 1915, d. 1998. Hinn 27. desember 1969 kvæntist Gísli eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigríði Jónínu Hálf- dánsdóttur, f. 20.11. 1947. For- eldrar hennar eru Petrína H. Jóns- dóttir og Hálfdán Einarsson. Börn þeirra Sigríðar og Gísla eru: Magnús Helgi, f. 21.5. 1973, d. 21.8. 1973, Anna Svandís, hjúkrunar- fræðingur, f. 1.6. 1975, í sambúð með Atla Frey Einars- syni, markaðs- stjóra, Hálfdán, við- skiptafræðinemi, f. 12.4. 1979, í sam- búð með Írisi Ax- elsdóttur, læknanema. Gísli hóf ungur störf við fisk- vinnslu og önnur þau störf sem til féllu á þeim tíma. Árið 1960 hóf hann störf hjá Vélsmiðju Bolungavíkur. Fljótlega komu hæfileikar hans í ljós þar sem saman fór bæði handlagni og vandvirkni. Nokkru seinna hóf hann störf sem viðgerðamaður hjá Íshúsfélagi Bolungavíkur hf., sem síðar varð Einar Guð- finnsson hf. Síðast vann Gísli hjá Fiskbitum ehf. en lét af störfum haustið 2002 vegna veikinda. Útför Gísla fer fram frá Hóls- kirkju í Bolungavík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég vil minnast hér í nokkrum orð- um Gísla föðurbróður míns. Minning- ar mínar um hann eru samofnar minningu Önnu Svandísar ömmu minnar þar sem þau héldu heimili saman eftir að önnur systkini hans voru farin að heiman. Þar kom ég gjarnan og stundum með Helga frænda mínum og Gísli var alltaf hlýr við okkur þótt stundum væri stutt í stríðnina. Eftir að ég flutti fram í Meirihlíð fékk ég hádegismat hjá ömmu þegar ég var í skólanum og þá kynntist ég Gísla betur. Svo eftir að Gísli stofnaði sína eigin fjölskyldu stækkaði hann bara húsið hennar ömmu og hún bjó hjá þeim þar til hún fór svo á Skýlið. Þannig að það breyttist eiginlega ekkert nema að amma fór að sofa í herberginu sem áður var eldhús. Ég man vel eftir þegar Gísli vann í Vélsmiðjunni, en síðar fór hann svo að vinna í Íshúsinu á sama stað og pabbi. Þar störfuðu þeir saman í meira en fjóra áratugi og þurftu ekki að hafa mörg orð um hlutina, enda mjög sam- rýndir Gísli var alltaf mjög áhugasamur um ættingja sína og vini og samgladd- ist þeim í velgengni og reyndist traustur þegar á reyndi. Vegna ná- lægðar Gísla við bæði ömmu og pabba hittumst við oftar en annars hefði orð- ið og það met ég mikils. Þó var það stundum á yngri árum að mér fannst Gísli of fylgispakur foreldrum mínum sem voru að reyna að ala mig upp. Eitt sinn gekk hann í lið með móður minni til að koma mér til rakara þeg- ar alvöru unglingar voru með bítlah- ár. Það endaði með ósköpum því ég rauk á dyr hálfklipptur. Það var alltaf gott að heimsækja Gísla og Sirrý og ég minnist vel heim- sóknarinnar síðastliðið sumar þegar við ásamt Baldri syni mínum skemmtum okkur konunglega yfir landsleik í fótbolta. Samheldni Gísla og systkina hans hefur verið einstök og þau haft mjög gaman af að hittast til að rifja upp gamlar góðar stundir. Því var það mikil ánægja að þau hittust öll á gleði- stund í sjötugsafmæli pabba síðast- liðið sumar. Elsku Sirrý, Anna Svandís, Hálf- dán og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Brynjar Bragason. Þegar ég hringdi í hana mömmu mína og sagði henni að nú væri bar- áttunni lokið hjá Gísla, þá sagði hún: „Jæja, er hann nú farinn, elsku vin- urinn minn, æ, svona er þetta bara, Beta mín“. Mig langar að setja nokkur orð á blað til að þakka fyrir alla þá miklu tryggð og vináttu sem Gísli hefur frá því ég man eftir mér sýnt allri minni fjölskyldu og þá sérstaklega foreldr- um mínum, sem alltaf töluðu um hann og alla hans bræður með