Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 65
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 65 ✝ Baldvin GraniBaldursson fæddist á Ófeigs- stöðum í Kinn 29. júlí 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 6. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Baldur Grani Bald- vinsson bóndi og oddviti á Ófeigsstöð- um og kona hans Hildur Friðgeirs- dóttir frá Þórodds- stað í Kinn. Hildur lést af barnsförum er hún eignaðist Baldvin. Bald- vin ólst upp á Ófeigsstöðum. Hann sótti alþýðuskólann á Laugum en hóf síðan búskap með föður sínum. 7. júlí 1945 gekk Baldvin að eiga Sigrúnu Jónsdóttur frá Hömrum í Reykjadal, f. á Hall- dórsstöðum í Reykjadal 17. nóv- ember 1923, d. 30. júní 1990. Hún var dóttir Jóns Friðriksson- ar frá Helgastöðum og Friðriku Sigfúsdóttur frá Halldórsstöðum í Reykjadal. Það sama ár stofn- uðu Baldvin og Sigrún nýbýlið Rangá úr Ófeigsstaðalandi og bjuggu þar æ síðan. Þau Baldvin og Sigrún eignuðust fimm börn, þau eru: a) Jón Aðalsteinn vígslubiskup á Hólum, f. 17. júní 1946, kvæntur Margréti Sig- tryggsdóttur, börn þeirra eru Sigrún og Róshildur. Sonur Jóns fyrir hjónaband er Ragnar Þór. b) Baldur bifreiðastjóri á Húsa- vík, f. 13. mars 1948, kvæntur Sigrúnu Aðalgeirs- dóttur, börn þeirra eru Baldvin, Ragn- heiður og Friðrik. c) Baldvin Kristinn bóndi í Torfunesi, f. 23. febrúar 1950, kvæntur Brynhildi Þráinsdóttur, börn þeirra eru Margrét og Þráinn Árni. d) Hildur hárgreiðslu- meistari á Húsavík, f. 10. nóv 1953, gift Garðari Jónassyni, synir þeirra eru Jónas Grani og Unnar Þór. e) Friðrika 2. feb 1961, var gift Gunnari Jóhanns- syni, synir þeirra eru Jóhann Kristinn og Hilmar Valur. Þau skildu. Sambýlismaður Friðriku er Stefán Haraldsson, sonur þeirra er Ófeigur Óskar. Þó búskapur væri aðalstarf Baldvins var hann mikill félags- málamaður. Hann var oddviti sveitar sinnar um langt árabil. Sat lengi í stjórn K.Þ. og for- maður hennar um skeið og var sláturhússtjóri hjá K.Þ. Formað- ur Búnaðarfélags Ljósavatns- hrepps, svo og sóknarnefndar- formaður Þóroddsstaðarsóknar auk þess að vera meðhjálpari og syngja í kirkjukórnum. Ung- mennafélaginu stjórnaði hann og var formaður Héraðssambands Suður-Þingeyinga um skeið. Þá sat hann í stjórn Laxárvirkjunar. Útför Baldvins fer fram frá Þóroddsstað í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Í dalnum heima dvelur hugur minn í dagsins önnum raddir þínar gjalla. Frá þínum bröttu hlíðum Kalda-Kinn, þú krýnda drottning himinblárra fjalla. Mín fóstran kæra björt og hrein á brá með bros á vör í sumarblænum þíðum, ég elska hverja laut og hæð og lág og lind í þínum fagurgrænu hlíðum. Ég elska þig með blíða brosið þitt og blómin þín sem lengi munu anga og þegar hættir störfum hjarta mitt ég hníg sem lítið blóm að þínum vanga. Ég flyt þér kveðju draumadalur minn í draumi og vöku raddir þínar kalla. Ég hníg að faðmi þínum Kalda-Kinn, þú krýnda drottning himinblárra fjalla. (Baldur Baldvinsson Ófeigsstöðum.) Elsku pabbi, með þessum orðum afa vil ég kveðja þig. Ég veit hve vel þau lýsa kærleika þínum og þrá til sveitarinnar þinnar. Sú þrá kom sterkar í ljós nú síðustu ár þegar heimferðunum í Rangá fækkaði. Þá sast þú gjarnan og fórst með þetta ljóð af ákveðnum þunga sem sagði meira en orðin. Þú varst stóri sterki kletturinn minn, ég var mikil pabbastelpa og lík- lega hefði það verið fátt sem þú hefðir neitað mér um. Minningarnar hrann- ast upp í huga mínum, ég man þegar þú gekkst með mig um gólf með svæf- il undir höfði mínu og söngst „Mæðan stranga“ ég átti að sofna en hef sjálf- sagt þráast við. Ég hangandi í rass- vasanum á eftir þér við útiverkin og hef líklega ekki flýtt fyrir verkum sem vinna átti. Við sitjandi á garða- bandi í fjárhúsunum, þú að kenna mér nöfnin á kindunum sem allar höfðu sitt nafn ég spyrjandi „Pabbi, hvernig í ósköpunum manstu hvað hver heitir, þær eru allar eins.“ Þú bentir mér á í rólegheitum undir jórtri kindanna og friðsæld fjárhúsanna að þær hefðu hver sitt einkenni. Við labbandi hönd í hönd upp á tún að vori, lítandi eftir lambám og brjóta síðustu fannirnar af lækjunum svo lömbin færu sér ekki að voða. Við í heyskap á dráttarvél að raka saman garða í góðri þurrktíð, það næsta sem ég man er að ég vakna í flekknum. Því ég hafði sofnað undir suði gamla „Fegga“, þú borið mig og lagt gætilega í flekkinn og hélst áfram að garða. Aldrei fann ég fyrir því að ég væri að tefja fyrir þér við verkin hvað þá að þú hastaðir á mig þó sjálf- sagt hafi oft verið ástæða til. Við á Ak- ureyri gangandi fram hjá búð þar sem í glugganum var stráhattur með blómum sem ég varð að eignast og að sjálfsögðu keyptir þú hann handa mér fyrir brúðkaup elsta bróður, ég varð nú líklega að vera með hatt við svo mikilvæga athöfn. Miklu seinna við mamma í berjamó með drengina mína, þú að koma frá Húsavík, fórst heim, hitaðir kaffi og færðir okkur í móinn, vínarbrauð með glassúr og kaffi. Ég gæti haldið svona lengi áfram í minningaflóði en vænst þykir mér, pabbi minn, um þann kærleika til sveitarinnar okkar og heimaslóða sem þú sáðir í hjarta mitt og ég mun ávallt rækta. Ég kveð þig með þökk fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig og ekki síst fyrir það sem þú varst drengjunum mínum. Þín dóttir Friðrika. Elskulegur nafni minn, afi okkar og langafi, Baldvin Grani bóndi á Rangá hefur kvatt í hinsta sinn. Þrátt fyrir að ljóst hafi verið síðustu vikurnar að hann ætti stutt eftir er allt- af erfitt að sjá á eftir þeim sem maður elskar og þykir vænt um. Eftir sitjum við með höfuðfylli af ljúfum minning- um um yndislegan mann sem við öll dáðum og litum upp til fram á síðustu stund. Það er huggun okkur sem eftir stöndum að nú sameinast þau aftur, afi og amma á Rangá en hún lést fyrir rúmum þrettán árum síðan. Á Rangá, hjá ömmu og afa, var alltaf gott að koma og þar var ætíð mikið um að vera, gestkvæmt og mik- ið líf á bænum. Bæði höfðu þau ein- stakt lag á börnum enda var jafnan barnaskari í kringum þau hvað sem þau voru að gera. Skipti þá engu hvort verið var að baka kleinur eða sinna útiverkum, alltaf voru litlir puttar velkomnir að veita „aðstoð“ og fylgjast með af kostgæfni. Ótal minn- ingar koma í hugann þegar dagarnir í sveitinni hjá ömmu og afa eru rifjaðir upp en það sem upp úr stendur er sú hlýja og væntumþykja sem þau um- vöfðu okkur meðan þeirra naut við ásamt þeirri gleði og jákvæðni sem þeim fylgdi alla tíð. Afi og amma voru mjög samrýnd hjón sem sköpuðu sér heimili þar sem alla