mikilli hlýju og virðingu. Hún mamma notaði ein- mitt þessi orð „elsku vinurinn minn“ alltaf þegar ég sagði henni fréttir af veikindabaráttunni hans undanfarið. Meðan hann barðist við þann illvíga sjúkdóm sem hefur lagt svo marga að velli. Þar á meðal hann pabba minn. Ég spurði eitthvern tímann að því hvað ég hefði verið gömul þegar Gísli var kaupamaður heima og komst þá að því að í rauninni hafði hann aldrei verið það. Allir bræður hans, Bragi, Einar og Gústi, voru sinn á hverjum tímanum hjá foreldrum mínum og alltaf hafði litli bróðir mikið komið og verið með bræðrum sínum, Í Skála- vík, Tungu og Meiri-Hlíð. Allir bræðurnir hafa haldið mikilli tryggð við foreldra mína og verið eins og mamma hefur alltaf sagt „elsku vinirnir“. Ég vil í dag þakka hjart- anlega fyrir alla þessa dýrmætu tryggð og hlýju. Mamma sendir sínar innilegustu samúðarkveðjur til systk- ina, tengdaforeldra og annarra vandamanna, en þó sérstaklega til elskulegrar frænku sinnar Sirrýjar, Önnu Svandísar og Danna. Ég ásamt fjölskyldu minni tek und- ir þessi orð og við þökkum fyrir allt. Guð veri með ykkur öllum og leiði ykkur erfið spor. Megi elsku vinurinn Gísli hvíla í friði. Elísabet María Pétursdóttir. Í gegnum tíðina hef ég stundum furðað mig á því að ég skuli búa á Sól- völlum, því það var sama hver árstím- inn var og hvernig viðraði, alltaf fannst mér þegar ég leit yfir lautina, sem sólin skini á hús Sirrýjar og Gísla. Gísli var maður sem fór aldrei framhjá manni því útgeislun hans átti sér engin takmörk, þokkinn, góð- mennskan og öll dásamlegheitin sem hann bauð af sér vöktu bros og líf allt í kringum hann og hann sjálfan man ég aldrei öðruvísi en brosandi og gull- fallegan. Þegar maður eins og hann veikist og í álinn syrtir hefur enginn trú á öðru en að kraftaverk komi til og sú hugsun að tíma hans hér sé lokið er fjarlæg. Það er því ómögulegt fyrir stelpukjána sem sat og horfði á fal- legu, samhentu hjónin, úr fjarlægð, að reyna að ímynda sér það skarð sem nú er orðið til. Ég vil því aðeins fá að koma á fram- færi mínum innilegustu samúðar- kveðjum til allra aðstandenda. Sirrý, Anna Svandís og Danni – ég óska þess að minningin um gullfallegan mann, sem var hvers manns hugljúfi, hjálpi ykkur yfir sárasta brattann. Guð veri með ykkur og gefi að sólin hætti aldrei að skína á heimili ykkar. Elísabet María (Maja Bet) Jakobsdóttir. Eftir nokkur veikindi er Gísli dá- inn. Sirrý frænka okkar hefur misst manninn sinn, frændsystkini okkar föður sinn og faðir okkar hefur misst sinn tryggasta vin. Hans er sárt sakn- að. Helst hefðum við systkinin viljað þakka Gísla aftur fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir okkur. Hvert tilvik fyrir sig; alla greiða, allar sam- verustundir. Það yrði langt mál. Í staðinn minnumst við hans með þess- ari kveðju. Heimilisfólkið á Holtastíg 12 hefur haft ómetanlegan stuðning af Gísla Helgasyni í gegnum árin. Augljósast er hversu oft lagni hans og útsjón- arsemi hefur orðið til þess að kippa hinu og þessu í liðinn á heimilinu, að ógleymdri þeirri meðferð sem hin ýmsu vinnutæki föður okkar hafa fengið í höndum þessa laghenta ná- granna okkar og vinar. Í vinnunni höfðum við stundum á orði þegar eitt- hvert tækið var farið að lýjast að við þyrftum að lána Gísla það. Því við vissum að hann skilaði hann því eins og nýju. Við systkinin fengum fljótt þá trú á Gísla að hann gæti bókstaflega komið lagi á alla hluti. Og fyrir okkur varð það dýrmætt veganesti í lífinu að hafa fylgst svo oft