jafna var margt um manninn og eftir þau stendur stór og samheldin fjölskylda. Með þessum fátæklegu orðum viljum við minnast þeirra hjóna sem voru okkur svo góð. Eftir standa minningar sem fylgja okkur um ókomna tíð. Jónas Grani, Eygló og börn, Unnar Þór og Áslaug. Það er mikil birta tengd nafni Bald- vins á Rangá. Það vekur minningar um mikla gleði, gamansemi og hressi- lega hlátra, einnig þá miklu hlýju drengskap og traustleika sem ætíð fylgdi sterku handtaki hans, Bjarn- arhrammi fylgdi bjarnarhlýja. Þegar Baldvin fæddist á Ófeigs- stöðum lagðist mikil sorg yfir heimilið og alla nákomna er móðir hans dó á sænginni. En hinn ungi og bjarti sveinn var sá ljósgeisli sem lýsti upp í sorgarranni. Það var hann allan sinn uppvöxt og ættfólkið fylgdist með stolti með honum sem glæsilegu ung- menni og traustu til allra hluta. Ófeigsstaðaheimilið átti þá og síðar einstæðan sess í sveitinni. Þar voru Baldvin gamli, sem við svo kölluðum, og Kristín Jónasdóttir, hann var lengi oddviti, eða frá því fyrst ég man og enn minnist ég hans með glettnis- glampa í augunum. Þá þegar var þar mjög gestkvæmt af sveitungum og mönnum lengra að komnum. Margir áttu erindi við oddvita sinn og bærinn var á krossgötum. En mestu réði þó sú hlýja gestrisni sem þar var að mæta og sú glaðværð og gamansemi sem þar ríkti. Sami bragurinn var á Ófeigsstaða- heimilinu á tímum Baldurs og Sigur- bjargar þegar Baldvin er að alast þar upp með hálfsystkinum sínum tveim- ur. Þangað var komið margra erinda og mörg málin rædd bæði alvarleg og á léttari nótum og húsbóndinn hag- orði jafnan hrókur alls fagnaðar. Baldvin óx upp bráðgjör til allra hluta og tók snemma þátt í öflugu starfi unga fólksins í ungmenna- félaginu. Er hann hafði aldur til gekk hann á Laugaskóla og þar kynntust þau Sigrún frá Hömrum og Baldvin. Hún hafði þá þegar vakið athygli fyr- ir fagra rödd og sönggáfu og lærði með öðru söng hjá Páli H. Jónssyni. Með þeim var jafnræði og Sigrúnu fylgdi söngurinn og mikil gleði og glæsileiki er hún fylgdi Baldvin heim í Ófeigsstaði til að setja saman bú. Saman reistu þau Sigrún og Bald- vin nýbýlið Rangá nyrst í gamla Ófeigsstaðahlaði á 1/3 jarðarinnar árið 1946 og efldist þar búskapurinn af dugnaði beggja og samheldni. Brátt var Rangárheimilið jafnoki Ófeigsstaða að gestsælni og þar ríkti vinsamleg glaðværð hvort sem var í eldhúsi eða stofu og alltaf virtust þau hjón hafa tóm til að sinna erind- um gesta og eiga með þeim áhuga- verðar viðræður um hvaðeina og góðar stundir rétt eins og á Ófeigs- stöðum. Á Baldvin hlóðust trúnaðar- og fé- lagsmálastörfin bæði í sveitinni og fyrir héraðið allt, jafnvel í enn ríkara mæli en hefðin stóð til og Sigrún var ekki aðeins hin trausta og myndar- lega húsmóðir og góða móðir, hún fylgdist með öllu og tók sinn þátt í fé- lagslífinu og í sönglífi sveitarinnar var hún styrk stoð og oft var til hennar leitað. Rangársystkinin urðu fimm og öll bera þau heimilinu og upprunanum fagurt vitni – þau er gott að eiga að vinum þegar minningin ein, fögur og hrein, lifir um foreldrana. Svo margt kemur upp í hugann þegar Baldvin á Rangá er kvaddur að því verður trauðla komið á blað. Hann var jafn náinn frændi okkar hjóna beggja, því urðu kynnin nánari og böndin traustari, en fá orð verða engu að síður að nægja. Hann var í einu orði drengur góður sem reyndist alls þess trausts verður sem honum var sýnt. Þungt áfall, er hann missti Sig- rúnu, bar Baldvin með karlmennsku þó að finna mætti hve undin var djúp og alltaf var hann jafn æðrulaus þó heilsunni hrakaði. Hann var glaður og reifur, þrátt fyrir skerta heilsu allt fram undir það síðasta. Við sendum þeim systkinum, mök- um þeirra og afkomendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og Svan- hildi og Einari sem nú eru ein eftir í hlaðinu sendum við sömu kveðjur. Jónas Jónsson. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar Baldvin frændi á Rangá hringdi í mömmu til að vita hvort ég gæti verið hjá þeim hjónum um sum- arið 1953. Ég var þá 18 ára, og strax til í það. Þetta varð til þess að ég kynntist móðurfólki mínu en mamma var frá Ófeigsstöðum. Hún var ekki nema 16 ára og Hulda systir hennar 13 þegar Baldvin fæddist og varð um leið móðurlaus. Fannst mér hann ávallt vera „litli“ drengurinn hennar. Sumarið mitt á Rangá verður alltaf sterkt í minningunni. Sigrún gekk þá með Hildi sem fæddist í nóvember, ég man samt eftir henni snúa með okkur heyi fyrir neðan Ófeigsstaðabæinn, við vorum held ég sjö í hóp og var margt talað, mikið hlegið og Baldur gerði um okkur vísur. Baldvin var þrí- tugur þetta sumar og var þá dansað í kjallaranum á Rangá við harmon- ikkuleik fram eftir nóttu. Þetta var sumarið þegar aldrei rigndi og alltaf var sól úti og inni. Og mörg, mörg góð ár liðu; en þá dró ský fyrir sólu þegar Sigrún dó og það fór að rigna. En Baldvin átti góða að og brátt fór sólin að skína á ný, eins og hjá okkur öllum skiptast á skin og skúrir í lífinu. Ég vil þakka fyrir allar góðu sam- verustundirnar fyrr og síðar þegar við komum norður með okkar stóru fjölskyldu og alltaf var skroppið í Rangá og Ófeigsstaði í veislukaffi og ég veit að börnin okkar eiga þaðan al- veg sérstaklega góðar minningar, því tengslin hafa verið sterk með fjöl- skyldum okkar. Það er bjart yfir minningu Baldvins á Rangá. Innileg- ar samúðarkveðjur. Sigurveig Erlingsdóttir (Siva). BALDVIN GRANI BALDURSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Elskuleg eiginkona mín, KRISTJANA BENEDIKTSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, fimmtudaginn 11. desember sl. Jarðarförin auglýst síðar. Sören Einarsson og aðrir vandamenn. Eiginmaður minn og faðir okkar, ÁSGEIR P. ÁGÚSTSSON frá Stykkishólmi, Aflagranda 40, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu- daginn 11. desember. Erla Jónsdóttir, María og Guðbjörg Elín Ásgeirsdætur. Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Ási, Breiðdalsvík, lést á elliheimilinu Grund miðvikudaginn 10. desember. Börn hinnar látnu. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ást- kærrar eiginkonu minnar, móður og ömmu, AUÐAR KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Syðri-Úlfsstöðum, Austur-Landeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild Landspítalans í Kópavogi og deildar 13-D Landspítala við Hringbraut. Óskar Halldórsson, Kristín Hulda Óskarsdóttir, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, Halldór Vilhjálmsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.