með honum við hinar ýmsu lagfæringar. Því hvernig hann bar sig að, alveg frá því að greiðinn var borinn upp, þangað til allt virkaði eins og það átti að gera, var til eft- irbreytni. Natni hans og nákvæmni við að leysa hverja þraut var okkur áminning um að vera þolinmóð, ganga vel um eigur okkar og fram- kvæma ekkert að óathuguðu máli. Gísli var ekki bara natinn við lausn- ir og lagfæringar á tækjum og tólum. Það var hann líka í umgengni sinni við samferðafólk sitt. Honum var annt um skyldmenni sín og Sirrýjar, vini sína og vinnufélaga og fylgdist vel með afdrifum þeirra og líðan. Hvað okkur systkinin varðar var það t.a.m. fastur liður þegar eitthvert okkar hugðist aka heim til Bolungavíkur að Gísli hringdi áður en við lögðum af stað til að gefa „skýrslu“ um færðina samkvæmt nýjustu heimildum. Svo hringdi hann aftur einhvern tíma meðan á ferðalaginu stóð til að fá fréttir af færð og hvernig ferðin gengi. Þá gat hann sagt manni frá því hverjir aðrir úr Víkinni væru á ferð- inni, jafnvel spurt hvort maður væri þá ekki nýbúinn að mæta einhverjum sem hann vissi af að væri á leið suður og sagt frá því hvernig ferð þeirra gengi. Sem sagt, stöðugt og milliliða- laust samband alla leið. Ekki ætlum við að draga fjöður yfir það að okkur þótti hann stundum forvitinn. En með árunum lærðum við að meta áhuga hans á fjölskyldum okkar og þá um- hyggju sem hann bar fyrir okkur. Þótt Gísli væri í meira lagi greið- vikinn gerði hann ekki hvað sem er fyrir okkur. Hann vildi til dæmis ekki hnýta fyrir okkur bræðurna bindis- hnút. Þegar við komum til hans til að biðja hann um það lokaði hann á eftir okkur forstofudyrunum og hleypti okkur ekki á ball fyrr en við gátum hnýtt hnútinn sjálfir. Gísli var laginn við að umgangast krakka og naut þess að vera með þeim. Honum hefur örugglega sviðið það sárt að vera kallaður burt úr þessum heimi án þess að hafa notið samverustunda með eigin barnabörn- um. Hann hafði þó ekki komist undan því að verða „afi“ nokkurra krakka því þannig skilgreindu sum börnin tengsl sín við þau Sirrý. Það verður öðruvísi að koma heim á Holtastíginn þegar lagarinn er fall- inn frá. Atli, Karl og Halldóra. Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi, dimma dröfn! Vor drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í ægi falla ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. Þetta fallega erindi úr sálmi Valde- mars V. Snævars hefur undanfarna daga aftur og aftur hljómað í hugskoti mínu. Sennilega tilvísun þess, að vel hafi verið tekið á móti Gísla sl. laug- ardag, þegar umbreytingarstund hans rann upp, og víst er, að áður farnir vinir hafa þar til hans kallað. Alltaf þegar einhver okkur nákom- inn eða kær skiptir um tilvistarstig, þá er líkt og skelli á okkur högg. Gild- ir þá einu þótt það hafi verið fyrirsjá- anlegt og vitað að hverju stefndi. Með fráfalli Gísla Helgasonar er höggvið enn eitt skarðið í bolvískt samfélag. Fallinn er frá góður drengur sem með lífsgöngu sinni setti svip sinn og mark á samfélag okkar og er tregaður af öllum er til hans þekktu. Í huga mínum leiftra fjölmörg minningabrot tengd hinum látna, minningar um samverustundir jafnt í leik sem starfi. Minningar sem ylja um hjartarætur og kalla fram söknuð en einnig þakklæti. Jafnframt renna um hugann hugleiðingar um tilgang og hlutverk okkar mannanna hér í þessari jarðvist, samanburður á lífs- mynstri, atferli og hegðun okkar mannlífsflóru, tengdar kristilegum tilvitnunum, boðskap og gildum. Aðeins níu ára missir Gísli föður sinn og stendur móðir hans þá uppi með sex börn, það elsta fjórtán ára. Lífsbaráttan var hörð á þeim tíma, en með sterkum baráttuvilja, samheldni og nægjusemi tókst að halda fjöl- skyldunni saman. Strax og aldur og geta leyfðu lögðu systkinin móður sinni lið við framfærslu heimilisins. Framhaldsnám var því fjarlægur draumur. „Það voru ólíkar aðstæður í þjóðfélaginu þá miðað við hvað er í dag, en þetta gekk alveg ljómandi, enda ekki um neitt annað að ræða og alveg sjálfsagt,“ sagði Gísli eitt sinn af sinni hógværð, er æskuár hans bar á góma. Víst er að þessar aðstæður hafa mótað hann sem má í raun sjá á framkomu hans á lífsleiðinni. Gísli var sannkallað góðmenni og trúr sínum uppruna, því aldrei gekk hann hjá garði þar sem hann gat lagt lið, sér- staklega var honum umhugað um þá er minna máttu sín. Gísli stundaði sjómennsku fyrst um sinn, en réðst fljótlega til starfa við vélsmíðar. Fyrst í Vélsmiðju Bolung- arvíkur og síðan hjá Íshúsfélagi Bol- ungarvíkur þar sem hann starfaði um áratugi og sá um allt viðhald. Við þá iðju var hann svo sannarlega á heima- velli, völundur góður og lék allt í höndum hans, hvort heldur var ný- smíði úr hinum ýmsu efnisflokkum eða viðgerðir. Á þessum árum var oft- ast mikið starfsálag á honum, vinnu- staðurinn stór með mörgum fram- leiðsluþáttum, sífelldar breytingar, stækkanir og framþróun. Ég starfaði á annan áratug á þessum sama vinnu- stað og þurfti oftar en ekki að leita til Gísla með hin margvíslegustu við- fangsefni. Öllu var sinnt, ætíð sama viðmótið. Við dáðumst oftar en ekki að hvernig hann leysti erfiðustu við- fangsefni, hann var einstakt snyrti- menni og handbragð hans minnti oft- ar en ekki á listaverk. Starf hans kallaði á þessum árum oft á langan vinnudag og seinna sagði hann mér að það sem hann sæi hvað mest eftir væri að hafa ekki haft meiri tíma fyrir sig og sína á þessu tímabili. Gísli var gæfumaður í einkalífi, þau Sirrý voru einstaklega samhent og greinilegt að gagnkvæm ástúð og virðing ríkti. Sorgin knúði dyra hjá þeim þegar þau misstu elsta son sinn, Magnús Helga, fæddan 1973, einung- is þriggja mánaða gamlan. Síðan eignast þau Önnu Svandísi árið 1975, sem er hjúkrunarfræðingur, og Hálf- dán árið 1979, sem stundar nám í við- skiptafræði við HÍ. Bæði bera þau foreldrum sínum gott vitni hvað varð- ar uppeldi, arfleifð og mannkosti. Móður sinni reyndist Gísli sem besti sonur og bjó hún á heimili þeirra Sir- rýjar þar til hún öldruð, farin að heilsu, dvaldist síðustu ár sín á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur. Kynni okkar Gísla hófust fyrir rúmum 30 árum. Strax fann ég að þar fór hreinskiptinn, heiðarlegur en jafnframt glettinn og gamansamur maður. Gísli var einstaklega barngóð- ur og ungar fundu dætur mínar, að það tók miklu styttri tíma að fara með hjólin eða skíðin til Gísla, þyrfti eitt- hvað að laga eða breyta. Eitt sinn spurði ég yngri dóttur mína hvers vegna hún hefði ekki sagt mér að hjól- ið væri bilað. „Pabbi, hann Gísli kann að gera almennilega við og gerir það strax,“ var svarið. Orðfæri dóttur minnar um Gísla hefur margoft rifj- ast upp fyrir mér. Hún var þá á ung- lingsárum, var að segja okkur hjón- unum frá spjalli þeirra Gísla og bætti svo við í restina: „Mér þykir alltaf svo vænt um hann Gísla, hann er eitthvað svo ekta.“ Vart er hægt að fá betri dóm frá unglingi en að vera „ekta“, að vera sannur, og víst er að Gísli var sannur, bæði í sínu lífi, sér, sínum og okkur öðrum samferðamönnum. Hóf- samur, hafði skömm á hroka og upp- skafningshætti, hreinn og beinn, ein- arður í skoðunum, en virti ávallt skoðanir annarra. Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári greindist Gísli með illvígan sjúkdóm, sjúkdóm sem alltof fáum eirir er sæk- ir heim. Það skiptust á skin og skúrir í baráttunni og um tíma virtist sem sig- ur myndi vinnast, en nú á dimmustu skammdegisdögum varð annað ljóst. Á kveðjustund vil ég þakka að hafa fengið að vera samferðamaður hans, of stuttan tíma en dýrmætan hér í litlu bæjarfélagi. Ég þakka hlátra- og gleðistundir jafnt sem heimspekileg- ar hugleiðingar. Minning um góðan dreng lifir og mun lýsa, því góður orðstír deyr aldrei. Elsku Sirrý, við Guðjóna, dætur okkar og þeirra fjölskyldur sendum þér, börnum ykkar og tengdabörn- um, öldruðum tengdaforeldrum og öðrum ástvinum hins látna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur Þór Benediktsson. Mig langar til þess að minnast með fátæklegum orðum fjölskylduvinar- ins Gísla Helgasonar er féll frá þann 6. desember sl. Við fluttumst í Mið- strætið þegar ég var aðeins fimm eða sex ára, við hliðina á Sirrý og Gísla sem alla tíð hafa verið einstakir nábú- ar og afar traust fólk. Strax og við fluttum í götuna tókst mikill vinskap- ur milli mín og Önnu Svandísar sem heldur enn þann dag í dag. Gísli og Sirrý muna sjálfsagt eftir fyrsta skóladeginum þar sem ég kom og bankaði á heimili þeirra, í nýju skóla- fötunum, og spurði eftir Önnu. Fylgd- umst við síðan ætíð saman í skólann þar til við fórum að fullorðnast aðeins, kannski út af hræðslu um að okkur yrði strítt. Ég þori að fullyrða að það hafi verið einstaklega gaman að alast upp við Holtastíginn. Þar fórum við í fallin spýtan og lékum okkur í fót- bolta á Ingutúni. Þetta var eins og ein stór fjölskylda. Anna og Danni æfðu bæði sund með mér til fjölda ára og voru sundferðirnar ógleymanlegar. Þær létu Sirrý og Gísli ekki fram hjá sér fara. Enda studdu þau vel við bak- ið á krökkunum sínum og annarra. Ég heimsótti Gísla á heimili hans í byrjun nóvember sl. Þá var ég á leið suður í sundferðalag og rifjuðum við Gísli þá upp ferð okkar á KR mótið fræga forðum daga. Þá vorum við veðurteppt í rúma viku og man ég eftir því að Gísli tók okkur með sér í gönguferðir og sagði okkur sögur, það er ógleymanlegt. Gísli var einstaklega góður maður og er ég stoltur af því að hafa notið ná- vistar hans þennan tíma sem ég hefði þó óskað að hefði verið lengri. Gísli var alltaf reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd og það kannast allir við sem hann þekktu. Þegar sprakk á reið- hjólinu fór maður bara til Gísla og því var reddað. Svo ekki nóg með það. Eitt sinn kom sonur minn hjólandi heim eftir langan dag við leik í sum- arsólinni og sagði okkur að það hefði sprungið hjá honum og keðjan dottið af. „Og af hverju ert þú þá hjólandi núna,“ spurði ég? Þá svaraði sonur minn um hæl: „Ég fór bara til Gísla.“ Mér er það einnig minnisstætt er ég kom heim úr skólanum eitt sinn og það höfðu sprungið vatnsleiðslur heima hjá mér og neðri hæðin öll á floti. Og auðvitað var Gísli mættur fyrstur manna til að aðstoða. Þannig mun ég ætíð minnast Gísla Helgason- ar. Gísli háði erfiða baráttu, með fólkið sitt sér við hlið, sem nú er lokið og hann hlotið eilífa hvíld. Gísla verður sárt saknað en minning hans mun lifa. Elsku Sirrý, Danni og Anna mín, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og GÍSLI HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.